Morgunblaðið - 27.02.1971, Side 15

Morgunblaðið - 27.02.1971, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 15 Laxárvirkjun Framli. af bls. 17 endur aðra kröfu, sem er ný: Að hætt sé við með öllu að gera nokkra stíflu. Enn var efnt til fundar i Reykjavík fyrir áramótin 1970 og 1971. Sáttasemjarar, er iðnaðarmála ráðherra hafði skipað, voru þar, fulltrúar landeigenda, Laxár virkjunarstjórn, ráðuneytis- stjóri og ráðherra. Ekki mun þar hafa reynzt auðvelt að koma á rólegum umræðum eða reglu- lega viturlegum, því miður. Var svo þeim fundi slitið án árang- urs. Var þar boðið upp á nýja hönnun, eins og það er kallað, að tilhlutun ráðherra, er tryggja átti enn betur en áður var, að ekki yrði stefnt á neitt meira en þessa tvo áfanga. Vigfús á Laxamýri, sá úr stjórn Landeigendáfélagsins, sem hef- ur samkomulagsvílja, lagði til og formaði tillögu þess efnis, að sýslunefnd Suður-Þingeyjar- sýslu og Félág landeigenda fengju úrskurðarvald um hve- nær fullnaðarrannsókn á áhrif- um 18—23 m stíflu teldist lokið. Með öðrum orðum sýslunefnd- in og landeigendur gátu eftir það haft i hendi sinni hvort þeir viðurkenndu nokkum tima að slíkri rannsókn væri lokið á við unandi hátt. Meíri hluti landeig enda á fundinum hafnaði þess- ari lausn sem öðrum. En vel að merkja: Á þessum fundi var lítið deilt um stífluna. Annað var nú orðið aðaJatriðið. Búið var að taka undir allar kröfur nema þá, sem nú var orð- in að aðalatriði: Suðurá var úr sögunni. Háa stiflan úr sögunni og ödl aðalatriði Gljúfurvers- virkjunar. Vísindamanna rann- sóknir komnar á stað eins og lengi hafði verið krafizt með réttu. Og stjórnendur Laxár- virkjunar búnir, næstum svo kyrfilega sem orðið gat, að leggja stýri sitt á jörð niður. Og gat þá ekki og átti að vera allt við hæfi frá sjónarmiði okk ar Þingeyinga? Nei. Eitt var enn. Og nú ligg- ur við borð að eigendur okkar merkilegustu vatna séu orðnir laglega snúningaliðugir. Það sem eftir var að mótmæla þangað til á hausti því, sem nú er nýlega liðið, var byrjunar- starfið að virkjuninni, sem svo til allir Þingeyingar voru sam- mála um að biðja um 1969, með Búnaðarsambandið í broddi fyíkingar. En það bað sýsilu- nefndina 1968 að athuga gaum- gæfilega, hvort héraðið ætti ekki að gerast þátttakandi í „nývirkjuninni" eins og sam- bandsfundur orðaði það. Stórhættulegt að gera þetta segja söimu menn nú eða forystu menn þeirra. Laxræktarmögu- leikar eyðileggjast ofan Brúa- fossa ef þetta verður gert. Eng- inn heyrði þetta orðað fyrri en í haust. Og visindalegar niður- stöður um kenninguna eru enn ekki sannfærandi. Ekki treysti ég mér samt til að fullyrða neitt til eða frá um hvað mikið kunni að vera til í þessu. En flest eða alít bendir til að það sé mjög orðum aukið. Nú er það svo einnig að aldrei síðan Náttfari sté á land við Laxárós fyrir 11 hundruð árum hefur laxabranda fyrirfundizt i Laxá ofan við fossa þó áín beri ÖM nafn þess frækna fisks. Foss amir voru sem sé aldrei Iax- gengir. Nú getum við náttúruverndar menn sagt, að i þessari frægu á hafi skapari himins og jarðar ætlað urriða vistarveru í efri hlutanum en engum stórlaxi. Urriðinn þar er Mka stórhöfð- inglegur vatnabúi, nasstum á borð við sjálfan laxinn. Og skemmtilegur er hann á ham- ingjustönginni, segja þeir sem til þekkja, og mesta lífsnautn finna í þvi að þreyta og drepa þ@ð sem bítur á. Lætur því býsna nærri að hrein náttúruspjöll geti verið að því að fara að rugla sköpunar- verkið með því að hjálpa laxi í stórum stíl inn í urriðabyggð- ina í Laxárdal og bleikjustöðv- arnar í Mývaftji, með tilstuðlan einhverra apparata niðri í dal. Hver veit nema lax kynni að verða að eins konar minkaplágu þar uppfrá í vötnum, sem við vilj um allir varðveita óspjölluð. Mig minnir að skaparinn okk- ar fullgerði heiminn, bæði þurr an og votan, á einni 40 klukku- tíma vinnuviku eins og hann á að vera óspilltur. En sleppum öllu gamni í al- varlegu máli. En sem ég segi: Nú er aðalvið- fangsefnið að mótmæia því, sem beðið var um 1968 og 1969. Það á að vera svo hættulegt að öH- um ráðum tiltækum verður að beita. Og sumum skilst að þau þurfi ekki endilega að vera neitt sérstaklega vönduð. Þetta heitir á alþýðumáli að fara í hring. Sagt er, og það með réttu, að sjaildan valdi einn þegar tveir deila. Hin svokallaða Laxárdeila upphófst með furðulegum tiltekj um ráðamanna Laxárvirkjun- ar og móðgunum í garð héraðs- búa í Þingeyjarsýslu, fyrir ut- an ráðagerðir um mikla eyðilegg ingu sérstæðra náttúrufyrir- bæra og f járhagslegan óskunda í héraði. Héraðsbúar tóku mannlega á móti og unnu sigur í stórmáli með aðstoð iðnaðarmálaráðherra vorið 1969. Ekki að vísu alveg fullnaðarsigur, en munu hafa átt þess kost þá, ef samstæður vilji hefði verið til staðar. Haust ið 1970 áttu þeir kost á að ná fullum sigri, en ofhiti í skapi, sem var ofan við hæfilegan bióð hita veiklaði þann möguleika. Enn mun vera tækifæri til að gera gott úr þeirri Sturlunga- öld, sem orðin er til raunar, ekki aðeins í héruðunum við Eyjafjörð og Skjálfanda, heldur um allt ísland. Langlundargeð og góðvilji Jóhanns Hafsteins iðnaðarmála- Miðkvíslarstíflan — eins og hún var ráðherra í þessu máli er til fyr- irmyndar. Ég sagði að Laxárvirkjunar- menn hefðu átt upptök að illri deilu. En tveir valda eða fleiri jafnan þegar deilt er. Nú er það hinn aðilinn sem veldur áfram- haldinu eins og nú er komið. Bitbeinið er nú aðeins það, hvort bæta skuli úr brýnni orkuþörf í héruðum Eyjafjarð- ar og Skjálfanda samkvæmt lög- um frá 1965 eða bæta ekki. Sú kenning að slíku fylgi óbætanleg náttúruspjöll er ekki nema misserisgömul og meira en hæpin. Það er hættulegt öllum sem ' vrnir í Laxárdal og að Mývatni, sæju nú þennan algilda sann- * , leika síðastir allra manna. Áðan sagði ég að tækifæri gætu enn fundizt til að aflétta Sturlungaöld. Nú nýverið hefur iðnaðarmála ráðherra birt hlutaðeigendum nýja málamiðlunartillögur sem fer mjög í tilslökunarátt við virkjunarandstæðinga. Aðal- atriði: Jarðgöng verði þrengd frá því sem áður var ráðgert, úr 6,4 m í þvermál i 5 m. Stöðv- arhúsbygging verði minnkuð mjög mikið og vélasamstæðan að sama skapi og verði fyrir að- eins 19 MW. Stifla, ef gerð verður að afstaðinni rannsókn eftir 3—5 ár, hækki ekki vatnsborð meira en sem næst 20 m, (áður talað um 23 m). Að auki verði þann- ig frá gengið, að yfirfall skap- ist, sem líklegt er að henti laxa- seiðum til niðurgöngu. Ef báðir aðilar vildu fallast á þetta af hógværð og stillingu ætti Laxárdeilan að vera á enda kljáð. Með þessu, sem nefnt var, er fyrir það girt að undirbúinn verði á hálfdulinn hátt meiri virkjun á þessum stað seinna meir. En sá ótti hefur látið mjög á sér bera, og ekki alveg að ástæðulausu, að fyrir stjórnend ur virkjunarinnar vekti svipað og forsjálum fiskimanni og afla- kló, sem fyrstur mun hafa fuhd- ið og auðgað íslenzkuna méð spakmælinu: Gefur guð í gerða spyrðu. Látum nú stimpingum linna og Ijúka, sem öllum er til ills en engum til góðs. Hættu á nátt- úruspjöllum tel ég úr sögunni. Og var hún að visu að mínu viti úr sögunni þegar í fyrra vor. En nú er samt betur hægt um hnúta að binda. Strikum yfir of stór orð og hnefaréttar tilburði. Hreinsum andrúmsloftið, sem orðið er að eins konar heimilisbölí í miklu og góðu byggðarlagi. En heimil- isböl er þyngra en tárum taki, sagði Brynjólfur þiskup Sveins- son, þekktasti raunamaður Is- landssögunnar vegna eigin mis- taka. Látum ekki fjandann standa lengur bisperrtan milli góðra manna út af því, sem ekkert er orðið „hjá öðru stærra og meira.“ þarna eiga hlut að máli að reiða hnefana lengur til höggs. Ég veit ekki hvort margir muna núorðið að öll ^xárvirkj- unarhús og véiar hennar standa í landareign Áskels goða í Hvammi í Aðaldal, sem leyndi banasári sínu heilan dag til að reyna að firra bæði vini sina og óvini þeim háska, sem hefnigirn inni fylgir ævinlega. Þetta sá bóndinn í Hvammi á undan sinni samtíð og eftirkom- endur hans hafa viknað af hrifningu og munu gera meðan saga hans er lesin og metin. Aumt þætti mér, ef sveitung- ar okkar Áskéls í Hvammi og Hvers eigum við að gjalda? Tollstöðvarmálið 1 grein í Morgunblaðinu 4. febrúar s.l. vakti ég athygti á þeirri staðreynd, að „sérl ræð ingar“ i tollafgreiðslumálum hefðu komið afgreiðslusal emb- ættisins fyrir á 5. hæð í hinni nýju tollstöð. Ég lauk máli mínu með þeirri spurningu, hver eða hverjir bæru ábyrgð á þeim furðulegu vinnubrögðum, að geta ekki fundið annan stað heppilegri fyrir þá afgreiðslu, sem flestir eiga erindi við, og þar sem ríkis sjóður fær greiddan meirihluta tekna sinna. Mér datt ekki annað í hug, en að „sérfræðingarnir" myndu fljótlega gera hreint fyrir sín- um dyrum og svara fyrirspurn minni að bragði, og þá væntan lega skýra sín sjónarmið og færa rök fyrir ákvörðun sinni í þessu efni. Þetta hefur þó því miður brugðizt, og er mér það mikið undrunarefni, því einhver hugsun hlýtur að vera á bak við ákvörðunina, sem ekki ætti að vera ástæða til að fela. Þeg ar menn I ábyrgðarstöðum taka ákvörðun, verða þeir að vera reiðubúnir að gera grein fyrir sínu máli, jafnvel gagnvart okk ur, sem í þeirra augum eru bara almenningur. En eins og ég tók fram i fyrri grein minni, er hér um háJaunaða háskólagengna menn að ræða, sem ekki ættu að hafa ástæðu til þess að láta ljós sitt undir mæliker og dul- búa sig með þögninni einni. Ótrúlega mikill fjöldi manna hefur þakkað mér fyrir að benda á hina furðulegu ráðstöf un „sérfræðinganna" í þessu máli, og fylgja þeir mér eindreg ið í því að fá upplýst meginat- riði málsins á þessu stigi: Hver eða hverjir bera ábyrgðina? Verði „sérfræðingarnir" ekki fyrir svörum, beinist spurning- in að sjálfsögðu að yfirmönnum þeirra, sem i þessu tilfelli mun vera f jármálaráðuneytið. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir því, að sé ekki komið svar frá „sérfræðingunum“ innán hæfi- legs tíma, t.d. einnar viku, þá muni ráðuneytið taka af skar- ið og uppiýsa málið. Ég tel ástæðu til þess að ætla, að ráðu neytið sé ekkert hrifnara af því en við almenningur, að einhverj ir „sérfræðingar" séu að taka sér vald sjálfskipaðra einræðis- herra í viðkvæmu máli. Þess ber einnig að gæta, að nauðsynlegt er að upplýsa þetta mál, svo saklausir menn liggi ekki undir grun um að vera meðábyrgir í þessu óhappaverki, og jafnvel fleiri mistökum, sem hafa átt sér stað í sambandi við skipúlagninguna á tollstöðinni, en þau gætu e.t.v. orðið efni í heila bók, þótt þau eigi varla heima í stuttri blaðagrein. Menn hafa að sjálfsögðu velt því fyrir sér, hverjir af starfs- mönnum embættisins hafi verið í „sérfræðinganefndinni" eða ráðunautar hennar, enda hefðu það verið skynsamlegustu vinnubrögðin, að leita til þeirra manna, sem hafa unnið við eða stjórnað hinum daglegu störfum i ýmsum deildum þessa umfangs mikla embættis. Mörg nöfn hafa verið nefnd manna á milli, og er því brýn nauðsyn að hreinsa þá, sem saklausir eru í þessu skipu lagsmáli. Ég læt ekki af þeirri skoðun minni, að okkur beri ekki að taka möglunarlaust þeirri fyrir litningu, sem sýnd befur verið hér í verki, og tel ég víst að fjármálaráðuneytið muni gera okkur grein fyrir málinu, ef „sérfræðingarnir" bregðast. Lárus Fjeldsted. Kópavogs Apótek Ungbarnafötin komin Mikið úrval danskrar Kópavogs Apótek

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.