Morgunblaðið - 28.03.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 28.03.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971 5 Einstæðingskennd „Eitt kærleiksorð ég er svo einn og enginn sinnir mér,“ er brot úr ljóði, sem ég heyrði fyrir mörgum árum. En eftir því sem árin líða fjölgar þeim, sem segja við mig þessi orð eða það, sem þau tjá, ef til vill með öðr- um orðum. Einstæðingskenndin er ein- mitt sárari í fjölbýlinu, þótt furðulegt megi teljast. En þetta er þeim ekki framandi, sem hafa kynnt sér sögu Krists og kenning- ar hans. Ef ég er fyllilega hreinskil- inn, þá er fátt sem hefur gert mér Krist eða öllu held- ur manninn Jesú eins hjart- fólginn og einstæðingsskapur hans. Ekki speki hans, ekki máttur hans, ekki elska hans og samúð, hafa flutt hann eins nærri einmana hjarta eins og orðin: „Refar hafa greni, fuglar hafa hreiður, en Mannsson- urinn hefur hvergi höfði Sínu að að haUa.“ Hann fann sárt til einmana- leika sins. Og þess vegna hefur hann leitað æðri mátt- ar frá ósýnilegum heimi, leitað Guðs svo ákveðið, sem raun ber vitni um. Systkini hans skildu hann ekki. Móðir hans hélt að hann væri ekki með sjálfum sér og var alltaf áhyggjufull og hrædd. Vinir hans brugð- ust, einn af öðrum. Og óvin- ir rógbáru, svívirtu, ofsóttu og píndu. Hann var einmana. Og þess vegna getur hver ein- mana manneskja kallað hann bróður og tjáð honum raun- ir sínar. Og það er svo margt, sem gerir okkur einmana. Okkar eigin skapgerð oft og tíðum gengur þar í bandalag við umhverfið. Gáfur geta gjört okkur einmana. Viðkvæmnin gerir okkur einmana. Hreinskilni og heiðarleiki, bindindis- semi og sakleysi gerir okkur einmana. Það eru því ekki sérstaklega ókostir síður en svo, sem eru einkenni ein- mana fólks. Jafnvel góðleik- inn sjálfur gerir okkur ein- mana. Og sé leitað lengra: Sorgin gerir okkur ein- mana. Vonbrigði og raunir gera okkur einmana. Jafnvel ástin gerir okkur einmana, ekki sízt göfug ást, sem ekki er endurgoldin eða kannski særð og svikin. Enginn ein- stæðingsskapur er sárari en einmanakennd svikinnar ást- ar. „Öng er sorg verri hverjum snotrum manni en sér að engu una.“ Og svo hrekur einmanaleik- inn oft bezta og viðkvæm- asta fólkið út á hengiflug nautna og uppgjafar og stundum fram á hálahjarn, sem ekki er unnt að átta sig á og því síður að stöðva sig á leiðinni niður hjarnið. Auðnin ein bergmálar and- vörp og stunur, grátekka og angurljóð þessa einmana fólks um andvölcunætur og einfarastígu mannlegrar ein- semdar. En samt er hægt að sigrast á þessu með ýmsu móti. Og einstæðingskennd er ekki vondur hlutur, ekki af hinu vonda. Kannski getur ekkert skapað heilagar manneskjur fremur en sársauki einstæð- ingsskaparins. Þar eru einmitt Kristur, Franz frá Assisi og Albert Schweitzer góð dæmi. Perla manngöfginnar, hjarta hins sanna persónuleika mót- ast og fágast í sálinni við einstæðingskennd, einkum þá, sem stafar af harmi, von- brigðum, ást og þrá. Og svo eru ýmis hvers- dagsleg ráð, sem hægt er að veita athygli og ef til vill að fylgja, hver eftir sínu upp- lagi til að losna við sársauka einstæðingskenndar og sigr- ast á henni, breyta henni ef til vill í birtu gimsteinsins, sem allir dá og þrá, skapa úr einstæðingskenndinni sam- úð, skilning, ástúð og fómar- lund, til handa öðrum og ljós þeim er í skuggum sitja. Þá hefur einstæðings- kenndin náð tilgangi sínum. En lítum nú á þessar hversdagslegu ráðleggingar handa einmana fólki. Kona, sem ég ekkert þekki kom til mín um daginn, yfir- komin af einstæðingskennd og spurði ráða. Þau eru svo mörg og verð- ur hver að velja það, sem honum hentar bezt var svar mitt: Allt eftir orsökum ein- manakendarinnar og eðlis- fari viðkomandi manneskju. Stundum er rétt að reyna eitthvað eitt og sérstakt, stundum fleira en eitt í einu eða hvað af öðru og vita hvað hentár þegar út í það er komið. Lestu góðar bækur. Hlustaðu á friðandi tónlist. Hringdu í góða manneskju, sem þú treystir og gæti verið þér prestur eða fulltrúi guðs. Farðu í leikhús og finndu hvernig listin tjáir það, sem þú heldur þig einan berjast við. Leitaðu einhvers annars eða annarra, sem eru ein- mana og veittu þeim óvænta gleði. Gefðu vini eða nágranna, sem er í raunum staddur ein- hverja gjöf. Skrifaðu niður hugsanir þínar í bréfi, ljóði, eða frá- sögn, bara til að tjá þig. Skrifaðu eða sendu einhverj- um sem líka er einmana bréf eða bók. Kynntu þér og taktu þátt í félagsskap leitandi sálna, t.d. Guðspekifélaginu, Sálar- rannsóknafélaginu. Reyndu að gerast þátttak- andi eða aðili í líknar- og hjálparfélögum og umfram allt kynntu þér kjör þeirra, sem verið er að hjálpa. Pen- ingasending er ekki nærri nóg. Farðu á dansleik, þar sem þú getur verið þekktur fyrir að koma og skemmtu þér án áfengis og athugaðu einstakl- ingana. Ef til vill glóir þar einhver gimsteinn handa þér. En farðu samt að öllu með gát á slíkum stað. Gerðu þér að venju að sækja kirkju á sunnudögum helzt sama stað, sama sæti, fimmdu frið bærnair orða og tóna seitla inn í sál þína. Sjáðu Krist koma til þín, eða komdu til hans, sem var mesti einstæðingur allra manna og finndu að hann er vinur þinn og einhver í kirkjunni er fulltrúi hans sendur með boðskap til þín. Taktu þátt í safnaðarstarfi. Vertu sem fyrst félagi í kvenfélagi eða bræðrafélagi safnaðarins og vertu þar meira en til að sýnast. Fórn- aðu bæði kröftum, fé og tíma til starfsins og fátt mun fremur létta einstæðings- kennd þína. Auðvitað eru bræður og systur í safnaðar- félögum misjafnt fólk, en flestir eru hæfir til að verða góðir vinir og samstarfsfólk. Láttu ekki bugast, þótt þú verðir hæddur og kallaður gamaldags og „vinir“ þínir undrist. Undir rdðri virða þeir viðleitni þína og meta þig meira en áður. Þetta og ýmislegt fleira sagði ég þessum einmana gesti kvöldsins. Gætuð þið ekki athugað þessi ráð, áður en einstæð- ingskenndin þrýstir og hrind- ir til örþrifaráða? Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.