Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1971 31 Reykjavíkurmótið hafið: Vorbragur á f yrsta leiknum — er Fram sigraði Víking 1-0 ÞAÐ var sannarlvsra vorbragur á knattspyrnunni sem Fram og Víkingur léku I fyrsta Ieik Reykjavíkurmótsins, sem fram fór á sl, fimmtudag — sumar- daginn fyrsta. Langtimunum saman gekk boltinn milli mót- herja, og oft á tiðum virtist það aðalkeppikefli leikmannanna að sparka hátt og langt. En þótt þetta vjeru aðaleinkenni leiks- ins, brá þó fyrir betri köflum hjá báðum liðunum, og vist er að knattspyrnan í þessum leik var sízt verri en hún hefur oft verið hérlendis í byrjun keppn- istímabilsins. Framarar voru betri aðilinn i leiknum og verð- skulduðu 1:0 sigur, en það eru söniu úrslit og urðu í leik þess- ara liða i Reykjavikurmótinu í fyrra. Mark sitt skoruðu Framarar á síðustu mínútum fyrri hálf- leiks, og bar það þannig að, að annar bakvörður Víkinga sendi boltann til Framara, sem stadd- ur var framundir miðlíiiu. Ás- geir Elíaisson lék síðan upp með knöttinn og komst sjálfur í gott skotfæri innan vítateigs, en í stað þess að reyna markskot renndi hann boltanum til Krist- ins Jörundssonar, sem síðan renndi boltanum fram hjá Dið- UL-landsliðið LANDSLIÐIÐ leikur við UL 21 árs og yngri á sunnudaginn kem ur og fer leikurinn fram á Mela- vellinum að leik Þróttar og Ár- manns í Reykjavíkurmótinu loknum. Unglinganefndin hefur valið lið sitt, en þess skal getið að ekki var hægt að velja leikmenn frá Val og KR, vegna þess að þessi félög leika í Reykjavikur- mótinu á mánudag. IJL. 21. árs og yngri: 1. Ómar Karlsson, Haukum 2. Magnús Þorvaldsson, Víkingi 3. Vilhjálmur Karlsson, ÍBK 4. Jón Pétursson, Fram, fyrir- liði 5. Marteinn Geirsson, Fram 6. Dýri Guðmundsson, F.H. 7. Hélgi Ragnarsson, F.H. 8. Þór Hreiðarsson, UBK 9. Eiríkur Þorsteinsson, Víkingi 10. Pálmi Sveinbjörnss., Haukum 11. Ólafur Danivalsson, F.H. 12. Hörður Helgason Fram 13. Steinþór Steínþórsson, UBK 14. Friðrik Ragnarsson, iBK 15. Steinar Jóhannsson, ÍBK 16. Helgi Helgason, UBK. riki Ólafssyni, Víkingsmark- manni og í netið. Varla lék á tveim tungum að Kristinn var rangstæður þegar hann fékk boltann, en dómarinn gerði enga athugasemd, enda flaggaði línu- vörðurinn ekki á rangstæðu. Annars var lítið um opin tæki- færi í þessum leik. 1 fyrri hálf- leiknum meðan leikurinn var nokkuð jafn fengu Víkingar þó einu sinni gullið tækifæri til þess að skora, er einn leikmaður liðsins var frír inn undir mark- teigi, en hreinlega gleymdi að skjóta. Rétt áður en Framar- ar skoruðu mark sitt fengu þeir ágætt tækifæri, er boltinn var sendur fyrir markið til Jóns Péturssonar, sem hafði nógan tíma til athafna, en i stað þess að taka boltann niður, reyndi hann að skjóta viðstöðulaust, en það skot lenti langt framhjá. 1 síðari hálfleik sóttu Fram- arar til muna meira, en Víkings- vömin var vel á verði og eng- in umtalsverð tækifæri gáfust. Því varð Fram, sem nýlega er búið að leika við beztu liðin frá i fyrra, ÍA og Keflavík, að sætta sig við 1:0 sigur gegn II. deild- ar liði Víkings. Framarar sækja að marki Vikings, en Diðriki markverði te kst að slá boltann frá. Mikið má annars vera ef Framarar verða ekki í fremstu víglinu í sumar. Vörn liðsins virðist vera mjög sterk með þá Jóhannes og Sigurberg sem beztu menn, og einhvern veg- inn hefur maður það á tilfinn- ingunni að framlína liðsins verði beitt í sumar, þótt hún hefði ekki erindi sem erfiði í þessum leik. 1 Vikingsliðinu virtist Guð- geib Leifsson vera í sérklassa, en Diðrik Ólafsson markvörður sýndi einnig skemmtileg tilþrif, einkum i síðari hálfleik. Stjl. IA-UBK jafntefli 1:1 Á SUMARDAGINN fyrsta fór fram á Akranesi fyrri leikur Akurnesinga og Breiðabliks á Litlu-bikarkeppninni. Lauk leikn- um með jafntefli, 1:1 og voru úrslitin samvgjöm eftir gangi leiksins, sem var í heild fremur lélegur. Það var Þór Hreiðarasom, sem færði Breiðabliki forystuna þeg- ar á 2. mím. fyrri hálfleika. Skall- aði hamm knötiinn í netið af stutbu færi. Akumesiogar fengu ágætt tækifæri til að jafna um miðjan hálfleilkimn, en skot André.sar Ólafssonar hafnaði í stöng. Um miðjan sdðari hálfleik áttu Eyieifur og Björn Lárusson ágæt tækifæri, sem ekki nýtt- u«st. Á 30. min. tóksit svo Haraldi að skora■ fyrir Akurnesinga, em hann tók homspyrmu og semdi knöttinn i netið beirnt úr hom- spymunmi. Það var vorbragur á þessum leik íslandsmoistarama og nýíið- anma í 1. deild. Samleikur var Þór Hreiðarsson, Breiðabliki franikvæmir aukaspyrnu rétt fyrir lelkslok. Einar er tilbúinn I markinu og vamamienn ÍA, Steinn, Haraldur og Jón Alfreðsson, mynda vamarvegg. (Mynd: Friðþj.). í molum og skot að marki fá og Iéleg. Akumesingar hafa átt í erf- iðleikum að undanfömu, eins og úrslitin í leikjum þeirra að und- amförnu bera með sér. Mikil for- föll eru í liði þeirra, þar sem Matthías og Teitur eru forfaMað- iirir vegma meiðsla og er því framilinan hvorki fugl né fiskur um þessar mundir. Vömin hefur eimmig verið slök að umdamfömu sérstaklega þó mairkvarzlan, þótt ekki kæmi það verulega að sök í þesisum leik. Þó átti Einar að geta komið í veg fyrir mark Kópavogs að þessu simmi með úthlaupi. Haraldur Sturlaugsson og Jóm Alfreðsson léku betur að þessu simmi en áður og sömuleiðis Þröstur og Jón Gunnl&ugsson. Steimm Helgasom lék simn fyrsta leik með lA, en hamm er 17 ára og stóð sig ágæflega. Lið Breiðabliks er ungt og mum áreiðaunlega ekkl gefa sig fyrr ein i fulla hnefana í 1. deild i suimar. Þór Hreiðarsson er þar bezti maðurimm, en einnig áttu þeir Guðmundur Jónason og Ri'karð- ur Pálssom góðam leik. Nokkur forföll voru í liðinu í þessum leik og vamtaði m. a. Guðmund Þórðarsom, sem hefur verið bezti maður liðsins undanfarim ár. Leikinn dæmdi Guðjóm Finn- bogason og skilaði þvi hlutverki vel. 6. Breiðholtshlaupið 6. OG síðasta Breiðholtshlaup IR., að sinni, fer fram 1. sunnudag í sumri, 25. apríl n.k. Alls hafa nú 315 unglingar tek ið þátt í Breiðholtshlaupum lR- inga i vetur og af þeim eru nokkrir, sem hafa hlaupið öll hlaupin. Keppnin um heildarverð launin í aldurflokkunum er mjög hörð i flestum flokkunum, og það eru margir, sem til greina koma til sigurs í hverjum flokki. Því verður spennandi að sjá hvernig fer, sérstaklega ef allir þeir, sem eiga aðeins eitt hlaup eftir í heildartöluna f jögur hlaup, mæta til keppninnar nú í síðasta hlaupið. Vonandi er að sumarið fagnl hinum ungu hlaupurum með góðu veðri, um leið og nýr hátt ur verður tekinn upp til reynslu, sem er fólginn i því að láta fleiri hefja hlaupið samtímis en áður hefur verið gert í vetur. Hlaupið hefst eins og venju- lega kl. 14.00. Númeraúthlutun hefst hins vegar kl. 13.30. SJÓNMPS LEIKURIN Wolves — Southampton Fram - IBK I DAG fer fram á Melavellinum úrslitaleikurinn i meistarakeppni KSl og mætast þá Fram og IBK. Nægir Fram jafntefli til sigurs í keppninni, en liðið hefur náð mjög góðum árangri í þessari keppni og unnið stórsigra yfir lA og iBK á þeirra heimavöll- um. Leikurinn i dag hefst kl. 3. Sjónvarpið sýnir í dag leik Wolves og Southampton, sem leikinn var á leikvelli Úlfanna, Molineux, sl. laugard&g. Wolverhampton Wanderers var stofnað árið 1877 og hefur átt sæti í deildakeppninni frá upp hafi. Félagið hefur átt sæti í 1. deild siðan 1932 utan tveggja ára í 2. deild. Olfamir hafa unn- ið 1. deild þrisvar sinnum, ár- in 1954, 1958 og 1959, en fimm sinnum hafa þeir hafnað í 2. sæti. Úlfamir hafa fjórum sinn um unnið bikarkeppnina, árin 1893, 1908, 1949 og 1960, en alls hafa þeir átta sinnum leikið til úrslita. Framkvæmdastjóri Úlf- anna er Bill McGarry, en at- hyglisverðustu leikmenn þeirra eru nú Bailey, Parkin, Munro, McCalliog, Could (sem hér lék með Arsenal) og Derek Dougan, formaður stéttarfélags knatt- spyrnumanna, en hann getur ekki leikið í dag vegna meiðsla. Úlfamir leika í gulum peysum og svörtum buxum. Southampton var stofnað ár- ið 1885, en félagið hóf feril sinn 1 deildakeppninni í 3. deild árið 1920. Félagið vann sér sæti I 1. deild árið 1966 og hefur leik- ið þar síðan. Southampton hefur aldrei borið sigur úr býtum í 1. deild og félagið hefur aldrei náð betri árangri i keppninni, en á þessu keppnistímabili. South- ampton hefur aldrei unnið bikar keppnina, en félagið lék til úr- slita árin 1900 og 1902. Fram- kvæmdastjóri Southampton er Ted Bates, en athyglisverðustu leikmenn liðsins eru Terry Paine, fyrirliði liðsins og kunn- ur enskur landsliðsmaður, mið- framvörðurinn McGrath, sem lék á Islandi með Bury árið 1958, miðherjinn Ron Davies sem talinn er bezti miðherji á Bretlandi um þessar mundir, svo og innherjarnir Channon og O' Neil. Southampton leikur í rönd óttum peysum, rauðum og hvít- um, og svörtum buxum. Úlfarnir eru nú í 3. sæti í 1. deild, en Southampton er i 7. sæti og bæði liðin keppa að því að vinna sér rétt til þátttöku 1 UEFA-Cup næsta haust. Þegar liðin mættust í Southampton unnu Úlfamir og hefur ekkert lið nema Úlfarnir og Arsenal hrifsað bæði stigin frá heima- mönnum. Liðin, sem leika í dag, eru þannig skipuð: WOLVES 1. Parkes 2. Shaw 3. Parkin 4. Bailey 5. Munro 6. McAlle 7. MeCalliog 8. O’Grady 9. Gould 10. Curran 11. Wagstaffe og 12. Hibbitt SOTTHAMPTON ] 1. Martin ’ 2. Kirkup * 3. Hollywood 4. Fisher * 5. McGrath / 6. Gabriel 7. Paine 8. Channon I 9. Davies 10. O’Neil 11. Jenkins og 12. Stokes Dómari í leiknum er A. P. Ol- iver og stendur hann oft I ströngu i þessum leik. BL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.