Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRlL 1971 3 Súdönsk börn á skólabekk. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ráðgerir að koma á fót ellefu barnaskóium fyrir flóttafólk í Súdan og Eþíóphi. Hefur stofnunin leitað til Norðurland- anna um hjálp í þessu efni. Flóttamannasöfminin á morgun; Á morgun sameinast Norðvirlönd — í hjálp við bágstatt flóttafólk Reykjanes KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi efnir til fundar um skattamál 5. mai n.k. í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði, og hefst hann kl. 2L00. _ Rússnesk- ur fyrir- lesari A. SUNNUDAG kemur til ís- lands vararektor Moskvuháskóla Felix Volkof. — Volkof er hag fræðingur að mennt, hefur ekrifað margt um efnahagsmál og oft verið fulltrúi lands síns á aiþjóðlegum ráðstefnum, m.a. á vegum UNESCO. Volkof flyt ut á mánudagskvöld kl. 8,30 íyrirlestur í Norrsena húsir.u eem nefnist „Nýjungar í efna hagsþróun Sovétríkjanna". Fyx jrfesturinn er haldinn á vegum MÍR en öllum er heimill aðgang ur. Hann verður þýddur á ís- lenzku. (Frá MÍR) Palme varar öfgamenn við Stokkhólmi, 23. april NTB. OLOI' Palme, forsætisráðherra, varaði \ ið þvi I dag' að Svíar ikynriu framvegis að vísa úr landí líitlendíngum sem búast mætti við að grípa niurulu til óhæfu- verka til þess að vinna að fram parigi pólitískra markmiða. „Við tiiöfurn ekki notað þessa heimild $ tíu ár . . . en ekkert er því tll fyrirstöðu að við snúum aftur fil ófrjálslyndari afstöðn gagn- vart stíkri starfsemi," sagði H’alme í svari við fyrirspurnurn á þingi vegna morðsins á júgóslav raeska sendiherranum Vladimir Rolovic. HINN almenni söfnunardagur Flóttamannasöfnunar Norður- landa er á morgun og er áætlað að hvert heimili á íslandi sem og öðrum Norðurlöndum verði þá heimsótt og komið á fram- færi persónulegri hjálparbeiðni um fjárframlög til styrktar bágstöddu flóttafólki i Súdan og grannlöndum þess. I viðtali við framkvæmdastjóra söfnunarinn- ar, Stefán Hirst í gær, kom það fram, að enn vantar nokkuð á að nægilegur íjöldi söfnunar- fólks sé fyrir hendi hér í Reykja vík. Bað Stefán blaðið um að koma þvi á framfæri, að þeir sem aðstoða vildu við söfnun- ina hér i borg siðdegis á morg- un hefðu samband við skrif- stofu Flóttamannaráðs í sima 22320. Ráðgert er að hefja söfnunar- starfið hér í Reykjavík ki. 17.30 og áætlað að heimsækja öll heimili Reykjavíkur á um það bil þremur klukkustundum. Af þvi sést að þarna er létt verk að vinna fáist nægilegur mann- afli til sönunarstarfsins. Væntir Flóttamannaráð þess, að sem flestir verði heima á þessum tíma til að auðvelda framkvæmd ina. Hafi fólk hins vegar ekki tök á því að verða heima við á hinum almenna söfnunartíma, er það beðið að senda framlög sin til framkvæmdanefndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig eða beint á reikning Flótta- mannaráðs í Landsbanka Is- lands. Þá gat Stefán þess, að Fiótta- mannaráð treysti því að ífoúar stórra fjölbýlishúsa hefðu úti- dyr opnar meðan söfnunin fer fram á umræddum tíma til að auðvelda söfnunarfólkinu Störf- in. TEREO ^ HiLlPS » Engin keSja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Etnnig STEREO keðjan: nál—tónhöfuS—tónarmur—magnari—hátalarar. PHILIPS ® STEREO HiFi International keðjan tryggir yður beztu gæði S hvetjum hlekk. ÚrvaliS er meira en yður grunar. LítiS inn cg heytiS tnuninn. Öll iækin eru uppsett og tengd I verzlun okkar. HEIMILISTÆKI HAFNARSIRÆII 3 SIMI: 20-4-55 STAKSTEIMAR Brcytt stefna í landbúnadi I itýútkomnum Norðanfara bírtist forystugrein, sem ber yf- irskrrftina: „Aukinn stuðningur og breytt stefna í landbúnaðh,<- I greininni segir m.a.: „Frá upphafi hefur það verið eitt af stefnumiðum lagaákvæða um Lanðnám ríkisins að þétta byggð í sveitúm Iandsins með skiptingu jarða, stofnun nýbýla og byggðahverfa. Sú hugsun, sem í þessu felst, kentur fyrst fram í lagasetningu skömmu fyr- ir 1930, en tekur breytingum smám saman fram yfir 1940, i það horf, sem enn gildir. Stefna þessi á því ráetur sínar að rekja til þess tíma, er búskaparhættir voru geróbkir því, sem nú er, og atvinnuskiiyrði fólks í þéttbýli mjög á annan veg en nú. I*ótt varazt sé að vanmeta það, sem t mörgum tilfeUum hefur vel skipazt við framkvæmd þessar- ar stefnu, virðist nú kominn timi til, að frá henni sé horfið. Enda er það gert í frumvarpi því, sem fyrr er að vikið. Þess í stað er þar gert ráð fyrir, að Landnáml ríkisins sé falið að hafa frum- kvæði til áhrifa á hagfellda þró- un byggðar í sveitum, þar sem hafðir séu að leiðarljósi hags- ntunir hverrar byggðar fyrir sig og ■ búrekstraraðstaða einstafcra jarða. Mikilvægara er talið að treysta þá byggð, sem fyrir er, en að stofna nýbýli, og stofmin nýbýla því aðeins viðurkennd, að landrými sé slíkt, að það bjóði upp á lífvænlegri framtíðarsldí- yrði til búskapar án þess að skerða um of aðstöðu nálægra jarða. Teknar eru upp heimildir til að veita framlög til sameln- ingar jarða, sem getur verlð mikilvægt, t.d. þar sem jarðir hafa verið bútaðar niður um of, til að lífvænlegar geti talizt. Á þess háttar býlttm erú iðtilega óhagkvæm niannvirki, sem kostnaðarsamt getur veríð að breyta til góðrar nýtingar ef af sameiningu verður. Ýntis fleiri ákvæði eru í frmuvarpinu, sem styðja þá stefnu þess, að leit- ast sé við án fyrirmæla að hafa þau áhrif á tippbyggingti byggð- ar, að hvert býii hafi þá kosti ttpp á að bjóða að vænta megi traustrar búsetu og öruggrar af- komu bænda." Stof nlánadeild og landnám Síðar I sömti forystngrein ræð- ir Norðanfari um Stofnlánadeiid landbúnaðarins og Landnám rik- isins. I»ar segir m.a.: „Lögin um Stofnlánadeild land- búnaðarins, landnám o.fl. hafa á undangengnum árum haft stór- kostlega þýðingu fyrir bænda- stéttina og þjóðina alla. I frum- varpi því, sem stuttlega er víkið að hér að franian, er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á þeim kafla laganna, sem fjallar tim StofnlánadeUdina. Sá kafli er mikið nýrri en aðrir hlutar þeirra og hefur reynst ómetan- leg lyftistöng í ræktun, bygging- ttm og tæknibúnaði til sveita. Aðrir hlutar frumvarpsins eru ýmist endursamdir eða alger ný- smíði, miðað við það, sem nú gUdir. Engri rýrð er kastað & þýðingarmikil störf Landnáms rikisins til þessa, þótt nú sé talið tímabært að brej ta að nokkru um stefnu. Breytingar eru örar í framrás timans og nýir tímar bjóða upp á ný viðhorf. Þvi ber að fella það niður tír löggjöf sem þessari, sem misst hefur gildi sitt, en taka annað upp, sem fell- ur að viðhorfum nútímans og ætla má, að hafi hagstæð áhrif á þá fraimindu, sem framtíðin ber í skauti sér“. # « < < \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.