Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1971 OL í knattspyrnu: Danir töpuðu DANSKA landsliðið hóf knatt- spyrnuárið á sama hátt og sið- asta ári lauk, því að það beið ósigur fyrir Svisslendingum s.L mikvikudag. Landsleikurinn var fyrri leikur iandanna í undan- keppni fyrir Olympiuleikana og var leikinn i Sviss. Leiknum lauk með sigri heimamanna, tvö mörk gegn einu, og eru Danir að von- um óhressir að leikslokum, því að Svisslendingar gátu aðeins teflt fram áhugamönnum sínum og þeir hafa til þessa þótt litlir kappar á knattspyrnusviðinu. FIRMAKEPPNI í BORÐTENNIS Úrslitaleikir á morgun BORÐTENNISKLÚBBURINN örninn stendur fyrir firma- keppni um þessar mundir, þeirri fyrstu sinnar tegundar. Undir- tektir hafa verið mjög góðar, um 70 íyrirtæki skráð til þátt- töku. Undankeppni hefur þegar larið fram með útsláttarfyrir- komuiagi og 8 fyrirtæki eru nú eftir og keppa til úrslita, þannig að það fyrirtæki sem tapar tveimur leikjum er úr keppninni. Dunlop-umboðið á íslandi hefur gefið vegiegan farandbikar til keppninnar og einnig verða bik- arar til minningar fyrir tvö efstu íyrirtækin og eru til eign- ar. Dregið hefur verið um hver spiiar fyrir hvaða fyrirtæki í lokakeppninni og er sem hér seg ir: Bernhard Petersen (Björn Finnbjörnsson) Samvin nutryggi n gar (Birkir Gunnarsson) Kristinn Guðnason (Ragnar Ragnarsson) Verzlun Ó)a Þór (Ólaíur Garðarsson) Bókaverzlun Snæbjarnar (Ragnar Kristinsson) Vökull h.f. (Þór Sigurjónsson) Smjörliki h.f. (Jóhann Sigurjónsson) B. Á. húsgögn (Sigurður Guðmunðsson). Lokakeppnin verður haidin í iþróttahöliinni (efri sal) sunnu- daginn 25. apríl ki. 14.00. Borð- tennisklúbburinn örninn er ungt og nýstofnað félag, en hefur þeg ar á að skipa beztu borðtennis- leikurum landsins svo hér verð ur um mjög jafna og spennandi keppni að ræða og ættu sem flestir að leggja leið sina i „Höll ina" á sunnudag og horfa á þessa Btt þekktu, en friðarstillandi íþrótt. Prentaður heíur verið lít- ill bæklingur í tilefni keppninn- íslands- mótið í blaki IIRSTA Islandsmeistaramótið í blaki, sem haldið er í Reykjavík hef st kl. 3 i dag i Iþróttahöllinni f Laugardal. Þrjú lið eru skráð til keppninnar, íþróttafélag stúd enta, Héraðssambandið Skarphéð 5mn og Ungmennafélagið Framtíð tn í Borgarfirði. Dómarar verða ffrá fþróttakennaraskóla Islands. Umsjónaraðili mótsins er Jþrótta- ffélag stúdenta. ar og verður dreift meðal áhorf- enda á keppnisdaginn. Gunnar Sigurðsson, fformaður ÍR, afhendir sveit UBK verðlaun Hörkukeppni í Víða- vangshlaupi ÍR Halldór Guðbjörnsson sigurvegari Metþátttaka var í hlaupinu Þróttur - Ármann A MORGUN, sunnudag fer fram annar leikurinn í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu og leika þá Ármann og Þróttur. Leikurinn hefst kl 15.00. FIAIMTI G.VSTA og sjötta víða- vangshlaup ÍR fór fram á sum- ardaginn fyrsta, og I því var fjölmennasta þátttaka í sögu hlaupsins. 86 höfðu veríð skráð- ir til keppni, en nokkur forföll voru í keppendahópnum, m.a. vegna inflúensunnar, en 61 hóf hlaupið og allir komu í markið. Meðal þeirra voru þrjár ungar stiílkur, og er þetta í fyrsta sinn sem veikara kynið tekur þátt í þessu hlaupi. Hlaupið hófst á vesturbakka Tjamarinnar og varð að stilla þátttakendunum upp í margar raðir í rásmarkinu. Var nokkur troðningur í hiaupinu fyrstu metrana, en strax og komið var vel af stað tók að greiðast úr hópnum. Áður en hlaupararnir yfirgáfu Hljómskálagarðinn hafði Norðmaðurinn Kari Olav Idland tekið forustuna og hljóp rösklega. Fast á eftir honum komu svo þeir ísiendingar sem búizt var við að yrðu i fremstu röð i hlaupinu. Vegalengdin sem hlaupin var, var um 3,3 km — heidur iengri leið en í fyrra. Lauk hlaupinu við Menntaskóiann við Tjöm- ina, en þar hafði safnazt saman margt manna til þess að fylgj- ast með úrslitunum. Þegar hlavp aramir komu út úr Hljómskála garðinum og hófu endasprett- inn á Frikirkuveginum voru margir saman 1 hnapp. En fljótlega eftir að á götuna kom tóku þeir Halldór Guðbjöms son, KR og Ágúst Ásgeirsson, ÍR, forystuna, og var geysilega mikil keppni milli þeirra síðustu metrana. Hafði Haildór betur í þeirri viðureign og kom í mark- r- ", ið sem sigurvegari í þessu skemmtilega hlaupi. Bendir afrek Halldórs til þess að hann sé nú i góðri æfingu og sé liMegur til afreka á hlaupabrautinni í sum- ar. Hið sama má segja um Ág- úst Ásgeirsson sem er kornung- ur og sérstaklega efnilegur hiaupari. Hlaupararnir komu siðan í mark einn af öðrum og var mik- il keppni um fimm fyrstu sætin, og reyndar flest hin, þar sem um sveitakeppni var að ræða, og því að miMu að keppa. Sérstaka athygli vöktu í hlaupinu tveir komungir piltar úr ÍR, þeir Sig- urður og Magnús Haraldssynir. Fyrirfram hefði maður haldið að svo langt hiaup væri drengj- um á þeirra aldri ofviða, en báð- ir piitarnir luku því með miM- um sóma og virtust óþreyttari á eftir en margir hinna fullorðnu. Sem fyrr segir stóðu stúikurn ar sig einnig með sóma. Elztu þátttakendumir i hlaup- inu voru hinir kunnu trimmar- ar, Gunnlaugur Þörðarson og Leifur Sveinsson ásamt Bryn- leifi Steingrímssyni, héraðs- lækni á Selfossi. Hljóp Brynleií- ur rösklega alian tímann og kom í mark í 54. sæti. Gunnlaugur og Leifur luku hlaupinu einnig með sóma og gættu þess dyggilega að koma samhliða í marMð, þann ig að ekki yrði gert upp á milli þeirra af markdómurum. Úrsiit í hlaupinu urðu þessi: mín. 1. Hálldór Guðbjörnsson, KR 10:52,2 2. Ágúst Ásgeirsson, ÍR 10:53,6 3. Karl Olav Idiand, Noregi 10:55,6 4. Sigvaildi Jú)íusson, UMSE 10:56,2- 5. Jón H. Sigurösson, HSK 10:57,6 6. Einar Óskarssson, UBK 11:06,0 7. Ragnar Sigurjónsson, UBK 11:08,0 8. Gunnar Snorrason, UBK 11:21,0 9. Jóhann Friðgeirsson, UMSE 11:27,0 10. Vidar Toreid, Noregi 11:28,0 11. Nieis G. Nielsen, KR 11:28,2 12. Marteinn Sigurgeirsson, HSK 11:31,0 13. Tryggvi Gumnarsson, HSK 11:32,0 14. Þórir Snorrason, UMSE 11:34,0 15. Gunnar Jónsson, UMSE 11:44,0 16. Eirikur Þorsteinsson, KR 11:49,0 17. Kristján Magnússon, Á 11:52,0 18. Eysteinn Haraldsson, UMFSt 11:55,0 19. Jóhann Garðarsson, Á 11:56,0 20. Emil Auðunsson, KR 11:56,4 21. Jón Stefánsson, HSK 12:02,0 22. Gunnar Kristjánsson, Á 12:03,0 23. Steinþór Jóhannsson, UBK 12:08,0 24. Sveinn Auðunsson, KR 12:09,0 25. Erlingur Þorsteinsson, UMFSt 12:13,0 26. Júiius Amarsson, UMFSt. 12:30,0 27. Trausti Sveinbjömsson, UBK 12:35,0 28. Böövar Sigurjónsson, UBK 12:36,0 WmSSSSSaSmm Halldór Guðbjörnsson kemur í mark sem sigurvegari í 56. Víðavangshlaupi ÍR. fyrír 10 manna sveitakeppnlna. 29. Ámi Kristjánsson, Á 12:39,0 30. Einar Haraldsson, UMFSt. 12:43,0 31. Jón GuðHaugsson, HSK 12:47,0 32. Kari Stefánsson, UBK 12:51,0 33. Valmundur Gislason, HSK 12:55,0 34. Hafsteinn Jóihannesson, UBK 12:58,0 35. Þorsteinn Tómasson, ÍR 32:59,0 36. Tumi Tómasson, ÍR 13:00,0 37. Ómiar Fairseth, UMFSt. 33:C€,0 38. Magnús Einarsson, IR 13:09,0 39. Kristinn Ásgeirsson, HSK 13:13,0 40. Kristinn Rafnsson, UMFSt. 13:19,0 41. Leifur österby, HSK 13:21,0 42. Gunnar Björnsson, UMFSt. 13:24,0 43. Rögnvaidur Ólafsson, KR 13:28,0 44. Helgi Sigurjónsson, UBK 13:31,0 45. Borgþór Magnússon, KR 13:33,0 46. Sigurður Haraldsson, IR 13:36,0 47. Magnús Haraldsson, ÍR 13:36,0 48. Pétur Ásgeirsson, IR 33:44,0 49. Helgi Hauksson, UBK 33:59,0 50. Hreiðar Karisson, UBK 14:04,0 51. Þráinn Hafsteinsson, HSK 14:06,0 52. Sam Glad, HSH 14:16,0 53. Bjöm Gislason, HSK 14:19,0 54. Brynleifur Steingrímsson, HSK 14:54,0 55. Magnús Jakóbsson, UBK 15:10,0 56. Ágúst Bjömsson, ÍR 15:10,8 57. Lilja Guðmundsdóttir, IR 16:49,0 58. Katrin Isleifsdóttir, lR 16:50,4 59. Bjamey Ámadóttir, ÍR 16:59,0 60. 61. Gunnlaugur Þórðarson, KASKO 17:15,0 60.-61. Leifur Sveinsson, KASKO 17:35,0 Úrslit í 3ja manna sveitakeppmi: stig 1. A-sveit UBK 18 2. UMSE 23 3. KR 24 Alls luku 14 sveitir keppninni. 5 manna sveitakeppni: Stflig 1. KR 45 2. UBK 47 3. HSK 54 10 manna sveitakeppmi: fítig 1. UBK 97 2. HSK 113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.