Morgunblaðið - 28.03.1971, Page 19

Morgunblaðið - 28.03.1971, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971 19 Margt er . . . Framhald af bls. 15. án-.-. til þeirra. Ég hélt nú það þvi ævinlega vildi ég sem minnst gera úr vanmætti mín- um. Eiigin andmæli móður minn ar dugðú tií. Ég ýtti dallin- um af stað út í strauminn og reri sem ég mátti. En ekki hafði ég fyrr náð strengnum, en hann hreif dallinn og bar af leið niður ána, fékk ég þar við ekkert ráðið. Mamma stóð á bakkanum með óhljóðum og fyrirbænum. Ekki varð ég þó skelfdari en svo, að mér hugkvæmdist að snúa til sama lands aftur, en sat þá fastur á grashólma. Ég geri mér þá hægt um hönd, fór úr dallinum og tókst að draga hann til lands. Nú kom ferðamaðurinn, sem áður hafði farið vestur yfir. Hann tók dallinn og á honum kom Hjálmar ásamt húskarli sínum og sótti ærnar. Einu sinni seinni hluta vetr- ar, fórum við hjónin til Héð- insfjarðar. Tengdaforeldrar mínir bjuggu þá í Vík. Veður var gott og gangfæri hið ákjós anlegasta. Við vorum einn dag um kyrrt, en héldum svo áleið- is heim, var þá kominn vestan stormur og rigning. Við komum aðeins við á Árná en höfðum þar enga við- dvöl, enda ekki til setu boðið. Frost var á fjallinu og gekk ferðin vel inn í Fljótin. Þá var aftur þíðviðri og regnstormur. Við komum að Illugastöðum og vildu hjónin þar helzt kyrr- setja okkur, en mér var í muna að komast heim, fékk aðeins lánuð fjallajárn, þvi hálka var komin á vatnið. Að Fyrirbaiði komum við í myrkri en þrátt fyrir fortölur hjónanna þar vildum við ákveð in komast heim. Þegar við komum að Brunná hjá Minni-Reykjum, hafði hún brotið upp ísinn og flæddi fram með miklum straumþunga. Við fundum þó á henni snjóbrú og áræddum að leggja þar yfir á skiðunum. En varla vorum við laus frá landi, þegar brúin fell ur niður. Við missum af okkur sk.ðin, en dettum sjálf aftur á bak upp á bakkann. Trúi ég því að þar hafi æðri máttur verið að verki — okkar skapa dægur ekki komið. Eftir að hafa gaufað þarna í myrkri, regni og stormi góða stund fundum við aðra snjóbrú og komumst þar klakklaust yf- ir. Fórum við svo að Minni- Reykjum og vorum þá orðin sem af sundi dregin. Þar þáð- um við ágætan beina hjá hjón unum Jóni Jósefssyni og Her- disi Bjarnadóttur. Má vel hér um segja, að allt kapp sé bezt með forsjá. Sum af skíðunum fann ég ekki fyrr en niður við Mikla- vatn um vorið þegar ísa leysti. Sjálfsagt mun enginn kalla miklar vegalengdir milli bæja í Vestur-Fljótum, enda sannan- legt, þegar talið er í kílómetr- um. !Frá Austara-Hóli niður að Mó skógum er talin rúmlega klukkustundar ferð í góðu færi sé rösklega gengið. En snjó- þyngslin í Fljótunum geta taf- ið illa fyrir ferðamönnum. Þess minnist ég, að einhvern tíma þurftum við að reka fé að vori á haga niður að Móskóg- um. Sú ferð tók niu klukku- stundir og mun þó engin rekstrarmaður hafa þótt af sér draga. Þetta mun hafa verið vorið 1910. Vorið 1916 var svo hart, að faðir minn rak gemlinga og tvö hross inn að Reykja- hóli 14. maí. Annars helur mér fundizt veðráttan hér í Ólafsfirði mjög svipuð og í Fljótum. Á báðum stöðunum eru mikil snjóþyngsli harðviðrasamt á vetrum, en oft ylrík og yndisleg sumur. TIL FERMINGARGJAFA sem er H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON B’óm und snjávar breiðum feld, blundi dáins hlýða. Seinna fá við árdagseld ung og frá að skriða. Fyrstu ár mín í ÓlafsfirSi hafði ég kú og fékk lánaðan blett til heyskapar. En eins og fyrr er sagt, var mér óhægt um erfiðisvinnu, og kannski með- fram þess vegna hætti ég því. Það vinnur margur þó hann hafi ekki mikla líkamsburði, og vinnuþol manna eða örorka verður naumlega dæmt eftir því hvaða störf þeir reyna að hafa með höndum. Það er nú senn framorðið hjá mér og ég er ekkert að sýta það sem iiðið er. Ég hygg að hér í Ólafsfirði hafi fóikið það ekki lakara en annars staðar, þrátt fyrlr dýrtíð og ýmiss konar mannlega óáran í þjóðfélaginu. Tveir kjötbitar, sem ég keypti í matinn síðast liðinn sunnudag kostuðu heldur meira en 10 dilkar árið 1910 — eða 50 — krónur. Það ár lagði ég inn hjá Gránufélagínu á Haga- nesvík éinn vænan dilk og hann lagði sig á 5 krónur og 5 aura. Svona er nú það. — Mín eru liðin æskuár aftur fyrir bakið. En við tékur ellin klár, ára þyngist takið. — SIERRA FERÐA-ÚTVÖRP SIERRA FERÐA-SEGULBANDSTÆKI SIERRA FERÐA-PLÖTUSPILARAR. >D/tcL££a/u^é4a/L Á/ HAFNARSTRÆTI 23, SÍMAR 18395 & 38540 Söngfólk Söngflokkur Hafnarfjarðarkirkju vill bæta við sig 2 góðum sópranröddum. Uppl. hjá formanni, Haraldi Sigurjónssyni, kpm., sími 50545, og organleikara, Páli Kr. Pálssyni, sími 52704. Skrífstofustólka óskost Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofustúlku til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Verzlunarskóia- eða hliðstæð menntun eskileg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast send afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 5. apríl n.k. merkt: „Vel hæf — 7153". FERMINGARUR Öll nýjustu L B PIERPONT- r ^ um þekkturn i.CAalf merkjum. # Úraviðgerðir ' WtKKKKttt Vekjaraklukkur, rafmagnsvekjaraklukkur, skeiðklukkur og skákklukkur t’l ferm ngargjafa Oskar úrsmiður Laugavegi 70 — Sími 24910. Skartgripir — fermingargjafir Úrval handsmíðaðra skartgripa, gull og silfur. Trúlofunarhringar samdægurs. Jón gullsmiður Laugavegi 70 — Sími 24910,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.