Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971 Kreml. Ein tilskipun liéðan g-etur flutt heilar þjóðir eða jafnvel afmáð þser af landabréfum. N auðungarf lutningar þjóðabrota í Sovét Robert Conqnest: ÞJÓÐAMORÐINGJARNIR, MacMillan, London, 222 bls. Verð 50 shillingar. BROTTFLUTNINGUR átta heilla þjóða frá heimkynn- um sínum á árunum 1943 og 1944 var einhver athyglis- verðasta athöfn, sem Josef Stalín framkvæmdi. f bók sinni um þetta veitir Robert Conquest okkur skýrt yfir- lit um kringumstæðurnar varðandi flutninga þessa, að heita gjörútrýmingu þjóð- anna, hvemig hafizt var handa um að endurreisa þær 12 árum síðar, þegar fimm þjóðanna vom endurreistar að heita að öllu og þrjár að nokkru, og sérstakur kafli er helgaður ofsóknum þeim, sean enn eiga sér stað á hendur Krím-Töturum af hálfu sovézkra yfirvalda. í bókinni er okkur einnig skýrt í fyrsta sinn frá atvik- unum varðandi hina brott- fluttu Meskheti-þjóð, sem heimurinn vissi ekkert um til skamms tíma. Jafnhliða hinni sagnfræði- legu frásögn af atburðum kem- v»r einnig fram skilgreining á stetfnu kommúnismans gagn- vart minnifhlutaþjóðum, grund- veíli hennar í kenningum Marx og Lenins. Þessi skilgreining verður til þess að sú spurning vaknar hvort hið svokallaða uppgjör Krúsjeffs við Stalins- tímann 1956 sé ekki í sjálfu sér uppgerð ein, því ekkert var gert, sem hindrað gæti að aðgerðir Stalíns yrðu endur- teknar og það leiðir enn hug- ann að þeirri spumingu, hvort það hafi i raun og veru verið réttlætiskennd, sem bjó að baki þvi, að nokkrar þjóðanna voru endurreistar. Fjórar þjóðanna, sem fluttar voru á brott, áttu heima í Káka sus norðanverðu: Chechner- þjóðin, Ingushi-þjóðin, Karachi- menn og Balkanir. Tölulega séð voru þessar þjóðir þriðji hluti þess fólks, sem fiutt var nauðugt á brott frá heimkynn- um sínum. Á fyrstu árum Sov- étstjórnarinnar var rætt já- kvætt um þessar þjóðir vegna baráttu þeirra gegn nýlendu- stefnu keisaranna. Hinar þjóð- iraar fjórar voru Kalmykene- menn á steppunum norðan Kaukasus, Tatarar á Krim, Þjóðverjar meðfram Volgu og Meskheti-menn við landamæri Sovétríkjanna og Tyrklands. í REFSINGARSKYNI Ástæðan til brottflutnings þjóðanna frá heimkynnum þeirra var sögð vera í refsing- arskyni við svik þeirra við hið sovézka riki, sem sögð voru hafa komið fram í samvinnu þeirra við innrásarlið Þjóð- verja. Þannig var því t.d. haid ið fram, að tugir þúsunda Volgu-Þjóðverja hefðu stund- að njósnir og skemmdarverk fyrir hemámsliðið, og þar sem enginn úr röðum Volgu-Þjóð- erja hefði tilkynnt um þetta til sovézkra yfirvalda, var litið á allt þjóðarbrotið sem óvin Sov étríkjanna. Conquest segir þetta mjög athyglisvert, eink- um ef það sé skoðað í ljósi hinna opinberu kosningaúrslita frá Lýðveldi Volgu-Þjóðverja 1938, sem hafi verið þau að 99,7% íbúanna hafi stutt sovét veidið. Að sjálfsögðu er vítað, að viss hópur einstakiinga sner- ist á sveif með innrásarliði Þjóðverja, bæði meðal Volgu- Þjóðverja og hinna minnihiuta þjóðanna og þjóðabrotanna, og raunar einnig meðal hinna eig- inlegu Rússa. En það er rétt að veita þvi athygli, að samkvæmt frásögnum nasista sjálfra viidu sveitir manna úr þess- um þjóðabrotum, ekki lúta nas- istískum aga, enda þótt þeir berðust með hörku gegn her Sovétríkjanna. Að ganga í lið með hernámsliðinu birtist því aðeins sem andstaða við hina kommúnistísku yfirdrottnara, á sama hátt og þetta fólk hafði áður ráðizt gegn mannréttinda- ráni rússnesku keisaranna. Vegna afstöðu minnihluta þjóðanna í stríðinu voru sam- tals átta þjóðir rifnar upp með rótum, og bókstaflega þurrkað- ar út af yfirborði jarðar. Alls var um 1,5 milljón manna flutt frá landssvæði litlu stærra en Tékkóslóvakía og Albanía eru samanlagt. Síðan komu Rússar sjálfir, og settust að öllu. mAbak af kortitm Robert Conquest hefur fram- kvæmt yfirgripsmikla athugun á því, sem birt hefur verið opin berlega í Sovétríkjunum til þess að leita upplýsinga um þjóðflutningana. Niðurstaðan er sannast að segja óhugnan- leg. Fyrir styrjöldina var litið á þá, sem síðar voru fluttir á brott, og um þá talað sem góða, trúa Sovétborgara, sem þró- uðu menningu sína á þjóðleg- an hátt en með sósíalísku ívafí, en eftir þjóðflutningana var sem þeir væru með öllu horfn- ir. Aðeins tvær tilkynningar um úrskurði um brottflutning Chechener-þjóðarinnar og Ing- ushi-manna, ásamt Krím-Tötur um, birtust opinberlega, í Iz- vestia árið 1946. En þeir, sem hófu að leita þessara þjóða á hinum nýju kortum af Sovét- rikjunum eftir þetta gátu Jósef Stalín. hvergi fundið þetta fólk ann- ars staðar. Það hafði ekki að- eins verið flutt á brott; það var hætt að vera til. Og það sem meira var: Á daginn kom að fleiri þ.jóðir eða þjóðabrot höfðu horfið af kortunum. Sú niðurstaða, að þær hefðu einn ig verið fluttar frá heimkynn- um sínum, var ekki langt und- an. FLFTT í GRIPAVÖGNIJM Sjálfir brottflutningarnir fóru fram á þann hátt að NKVD (en það hét leynilög- reglan þá, nú KGB) tók að sér yfirstjórn stórra hersveita sem að hluta slógu hring umhverfis landssvæðin, á meðan hluti hersins hélt áfram inn í hring- inn og smalaði fólkinu sam an á ákveðinn stað. 1 þessum „almenningi" var fólkinu oft haldið í sólarhring áður en vörubílar komu á vettvang og fluttu það til næstu járnbraut- arstöðvar. Þar var fólkinu troð ið inn í gripaflutningavagna og lestirnar fluttu það síðan til næstu járnbrautarstöðvar. Þar var fólkinu troðið í gripaflutn ingavagna og lestirnar fluttu það síðan til óþekkts ákvörð- unarstaðar. Flutningar þessir, sem fóru fram að vetrarlagi og stóðu oft yfir vikum saman, hjuggu stór skörð í hópa hins brottflutta fólks. Talið er að allt að helmingur þeirra, sem fluttir voru þessum nauðungar flutningum, hafi ekki lifað þá af. Eins og fyrr greinir var sagt að brottflutningar þessir væru gerðir í hefndarskyni vegna samstarfs við innrásarlið Þjóð- verja. Meskheti-þjóðin var hins vegar ekki borin þeim sök um, og eftir að henni hafði ver ið dreift um Uzbekistan, Kazh- akstan og fleiri svæði, var fólk þeirrar þjóðar ekki sett undir yfirstjórn NKVD, en það þýddi hins vegar ekki, að það fengi að búa við betri kjör en fólk hinna þjóðabrotanna. Þar að auki liðu aðeins sex mánuðir unz fólk þetta var aftur sett undir yfirumsjón NKVD, og eftir það er sagt að ástandið hafi breytzt allmjög til hins verra. Sagt er að 50.000 manns þessarar minnihlutaþjóðar hafi beðið bana af þeim 200,000, sem fluttir voru brott nauðug- ir frá heimkynnum sínum. FYRSTU VIÐURKENNINGARNAR Fyrstu opinberu upplýsing- arnar um það, hvað orðið hefði um hið brottflutta fólk, sáu dagsins ljós 1955, en þar var aðeins um að ræða að óljóst var vikið að þvi hvert það hefði verið flutt. Þessar til- kynningar standa að öllum Mkindum í sambandi við það, að NKVD hætti þá að hafa yf- irumsjón með fólkinu. Fyrstu ákveðnu upplýsingarnar og við urkenningarnar komu hins veg- ar ekki fram fyrr en i hinni frægu leyniræðu Krúsjeffs í febrúar 1956, en í henni ræddi hann um óréttlætið, sem beitt hefði verið við Karaphaimenn, Kaimyke-menn, Chechener- menn, Ingushi- og Balkan- menn. Hið mikilvægasta varð- andi þessa ræðu, að sjálfri við urkenningunni frátalinni, var að gefið var til kynna að endi yrði nú bundinn á hörmungar þessa fólks. Á fundi í Æðsta ráði Sovét- ríkjanna í febrúar 1957 var endureisn fyrstu þjóðanna sam ■þykkt, þannig að þrjár þeirra fengu aftur upphaflega stöðu sina í þjóðfélaginu, ein þjóðin hætti að verða lýðveldi eins og hún var áður og var nú gerð að héraði um tíma, en síðar fékk hún aftur stöðu sem Sov- étlýðveldi. Þrjár þjóðir til við bótar fengu nokkra uppreisn, en heimkynni sín fengu þær ekki aftur og ekki kom til greina að Krím-Tatarar, Volgu Þjóðverjar og Meshketi-menn fengju að flytjast aftur heim. Hið fáranlega varðandi þessar þrjár síðasttöldu minnihluta- þjóðir var, að nú var fallið frá öllum ásökunum á hendur þeim um sviksamlega starfsemi (Meshketi-menn höfðu aldrei verið sakaðir um neitt af því tagi áður), en að refsingin var iátin haldast. „SOVETVELDIÐ FRELSAÐI. . . . “ 1 ríki á borð við Sovétríkin krefst slík kúvending varðandi fyrri fordæmingar og brott- flutning þjóða umfangsmikilla breytinga og endurritunar á sögu landsins. Það sem gerzt hefur, og hefur verið fordæmt, má ekki koma fyrir augu og eyru þeirra, sem á eftir koma, því þá myndu menn lenda í erf iðleikum vegna slíks kafla sög unnar. Yfirleitt má segja t.d. varð- andi greinar í hinni miklu, sov- ézku Alfræðiorðabók um brott fluttu þjóðirnar eftir endur- reisnina að þær séu í mjög lík um dúr og það, sem skrifað var um þær fyrir brottflutninginn, og þannig eru þessar þjóðir látnar, setjast á bekk með öðr um þjóðabrotum og minnihluta hópum í Sovétríkjunum. En eins og Concord segir: Stjórn- völd þurfa að hafa kjark til þess að bera á borð fyrir Che- chener-menn og Ingushi-menn eftirfarandi ummæli um sameig inlegt Sovétlýðveldi þeirra eft- ir það, sem þessar þjóðir hafa mátt þola: „Sovét-veldið frels- aði hinn vinnusama verkalýð I Checheno-Ingushetia frá kúg- un og batt enda á þjóðlegt óréttlæti gagnvart honum." Um brottflutning þjóðanna getur að lesa eftirfarandi: „1944 var hið sjálfstæða, sósialístiska Sovétlýðveldi Checheno-Ingus- hetia lagt niður. 1 samræmi við ákvörðun Æðsta ráðs Sovétrikj anna frá 9. janúar 1957 var lýð veldið endurreist." Stutt og hikandi. Þessi dæmi gilda einn ig fyrir önnur lýðveldi, sem fyrr voru lögð niður og siðar endurreist. Ástandi minnihlutahópanna í menningarlegu og stjórnmáia- legu tilliti er lýst sem ágætu, og hollusta þeirra við Sovét- stjórnina er sögð með miklum ágætum. Conquest segir, að þetta hafi vissulega ekki ver- ið rétt fyrir stríðið, og erfitt sé að trúa þvl að ástandið hafi breytzt til batnaðar eftir þjóð- flutningana. Slík afstaða til sannleikans og hlutlausrar sagnfræði hlýtur að verða til þess, að flestum þyki órðið æði þröngt fyrir dyrum, segir Con quest. „Það getur reynzt okk- ur öllum hættulegt þegar stór- veldi er stjórnað af mönnum, sem þannig eru gerðir að ein- hver flokksákvörðun getur skotið staðreyndum til hliðar." KERFIÐ Sem betur fer lætur Robert Conquest sér ekki nægja að lýsa atburðarásinni eins og hún var í raun og sannleika. Hann spyr sjálfan sig: Hver var tilgangurinn með þessum þjóðflutningum — og umfram allt — hvernig gat þetta átt sér stað? Hann spyr einnig: Þýðir endureisnin það, að gert hafi verið' upp við fortíðina.og siðast en ekki sizt, hverjir bera ábyrgðina? Þegar Krúsjeff fordæmdi meðferð Stalins á fimm hinna brottfluttu minnihlutaþjóða lagði hann áherzlu á, að þessar aðgerðir stríddu gegn megin- reglum Leníns um jafnrétti þjóðanna. En heilum kafla í bók Conquests er varið til þess að gera skil þeim reglum, sem eru til grundvallar stefnu Sov- étmanna gagnvart minnihluta- hópum eins og þær eru t.d. túlk aðar af Lenín. Á pappírnum eru Sovétríkin í dag sambandsríki lýðvelda, sem hafa sömu réttindi, og sjálfstæði þeirra er „aðeins" — Stalín reif heilar þjóðir upp með rótum — Talið að helin- ingur þeirra, sem fluttir voru hafi beðið bana — Umsögn um bókina „í»jóðamorð- ingjarnir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.