Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971 . . 42 . . — í>að staðfestir eitt af þvi, sean Benjamin sagði mér, sagði Jimmy. — Hann sagðist hafa verið hérna i byrjun febrúar. Stendur heima. En meðan við vorum að tala um Benjamin, mundí Benson allt í einu eftir nokkru. Hann spurði mig, hvort ég vissi hvenær Niphetos kæmi, af þvi að hann væri með böggul til Benjamíns, sem ætti að bíða komu hans. Vitanlega fór ég að sperra eyrun og spurði, hvenær þessi böggull hefði komið. Það gat hann ekki munað, en liklega hefði það verið fyrir svo sem þremur mánuðum. 1 stuttu máli sagt, fékk ég hann til að af- henda mér böggulinn, þar sem ég mundi hitta Benjamín á und- an honum. — Og þér hafið auðvitað opn að hann? sagði Jimmy, brosandi. — Það gerði ég en þannig, að ekki sæist, að neitt hefði verið fiktað við hann. Appleyard opn aði skúffu í skrifborðinu sínu. Ég hef það allt hérna, sagði hann. 1 fyrsta lagi eru það nú umbúðirnar. Jimmy tók við umbúðapapp- imum, sem hann rétti honum. Á honum var límmiði með nafni útibús í Woilwich frá vel- þekktu lyfjafyrirtæki. Á þenn- an miða var ritað, að böggull- inn skyldi geymdur þangað til, eftir honum væri spurt. Póst- stimpillinn var ógreinilegur, en samt mátti sjá, að böggulinn hafði verið sendur 25. maí. — Stendur heima, sagði Apple yard, er Jimmy lagði frá sér um búðapappirinn. — Og þetta fann ég þegar ég tók upp bögg ulinn. Hann rétti Jimmy íianga pappaöskju, sem á var prentað: „Pikrin grisja." í öskjunni var vafin í mjúkan pappir ailstór grisjurúlia, lituð gul. Appieyard horfði á Jimmy meðan hann athugaði grisjuna — Jæja, hvemig lízt yður á þetta ? — Svei mér, ef ég veit það, sagði Jimmy dræmt. — Það koli varpar öllum tilgátum mínum. Woolwich er rétt handan við ána frá Albert-skipakvínni. Og Niphetos sigldi frá London 5. júní, og hlýtur því að hafa leg- ið í kvínni þann 25. mai. — Já, þarna sjáið þér! sagði Appleyard sigrihrósandi. — Benjamín skauzt yfir til Wool- wich og skipaði að senda grisj- una í Drekann. Vafalaust hefur hann ætlað að koma hingað og ná úr henni efninu í rólegheit- um. Ég er búinn að tala við lyfjafræðing hér á staðnum og hann segir, að ekki þurfi ann að en gegnbleyta grisjuna i heitu vatni og láta svo upp- lausnina gufa upp. — Já, það lítur helzt út fyrir það, sagði Jimmy. En það er nú f jandans ótrúlegt samt. Þegar ég fór frá borði á skipinu, var ég alveg sannfærður um, að Benja mín ætti engan þátt i þessu. Appieyard benti á pappaöskj- una — En þetta krefst nú samt einhverrar skýringar, verðið þér að viðurkenna. Ég býst við, að honum hafi ekki þótt hentugt að fást við þetta hér, og þess vegna hafi hann keypt meira efni ann ars staðar og gengið frá því þar. Sennilegast um borð í skipinu. — Það kann vel að vera, sagði Jimmy. En þér megið ekki gleyma öðrum atriðum, sem um getur verið að ræða. Þann 6. ágúst var Niphetos einhvers- staðar vestan megin á hnettinum og Benjamin áreiðanlega þar um borð. Ekki hefur hann getað stungið bögglinum í bilinn hans Mowbray daginn þann. — Ég held, að hægt sé að kom ast yfir þá hindrun, sagði Apple yard. Joyce Blackbrook var hjá bróður sinum í Catford áður en Niphetos lagði úr höfn. Benja- mín fékk henni skotin og það var hún, sem stakk þeim inn í bíiinn hjá Mowbray. — Og vissi, að einu þeirra hafði verið breytt? — Það er ég hræddur um. Ef ekki, hvers vegna hefði hún þá ekki átt að fara með þau sjálf i Klaustrið? — En hvað þá um pappírsmið ann? Ef Benjamín og Joyce hafa verið að ráðgera morðið í fé- lagi, er það þá líklegt, að þau hafi verið að skilja eftir upp- spunnið vegs .immerki, sem benti á Benjamín? Og ég vil alls ekki trúa því, að miðinn með þessu ákveðna orðalagi hafi komizt í kassann af einhverri tilviljun! AKRA í bakstur AKRA AKRA í bakstur í bakstur Handritin og fornsögurnar eftir Jónas Kristjánsson Gjafabók dagsins NYR MOSKVICH 80 HESTÖFL Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hi. Sudurlandsbraul 14 - IlryKjavík - Sími .‘»«600 — Kannski hafa þau hugsað nákvæmlega eins og þér, sagði Appleyard. En Jimmy hristi höfuðið. — Það er bara alltof kænlegt og alltof hættulegt, sagði hann. — Ég er alveg hárviss um, að mið- inn hefur verið settur í kass- ann, beinlínis til þess að leiða grun að Benjamín. Og i því sam bandi dettur mér í hug, að Wool wich er ekki langt frá Catford og beint i leiðinni þaðan til Al- bertsskipakvinnar. — Catford? Já, þar sem Arth ur á heima. Þér hittuð hann? Hvernig leizt yður á hann? — Mér fannst hann ósköp meinlaus maður, sem skoðar Margate sem eins konar himna- riki á jörðu. Og hann er bú- inn að leggja þá sniðugu áætl- AKRA AKRA i bákstur * bakstur li 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 II II Aliíjör nýjung Sjúkra-og II II Hringið og leitið tilboða. V\ II n ii ii II II II II II II II 11 ii 11 ■ i 'I pASTHÚSSTHXTI S SÍMIIT700 / / 'ALMENNAR TRYGGINGARf Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Rétt er að gera sérstakar ráðstafanir vegna aldraðs fólks ann- ars verður meiri ringulreið en búi/t var við. Nautið, 20. april — 20. mat. Rétt er að fara varlega í sakirnar í metorðastiganum. Margir eru mislyndari en þú áttir von á. Tvíburarnlr, 21. »naí — 20. júní. I»ú verður að hefjast handa snemma í dag, en svo opnast ótal nýjar leiðir fyrir þig, og gefa betri raun, en þú bafðir þorað að vona. Þú mátt samt hvergi slaka á. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Velgengni þín á morgun er undir því komin, að þú vinnir jafnt og þétt og slakir hvergi á. l.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. I>ú finnur kannslci dálítið fyrir tæknilegum erfiðlcikum eða líkamlegri þreytu, en slíkt gctur alltaf gerzt, cf mikið er starfað. Mcyjan, 23. ágúst — 22. septcmber. I>egar miklar breytingar verða, er ekki undarlegt þótt gamiar venjur glatist. Þú færð iíklega að finna fyrir nýjungunum. Vogin, 23. septcmber — 22. október. Þú gengur i gegnum miklar breytingar og morgundagurinn og liðin tíð cru jafn ólík og dagur og nótt, Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Samstarfsmenn þínir verða æ erfiðari i tanmi, og þú hefur þungar áhyggjnr af þcssn. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. tlesember. Þú þarft að hrökkva eða stökkva. Skapgerð þin er föst fyrir og þú átt crfitt með að gefa þig. Steingeitin, 22. tlesember — 19. janúar. Þér er eðlilegt að beina athyglinni að fleiru en einu i dag. — Reyndu að hafa augun hjá þér, og taktu vcl cftir aukaatriðum. Ekki sÍ7,t í persónulegum atriðum, sem gætu að gagni komið síðar. V'atnsberinn, 20. janúar — 18. feijrúar. Mikil árvekni og atorka hafa sín tilætluðu áhrif. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Bæði formleg atriði, og þau, sem óvænt verða, hafa á sér ævintýralegan blæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.