Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1971 Afstaða EBE til Islands Fundur utanríkisráðherra í júlí um sérsamninga við sex lönd BRÚSSEL 23. apríl — NTB. Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalagslandanna re.yna að á- kveða í júlí grrnndvallarregrlur þeirra sérsamninga, sem fyrir- hugað er að gera við ísland, Portúgal, Finnland, Austurríki, Sviss og Svíþjóð, að því er skýrt var frá í Briissel í dag. Samn- ingaviðræður munu hefjast í haust. 1 viðræðum í fastenefnd sendi- herra EBE-landarma undanfama daga hefur komið fram að aðilld- ariöndin eru sammála um að fá skuli á hreinit þser grumdvaUar- reglur er skuli fara eftir gagn- vart þeitn löndum sem sækja ekki um aðild nú þegar. jÞetta hefur í för með sér að reynt verður að finina ramma þeirra samninga, sem væntanlega verða gerðir. Það getur reynzt erfitt veric, því að hagsmuinir hlutað- eigandi landia eru svo ólikir. St j órnarnefnd bandalagsins hefur síðan'í desember átt fjöd- marga fundi með embœttis- mönnum frá hirnnm sex híuitað- eigandi löndum til að kynma sér sérstöðu hvers þeirra um sig. Af hálfu EBE hefur aMtaf verið talið aeskilegt að samninig- ar við þaiu lönd, sem seekja ekki um fuJla aðild, gangi í gildi um leið og Bretlaind, Damnörk, ír- land o-g Noregur ganga í banda- lagið. Þess vegna fara viðræður við þau lönd, sem vilja sérsamn- inga, fram samtímis viðræðum þeim sem fram fara um stækk- un bandalagsins, og er þetta í samræmi við fyrri ákvarðanir, að því er sagt er í Briisseil. Homið silfurbúna, sem Alþingi gaf þjóðþinginu danska Dönsku gestirnir farnir heim SENDINEFND þjóðþings Dana og dönsku ríkisstjórnarinnar fór í gærmorgun til Danmerkur að undanteknum Helge Larsen, menntamálaráðherra, sem fer í dag. Gestimir munu hafa látið vel af móttökum hér og að skiln aði gaf forsætisráðuneytið þeim öllum gjöf til minningar um komuna hingað, hvaltönn út- skorna af Jóhanni E^ömssyni. Áður hefur verið getið gjafar sem Alþingi sendi þjóðþingi Dana. Var það silfurbúið hom, en Þvl fylgdi skrautritað skjal á dönsku. Þá ber þess að geta að Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Handritastofnunar íslands af- henti gestunum bókina um ís- lenzku handritin og fornsögurn ar í danskri þýðingu Grete Benediktsson, sem út kom fyrir jólin. Jónas gat þess að sýning in á handritunum sem nú er í Árnagarði verður opin frá kl. 1 til 7 síðdegis í dag en á morg un frá því kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. Lokahófið, sem gestirnir sátu var á fimmtudagskvöld að Hót el Sögu. Var það haldið í boði rektors Háskóla fslands og sátu það danska sendinefndin og aðt ir gestir. Útskorin hvaltönn — minjagTip ur Dananna frá afhendingu hand ritanna á íslandi „Hafið, sem tengir“ Robert Ellsworth á fundi Varðbergs og SVS í dag ROBEBT Ellsworth, fastafull- trúi Bandaríkjanna hjá Atlants- hafshandalaginu, er staddur hér á landi um þessar mundir. Sendi herrann talar á hádegisverðar- fundi Samtaka um vestrænasam vinnu og Varðbergs í Ueikhús- kjallaranum í dag, langardag. Fyrirlestur sinn nefnir Ells- worth: „Hafið, sem tengir: At- lantshafsbandalagið á áttunda áratiignum." Ræðumaður mun svara fyrir- spurnum að erindi sínu loknu og taka þátt í umræðum fundar- manna. Fundurinn er fyrir fé- iagsmenn og gesti þeirra, húsið verður opnað kl. 12 á hádegi. Robert Elisworth er fæddur i Kansas árið 1926. Eftir að hafa verið i bandaríska flotanum í sið ari heimsstyrjöldini og Kóreu- stríðinu hóf hann nám í véla- verkfræði við Kansas-háskóla og lauk því með bachelorgráðu. Síð an hóf hann nám í lögfræði við Ríkisháskólann í Michigan og lauk því með doktorsprófi. Robert Ellsworth. Hann sat í fulltrúadeild banda- riska þjóðþingsins frá 1961 til 1967. I ársbyrjun 1969 var hann sk'paður aðstoðarmaður Banda- rikjaforseta, en síðan 21. maí 1969 hefur hann verið fastafull- trúi Bandaríkjanna hjá NATO. -----------—t------------ SFV í Reykjaneskjördæmi: Hermann — í efsta sæti SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér mnn nú ákveðið, að Hermann Guðmundsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Hlifar í Hafnar- firðl, skipi efsta sæti á framboðs lista Samtaka frjálslyndra og í Hlíf vinstri manna í Reykjaneskjör- dæmi. Hermann Guðmundson átti sæti á Alþingi sem landskjorinn þingmaður 1946—1949 fyrir Sam- einingarfiokk alþýðu — Sósíal- istaflokkinn. Fundur ungs fólks — um stjórnmálin verður í dag í DAG, langardag, verður fram- haldið fiindum þeim, sem ungir Sj álf stæðisnK-n n hafa efnt til með nngii fólki í Reykjavík. Fiindurinn í dag verður fyrir Austiirbæjar-, Norðurmýrar-, Hlíða- og Holtahverfi og hefst kl. 14 í Skipholti 30. I upphafi fundarins flytur Ell- ert B. Schram stutt ávarp; síðan skiptast fundarmenn á skoðun- um og frummælandi svarar fyr- irspurnum, sem fram eru born- ar. Næsti fundur verður á sunnu- dag og hefst kl. 14 i Átthagasal Hótel Sögu. Sá fundur er fyrir Nes-, Mela-, Vesturbæjar- og Mið- bæjarhverfi. Ungir fulltrúar á landsfundi FULLTRÚAR ungra Sjálf- hæð Hótei Sögu. Rætt verður staeðismanna á landsfundi «m störf ungra Sjálfstæðis- . manna a landsfundinum og Sjáifstæðisflokksms munu eru ungir landsfundarfulltrúar koma saman til fundar sunnu hvattir til þess að mæta. daginn 25. apríl kl. 18 á fyrstu (Fréttatilkynning frá SUS) | HÁTÍÐAHÖLD vegna sumar-1 1 dagsins fyrsta fórn vel fram. 1 ' f flestum k\ ikmyndahúsnm i * borgarinnar vorn skemmtanir / | fyrir börn og skrúðgöngur 1 tvoni í úthverfiinum. Tók mik \ | tll f jöidi harna þátt i þeim. i I Um morguninn gengu skátar í \ nm Reykjaiik og héldu messu J t í Háskólabíói. 1 l Þi fór að venjn fram þenn- t * an dag víðavangshlaup og i \ tók þátt i þvi 61. Á íþrótta- J tsiðu Mhl. er nánar getið um I / afrek þar unnin. í Gasbíll springur Ghent, Belgiu, 23. apríl AP. ÁTTA manns slösuðust, sex af þeim alvarlega, þegar tankbíll hlaðinn fl.jótandi gasi, sprakk í loft upp i dag i Hetisdan, skammt frá Ghent. f fyrstu fréttum sagði, að að minnsta kosti 10 nianns hefðu beðið bana. Guðmundur I. Guðjónsson látinn GUÐMUNDUR I. Guðjónssoin, skólasitjóri Æfing'askóla Kewi araskóla Is'lands, lézt í fyrnadag náiega 68 ára að aldri. Guðmundur fæddist hinn 14. marz 1904 í Arnkötludal í Stein- grímsfirði á Strönduim. Hann var sonur Guðmundar Guðuumds- sonar bónda þar vestra og konu hans Helgu Jóhannodóttur. Guð- mundur tók kennarapróf 1925 og stundaði síðan framhaidsnám víða erlendis. Guðmundur gaf út kennslu- bækur í skrift. Hainin tók virkan þátt í félagsmálum og var m. a. riitari Sambands is'lenzkra bama- kennara og í byggingarmefnd Kennaraakóians. Kona Guðmundar I. Guðjóns- sonar er Sigurrós Óiafsdóttir og lifir hún mann sinm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.