Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 25

Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 25 Framkvæmdir við Vogaskóla Athugasemd verktaka og umsögn borgarendurskoðenda MORGUNBLADINU hefur bor- Izt athugrasemd frá forsvarsmönn um Bygrglng-avers h.f., sem er verkfcaki við 4. áfanga Vogaskóia vegna umræðna á fundi borgar- stjórnar 18. febrúar sl. og frá- sagnar í Morgunblaðinu af ræðu borgarstjóra á þeim fundi. Birt- ist athugasemd þessi hér á eft- ir ásamt timsögn Helga V. Jóns- sonar, borgarendurskoðanda uni þessa athugasemd. ATHUGASEMD BVGGINGAVERS H.F. „Samkvæmt skrifum Morgun- blaðsins og Tímans varðandi af- hendingu 4. áfanga Vogaskóla, verður ekki annað séð en að borgarstjórinn í Reykjavík hafi gefið borgarstjóm þær upplýs- ingar á borgarstjórnarfundi þann 18. febr. sl. að dráttur á að Ijúka framkVcBmdum stafaði af vanefndum verktakans Bygg- ingavers h.f. Dagblöðin gátu þess ekki að borgarstjórinn hefði látið fylgja þessum ummælum sínum neina frekari greinargerð. Með þvi að hér er vafalaust um að ræða vangá af hendi borgarstjóra, þvi ekki þarf að efa að hann vilji í hverju máli hafa það er sann- ara reynist, þá langar okkur til að koma á framfæri örfáum orð um til uppfyllingar og skýring- ar á ummælum hans. Samningar okkar um bygg- ingu Vogaskóla 4. áfariga er frá 7. nóv. 1967. 1 4. grein samnings ins er ákvæði um að samnings- verðið skuli miðað við bygginga vísitölu Hagstofu Islands til hækkunar eða lækkunar á samn ingsverðinu. En verði hins veg- ar um snöggar verðbreytingar á samningstímabilinu að ræða er heimilt að endurskoða þessa aðferð við útreikninga verðbreyt inga til að réttari útkoma fáist. Nokkrum dögum eftir undir- skrift samningsins varð gengis- felling sem orsakaði hækkun á erlendu efni um rúm 30%. Við hófum þá þegar viðræður við starfsmenn borgarinnar um end urskoðun á samningnum með það fyrir augum að fá leiðrétt- ingar á greiðslum fyrir verkið mið að við þessi ákvæði um snöggar verðbreytingar. Þessar viðræður stóðu án afláts og reyndar ár- angurs í heilt ár, en þá skall á önriur gengisfelling, sem hafði í för með sér yfir 50% hækk- un miðað við Bandaríkjadollar. Eftir þessa seinni holskeflu hefði mátt ætla að borgarsjóður væri til viðtals um endurskoðun á verksamningum en allar við- ræður urðu án árangurs, þrátt fyrir það, að við fullyrðum að starfsmenn Innkaupastofnunar borgarinnar höfðu fullan skiln- ing á réttmæti krafna okkar um endurskoðun á verksamningn- um. En Innkaupastofnunin hef- ur tvímælalaust hæfustu starfs mönnum brgarinnar á að skipa á þessu sviði. Á þessu tímabiii hefur Bygg- Sngaver h.f. sem aðalverktaki við Vogaskóla margsinnis stað- ið frammi fyrir því að undir- verktakar hafa stöðvað verkið. ■Og tveir undirverktakar hafa bréflega hótað algjörri stöðvun á verkinu með lögbanni vegna meintra samningsrofa hvað snertir verðbætur af hendi borg- arsjóðs. Og í dag stendur verk- ið þannig að einn meistari við bygginguna hefur ekki sætt sig við að fá ekki fulluppgerðar verð bsetur áður en hann skilar sínu verki við skólann, svo það er énnþá allt í fullkominni óvissu um lok verksins. Varðandi þau ummæli borgar- stjóra að við hefðum lofað að ljúka verkinu á einhverjum ákveðnum tíma, þá er það sagt algjörlega út í bláinn. Borgarstjóra er fullkunnugt um það að sú ákvörðun borg- arytfirvalda að láta okkur sækja þetta verðbótamál fyrir dóm- stólum, leiðir það óhjákvæmilega af sér að við sem aðalverktak- ar svo og allfiestir undirverk- takar verða að leggja fram marg ar milljónir umfram þær greiðsl ur sem borgarsjóður greiðir fyr- ir verkið. Þetta fé liggur ekki á lausu. Við höfum ekki beðið borg- arstjórann að gefa okkur gjaf- ir. Við höfum aðeins óskað þess að hann standi við gerða samn- inga fyrir hönd borgarsjóðs. Við höfum boðið honum að leggja málið í gerð óvilhallra manna, við höfum einnig farið fram á að fá málið afgreitt fyrir gerð- ardómi VerkfræðingafélagS Is- 'lands, sem ætti að vera öllum dómstólum færari um að meta þetta mál rétt. Gengisfellingarnar eru atvik sem bieyta algjörlega þeirri und irstöðu sem samningurinn bygg- ir á og er jafnframt atvik sem hvorugur samningsaðili getur haft áhrif á. Þvi þá ekki að láta óvilhalla aðila dæma, sem einn- ig hafði aðstöðu til að ljúka málinu fljótt til að forða óþæg- indum af drætti málsins. I örstuttu máli er þessi saga þannig að borgarstjórinn hefur ekki staðið við gerðan samning hvað snertir verðbætur. Hann hefur í viðskiptum sínum við okkur ekki viljað taka til gieina ákvæði samningsins sem eiga að tryggja okkur fyrir eigna- upptöku, sem gengisfeliingar eru. I stað þess að láta starfsmenn sma segja þetta hreint og beint á fyrsta fundi með okkur þá hef ur hann látið þá sitja með okk- ur í mlsmunandi stórum hóp- um, á endalausum fundum þar sem við höfum lagt fram út- reikninga sérfræðinga sem svo er ekkert gert með. Þessa millu hefur borgarstjórinn teflt við okk ur í rúm þrjú ár þegar hann sér ástæðu til að loka og vísa okk- ur á að sækja málið fyrir dóm- stólum. Þrátt fyrir þessar aðstæður höfum við skilað einstaka bygg- ingaáföngum fyrr en samning- ar segja til um, en þess gat borgarstjóri ekki í ræðu sinni í borgarstjórn. Við látum þetta nægja í bili, en vonandi verða mál verktaka og samskipti þeirra við borgar- sjóð meira á dagskrá á næst- unni og ,þá gefst borgarstjóra e.t.v. fleiri tækifæri til að kynna borgarfulltrúum einstaka þætti þessara mála og viðhorfin í heild. Reykjavík, 25. febr. 1971 I stjóm Byggingavers h.f. Guðni Daníelsson, Jónas Jónsson, Sigurður B. Magnússon. ATHUGASEMD BORGAR- ENDURSKODANDA í ofanritaðri grein vill fyrir- tækið Byggingaver h.f. kenna drætti á byggingu Vogaskóla því, að borgarsjóður hafi sjálfur van efnt verksamninginn með því að greiða ekki fullar verðbætur. Vísar fyrirtækið í þvi sambandi til 2. mgr. 4. gr. verksamnings- Ins, sem hljóðar svo: „Verði um snögga verðbreytingu að ræða á samningstímabilin, sem að dóini beggja aðila kæmi of seint fram í þessari visitölu, er heimilt að endurskoða þessa aðferð við út- reikning verðbreytinga tíi að réttari útkorna fáiist.“ Hefur verktakinn margoft kvartað yfir því að byggingar- vísitala Hagstofu Islands hafi ekki sýnt rétta mynd af verð- hækkunum, en ekki hafa borg- aryfirvöld fengið um það full- nægjandi sannanir að mati mínu og byggingardeildar Reykjavík- urborgar, en of langt mál er að fara út í það á hverju sú skoðun okkar byggist. Þar sem báðir aðilar eru ekki sammála um hærri verðbætur sbr. áðurgreinda 4. gr., getur verktakinn skv. 13. gr. samnings ins, að loknum sáttaumleitunum, rekið málið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Önnur málsmeð- ferð er þvi ekki í samræmi við samninginn. Að mínu áliti er þessi deila um verðbætur óháð afhendingu verksins, enda nefnir verktak- inn ekki það atriði í bréfi, þar sem hann lofar afhendingu verks ins í siðasta lagi 1. febrúar 1971. Samkvæmt verksamningnum átti verkinu að ljúka upphaflega 1. ágúst 1970, en vegna tafa, sem urðu af völdum veðráttu, verkfalla o.fl., framlengdust þessi tímamörk til 22. nóvember 1970. Á fundi, sem haldinn var 2. nóv. 1970 lofaði verktakinn að ljúka öllu verkinu fyrir 1. febrú ar 1971 með fyrirvara um loft- ræstitæki. Þannig: 1. Kennslueldhús 30.11. 1970. Með fyrirvara um að málum verði lokið 9. nóv. n.k. 2. Húsnæði læknaþjónustu o.fl. á 1. hæð lokið 7. des. 1970. 3. Iþróttahús og tilheyrandi böð og búningsklefar 31.12. 1970. 4. Aðalanddyri, fatageymslur og lokafrágangur 1. febr. 1971. F.h. Byggingavers h.f. Guttormur Sigurbjörnsson. F.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings Bergþór Ólafsson, Jón G. K. Jónsson. Þetta hefur verktakinn enn ekki staðið við. - Gjöf Framh. af bls. 3 segja að sogi blóðsýnin hvert af öðru inn um arman endann og skili niðurstöðunni með sjáiifrit- andi penna á hinn endann. Þessi AUTOANALYZER með sjálfvirkni til svo fjölbreyttra rannsókna, hefir margra, aug- ljósa kosti, má t.d. nefna að: 1. SjáMvirknin auðveidar að frannfylgja ströngum kröfum uim nákvæmni ranmsöknanna. 2. Útgjöld vegna glervöru iækka verutega. 3. Afkaistagetan hefir í för með sér veruiegan vinniuspamað, sem verður þeim mun meiri, sem rannisóknafjöl’dinn vex. AfleiðLngin verð'ur því að með sMku'm tækjuim er lengur hægt að mæta sivaxandi á'lagi án hiliut- fallslegrar fjölgunar starfsfóiks og aukniingar húspláss. Ég vona að þetta sýni að nokkru hve ómetanleg þesisi gjöf er fyrir áframhaildandi þróun læknisþjónusitu Landákotsspít- ala, þar sem á Ftanirts óknadeild er fengizt við ört vaxandi fjölda rannsókna, í mjög takmörkuðu húspdássi. Það er flestum kunniugt, að nýiega var lausn fengin á dag- gjaldamál spítalans. Hitt vita færri, að ennþá l’iiggja ekki fyrir nein opinber framlög til brýnna tæfkjiakaupa á öTlum deildum. Þar veltur allit á hve mikið St. Jósefssyst/ur geta gefið af tak- mörkuðum launum fyrir þrot- lausa vinnu. Þeir eiga þvi skilið mikla þökk, sem leggja hönd að verki við þessa uppbygigingu. Það þarf ekki milljón til að vera mikil gjöf þar sem þörfin er brýn, en fé skortir. Við erum aðeins fá, sem fær- um ykkur þakkir í dag, en tug- þúsundir raunu njóta gjafar ykkar á komandi áruim. Megi eimnig þakklæti þeirra verða Oddifeliliowstúku ykkar, HALLVEIGU, styrkur um aila framitíð.“ STAPI Gömlu- og nýju dansamir í kvöld kl. 9. ^ Tvær góðar hljómsveitir. * GOSAR ★ B. J. og MJÖLL HÓLM. STAPI. ÍR-ingar — skiðafólk Dvalið verður í skála fé- lagsins um helgina. Farið verður frá Umferðamið- stöðinni kl. 2 og 6 e.h. laugardag og kl. 10 f.h. sunnudag. Keppendur at- hugið æfing verður kl. 3 laugardag og kl. 10 sunnu- dag. Stjórnin. Sunnukonnr Hafnarfirði Munið aðalfundinn í Góð- templarahúsinu 2. marz kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Herdís sýnir myndir m.a. úr orlofi. Kaffi. Stjórnin. Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 11. Helgunar samkoma. Kl. 2. Sunnudaga skóli. Kl. 8.30 Hjálpræðis- samkoma. Einsöngur, tvi- söngur og ræða. Allir velkomnir. Konnr frá Stykkishólnii Skemmtifundur verður haldinn í Tjarnarbúð mið- vikudaginn 3. marz kl. 8.30. Fjölmennið Nefndin. Fundarboð Aðalfundur i Bræðrafélagi Nessóknar verður haldinn í félagsheimili Neskirkju sunnudaginn 28. febrúar 1971 og hefst kl. 3 e.h. að lokinni messu. Fundarefni: 1. Formaður flytur skýrslu um störf félagsins. 2. Endurskoðaðir reikning- ar lagðir fram til sam- þykktar. 3. Stjómarkosning Kosin stjóm, varastjórn og endurskoðendur. 4. Önnur mál, er upp kunna að verða borin. Félagsmenn eru hvattir til þess að sækja fundinn og taka virkan þátt í allri starfsemi félagsins. Fíladelfía Almenn samkoma I kvöld kl. 8.30. Aðkomnir ræðu- menn tala. Allir velkomnir. Bræðraborgarstígur 34 Kristileg samkoma annað kvöld kl. 8.30. Sunnudags- skóli kl. 11.00 f.h. I.O.O.F. 3 = 1522274% s H.F. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6a í kvöld kl. 20.30. Séra Frank Halldórsson prédikar. Allir velkomnir. K.F.ILM. I dag Kl. 8.30 e.h. er síðasta sam koma unglingadeildavik- unnar í hús félaganna við Holtaveg. Á niorgun Kl. 10.30 f.h. Sunnudaga-. skólinn við Amtmannsstíg. Drengjadeildirnar Kirkju- teigi 33, Langagerði 1 og í Félagsheimilinu við Hlað- bæ í Árbæjarhverfi. — Barnasamkoma i barnaskól- anum við Skálaheiði í Kópa vogi og vinnuskála F.B. við Þórufell í Breiðholtshverfi. (Bíll frá barnaskólanum kl 10.15). Kl. 1.30 e.h. Drengjadeild- irnar við Amtmannsstíg og drengjadeildin við Holta- veg. Kl. 8.30 e.h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amtmannsstíg i umsjá ungl ingadeildarsveitarstjóra. Árni Sigurjónsson, fulltrúi talar. U.D.—félagi segir nokkur orð. — Ungmenna- söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir, en ungl- ingum sérstaklega boðið. Ármenningar og annað skíðafólk Skíðaferð I Jósepsdal á laugardag kl. 2 og sunnu- dag kl. 10 frá Umferðamið- stöðinni. Gisting og veiting ar í skálanum. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristileg samkoma sunnu- daginn 28. febrúar kl. 10. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Bænastund virka daga kl. 7 e.h. Allir velkomnir. K.F.U.M. og K.F.U.K. Hafnarfirði Sunnudaginn 28. febrúar kl. 10.30 f.h. sunjiudagaskól inn. Kl. 8.30 Almenn sam- koma. Ræðumaður Gu'nnar Sigurjónsson guðfræðingur. Mánudagskvöldið 1. marz, fundur í unglingadeildinni kl. 8. BEZT ú auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.