Morgunblaðið - 11.03.1971, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1971
Hrúturlnn, 21. marz — 19. aprU.
Eljusemi þín ber mjög takmarkaðan ávöxt um þcssar mundir.
Nautið, 20. april — 20. maí.
Gott er að vera notalegur við sjálfan sig. En beina mætti því að
öðrum líka.
Tvíburarnir, 21. »naí — 20. júní.
Gætni er lofsverð, en of mikil varúð borgar sig sjaldnast.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Hroki og sjálfsánægja er áberandi í fari þínu á stundum. Reyndu
að halda því nokkuð í skefjum,
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Nú er allra veðra von og þú gætir átt á hættu að lenda í deil-
um við ættingja ef þú gáir ekki að.
Meyjan, 23. áffúst — 22. september.
Þolinmæði er einkunnarorð dagsins.
Vogin, 23. september — 22. október.
Dómharka er sjaldan vænleg til árangurs.
Sporðdrekinn, 23. októbeT *— 21. nóvember.
Farðu að öllu með fyllstu gætni í dag og flanaðu ekki að neinu,
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Hvað sem öllum áhyggjum líður, skaltu rcyna að taka lífinu ekki
svona þunglega.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Vertu ekki of kröfuharður við nákomna vini í dag.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Trúlegt er að einhverjar breytingar verði á högum þínum á
næstunni.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Tillitsleysi við aðra hefur ekki verið þín sterka hlið undanfarið.
• • 33 • •
þér vilduð gera það, sagði
Priestley. En nú erum við víst
komnir langt burt frá atvikun-
um að glæpnum, sem þér lýstuð
fyrir okkur. Yðar skoðun er sú,
skilst mér, að eitt af skothylkj-
unum, sem Caleb voru send hafi
verið þannig útbúið, að byssan
hefur sprungið?
— Ég get nú varla kallað
það mína kenningu, sagði Jimmy
hógværlega. — Heldur virtist
það bein ályktun af því sem
hr. Newsham, byssu-
smiðurinn þarna í Lyden-
bridge, sagði okkur Appleyard.
Og þetta virðist staðfest af
kunnáttumönnunum hjá Scot-
land Yard sem hafa athugað
sprungna hlaupið og óhreinind-
in innan í því. Þeir telja, að
hlaupið beri þess öll merki að
hafa sprungið vegna þess, að
það hafi verið hlaðið sterku
sprengiefni. Þeir segja líka, að
í óhreinindunum sé mikiu meira
af kolefni en á að koma úr
venjulegu reyklausu púðri.
— Nefnduð þér við fagmenn-
ina að hleðslan hefði getað
verið acidum picricum?
— Það gerði ég, en ekki fyrr
en eftir að mér hafði borizt
skýrslan. Ég vildi ekki hafa
nein áhrif á skoðun þeirra. Og
þeir sögðu, að samkvæmt þeirra
rannsókn, gæti þetta vel staðið
heima.
— Þér hafið sýnt okkur bréf-
snifsið, sem fannst í skothylkja-
keissanum og hafið sagt okkur
skýringu ungfrú Blackbrook á
uppruna þess. Hafið þér gert
nokkrar frekari athuganir því
viðvíkjandi?
— Já. Ég fékk einn skrifar-
ann hjá skipafélaginu til að
gefa mér örk af sama pappír og
notaður er á skipum þess. Og
pappírinn kemur alveg heim og
saman við blaðið, sem á var
letrað „Good sport." Mér var
líka sýnd skýrsla með rithönd
Benjamíns Glapthorne, og hún
kemur alveg heim við hina á mið
anum. Mér er nú mikil forvitni
að vita, hvað Benjamín hefur að
segja um þetta, þegar ég hitti
hann á morgun. Enn sem komið
er hefur ekkert einkaskeyti
verið sent til skipsins, og held-
ur ekki hefur neitt verið minnzt
á málið í neinum fréttadálki, svo
að sennilega er hann alls ekki
farinn að frétta dauða bróður
síns.
— Yður hefur sjálfsagt ekki
sézt yfir það, að hafnsögumað-
urinn á ánni, sem fer um borð
í Gravesend, tekur oft með sér
bréf til skipanna?
— Já, það er mér vel ljóst.
Slík bréf eru send til skipafél-
aganna og svo þaðan aftur til
hafnsöguskrifstofunnar. Ég hef
komið því í kring, að öll bréf
til Benjamms verði kyrrsett.
Priestley kinkaði kolli. — Þér
hafið sýnilega gert allar varúð-
arráðstafanir. En nú finnst mér,
að við lausn þessa máls ætti
fremur að ganga að því frá
sjónarmiði tækifæris en til-
gangs. Hafið þér athugað það
sjónarmið?
— Það hef ég og hef kom-
izt að niðurstöðu sem hér seg-
ir, sagði Jimmy. Við skul-
um byria á Nimrod-skotunum.
Ég hef með fyrirspurnum kom-
izt að því, að þau eru hrein-
asti óhófsvarningur, og yfir-
leitt ekki til sölu i smábæjum
eins og Lydenbridge. En það er
auðvelt að fá þau í London og
stærri borgunum og víða erlend
is. Þannig hafa fjölmargir menn
möguleika á því að fá keypt
Nimrodskot.
— Svo fékk ég aðra hug-
dettu viðvíkjandi uppruna þessa
serstaka kassa. Arthur Black-
brook sagði mér, að faðir sinn
hefði verið vanur að kaupa Nim
rodskot, og hann heldur, að eitt
hvað hafi verið eftir af þeim,
þegar faðir hans dó. Þetta benti
til þess, að einhver í Lyden-
bridge hefði getað keypt kassa á
uppboðinu og geymt hann þang
að til hann þurfti á honum að
halda. En nú hef ég verið i sam
bandi við framleiðendurna og
þeir tjá mér, að þessi kassi hafi
ekki verið afgreiddur fyrr en
um mitt síðasta ár. Og þeir geta
þvi miður ekki gefið mér upp
nafn smásalans, sem fékk kass-
ann.
— Næsta spurning, sem ég
hef lagt fyrir mig er þessi: Ef
gengið er út frá því, að sprengi
efnið, sem ég nefndi áður hafi
verið notað, hver gat þá útveg-
að sér það? Og ég komst fljótt
að þvi, að af öllum sprengiefn-
um er þetta það auðveldasta að
ná í. Margir lyfsalar hafa það
til sölu, eða þá sambönd, sem
hægt er a ð vinna það úr með
lítilli fyrirhöfn. Yfirleitt held
ég, að auðveldara sé að útvega
sér það en nokkurn tima Nimr-
odskotin.
Hanslet skríkti. — Það er
hætt við, að þér verði leitun á
þessu Jimmy, sagði hann.
— Já, þvi miður, sagði Jimmy
dauflega. En nú komum við að
þessum bréfmiða og hann finnst
mér geti þrengt leitarsvæðið
talsvert. Mig minnir ég segja yð
ur, að Appleyard hafi fundið
hann í kassanum eftir að hafa
tæmt hann, til að telj a skotin en
það sýnir aftur, að hann hefur
verið lagður á botninn i kass-
anum, en ekki ofan á. Nú er það
svo, að ef einhver sendir ein-
hverjum gjöf ásamt kveðjubréfi,
þá er það sett efst svo að við
takandi finni það strax þegar
hann opnar böggulinn.
—- Vel athugað, sagði Hanslet.
— En hvað ráðið þér af þessu.
— Það, að þessi skilaboð, voru
ekki fyrst og fremst ætluð Cal-
eb heldur þeim, sem kynni að
rannsaka dauða hans.
Pörulaust
Ali Bacon
Við skerum pöruna frá
fyrir yður.
Þoð er yðar hagur.
Biðjið því kaupmann yðar
aðeins um ALI BACOIM.
SÍLD&FISKUR
NYR MOSKVICH
80 HESTÖFL
Bifreiðar &
Landbúnaðarvélar hf.
Suðuriandsbraut 14 - Reykjavik - Simi 38(500
LJOMA
VÍTAMÍN SMJÖRLÍKl
a pönnuna/
[•] smjörlíki hf.
Osta- og smjörsalan auglýsir
Margrét Kristinsdóttir, húsmæðrakennari kynnir nýja og spennandi smjör og ostarétti
í verzlun vorri að Snorrabraut 54 í dag og á morgun föstudag kl. 2 — 6.
Komið, fáið leiðbeiningar og ókeypis úrvalsuppskriftir.
Osta- og smjörsalan