Morgunblaðið - 28.03.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.03.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971 17 Handritin heim Einn þeirra, sem Morgunblað- ið tók tali vegna dóms Hæsta- réttar í Danmörku, sagði um íslenzku handritin, að þau væru sál Islands. Ef það er rétt, eig- um við senn von á, að sál lands- ins komi aftur heim innan tíðar. Ekki þykir óliklegt að Flateyjar bók verði fyrst handritabóka heim til íslands og verður þá mikið um dýrðir i hjörtum landsmanna, þegar þeir endur- heimta þennan forna dýrgrip. Þrátt fyrir allt, þrátt fytrir erj- ur og ólík viðhorf eiga Islend- ingar enn nokkrar taugar sam- eiginlega, þar sem viðbrögðin eru svipuð hjá öllum, hvort sem er til gleði eða hryggðar. í þetta skipti munu taugaboðin bera gleði og fögnuð. Ekki veitir af að þjóðin sameinist stöku sinn- uim í gleði og fögnuði á þessum annars risjóttu tíimum. Hitt er annað mál, að sú full- yrðing blaðamanna Morgun- blaðsins, sem tóku fólk tali eftir handritadóminn, að af „átta skólabörnum á aldrinum 11—14 ára . . . kváðust sex þeirra aldrei hafa heyrt á handritin minnzt, hvorki í skóla né heima við,“ hlýtur að vekja nokkra furðu, jafnvel ugg. Er þetta þá hlutverk heimilanna í íslenzku nútímaþjóðfélagi? Er þetta þá uppeldi skólanna og þau menn- ingarlegu áhrif, sem þeir hafa á unglingana? Að Visu eru þessir unglingar ekki á þeim aldri, sem bezt er til þess fallinn að beina hugum þeirra að þjóðlegum verðmætum, en fyrr má rota en daiuðrota. Vonandi berum við gæfu til þess að ala unga fólkið okkar upp í skilningi á þjóð- lega arfleifð, því að án hennar verður framtiðin undirstöðulaus og án undirstöðulausrar framtíð ar skiptir engu máli, hvort við ifáuim handritin heim eða ekki. Ef íslenzk fornmenning verður ekki lifandi staðreynd í vitund þeirrar kynslóðar, sem nú vex úr grasi, er þjóð okkar í mikilli hættu stödd. Þá fyrst glötum við þeim þjóðarmetnaði, sem er for- senda sjálfstæðis okkar og fram tíðarvona. íslendingar mega aldrei verða sálarlaus þjóð. Handritamálið hefur sýnt okkur, hvernig afla á viðkvæm- um hagsældar- og hugsjónamál- um fylgis. Ekiki á að rjúika upp tfl handa ag fóta og sitofna þeim í ifivisýniu, heldur skal í upphafi endinn skoða. Það mættum við mwna nú þegar nýr þáttur er að taefjiast í 1 andheigi.sm ál in u. Hjartavernd I sjónvarpinu hafa á skömm- um tíma birzt tvær mjög athygl- isverðar myndir um hjartasjúk- dóma og varnir gégn þeim. Eng- inn vafi er á því, að þessar fróð- legu upplýsingamyndir geta haft stórkostlega þýðingu í þá átt að leiða fólk á réttar brautir í heilsuræktarmálum. Mikill mun- ur er á fræðslu þessara mynda eða þeim viðurstyggilega áróðri sem sýnkt og heilagt er verið að halda að fólki í svokölluðum stríðsmyndum í sjónvarpinu og hafa ekki öðru hlutverki að gegna en menga allt hugarfar þess, og þá ekki sízt æskunnar. Mikið er nú unnið að þvi að herða baráttuna gegn mengun í umhverfi okkar. Það er góð bar- átta og á áreiðanlega eftir að bera ríkulegan ávöxt í náinni framtíð. Við eigum að efla hana eftir mætti og kappkosta að halda landinu og umhverfi öllu eins hreinu og unnt er, jafn- framt þvl sem við lítum til fram tíðarinnar með þær vonir í brjósti, að við berum gæfu til að byggja upp landið eins og kostur er. Ekki alls fyrir löngu eignuð- ust Islendingar geirfugl. Um það mál varð þjóðarvakning, eins og kunnugt er, og sýndi þetta geir- fuglsmál allt, að engum blöðum er um það að fletta — að þeg- ar bíður þjóðarsómi þá á Island eina sál! Þjóð, sem getur sam- einast af þviliikum undrakrafti um geirfuglskaup, hlýtur að mega sin nokkurs, þegar önnur og brýnni verfcefni kalla á sameigi.nlegt átak. Krabba- meinsvamir eru með göf- uigustu verkefnum, sem nú er unnið að, svo og 'hjartavemd. Krabbamein og hjartasjúkdómar eru að verða eins og landfar- Sóttir fyrr á árum og höggva æ stærri skörð í æ fleiri aldurs- hópa, svo að nú eru 60% dauðs- falla I sumum löndum af völdum hjartasjúkdóma. Nú er svo kom- ið að ungt fólk hrynur niður úr báðum þessum sjúkdómum oft og tíðum vegna of mikillar tóbaks- notkunar frá bernsku- eða unglingsárum. Ekkert stendur okkur nær en að uppfræða ungt fólk um skaðsemi þessa eiturs, jafnvel ætti að banna sölu rík- isins á sígarettum, ef einhver hugur fylgdi málli og rétt er að þær séu eitur. Bannað er að selja bjór hér á landi, þó er ekki vitað til að hann hafi dauða i för með sér. En nú þykir sannað að sígarettur valda dauða margra hjarta- og krabba- meinssjúMiinga, eða eiga am.k. verulegan þátt í honurn. Samt eru þær á boðstölum hvar sem nokkur von er til að þær selijist, enda fær ríkið í nettólhaignað um 1,2 millj. kr. á dag af vindlinga- SÖl'U. Þjóð, sem hefur efni á að kaupa geirfugl fyrir 2 milljónir króna, hlýtur einnig að hafa efni á þvi að eiga öll þau tæki sem nauðsynleg eru í bar- áttu við skaðvald eins og hjarta sjúkdóma. Hér á landi eru starf- andi margir færir læknar, og þá ekki sízt í lyflækningum og hjartasjúkdómum. Margir þess- ara manna hafa aflað sér svo góðrar og nútímalegrar þekking ar í sinu fagi, að þeir gætu menntunarinnar vegna starfað við hvaða sjúkrahús eða vísinda stofnun í heiminum, sem er. Þessa menn eigum við að bjóða velkomna heim til Islands og veita þeim þau starfsskilyrði, sem metnaður okkar stendur til. En höfum við gert það? Þvi mið- ur verðum við að svara þessari spurningu neitandi. Sérfræðing- ar í hjartasjúkdómum hafa eng- an veginn fengið þá starfsað- stöðu, sem þeim ber og nauðsyn- leg er. Því síður að þeir hafi fengið í hendur öll þau tæki sem nauðsynleg eru til að fækka dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma. Morgunblaðið hefur spurt nokkra þessara manna um þau verkefni, sem brýnust eru og birtir hér í blað- inu í dag svör þeirra. Nú er nauðsynlegt að veita þess- um mönnum alla þá aðstoð, sem unnt er. Fyrst við gátum keyipt geirfuglinn méð heiðri og sóma, hljótum við að hafa bolmagn til að kaupa sjúkrabíl, sem í eru ölll nauðsynleg tæiki, við fyrstu aðstoð í hjartalækning- um. Slíkir sjúkrabdlar eru nú viða í borgum eins og sýnt var i fyrrnefndri sjónvarpsmynd. Við eigum að setja markið hátt. Eitt mannslíf sem bjargaðist vegna tilkomu sli’ks sjúkrabíls, mundi borga verð hans — og meira til. Og eru þá ótalin ýmis konar tæki önnur, sem hjarta- sérfræðingar okkar verða að fá í hendur. Nú ættu allir góðir menn að heita á hollar vættir, taka höndum saman og efla til þjóðarvakningar um kaup á þeim læknistækjum, sem nauð- synleg eru í nútíma þjóðfélagi til bjargar mannslífum, og þá ekki sízt hjartasjúklingum. Hvað gerðu Frakkar ? I febrúarmánuði 1970 voru í franska sjónvarpinu tilmæli til allra Frakka um að hefja söfn- un til læknisfræðilegra rann- sókna. Næstu þrjá daga var tek ið á móti framlögum í öllum ráð- húsum, pósthúsum, bönkum, járn brautastöðvum, flugstöðvum og stórum verzlunarhúsum og skrif stofum þar í landi. Þar gat fólk greitt 5 franka og fengið kort, sem sýndi að það væri stuðn- ingsmenn þessara rannsókna. Þegar i upphafi létu 5 milljónir Frakka skrásetja sig með þess- um hætti. Þeir, sem skrifuðu sig fyrir korti, lýstu yfir því, að þeir væru þar með fúsir að styrkja stofnunina minnst næstu þrjú ár. Á árunum 1970 söfnuðust þannig nærri 30 milljónir franka. Þess má geta, að ekki er efnt til þessarar fjársöfnunar í því skyni að draga úr framlagi rík- isins. Það hefur tvöfaldazt á undanförnum 5 árum. Og 1970— ‘71 óx framlagið til rannsóknar- starfsemi i læknisfræði um 26% í Frakklandi. Fjármunir þessir fara í að halda uppi rannsókn- arstarfsemi með 5000 vísinda- og tæknimönnum í lliffræði og læknisfræði þar í landi. Um mál þetta segir franska blaðið Paris Match m.a.: „En læknisfræðilegar rannsóknir er ekki hægt að skipuleggja fyrir- fram nema að vissu marki. Skyndileg uppgötvun kallar á aðrar rannsóknir í upphafi starfsins. Og framlög frá opin- berum aðilum koma ákaflega seint, ef þau koma þá nokkurn tíma. Iðulega þarf eitt ár eða meira í formsatriðin ein í sam- bandi við umsóknir og til að gefa skýrslur, sem geta fært rök að umsókninni. En rannsóknirn- ar sem um er að ræða krefj- ast fljótra úrlausna. Þar geta frj'áls framlög orðið milklu áhriifa meiri og fljótvirkari og það er 'ákafilega milkiil's virði í lasfcnis- fræðiteguim rannsóknum. Og þegar fólk hafði verið frætt um það, hve vissar læfcnis- fræðilegar uppgötvanir hafa gjörbreytt Mfi milljóna manna og lengt meðalævi mannsins, skildi það hve mikilvægt er að ekkert tefji rannsóknir á s-viði læknisfræði, til dæmis varðandi hættulegustu sjúk- dóma nú, krabbamein og hjarta- sjúkdóma. Að streymdu ungir sem gamlir og fólk af öllum stétt um til að leggja lóð sitt á vog- arskálarnar. Árangurinn varö ótrúlegur." Þess má að lokum geta, að markmið sjóðsins er að vera til taks um leið og nauðsyn krefur. Aftur á móti er fiorðazt að leggja í langtímarannsóknir, sem binda sjóðina og talið er að opinberir sjóðir einir eigi að kosta. Veitt er til rannsókna að ráði vísinda mannanefndar frá öllum grein- um læknavisinda og öllum rann sóknarstofnunum í Frakklandi. Nefndin lítur á rannsóknirnar og styður þær rannsóknir ræki- lega, sem mest liggur á og erfið- ast eiga uppdráttar, þó ekki með þvi að borga laun vísindamanna eða lækna, heldur til kaupa á tækjum og efni, sem eru undir- staða þess að unnt sé að fram- kvæma rannsóknimar sjálfar. Á s.l. ári var nær 14 milljónum franka veitt til 450 rannsóknar- stofnana í þessu skyni. Og til gamans má geta þess að lokum að 2,5 milljónir franka hafa nú þegar verið veittar með þessum hætti til líffræðilegra, lífeðlis. fræðilegra og lífefnafræðilegra rannsókna á 114 stöðum í Frakk landi, 1,5 milljón franka farið til krabbameinsrannsókna, 1,1 mililj ón franfca til erfðafræðirann- sókna, 1,2 milljónir til 58 verk- efna í sambandi við meltinigar- sjúkdóma, 610 þús. franfcar til hjartarannsókna og svo mætti lengi telja. Geirfuglinn er sem betur fer ekki eina verkefnið sem fyrir hefur legið. Þar er af mörgu að taka. Gætu nú ekki einhverjir góðir aðilar með aðstoð fjölboða tefcið til hendi, látið ár- angur Frakka sér að kenningu verða og hafið allsherjar þjóðar- vakningu um framkvæmd þess ara nauðsynteguistu verkefna, sem nú blasa við þjóð ofcfcar. Vinstri stjórn Þeir, sem lifðu vinstri stjórn- ina á Islandi 1956—‘58, minnast þeirra tíma með hryllingi. En því miður virðist nú allt stefna helzt í þá átt, að reynt sé að knýja Framsóknarflokkinn und ir jarðarmen nýrrar vinstri stefnu. Ungir framsóknarmenn hafa krafizt þess að flokkur þeirra taki þátt í slíku vinstra samstarfi og lýst yfir því að þeir mundu ekki styðja ríkisstjóm sem Framsóknarflokkurinn ættí aðild að, ef hann starfaði með Sjálfstæðisflokknum. Á þann hátt hafa ungir framsóknar- menn sett flokki sínum stólinn fyrir dyrnar, því að engum dett- ur í hug á þessu stigi málsins að forystumenn Framsóknar- flokksins kljúfi flokkinn nú vegna þeirra átaka, sem fara fram milli þeirra og forystu manna svokallaðra ungra fram- sóknarmanna. Sá, sem ferðast um land- ið, verður þess fljótlega áskynja, hve framsóknarmenn í bændastétt eru almennt ugg- andi út af þessari þróun. Þeir óska þess helzt að flokkurinn sé 5 sem minns'tum tengSlium við svo kallaða vinstri menn, hvort sem þeir eru hannibalistar eða kommúnistar. Þeir vilja helzt sterka lýðræðislega stjórn á Is- landi og vita að án þátttöku Sjálfstæðisflokksins getur ríkis- stjórn aldrei orðið nema til óþurftar og þá ekki sizt land- búnaðinum. Slík stjórn yrði auð vitað einnig að vissu marki handbendi erlends valds, eins og svo ljóslega kom fram á vinstri stjórnar árunum. Það liggur því í hlutarins eðli að nauðsynlegt er fyrir íslenzku þjóðina, að Sjálfstæðisflokkur- inn komi sem sterkastur út úr næstu kosningum, svo að hann megi áfram hafa forystu um stjóm landsins og þá uppbygg- ingu, sem er einkenni daglegs lífs hér á landi um þessar mund ir. Viðreisnarstjórnin hefur oft átt undir högg að sækja, en ávallt sýnt, að hún er þess megnug að leysa þá erfiðleika, sem að höndum hafa borið. Flokkur Stalínista Alþýðubandalagið, þ.e. flokk- ur kommúnista, er eitt þeirra flokksbrota, sem stundum er tal að um I sambandi við vinstri stjórn. Vonandi ber islenzka þjóðin gæfu til þess að sitja ekki uppi með þessa fulltrúa er- lends valds í Stjórnarráðinu. Is- lenzka þjóðin þekkir þá af ávöxtunum, sem flestir eru skemmdir og það sem verra er — skemma mjög út frá sér. I Þjóðviljanum um siðustu helgi birtist einkar athyglisverð grein eftir unga konu, sem var fulltrúi Alþýðubandalagsins á einhverri æskulýðsráðstefnu í Rúmeniu að því er hún segir sjálif, þó að hún væri „eig- inlega . . . á mörkum þess að geta talizt æskulýður." En þó virðist hún hafa kunnað ágæt- lega við sig á þessu móti, enda hlaut hún, að eigin sögn, nýja lífsreynslu — „að vera umsetin eiginhandaráritunar- söfnurum við hvert skref.“ Það má nærri geta að hún hefur tek ið mörg skref. I formúla fyrir grein hennar segir, að margt sé sameiginlegt með Alþýðubandalaginu og kommúnistaflokkunum í Austur- Evrópu „og þá ekki hvað sízt kommúnistaflokki Rúmeníu." Þetta eru einkar athyglisverðar upplýsingar vegna þess að kommúnistaflokkur Rúmeníu er stalínistiskur flokkur, eins og alllir vita, og raunar er Ceau- cescu einn helzti talsmaður stalíniskra vinnubragða og við- horfa meðal forystumanna kommúnistaflokka i Austur-Ev- rópu, eins og kunnugt er. Sú staðreynd er raunar helzta ástæðan fyrir þvl, að Rússar hafa ekki enn gert innrás í land hans, enda þótt hann hafi reynt að hafa sjálfstæðari utanríkis- stefnu en ýmsar aðrar kommún- Framhald á bls. 13 Reykjavíkurbréf -----Laugardagur 27. marz

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.