Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21 MARZ 1971 25 E. B. Malmquist, yfirmatsmaður; Hvaða kartöf luafbrigði er hagkvæmast að rækta? Áhugi landsmanna á kartöflu ræktun hefur verið mismunandi ^eins og eðlilegt er. Hefur hann farið eftir staðháttum og ýms- um öðrum aðstæðum, sem hér hafa meiri eða minni áhrif á framgang ræktunar. Fyrr á tímum, meðan verka- skipting var hér minni og vél- væðing svo til óþekkt fyrirbæri, hefur kartöfluræktunin oft ver- ið ómælt búsílag víðs vegar um byggðir landsins, — og svo er enn þrátt fyrir vélaöld og breytta atvinnuhætti. Hér á ég fyrst og fremst við þau hag- nýtu og notalegu ræktunarstörf, er þúsundir fjölskyldna hafa unnið í hjáverkum í bæjum og byggðum þessa lands, oft á tíð- um erfiði, sem var algert auka- starf að loknum iöngum vinnu- degi. Þessi heimilisræktun hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir þjóðarbúið i heild, bæði fjár- hagslega -— og þó hefur hún ekki síður stuðlað að hollustu og betra viðurværi, einkum fyrr á timum þegar fæðan var ein- hliða og fábrotin. VÖRUUNDIRBÚNINGUR Þau atriði ér við þurfum að hafa i huga þegar útsæðiskaup eru gerð og ræktunarfram- kvæmdir undirbúnar eru meðal annars þessi: Hvaða kartöfluafbrigði á að rækta miðað við ræktunarmögu leika? Og hvernig ér háttað um neyzilu vörunnar? — Hvern- ig á að hagnýta uppskeruna? I. flokks tegundir eru gull- auga, hel'gukartafla og rauðar íálenzkar eða öðru nafni ólafs- naiuður, ennfremur afbrigðið Bintje, sem telst til 1. flokks kartaflna sé stærð þess 40 mm í þvermál og þar yfir. Bintje- kartöflur sem eru á milli 30 og 40 mm í þvermál eru aftur á móti í II. gæðaflokki. Þá er ennfremur gert ráð fyr ir að afbrigðið Ben-Lomond flokkist i I. gæðaflokk sé stærð þess 40 mm hið minnsta. Sé þetta afbrigði aftur á móti und- ir þessu marki eða milli 30—40 mm lendir það i III. gæðaflokki, enda tegundin ósöluhæf á al- mennum markaði nema hægt sé að matreiða hana í steik eða bökun, en til þeirra nota þykir hún henta mjög vel. Þá hefur verið ákveðið að í II. gæðaflokki verði kartöfluaf- brigði svo sem Egenheimer, Rya Og Furori, og auk þess Bintje af stærðinni 30—40 mm eins og áður var sagt. Loks er að geta þess að ákveðið hefur verið einnig að flokka nokkrar snemmvaxnar tegundir i II. gæðaflokk fram til septemberloka. Er hér um að ræða Baríma, Pontiac og Ben Lomond, sem er eins og áður var sagt milli 30—40 mm í þvermál. — Eftir septemberlok, eða þeg ar verðlagsráð landbúnaðarins hefur ákveðið fast haustverð, verða framangreind afbrigði í III. gæðaflokki. Þetta afbrigðaval eða þessi flokkun er byggð á ýmsum þátt um. Meðal annars höfð hliðsjón af því hvaða möguleikar eru hér til að rækta viðkomandi teg undir við okkar skilyrði og jafn framt er giefinn gaumur að þeim breytingum sem verða á eftir- spurn eftir hinum einstöku af- brigðum á almennum markaði. SUMARSPRETTA Hér á landi hefur tíðarfar ver ið kólnandi síðustu misseri. Þessa staðreynd erum við neyddir til að taka með í reikn inginn og haga ræktunarfram- kvæmdum að nokkru eftir því svo og vali útsæðis. Hér á ég fyrst og fremst við það að við endurskoðum af- stöðu okkar til hinnar snemm- vöxiiu kartöflu, sem við ætlum að setja á aimennan sumarmark að. Þegar meðalhiti miðsumarmán aðanna júlí og ágúst hefur hrap að um 2—3 gráður á síðustu sumrum frá því sem oft var hér áður, þá er auðsætt að við get um ekki gert okkur miklar von ir um að rækta snemmvaxin af- brigði til sölu á sumar- og haust markað svo að nokkru nemi. Það er ástæða að beina þeim tilmælum til bænda, ekki sízt á Suðurlandsundirlendinu, er ætla sér að stunda kartöflurækt á komandi sumri, að leggja meiri áherzlu á ræktun okkar gömlu góðu stofna svo sem gull- auga og ólafsrauðs. — Þó að spretta þessara sterku stofna sé að visu nokkuð hægfara mið að við sumarmarkað, tel ég þó að ræktun þeirra verði í flest- um tilvikum hagkvæmari. Þetta vil ég meðal annars rökstyðja svo: Sjálfsagt er að vona að loftslagið hlýni, að sprettutíðin í sumar verði góð. — Já við skulum vera bjartsýn og segja sem svo að meðalhiti í Reykjavik í júlí næstkomandi verði nær 12 stig en ekki 9,5 eins og í fyrra. — En gerist þetta, verði hagstætt tíðarfar og engin næturfrost, þá vaxa gull- auga og helgukartafla nær þvi eins fljótt til að verða söluhæfar kartöflur og áðumefndar svo- kallaðar snemmvaxnar tegundir. Dæmið má líka segja upp á annan veg. Setjum svo að veður guðirnir verði okkur ólíka and snúnir og síðastliðin 3—5 ár. Þá verður enn sem fyrr sú hætta að við fáum engar söluhæfar kartöflur fyrr en eftir miðjan september, — þó að við ræktum snemmvaxin lakari afbrigði. ■— Og þá verður útkoman sú að á hausti sitjum við uppi með tals vert magn af óseljanlegum, hvit um, smáum kartöflum, sem fólk vill ekki einu sinni kaupa sem III. flokks vöru. Niðurstaðan verður sú, að eins og nú horfir verður það að telj ast of mikil áhætta að ætla að stóla á kartöfluræktun fyrir sumarmarkað svo teljandi sé. — Örðu máli gegnir að vísu um heimilisræktun, þar sem hægt er að nostra við smábletti, skýla með plasti, forrækta í pottum og annað slíkt. Slík ræktun er hag kvæmt búsílag og sjálfsögð, ef framkvæmdaviljinn er fyrir hendi á heimilinu. En hverfum aftur að afbrigða vali kartaflna eins og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins gerir tillögur um að það sé. Hún hefur lagt til að ræktaðar verði áfram tegundir eins og Bintje og Ben-Limond. Ekki er þetta þó vegna sumarmarkaðarins, enda er t.d. Bintje-kartaflan litlu fljótvaxnari að jafnaði en gull- auga eða helgukartaflan. Þessi afbrigði teljast aftur á móti æskileg til ræktunar, ásamt áð- urnefndum I. flokks tegundum, vegna þess fyrst og fremst að alltaf vantar á markaðinn hent ugar kartöflur til steikingar og bökunar. FINNUM NV.fA KARTÖFLUSTOFNA Þó að forsvarsmenn þessara mála mæli ekki að sinni með fleiri kartöflutegundum til rækt unar við okkar erfiðu staðhætti, þá má geta þess fyrir áhugafólk í ræktunarmálum, að áfram er haldið með tilraunir til að finna betri stofna bæði með tilliti til bragðgæða og ræktunar og margs fleira sem taka þarf til athugunar þegar rækta skal sterkan nytjastofn. Og úr þvi að tilraunastarfsemi og nýja E. B. Malmquist. stofna ber á góma, þá er full ástæða til að minna bændur og ræktunarfólk á það að alltaf geta óvæntir hlutir gerzt í erfða fræði nytjagróðure og gróður- mætti jarðar. Áhugasamir rækt- endur ættu alltaf að vera vel á verði. Ef þeir sjá t.d. í garð- landi sínu standa uppi grósku- mikil grös ófallin eftir nokkrar vægar frostnætur að hausti, þá er sjálfsagt að gefa slíku gaum og halda til haga sem útsæði að vori. Undantekningalítið er uppskera í betra lagi undir slíkum grösum, en bragðgæði geta vðrið mismunandi, eftir af brigðum og fleiru. — Þó er það meginregla, að saman fer bragð gæði o’g þroskuð uppskera. SKIPTA UM ÚTS/EÐI Það er alveg sérstök ástæða til að brýna fyrir bændum sem og öðrum kartöfluframleiðend- um að tregðast ekki við að skipta um útsæði, ekki sizt eftir hin áfallasömu ár er verið hafa að undanförnu. Hafa þau haft i för með sér m.a. síðastliðið haust sjúkdóma, sem stórtjón hefur hlotizt af. Varðandi útvegun útsæðis er það að segja, að Grænmetis- verzlun landbúnaðarins hefur um langt skeið hlutazt til um að afla framleiðendum útsæðis. Hef ur hún haft á boðstölum útlent, en þó fyrst og fremst innlent út sæði og þá oft stofnræktað eða valið. Mest hefur verið ræktað af slíku útsæði í Eyjafirði og útsæði þaðan hefur jafnan bezt gefizt. En nú brást kartöfluuppsker- an að mestu þar um slóðir síð- astliðið haust, eins og vonlegt var, þar sem hitastig júlímánað ar var t.d. á Akureyri hvorki meira né minna en nær 4 gráð- um undir góðu meðallagi. — Það má þvi búast við að erfiðleik- ar verði á því að útvega ey- firzkt útsæði eða annað jafn- gott af innlendum toga. Undanfarin vor hefur verið mjög erfitt að útvega nægilegt magn til útsæðis af helgu- og gullaugakartöflum. Reynt hefur verið að fá gullauga frá Noregi, —- og i önnur hús er ékki að venda um útvegum á þessari ágætu kartöflu, sem hér hefur verið ræktuð yfir 40 ár. Þetta hefur þó ekki gengið of vel. — Aðeins fengizt smá- skammtur rétt í tilraunaskyni siðastliðið vor. Vafalaust verður meira til aí rauðum íslenzkum, — þó ef- laust of lítið ef áhugi fólks verður samur í ræktuninni og siðastliðið vor. Þrautalendingin að þessu sinni verður þvi eflaust afbrigð ið Bintje, en útsæði af þessum kartöflum verður fengið frá Pál landi eins og í fyrravor. Ég nefndi að hin hvítu kart- öfluafbrigði, það er að segja kartöflur, sem eru með hvítt hýði, væru hjá okkur orðin í- blönduð ýmsum slæðingum t.d. á Eyrarbakka og víðar. Þar sem svo er komið málum gæti verið alveg sérstök ástæða fyrir fram- leiðendur að skipta nú um út- sæði, grípa tækifærið þar sem vænta má að útsæði fáist nú með hagstæðai'i kjörum en oft áður. Rétt er að minna framleiðend ur á það, að séu markaðskart- öflur íblandaðar tveim eða fleiri afbrigðum, þá verða þær ekki settar í I. gæðaflokk, þótt þær fullnægi kröfum um stærð og öðrum skilyrðum, sem sett eru I matsreglugerð um matarkartöfl- Sveinn Kristinsson; Skákþáttur -'m í EFTIRFARANDI skák eigast við meiistairair, sem íslenzkir skákunn'endur a. m. k. kainmiast vel við, þ. e. JúgóSlavinm Glig- oric, sem tefildi hér á alþjóðllegu skákmóti 1964 og Nýsjálendiing- uiriinin Robert G. Wade, sem tetfldi hér á saimbærilegum mótum (því síðara a. m. k.) 1947 og 1964 (sama mótið og hið fyrr talda). Skákin er tefld á Hastingsmót- iniu nú um ánaimótin, þa>r sem Ungverjinin Portisch fór með siguir af hóirni í etfsta fllokki, en Gliigoric var í öðru sæti ásamt flleinum. Þótt Wade tefli skák þessa fremur veiifct og takist miður vel að komast fcliakklaust úr byrjun- inmi yfir í miðtaflið, þá varpar það ekki sfcugga á tatflmennisku GMgorics, sem notfærir sér hvert misstig andstæðinigs og vinnur glæsiliega í aðeins rösk- um tuttugu leikjum. Hvitt: Gligoric Svart: Wade Niemzo-indversk vörn I. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. e3, 0-0; 5. Bd3, c5; 6. Rf3, d5; 7. 0-0, dxc4; (7 — Rc6 eða 7.---b6 er algemgara) 8. Bxc4, Rc6; 9. a3, Ba5; 10. Bd3, cxd4; II. exd4, Bb6; 12. Be3, (Stöður mjög svipaðair þessari koma gjannam fnam etftir Niemzo-ied- versfca byrjum. Þó stendur sva.rti kóngsbiskupimin öllu oftar á e7, hatfi hann ekfci drepið á c3. 1 þessari skák hetfur þessi stöðu- miunur ekki svo lítið að segja, því stæði svarti biskupinn nú á e7, þá gæti svartuir leilkið 12. — Rg4, en sá leikur strandar rvú á fórn á h7 og síðan riddara- Skák á g5 o. s. frv.) 12. — Rd5; 13. Rxd5, Dxd5; (Wade viffl halda fast við þá áætlue að þrýsta á hvíta d-peðið eftir op- ininii límu. Vafalaust var þó betea að drepa hór með peðinu. — Mér fininist Wade gleyma því í fnaan- tíðartfyrirætliunum sínum, að hamn á ekki svairtan biskup til vamiatr á kónigsarmi, þegar átök- iin beimast þainigað. — Sbr. skýr- ing við 12. leilk.) 14. Dc2, (Nú átti Wade tvímælailaust að leilka 14. — g6, þótt hvítur hefði betri stöðu eftir 15. Be4, Dd6; 16. Hí-dl o. s. frv.) 14. — Rxd4; 15. Rxd4, Bxd4, 16. Bxh7tf, Kh8; 17. Be4, Dd6?; (Tapar snarlega. 17. — De5 vatr betna, og er þó vafaliaust ertfiitt eða ógjömiingur að bjarga stöðu svants úr því sem komið er. — TiiL dæmis er drottmiinigarairmur Wades að mestu vanþmóaður.) 18. Ddli, (Eiintfaldur lei'kur, en bamvænin fyrir svartan.) 18. — Hd8; Gligoric : Wade 19. Dh5tf, Kg8; 20. Ha-dl, Db6; (20. — e5 gagnar lítið, vegna 21. Hxd4, exd4; 22. Dh7tf, Kf8; 23. Dh8tf, Ke7; 24. Bg5tf og hvít- ujt vinnur iéttilega. En svo er eirmig eftir hinn leikna leifc: — Svörtum var ekki viðbjarg- ainidi.)21. Hxd4, Hxd4; 22. Dh7f, Kf8; 23. Dh8tf, Ke7; 24. Dxg7, og, með því að svarti hrókurinn er dauðadæmdur, gafst Wade hér upp. íbúð óskast til kaups Er kaupandi að ibúð. 4ra herbergja, eða einbýlishúsi í Reykjavík. Tilboð sendist til afgr. blaðsins fyrir btiðjudagskvöld. merkt: „Góð útborgun — 7329". Hjúhrunorkonur ósknst Hjúkrunarkonur vantar nú þegar í kvensjúkdómadeild Landspítalans. Upplýsingar í skrifstofu forstöðukonu í Landspítalanum, sími 24160. Reykjavik, 19. marz 1971, Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.