Morgunblaðið - 11.03.1971, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1971
17 4
Ummæli Nixons um
landhelgi og úthöf
Bandaríkin
vilja takmarka
landhelgi við
12 mílur, en
tillit verði
tekið til sér-
stakra hags-
muna strand-
ríkja varðandi
fiskstofna
úthafsins
ÞANN 25. febrúar sl. flutti
Richard M. Nixon, Banda-
ríkjaforseti, skýrslu sína
til Bandaríkjaþings um
utanríkismál. Einn kafli
skýrslu forsetans fjallaði
um landhelgismál og rétt-
indi þjóða til nýtingar á
hafinu, hafsbotninn o. fl.
Morgunblaðinu þykir rétt
að gefa lesendum sínum
kost á að kynna sér þann
kafla ræðu Bandaríkjafor-
seta, sem um þessi mál
fjallaði, og fer hann hér á
eftir.
„Úthöfin hylja tvo þriðju
yfirborðs jarðar. Breytingar
eru nú að verða á nýtingu
mannsins á þessum sameigin-
lega sjóði hans. Ný tækni er
þegar fyrir hendi, eða í mót-
un, sem leiða mun til gífur-
legrar aukningar á nýtingu
efna og lífefna hafsins, þar á
meðal náttúruauðæfi þau,
sem finnast á botni heimshaf
anna.
1 fullri hreinskilni er það
enn ekki ljóst hvort þessi
staðreynd mun reynast
mannkyninu blessun. Eins og
nú háttar er ekkert það
vald til, alþjóðlegt eða af
öðrum toga spunnið, sem
tryggt getur skipulega og
skynsamlega nýtingu þessara
auðæfa. Sú staðreynd, að því
viðbættu um hve mikil auð-
æfi hér er að tefla, er full-
komin ástæða til þess að
menn hafi af þessu áhyggjur.
Allur heimurinn á hér ljós-
legra hagsmuna að gæta, og
sú staðreynd blasir greini-
lega við, að nema því aðeins
að gripið verði í taumana í
tíma, verði þessir hagsmun-
ir fyrir borð bornir í skipu-
lagsleysi taumlausrar verzl-
unar- og þjóðasamkeppni.
Hið aldagamla frelsi til
frjálsra siglinga á hafinu er
vandamál nátengt þessu.
Hefð og gildandi alþjóðalög
hafa ekki reynzt nægilegur
þröskuldur í vegi kröfu-
gerða, sem verða til þess að
auka á alþjóðlega spennu og
stofna réttindum allra til
notkunar á úthöfunum í
hættu. Kröfugerð sumra
þjóða í þessum efnum nær
200 mílur á haf út. Freist-
ingin til þess að halda slík-
um kröfum til streitu og
verja þær getur aðeins vax-
ið er tæknin skapar nýja
möguleika á þvi að hagnast
af einkarétti á yfirborði hafs
ins.
Á undangengnu ári hafa
Bandaríkin átt frumkvæðið
að því að reyna að fá lönd
heimsins til að fallast á sann
gjarna lausn á þessum tveim-
ur vandamálum, á meðan enn
er hægt að leysa þau.
Þann 3. maí lagði ég fram
stefnuskrá varðandi heims
höfin, þar sem bæði var lagt
tii að á fót yrði komið kerfi
alþjóðlegra reglugerða um
nýtingu hafsbotnsins á djúp
sævi og nýr sáttmáli yrði
gerður um stærð landhelgi
ríkja.
Tillögur okkar varð-
andi hafsbotninn myndu
skipta honum i tvo megin-
flokka:
— Strandríki myndu halda
rétti sínum til náttúruauðæfa
hafsbotnsins allt að 200
metra dýptarlínu.
— Hafsbotninn umfram
það yrði undir alþjóðlegri
stjórn. Engu að síður myndu
strandriki veita leyfi til
rannsókna og vinnslu auð-
æfa á hafsbotninum umfram
200 metra dýptarlinuna allt
til marka landgrunnsins, sem
sérstakir umboðsaðilar al-
þjóðlegrar stofnunar.
Svo sem ég sagði á sínum
tíma: „Yfirstjórn (þessara
mála) mundi sjá um inn-
heimtu verulegra greiðslna
vegna efnavinnslu til alþjóð
legrar og félagslegrar notk-
unar, einkum til greiðslu
efnahagsaðstoðar við þróun-
arlöndin. Hún ætti einnig að
setja almennar reglur til þess
að koma í veg fyrir að önn-
ur nýting hafsins biði ekki
ósanngjarnt tjón af, reglur
til að vernda hafið gegn
mengun og um að tryggja
heiðarleika þeirrar fjárfest-
ingar, sem gera yrði vegna
slíkrar nýtingar, og reglur
sem gera ráð fyrir að skylt
verði að setja niður deilur á
friðsaman hátt.“
1 ágúst lagði stjórn vor
uppkast að samningi fyrir
Sameinuðu þjóðirnar, þar
sem tillögur eru gerðar i smá
atriðum um hversu slíkt kerfi
gæti verið. Vér leitum kerf-
is, sem tryggir að fullu hags-
muni þá, sem hin vanþróaðri
ríki eiga að gæta varðandi
auðæfi hafsins, jafnt og það
Hvemig fer Gierek að
því að halda trausti?
Erfitt að samræma kröfur
verkamanna flokkskerfinu og
pólskir verkamenn eru ekki
lengur þægir í taumi
„Verkamennirnir hafa það
á tilfinningunni að Gierek
þekki þá og skilji vandamál
þeirra, og þetta er eina von
okkar,“ sagði pólskur emb-
ættismaðiir eftir að hinn nýi
ieiðtogi Kommúnistaflolíks-
ins kom rauðeygður lit eftir
næturlangan fund með verka
mönmim í skipasmíðastöðun-
um í Gdansk og Szczecin ný-
verið. „Við trúum þér. Við
viljum, að þú stjórnir vel,“
var svar verkamannanna á
fiindinum, sömu manna og
fyrr kveiktu í öllu þvrí, sem
til náðist, og minnti á flokk-
inn og rikisvaidið.
Þessa byrjun á gagnkvæm-
um skilningi milli Edward
Giereks, fyrrum kolanámu-
manns, og verkamannana,
verður að fara um mjúkum
höndum. Á fundi miðstjómar
flokksins fyrir skemmstu
skýrði Gierek verkamönn-
um umbúðalaust frá því, að
ekki yrði um að ræða neinar
skjótar framfarir og umbæt-
ur í efnahagsmálum, og var-
aði þá við þvl að setja fram
óraunhæfar kröfur. Spurn-
ingin er hins vegar sú, hverj-
ar af þeim kröfum, sem
verkamenn frá borgum á
strönd Eystrasalts lögðu
fyrir Gierek, verða tald-
ar óraunhæfar.
Verkamennirnir kröfð-
ust meiri áhrifa í verkalýðs-
samtökum og málefnum
þeirra, og þess að „blýanta-
yddurum" yrði stórlega
fækkað í stjórn flokks-
ins. Þeir kröfðust þess, að
óþörf embætti og störf innan
verkalýðssamtakanna yrðu
lögð niður, og að þeir menn,
sem þannig yrðu leystir frá
störfum, yrðu látnir vinna
við framleiðsluna sjálfa þar
sem þeir myndu kynn-
ast vandamálum verka-
mannanna, sem þeir hafa ver-
ið svo einangraðir frá.
Gierek brást við kröf-
um verkamannanna á þann
hátt, að hann vék úr starfi
hinum hataða yfirmanni Sam-
bands verkalýðsfélaga, Ign-
acy Loga Sowinski, og vék að
auki til hliðar mörgum hátt-
settum mönnum í flokknum,
sem höfðu fengið á sig orð
fyrir að hafa verið viðriðnir
hin „alvarlegu mistök"
stjórnar Gomulka. Fremstur í
flokki þessara manna er
Stanislaw Kociolek, hinn
ungi efnahagssérfræðingur
Stjórnmálanefndarinnar, en
það var að hans undirlagi að
hinar miklu verðhækkanir á
matvælum voru gerðar,
sem urðu til þess að
verkamenn í borgum á
Eystrasaltsströndinni gerðu
uppreisn og til blóðugra
átaka kom þar í desember s.l.
(Tilkynnt hefur verið að
verð matvæla verði aftur
lækkað í það, sem var fyrir
hækkanirnar, og kom verð-
breytingin til framkvæmda 1.
marz). Kociolek, sem fyrir
fáum mánuðum var jafnvel
talinn líklegur eftirmaður
Gomulka, sem nú er í ónáð
fallinn, hafði og það sér til
ágætis að vera yngsti maður-
Nixon
tryggir rétt þeirra þjóða,
sem þegar hafa á að skipa
þeirri tækni, sem þarf til
þess að nýta hafið. Slík skip
an mála er bæði sanngjörn
og skynsamleg, því auðæfi
þessi eru sameiginlegur arf-
ur mannkyns, og hagnaður-
inn af honum á að koma öll-
um til góða. Og það er ólík-
legt að heimurinn leggi bless
un sína yfir einhverja þá
skipan mála, sem ekki trygg-
ir að allir fái hlutdeild i þess
um hagnaði. Greiðslur vegna
námuvinnslu á hafsbotni
munu, er tímar líða, verða
mjög háar. Ef þeim verður
þegar í stað ætlað að verða
notaðar í alþjóðlegum til-
gangi, sérstaklega til þróun-
ar hinum fátækari þjóðum,
mundi það geta orðið gríðar-
mikið skref í áttina til lausn
ar eins alvarlegasta vanda-
máls heimsins.
Varðandi landhelgismáiin
sjálf, höfum vér lagrt til að
sett verði alþjóðalög, sem
gera myndu ráð fyrir 12
mílna takmörkun á landlielgi
strandríkja og gerðu ráð
fyrir að öllum yrði frjálst
að sigia um alþjóðleg sund.
Þessi alþjóðlegu lög myndu
taka til varðveizlu sjávarlífs
á úthafinu og viðurkenna
hina sérstöku liagsnuini, sem
strandríki eiga að gæta varð
andi þá hlið málsins.
Þessar hugmyndir voru
mikið ræddar hjá SÞ á sl.
hausti. Frumkvæði Banda-
ríkjanna var almennt fagnað
sem skrefi í þá átt að skipu-
leggja hina nauðsynlegu, ai-
þjóðlegu samningaviðræð-
ur. 1 desembermánuði sam-
þykkti Allsherjarþing SÞ
margar gagnlegar ályktunar
tillögur varðandi úthöfin.
En það sem mest er um vert
er að Allsherjarþingið sam-
þykkti að efna til alþjóðlegr
ar ráðstefnu um lög á úthaf-
inu, sem halda á 1973.
Á þeirri ráðstefnu mun
heimurinn hafa í hendi sér
sögulegt tækifæri. Hægt verð
ur að setja auðlindir, sem
hafa gífurlega þýðingu, und-
ir alþjóðlega stjórn, sem nota
mun þær til hagsbóta fyrir
allt mannkyn. Og hægt verð-
ur að leysa þrjú vandamál,'
sem öll bera í sér hugsan-
lega árekstra þjóða í milli,
mismunandi kröfur þjóða til
yfirráða á yfirborði hafsins,
hafsbotnsins og fiskveiðirétt-
inda — á þann hátt að allir
hagnist af.
Vér gerum oss grein fyr-
ir því, að hér er um erfið og
flókin vandamál að etja, en
vér erum staðráðnir í því, að
gera allt sem hægt er til þess
að tryggja að Hafráðstefnan
1973 geti orðið hagnýt. Verði
jákvæður árangur af þe'rri
ráðstefnu verður það nierk-
ur sigur fyrir hagsmuni
heimsbyggðarinnar, og sönn-
un þess, að heimurinn getur
mætt sameiginlegum vanda-
málum sínurn."
inn, sem sæti átti í stjórn-
málanefndinni, en hann er
aðeins 37 ára gamall.
Gierek hefur hins vegar
aðeins yppt öxlum varðandi
hina umdeildari kröfur verka
manna, og sagt að á undan-
förnum árum hafi verið graf-
ið undan félagslegum aga og
valdi flokkksins svo hættu-
legt sé, og að mikil nauðsyn
sé á að leiðrétta þetta. Hann
hefur enga dul dregið á að
mikil nauðsyn sé á að leið-
rétta þetta. Hann hefur enga
dul dregið á, að hin nýja for-
ysta flokksins muni einmitt
framkvæma þetta.
„Glos Szczecinski", mál-
gagn flokksdeildarinnar í
Szczecin hefur ráðizt harka-
lega að „pólitískum fjár-
hættuspilurum", sem blað-
ið segir að sé að reyna að fá
verkamenn til þess að líkja
eftir „Vorinu í Prag“ 1968.
Aðalmálgagu pólska Komm
únistaflokksins, blaðið „Try-
buna Ludu“, svaraði bréfi
frá lesanda, sem spurði hvort
nokkur trygging væri fyrir
þvi að flokkurinn mundi ekki
neyðast til að fara að fyrir-
mælum hinna nýju leiðtoga,
þó það kæmi síðar á daginn
að þeir hefðu haft á röngu að
standa.
Spurningin er, sagði blað-
ið í ritstjórnargrein, hvort
meginreglur flokksins, forsjá
hans varðandi samstöðu og
aga, séu réttar, og hvort
engra spurninga eigi að
spyrja eftir það, sem gerzt
hafi á undanförnum árum.
Edward Gierek
kvæini þráður.
— liinn við-
Svarið kom kunnuglega fyrir
sjónir. Flokkurinn getur ekki
slakað á varðandi sam-
stöðuna og agann án þess að
vega að sjáifum grundvelli
sósíalismans varðandi stjórn-
mál og skipúlagsmálefni.
Svo virðist sem litið sé á
óskir verkamanna um beina
þátttöku í stefnumótun og
ákvörðunum sem endur-
skoðunarstefnu af hálfu hins
nýja leiðtoga, og að þessu
leyti er hann sömu skoðun-
ar og forveri hans. En verka-
mennirnir spyrja, hvernig
hægt sé að framkvæma um-
bætur þær, sem lofað hefur
verið varðandi hin stein-
Framh. á bls. 18