Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 21. MARZ 1971 13 Við verðum að lifa í heimi tölvunnar — Nóg er til af hryllingssögum, en vélinni sjálfri er ekki alltaf um að kenna Höfundur eftirfarandi gTeinar er sjálfur sérfræðing ur í tölvum og- tölvutækni og hér tekur hann t.il meðferð- ar sum þeirra mála, sem vak- ið hafa ótta — ýmist með réttu eða röngu — í huga al- mennings vegna tilkomu tölvualdarinnar. London — FWF Eftir Ivan Berenyi SÖLUMANNI einum í New York kom það þægi- lega á óvart er hann opn- aði mánaðarlaunaumslag sitt fyrir nokkru. í stað 1.000 dollara grunnkaups var í umslaginu ávísun á 100.000 dollara. Án þess að hika leysti hann ávísun- ina út og um kvöldið hélt hann þennan óvænta ríki- daemisdag hátíðlegan með konu sinni í Rio de Janeiro í Brasilíu. „Tölva gerir 99.000 dollara g'lappasikot“ æptu fyrirsagnir blaðanna, og er loks náðist til sölu- mannsins var hann búinn að eyða mestu af pening- unum. Ekki var hægt að grípa til neinna refsiað- gerða gegn honum og fyr- irtæki hams varð að bera tapið. Hinn seki aðili, að því er kom á daginn, var hinn óheppni hálfviti, tölv- an! Sé fólk spurt um það, hvað það viti um tölvur, mun það svara með sögum um mistök, sem þær eiga að hafa gert: Þær senda út reikninga fyrir einum eyri, ávíta vel stæða góðborgara fyrir ávísanayfir drætti, sem ekki eru fyrir hendi, og stundum ganga þær berserksgang og eyðileggja margra mánaða bókhald á nokkrum millisekúndum! Sum tölvuslysanna, sem við getum nefnt svo, geta verið brosleg þrátt fyrir allt. I>ann ig var tölva fengin til þess að skrifa út áskrifendaheimilis- föng fyrir fagtímarit um tölv- ur, af öllum hlutum. Á síð- ustu stundu tókst að kippa til hliðar heimilisfangamiðum, sem áletraðir voru „Wolver- hampton, Vestur-Pakistan." Og svo var það dómarinn, sem fékk nokkur bréf frá töivu, þar sem hann var að þvi spurður hverju það sætti að hann gegndi ekki skyldu sínni i kviðdómi. Þegar mistök verða, er sök inni venjulega skellt á tölv- una sjálfa, en hins vegar er sökina i 99 málum af hverj- um hundrað að finna hjá „sér frapðingum", sem stjórna þessum rafmagnsheilum. Ajð sjálfsögðu kemur fyrir, að tölvur biia eða að slit verður á þeim, líkt og á bilum og flugvélum en öryggiskerfin ! varðandi tæknilega bilun eru venjulega mjög fullkomin og umfangsmikil, og sjálfar eru tölvurnar meðal þeirra véla, sem áreiðanlegastar eru í heimi hér. Það er einmitt vegna hinna ‘ ósveigjánlegu rökfestu vélar- 1 innar að svo margar mann- legar skyssur eru fram- kvæmdar varðandi hana. Menn eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki sérlega óskeikulir, og það vefst oft fyrir þeim að útbúa hin mjög svo nákvæmu fyrirmæli, sem tölvan þarfnast til úrvinnslu. Hinn gífurlegi vöxtur i tölvuiðnaðinum gerir málin enn verri viðureignar, þvi skapazt hefur skortur á sér- hæfðu og reyndu starfsfólki. „Tölvufræðingar“ skipta lík lega oftar um starf en nokk ur önnur stétt manna. Þegar svo er í pottinn búið, geta mistök auðveldlega átt sér stað — og til eru þeir „tölvumatarar" sem ákveða að „gera gys“ að vinnuveit- anda sínum svona I kveðju- skyni. Slik fyrirfram ákveð- in „mistök" geta reynzt dýr. En þrátt fyrir allar hryll- ingssögurnar, vex áreiðan- leiki tölvanna hröðum skref- um — miklu hraðar en breyt ingin á afstöðu almennings til þeirra. Hér má sjá mjög greinilega hliðstæðu í sögu fyrstu ára hinnar vélknúnu bifreiðar, þar sem svolítið af slæmum fréttum og sögum varð til þess að skapa gífur legan þröskuld milli bíla og almennings fyrst í stað. TÖFRAR OG LEYNDARDÓMAR En þetta er aðeins ein hlið- in á málinu. Sé litið á annað, kemur i ljós að almenningur er reiðubúinn til þess að dást að því, sem þessi makalausa galdraskepna getur fram- kvæmt. Eitt dæmi um slíkt er að manni að nafni Murray Moroner, tókst að selja „tölvueftirlíkingu" af hnefa- leikakeppni milli Classius Clay og Rocky Marciano, sem er látinn. Nærri má fara um að „keppnin" var harla ólík því, sem hún mundi hafa ver ið í raunveruleikanum, en Moroner græddi um milljón dollara á þvi að selja þetta efni til sjónvarpsstöðva viða um heim. Það er aðeins hula leyndardómanna og töfranna, sem enn umlykur tölvurnar, sem skýr+ getur að loddara- skapur á borð við þetta tekst. Misskilningur og kvíði um hlutverk tölvunnar hafa kom ið fram alls Staðar, meira að segja í Rússlandi á dögum Stalíns, sem sjálfur hafði harla litla trú á hagnýti hinn ar „æðri stærðfræði". Hin mikla sovézka Alfræðiorða bók frá 1955 lýsir henni sem „herbragði kapitalista, sem notað er til þess að arðræna vinnustéttirnar með því að skapa gervignægð". Nú eru Rússar að sjálfsögðu ákafir kaupendur tölva frá Vestur- löndum, og þeir smíða einnig eigin tölvur, sem ekki eru eins fullkomnar. Misskilningurinn varðandi tölvurnar er vonandi fyrir- bæri, sem er að hverfa. Þeg- ar tölvurnar verða í -æ ríkari mæli þáttur í hinu daglega lífi manna, mun hinn nánast ytfirnáttúrulegi ótti — eða tröllatrú — við völd raf- magnsheilans víkja fyrir skynsamlegra mati á hlut- verki.hans. Þess ber sérstaklega að geta, að þau börn, sem nú sitja á skólabekk, munu ugg- laust hafa gjörbreytt við- horf gagnvart þessum málum en eldri kynslóðirnar. Við stefnum hraðbyri 5 átt til þess að tölvutækni verði skyldu- námsgrein í gagnfræðaskólum Það liggja þegar fyrir sann- anir þess efnis, að táningar, sem koma til móts við þetta efni með opnum huga eru miklu fljótari að tileinka sér hin flóknu tölvufræði en þeir, sem eldri eru, og þeir fara oft fram úr kennurum sínum eftir nokkrar kennslu- stundir! Er árið 1984 gengur í garð, verðum við þá búin að læra að elska tölvuna, gleyma Ge- orge Orwell og mun allt leilka í lyndi —- eða hvað? Verður litið á allar hættur, sem stafa frá tölvum, sem einskæran hugarburð þá? Það er vissu- lega erfitt að vera í rónni þegar manni verður hugsað til þess að allar upplýsingar um sérhvert okkar eru geyimdar i tölvum ríkisvalds ins. í Svíþjóð, Vestur- og Aust- ur-Þýzkalandi hefur hver einasti einstaklingur sérstakt nafnnúmer — til hagræðis fyrir tölvuna. 1 Bretlandi eru fullkomnar skýrslur haldnar um menntamál, heilsufar, skattamál, almannatrygginga- mál og sakaskrá. Og það eru ekki aðeins gögn ríkisvaldsins, sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bankar, sölufyrirtæki, fyrir- tæki sem selja með afborgun um og útgáfufyrirtæki hafa samanlagt furðu nákvæmar upplýsingar um fjármál okk- ar, smekk kaupvenjur og jafnvel stjórnmálaskoðanir. Og allt er þetta geymt I tölv- unni, og er hægt að nota til góðs eða ills. Það er þegar orðið allút- breitt að fyrirtæki kaupi og selji nafna og heimilisfanga- lista í tölvuformi, og árang- urinn af þessu verður m.a. sá, að þeir sem t.d. hafa lánskort (credit cards) fá skyndilega ytfir sig dembu af sölubækl- ingum varðandi eitt og ann- að, sem þeir kæra sig ekkert um. Þessi mál geta orðið enn verri, svo sem kaupsýslumað- ur einn í Los Angeles komst að raun um. Hann stóð allt í einu andspænis því, að hon- um var ómögulegt að fá láns- fé til þess að reka fyrirtæki sitt, sem stóð algjörlega á heil brigðum grundvelli — og eng in skýring fékkst. Þar sem hann átti vini á réttum stöð- um tókst honum loks að graf ast fyrir um orsökina: Hann hafði gleymt að borga mjólk- urreikning sinn, og afleiðing- in var sú, að hann lenti á svörtum lista hjá tölvu, en listanum var síðan dreift meðal fyrirtækja, sem hafa það að sérgrein að veita upplýsingar um lánstraust manna! AD MÓI.VA ER EKKI LATSNTN ^æssi maður hafði henpn- ina með sér og cat grafizt fyr ir um ..'dær>“ sinn, en hvaða tr*-CT-in~ »r fvr'r bví, að hinn almenni boreari, sem ekki hef ur nein sérstök ..sambönd", geti ekki orðið illa úti vegna mannleerar skammsýni og einfa'dra mi.staka? Sá dagur hlýtur vissulega að koirta, að nv löwínf verði sett til þess að vernda almenning gegn misnotkun á möguleikum tölv anna. En sá dagur hefur enn ekki runnið upp. Sé litið á málin I þessu liósi, virðast árásir banda- rískra stúdenta á tölvur, sem þeir hafa mölvað og brotið, bvvvia á öðru og meira en einvörðungu skemmdafýsn. Það er einkum ungt fólk, sem alizt hefur upp á tölvuöldinni sem veit meira um möguleika tölvanna og aukaverkanir, sem þar geta komið fram. Fyr ir mörgum ungmenna stendur tölvan sem tákn innrásar, rík isvaldsMTs í einkalif manina — tæki sem býr til óbreytan legar, en á engan hátt óskeik ular skýrslur um mannlega hegðan. Engin augljós eða nærtæk lausn er fyrir hendi varðandi þetta vandamál eins og nú háttar, og afnám tölvunotk- unar, eða eyðilegging tölva er vissulega ekkert svar. Vera má, að við séum þegar orðnir of háðir tölvunni, en skepnan er engu að síður til staðar og mun verða, og okk ur verður að lærast sambýli við hana. En ljóst er, að við verðum að læra mikið. (Forum World Features —- öll réttindi áskilin). W Eg er ein. peirra haming jusömu húsmæðra, sem eiga PHILCO, alsjálfvirka þvottavél Hér eru fáeinir kostir PHILCO-véla: Þvottastilling 14- eða 16-skipt eftir gerð. Hitastilling 4-skipt eftir þörf og þoli þvottarins. Sérstök stilling fyrir lifræn þvottaefni. Sjálfvirk þvottaefnagjöf 3 þvottaefnahólf. 5terk, hljóðlát, stílhrein. Stór þvottakarfa úr eðalstáli. Tekur 5 kg. af þurrum þvotti. Þér veljið þvottadaginn — véiin sér um afganginn. Þvottavél er ekki munaður — hún er þörf — en PHILCÓ-þvottavél er NAUÐSYN. HEIMILISTÆHI HAFNARSTHÆTI 3. SIMI 20455 SÆTÚN 8. SlMI 24000. <§

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.