Morgunblaðið - 11.03.1971, Page 7
MORGUNBLAÐLÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1971
7__j
„Náttúran hefur verið mér
aflgjafi til margra hluta“
Spjallað við
Steinþór Marinó
Gunnarsson um
málverk,
hjásetu og fleira
Nei, ég stæli ekld náttúr-
una í þeim skilningi, sem flest
ir ieggja i það hugtak, heid-
ur leitast ég við að mála sam
band mitt við hana, og nátt-
úran hefur verið mér aflgjafi
til margra hluta, gegnum
hana hef ég séð margt í öðru
ljósi, hún hefur vikkað sjón-
deildarhring minn, stýrt hendi
minni oft á tíðum til betri og
fullkomnari verka, en annars
hefði verið mögulegt," sagði
Steinþór Marínó Gunnarsson
málari við mig, þegar ég heim
sótti hann á vinnustofuna
hans í kjallaranum að Heiðar
gerði 48.
Tileíni heimsóknarinnar
var væntanleg málverkasýn-
ing hans I Bogasal Þjóðminja
safnsins, sem hefst nú um
næstu helgi. Ég hafði að visu
kynnzt Steinlþóri lítillega, þeg
ar hann fyrir tveimur árum
sýndi á Mokka, leizt þá mæta
vel á myndir hans, og sá
strax í honum eittíhvað, sem
löngum hefur fylgt þeim
mönnum, sem kunna að fara
með liti og léreft.
Auk þess er það nú eigin-
lega heimsfrétt, að Steinþór
Marínó er einn 5 bræðra af
7, og það albræðra, sem mála,
og hafa haldið málverkasýn-
ingar, hinir eru Veturliði,
Benedikt, Guðbjartur og Elís.
Siðast, þegar ég hitti Stein
þór að máli, sagði ég að
svona lagað hlyti að liggja í
blóðinu, og það var orð að
sönnu, því að faðir þeirra
hafði meira en föndrað við
listræna hluti, hann var sjálf
ur listamaður. Hún lætur
ekki að sér hæða erfðafræð-
in.
„Ertu enn við það sama hey
garðshornið, Steinþór, að
mála við músík?“
„Þó að nú væri, annað
hvort væri, og ég skal segja
þér, að mér falla nú orðið
bezt i geð óperurnar, þá er
ég einna helzt i essinu mínu,
þegar ég heyri fagrar raddir
syngja fagran söng.“
„Finnst þér máski eins og
mér Maria Callas hafa einna
sérstakasta rödd?“
„Ekki er ég nú strax til-
búinn að svara því, en sjálf-
sagt væri Onassis á öðru
máli, en mér finnst ég sjá svo
oft meira til að mála, þegar
ég hugsa mér sviðsetningar í
óperum um leið.
Annars er fjaran mitt uppá
hald, liklega eins og þitt. Ég
var um daginn suður við
Lónakot. Það var stórkostlegt
að sjá sæbarða steinana i
fjörunni, sjá þessar holur,
þessi form, jafnvel frekar en
litina. Það var svolítið norð-
an kul á, og ég verð að játa
eitt fyrir þér, að mér finnst
snöggtum meira varið I það
að sjá fjöruna i norðanátt,
en suðvestanibrælu, eitthvað
hressilegra. Raunar var f jar-
an og sandurinn aðalleikvöll
urinn okkar þama vestra,
þeir voru þá ekki farnir að
byggja leikvelli. Já, það var í
Súgandafirði, þar á Suður
eyri, sem ég sleit þessum svo
kölluðu barnsskóm. Og svo
var maður sendur í sveit smá
pjakkur, 6 ára og annar
álíka forframaður að aldri, og
við lögðum land undir fót sam
an, því að ekki var rútubíl-
unum fyrir að fara, við tveir
6 ára snáðar vorum sendir
af stað út með firði fyrst,
Litli Kútur og Labbakútur,
og síðan var lagt i eitt f jalla
skarð, og þá var komið ofan
í Önundarfjörð, en þegar við
höfðum gengið inn með firð-
inum, þá kom minn ágæti hús
bóndi á bát til að sækja mig
yfir fjörðinn þveran, því að
ferðinni var heitið að Dals-
húsum i Valþjófsdal."
★
„Og hvað kom til, að þú
varst svo barnungur sendur i
sveit?"
„Jú, sjáðu, foreldrar mínir
og blessuð hjónin á bænum
voru vinafólk, auk þess hafði
Halldór bróðir verið þar í
sveit á undan mér, og þar á
ofan var ég heitinn í höfuðið
á foreldrum bóndans, sem
hétu Steinþór og Margrét. En
þau reyndust mér vel, eins og
beztu foreldrar, og þannig
held ég reyndar, að sveita-
fólk á Islandi hafi löngum
reynzt þeim börnum, sem það
hafði í fóstri.
Snemma fékk ég að sitja yf
ir fé. Fjallið upp af bænum
hét Stakkur, þar gekk ég til
kinda, litill polli, þar voru
þrjár kindagötur milli skriða
og hengiflug á milli, og voru
þær kallaðar efsti gangur,
miðgangur og neðsti gangur.
Á þessum syllum hljóp ég,
og ef ég missti féð frammi á
dal, þá var það þegar rokið
út í Mosdal. Þarna er líka
fjall rétt hjá, sem blasir við
þorpinu á Flateyri, sem kall-
ast Þorfinnur, þar var sögð
gullkista uppá eftir þjóð-
trúnni."
„Segðu mér, Steinþór, svo
við víkjum aftur að sýning-
unni þarna i Bogasalnum, eru
þetta allt nýjar myndir."
„Nei, langt þvi frá, þetta
eru myndir, sem ég heí málað
undanfarin 6 ár, og sjálfur
held ég, að ég sé svcdítið að
breytast i stílnum, þannig að
ég er að færast út i „Relief"
— málverk, ef svo má kalla
þau."
★
Og við skoðuðum málverk
Steinþórs, þar sem þau lágu
upp við kjallaravegginn, mál
verkin, sem eiga eftir að
prýða Bogasalinn innan
stundar. Víst voru þau mis-
jöfn. Hvenær er listamönnum
ekki mislagðar hendur? Veit
nokkur eittihvert dæmi? Bezt
þóttu mér tvö, en það er sjálf
sagt mitt sérálit, og veit ég
þó fyrirfram, að ég á mér
skoðanasystkin ófá. Hið
fyrra nefnir Steinþór Sjávar-
löður, rétt eins og sjórinn sé
að flæða á land, upp í fjör-
una, — og þess utan einn
rauður depill í miðjunni.
„Til hvers þessd rauði dep-
ill?“
„Það er von þú spyrjir,
hann er bara til þess að vekja
athygli á þungamiðju verks
ins,“ svaraði Steinþór, og
brúnu augun hans brostu,
eins og bræðra hans. „Jú,
sjáðu til, ég hef horft svo mik
ið á sjó, sjávarflóð og fjöru
um ævina, þetta eru áhrif
frá leikjum bernsku og æsku,
og gæti minnt á þá staðreynd,
að uppeldið ræður geysilegu
um framvindu mála í lifi
manns.
Og þó sérðu t.d. á þessu
málverki, sem ég kalla júlí-
dag, að ég get vel brugðið
mér upp úr fjörunni og haft
gaman að glettast við gras og
mosató, minnast þess, að marg
ir Öku í gamla daga framhjá
mosabrekkunni efst í Skógar-
brekkunum, þegar hallaði nið
ur í Breiðdal, þar sem Ólafur
Kárason Ljósvikingur einu
sinni dvaldist, en liturinn á
þeim mosa, Ijósgulur, kemur
máski listalönguninni mest
upp í manni."
Og með það kvaddi ég
Steinþór Marínó Gunnarsson,
og hlakka til að koma í Boga
salinn um helgina, raunar
alla næstu viku. Skyldu þeir
að lokum ekki sæma þessa
málarabræður orðu ? — Fr.S.
OKKAR
Á MILLI
SAGT
Steinþór hjá myndinni af sjá varlöðrinu. (Sv. Þorm. tók myndina.)
KEFLAVlK Ungt Sjálfstæðisfólk munið fundir.n í kvöld. Ólafur G, Einarsson mætSr sem gestur. Heimir F.U.S. 1 BROTAMALMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-9L
KONA ÓSKAST tíl matreiðsfu- og innanhús- starfa út á tand, Tiltooð merkt „Borgarfjörður 6448" sendist afgr, MorgunbPaðsíns fyiflr 15. marz. INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar innrétt- ingar í hýbýlt yðar, þá leitið fyrst tilboða hjá okkur, — Trésm. Kvistur, Súðavogi 42, símar 33177 og 36699.
NÝTT AKRANES
136 fm einbýliishús ásamt MIFskúr t'nl sölu l Vogum á Vatnsfeysuströnd. Upplýsing ar í síma 92-6640. Rússa jeppi '59 til sölu, gott hús, nýleg dekk að framan. Upplýsingar í síma 93-1463,
ARSHATlÐ Átthagafélags Inggjaldssands verður haldin f Domus I Medica laugardaginn 13. marz. Fjötmennið. Nefndin, KONAN I ALFTAMÝRI sem hringdí í síma 19713 6t af týndum ketbi, er vinsam- lega beðin að hringja f sama númer aftur,
NOKKRAR STÚLKUR vanrtar í frýstihús. Uppfýs- Ingar 5 síma 34736. KEFLAVlK Bröndóttur köttur f óskilum merktur um hálsinn með grænu ullarbandi. Upplýsing- ar í síma 1040.
TIL SÖLU TIL SÖLU
Sindra sturtur af Benz. — Upplýsingar í síma 50661. er níu tonna bátur og fjög- urra tonna bátur. Sími 20289 á kvöldin.
KEFLAVlK HARGREIÐSLUSVEINN óskast
Eitt herbergi óskast til teigu. Upplýsingar í síma 1835, Upplýsingar í síma 31160 í dag og á morgun.
BEZI ú auglýsa í Morgunblaðinu
Til sölu
i Hafnarfirði nýlenduvöru- og kjötverzlun í fullum gangi.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Verzlun”,
Hestamannaíélogið
FflKUR
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 24. marz
og hefst kl. 20,30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Námskeið verður í hlíðnis- og fimisþjálfun hesta dagana
29. marz — 6. apríl, við hesthús Fálks Selási.
Leiðbeinendur verða Walter Feldmann eldri og yngri.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
SKEMMTIFUNDUR
verður í félagsheimilinu laugardaginn 13. marz og hefst kl. 9
með myndasýningu frá Landsmóti Hestamanna 1970. -
Þorkell Bjarnason ráðunautur skýrir myndina.
Dansað til kl. 2.
FÉLACSKONUR
sjá um kaffisölu í félagsheimili Fáks sunnudaginn 14. marz.
Húsið opnað kl. 2. — Hlaðborð.
Komið og drekkið kaffi hjá félagskonunum.
Allir velkomnir.
STJÓRNIN.