Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAUUR 24. APRÍL 1971 15 Gera eftirlíkingu af bæ norrænna manna á Grænlandi Kaupmannahöfn. TILRAUNASTÖÐ í sögtt og fornleifafraeði í Lejre nálægt Roskilde áformar að byggja upp bæ norrænna manna á Græn- landi frá þvi um 1300. Forust- una í þessari tilraunastöð hefur sonur rithöfundarins Martins A. Hansens, Hans-Ole Hansen magister, sem hefur áður vakið athygii fyrir vísindalega ná- kvæmni í uppbyggingu stein- aldar- og járnaldarbústaða. Auk þess sem þama fer fram vís- indaleg vinna, þá gerir tilrauna- stöðin sitt gagn sem „lifandi sögubók" fyrir dönsk skólaböm, sem hafa dvalið þar í viku og lært mannkynssögu á þann hátt að sjá og vera með í að endur- skapa lífshætti fólks á viðkom- andi timabili sögunnar. Nú er ætlunin að leita í til- raunastöSipni lengra fram í sög unni, til upphafs miðalda. Lifs- hættir norrænna manna og bóndabæir þeirra eru almennt bezt þekktu bústaðirnir frá fyrsta tímabili miðalda. Til- raunastöðin mun þó ekki láta sér nægja að byggja upp bæi norrænna manna. Jafnframt er áformað að reyna að byggja upp eskimóabústaði — bæði sumar-, og vetrarhús — frá sama tíma, og menn vænta þess að fá m.a. svar við því, hvers vegna eskimóamenningin í Grænlandi liíði en norræn menning hvarf. Það er ekki hugmyndin með þessari tilraunastöð í sögu og fornleifafræði, að hún sé safn, eins og Frilandsmusæet við Kaupmannahöfn með sínum gömlu bæjum og húsum, þar sem gestir sjá ekkert annað en dauða hluti, segir Hans-Ole Hansen. Hér á að standa fólk að baki. Gestir, bæði börn og fuiiorðnir, munu t.d. fá að sjá roann sveifla steinaldaröxi á ná- kvæmlega sama hátt og gert Var í gamla daga. Tilraunastöðin er mikið sótt yfir sumarmánuðina.' Þá koma reglulegir safngestir, sem eru mjög hrifnir af þesisu lifandi safni. Auk þess koma allt sum- arið skólabekkir — 15000 börn á sl. ári — og þau dvelja í þess- um skólabúðum og taka þátt í starfinu. Fyrir nokkrum árum var byggður upp járnaldarbær, sem: bömin hafa búið í og rækt að jörðina með sömu aðferðum og þá voru notaðar, og með verk færum, sem eru nákvæm eftir- líking af járnaldartækjum. Þá var jámaldarbær brenndur, til að athuga hvOrt það sem fynd- i9t i brunarústunum samsvaraði þeim fomleifafundum, sem fræðimenn hafa unnið úr bruna rústum frá járnöld. Þessi lifandi sögukennsla hef- ur vakið athygli, einkum í Eng- landi og Ameriku, og skólafólk þaðan hefur tekið þátt í rann- póknastörfum í Tilraunastöðinmi. Þar er nú ráðgert að byggja heilan bamabæ með járnaldar- húsum, til að fá verkefni fyrir ivaxandi fjölda skólanema, og geta hÖrnin þá stöðugt tekið þátt í að byggja slík hús. Fá þau byggingarsvæði til þessara framkvæmda. Ekki þarf því lemgur að draga úr bygginga- framkvæmdum, sem takmark- ast af sjálfu sér vegna þess að höggva þarf viðinn til með hand afli eins og járnaldarmenn gérðu og skrúfur og naglar eru aiger bannvara. — Hver liður þessa „kennslu leiks“ skal vera vísindalega upp byggður, segir Hans-Ole Han- sen. Þess vegná er nauðsynlegt að haldið verði áfram vísindaleg um störfum og augun höfð á markmiðinu. Annara verður þetta bara skemmtun og fúsk. Vandinn er bara sá, að þrátt fyirir fjárhagslegan stuðning opinberra aðiia við kennsluna, þá slnrtir fé tii rannsóknarstarf anna, sem sækja þarf í vísinda- sjóði. Vonir standa til að takast megi að fá 200.000 danskar krón ur til þessara nýju rannsókna á upphafi miðalda. Bústaður norr- ænna manna á Grænlandi frá því um 1300 er talinin bezt varð veitti miðaldabúsitáðurinn frá upphafi þeirra. Hægt er að end- urbyggja húsið mjög nákvæm- lega og sama er að segja um fatnaðinn. Fundizt hafa mjög vönduð og vel varSveitt eintök af honum í frosinni jörðu í byggðum norrænna' manria á Grænlandi, eins og kunnugt er. Tilraunastöðin hefur þegar gert nokkrar eftirlíkingar af þeim, og á að nota fatnaðinn á sýniinguná „Fötiri skapa mann- inn“ í Þjóðminjasafninu í sum- ar. Hún verður í útibúi safns- ins í Brede fyrir norðan Kaup- mannahöfn. — Við þekkjum verkfærin frá þessum tíma frá fornleifa- grefti og við höfum líka ágæta þekkingu á skipunum, sem norrænir menn sigldu á frá Grænlandi frá Skuldelev-fund- inum (skip sem fannst í Ros- kildefirði). Þar við bætist, að íslendingasögurnar fræða okk- ur um ótrúlega mörg smáatriði í daglegum lifnaðarháttum fóiksins, segir Hans-Ole Han- sen. Á þessari undirstöðu reikn um við með að geta gert mjög nákvæma vísindalega tilraun í líkingu við tilraunina' með járn- aldarhúsin. Uppbyggingarstarf- ið mun taka 2—3 ár, og í sam- bandi við það er ætlunin að reisa jafnframt vetrar- og sum- arbústaði eskimóa, til að freista þess að fá svar við spurning- unni um það. hvers vegna menning eskimóanna lifði af, en menning norrænna manna dó út. Annars ætlar Tilraunastöðin ekki að láta sér nægja að end- urbyggja bústaði norrænna manna og e9kimóa í sjálfu Lejre, heldur verða einnig gerð ar eftirlíkingar, sem senda má til Grænlands, svo að Grænlend ingar megi nú í fyrsta skipti fá að sjá sína gömlu menningu, segir Hans-Ole Hansen. Gunnar Rytgaard. Atvinna Vanar saumakonur óskast strax í verksmiðju vora. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóranum Þverholti 17. VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS HF. Staða ritara á bæjarfógetaskrifstofunni í Kópavogi er laus til umsóknar. Aðalstarf vé|ritun. Nánari upptýsingar á skrifstofu minni daglega kl. 10—12. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Lokoð frú klukkon 10 í dug vegna jarðarfarar Ama Guðmundssonar verzlunarmanns. KJARTAN JÓNSSON byggingavöruverzlun. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, sjúkrabifreið og Pick-Up bifreið fyrir framdrif, er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 28. april kl. 12—3. Titboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEK3NA. SKÓSEL selur skónu Vorum að fá nýja sendingu af CLARK-skóm. Ýmsar gerðir. Einnig reimaðir RÚSKINNSSKÓR fyrir táninga. SKÓSEL, Laugavegi 60. Fiskihátar til sölu 150 lesta stálskip til sölu, einnig eikarbátar 67, 55, 26, 20, 10, 8 lesta. Höfum kaupendur að öllum stærðum fiskiskipa. TRYGGINGAR & FASTEIGNIR Austurstræti 10 A. Sími 26560, kvöld og helgidagasími 13742. BERKLAVÖRN minnir á síðasta skemmti- og spiiakvöld vetrarins í dag laugardaginn 24. þ.m. kl. 8.30. að SKIPHOLTI 70. Ljós myndanámskeið unglinga Framhaldsflokkur hefst mánudaginn 26. apríl kl. 7 e.h. Innritun og upplýsingar að Fríkirkjuvegi 11 kl. 2—8 virka daga. ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR. Laghentur maður óskast til verksmiðjustarfa. Timburverzlunrn VÖLUNDUR HF„ Klapparstíg 1 —- Sími 18430. TÉKKNESKIR striguskór CZECHOSV0 SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR fágir og uppreimaðir með hrágúmmí- sólum. Hvrtir — svartir — bláir. SANDALAR allar stærðir nýkomnir. Laugavegi 96, Framnesvegi 2, Laugavegi 17. BIFREIÐASKOÐUN Aðalskoðun bifreiða í Kópavogskaupstað 1971 fer fram sem hér segir: Mánud. 3. maí Y- 1 til Y- 100 Þriðjud. 4. — Y- 101 — Y- 200 Miðvikud. 5. — Y- 201 — Y- 300 Fimmtud. 6. — Y- 301 — Y- 400 Föstud. 7. — Y- 401 — Y- 500 Mánud. 10. — Y- 501 — Y- 600 Þriðjud. 11. — Y- 601 — Y- 700 Miðvikud. 12. — Y- 701 — Y- 800 Fimmtud. 13. — Y- 801 — Y- 900 Föstud. 14. — Y- 901 — Y-1000 Márrud. 17. — Y-1001 — Y-1100 Þriðjud. 18. — Y-1101 — Y-1200 Miðvikud. 19. — Y-1201 — Y-1300 Föstud. 21. — Y-1301 — Y-1400 Mánud. 24. — Y-1401 — Y-1500 Þriðjud. 25. — Y-1501 —. Y-1600 Miðvikud. 26. — Y-1601 — Y-1700 Fimmtud. 27. — Y-1701 — Y-1800 Föstud. 28. — Y-1801 — Y-1900 Þriðjud. 1. júní Y-1901 — Y-2000 Miðvikud. 2 — Y-2001 — Y-2100 Fimmtud. 3. — Y-2101 — Y-2200 Föstud. 4 — Y-2201 — Y-2300 Mánud. 7. — Y-2301 — Y-2400 Þriðjud. 8. — Y-2401 — Y-2500 Miðvikud. 9. — Y-2501 — Y-2600 Fimmtud. 10. — Y-2601 — Y-2700 Föstud. 11. — Y-2701 — Y-2800 Mánud. 14. — Y-2801 — Y-2900 Þriðjud. 15. — Y-2901 — Y-3000 Miðvikud. 16. — Y-3001 þar yfir. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að Félags- heimili Kópavogs, og verður skoðun framkvæmd þar dag- lega kl. 8.45—12 og 13—17. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að Ijósatæki hafi verið stillt, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjald ökumanná fyrir árið 1971 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd eða Ijósa- tæki stillt verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð. þar til gjöldin eru greidd. Gjöld af viðtækjum í bif- reiðum skulu greidd við skoðun. Vanræki einhver að koma með bifreið sina til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að málí. Bæjarfógetinn í Kópavogi, Sigurgeir Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.