Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1971 Jltttgfttlllftifrft Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. „OPIÐ I BAÐA ENDAt4 Á flokksþingi Framsóknar- flokksins lýsti Jónatan Þórmundsson, prófessor, því yfir, að Framsóknarmenn gætu sitthvað lært af Sjálf- stæðismönnum í lýðræðisleg- um vinnubrögðum. Þessi um- mæli prófassorsins ollu nokkr um úlfaþyt á flokksþinginu, en þau eru tvímælalaust sannmæli. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft forystu um að taka upp ný og lýðræðis- legri vinnubrögð í flokks- starfi. Glæsilegaista dæmi um það eru prófkjör þau, sem fram hafa farið meðal stuðn- ingsmanna flokksins í hinum ýmsu kjördæmum fyrir sveitarstjómarkosningamar á sl. ári og fyrir Alþingiskosn- ingamar í vor. Enginn annar flokkur getur t.d. státað af því, að um 10 þúsund Reyk- víkingar hafi tekið þátt í að ákvarða framboðslista flokks ins í höfuðborginni. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins var drepið á dreyf ti'llögu um, að forystumenn flokksins yrðu kjömir í al- mennri kosningu á flokks- þinginu sjálfu. í þess stað var það tiltölulega fámenn miðstjóm, sem það gerði. En sú breyting, sem ekki náði fram að ganga á flokksþingi Framsóknarflokksins nú var gerð á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins árið 1961 er for- maður og varaformaður, svo og fulltrúar í miðstjóm voru kjömir almennri óbundinni kosningu án tilnefningar. Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir, en greinilegt er, að Framsóknarmenn treystu sér ekki til þess að gera hana í sínum flokki nú. Ástæðan er augljós. Hefði kosningin um æðstu trúnaðarmenn flokks- ins farið fram á flokksþing- inu sjálfu hefði ágreiningur- inn, sem ríkir innan flokks- ins komið fram í þeirri kosn- ingu. Þess vegna þorðu ráða- menn Framsóknarflokksins ekki að fallast á þessa tillögu. Þeir hafa greinilega ekki skilið það enn, að heilbrigð- ur ágreiningur og frjálsleg skoðanaskipti em hverjum stjórnmálaflokki til styrktar en veikja hann ekki. Flokks- þing Framsóknarflokksins endaði á þann veg, að gerð var tilraun til þess að breiða yfir þann ágreining, sem all- ir vita, að fyrir hendi er inn- an flokksins. Það var gert með samþykkt ályktana, sem ekkert segja. Eins og fram kemur í frásögn Morgun- blaðsins í dag var t.d. gerð ályktun um kjördæmamálið, sem skilja má á hvern þann veg, sem mönnum sýnist. Þeir, sem hlynn-tir eru ein- menningskjördæmum geta með góðum vilja lesið út úr ályktuninni stuðning við það fyrirkomulag, hinir, sem því eru mótfallnir geta einnig lesið út úr ályktuninni stuðn- ing við sín sjónarmið. Sú samþykkt, sem flokks- þingið gerði um kjördæma- málið og er „opin í báða enda“ eins og einn af fulltrú- um á flokksþinginu sagði, er táknræn um afgreiðslu á öðrum ágreiningsmálum á þinginu. í stað þess að skipt- ast á skoðunum um ágrein- ingsmálin og láta síðan at- kvæðin skera úr, í samræmi við eðlileg lýðræðisleg vinnu brögð voru ályktanir samd- ar á þann veg, að þar væri eitthvað fyrir alla. Flokksþingið komst því engu nær því verkefni að skera úr um hvers konar flokkur Framsóknarflokkur- inn er. Enn er reynt að hafa „opið í báða enda“. Enn er reynt að segja bæði já-já og nei-nei í sama roáli. Þetta stefnuleysi hefur áður orðið Framsóknarflokknum að falli í kosningum og svo mun enn verða. Sporin hræða 1 llt frá því, að Kommúnista- flokkur íslands var lagð- ur niður að nafninu til og Sósíalistaflokkurinn stofnað- ur í hans stað, hafa kommún- istar lagt áherzlu á tvennt. I fyrsta lagi að starfa ekki und ir sínu rétta nafni og í öðru lagi að flagga með nöfn á framboðslistum, sem ekki hafa verið þekkt af fylgi- spekt við kommúnista. Með stofnun Alþýðubandalagsins 1956 var haldið dyggilega við fyrra atriðið, en þá var svo komið, að kommúnistaeðlið leyndist ekki undir sauðar- gæru Sósíalistaflokksins. En á hinn þáttinn, að finna nöfn á framboðslista til þess að flagga með hefur verið lögð sívaxandi áherzla á seinni ár- um. í kosningunum í vor munu kommúnistar þó ganga lengra í þessum efnum en nokkru sinni fyrr. Þeir munu flagga með nöfn einstaklinga, sem starfs síns vegna hafa orðið þekktir meðal almenn- ings og hafa af ýmsum OGNVALDUR HAITI „ PAPA DOC “ látinn Nítján ára sonur hans sagður vera tekinn við PAPA Doc, einræðisherra og ógnvaldur Haiti lézt á mið- vikudaginn, 64 ára gamall og hafði legið fjársjúkur og ó- starfhæfur um langa hríð. Samkvæmt ákvörðun Papa Doc hefur sonur hans Jean Claude, 19 ára gamall, tekið við af föður sínum, en sagan er ekki þar með sögð, því vitað er að undanfarið hefur valdabaráttan milli afkom- enda og tengdafólks einvalds ins verið að færast í aukana. Papa Doc, sem hét reyndar Francois Duvalier, nam ung ur læknisfræði, fyrst í Port- au-prince á Haiti og síðan í Bandaríkjunum. Að námi loknu sneri hann heim og varð héraðslæknir á heima- eynni og barðist þá fyrir auknum réttindum, þjáðum og kúguðum skjólstæðingum sínum til handa. Hann átti mikinn hlut að bættri heil- brigðisþjónustu og tók von bráðar að láta æ meira að sár kveða á fleiri sviðum. Hann tók við embætti heil- brigðisráðherra eftir byltingu í landinu og gegndi því um skeið, en árið 1957 stóð hann að nýju valdaráni og settist í forsetastól og breytti stjórn- arskrá landsins á þann veg, að tryggt væri að hann héldi embaetti til æviloka. Síðan hefur hann stjórnað Haiti af mikilli grimmd. Þar búa 4,5 millj. manna, lang- flestir svertingjar, og meðal tekjur eru þar um fjórtán kr. á dag, 90% þjóðarinnar eru ólæsir og óskrifandi, atvinnu leysi er þar mest í öllum heimi og barnadauði 60%. Du valier var kaþólskrar trúar, en hindurvitni og hjátrú dafna á Haiti og því hélt hann í heiðri ýmsa trúar- siði landa sinna, m.a. til að æsa ekki til meiri and- stöðu gegn sér en nauðsyn- legt var. Hann hafði um sig harðsnúna lífvarðasveit, sem var manna á meðal kölluð SS-sveitin og höfðu lífverðir hans jafnan fyrirmæli um að skjóta formálalaust hvem þann, sem þeim leizt grun- samlegur, hvar og hvenær, sem var. Meðal annars vegna harðfylgis lífvarðasveitarinn- ar hefur hann sloppið lífs frá fjórtán morðtilræðum, sem honum hafa verið sýnd, og barið niður af ótrúlegri grimmd hverja byltingartil raun sem hefur verið gerð í landinu þessi síðustu fjórtán ár. Þó að meiri hluti lands- manna búi við sárustu neyð og örgustu vesöld hefur Papa Doc séð svo um, að sjálfan hefur hann ekkert skort og lifað í vellystingum praktug lega; hallir gerði hann sér góðar og veglegar og sparaði lítt í öllum búnaði og líferni sínu. Hann hefur ekki verið heilsusterkur allra síðustu ár in og nokkrum sinnum feng ið aðkenningu af slagi. Eftir að hann veiktist alvarlega um síðustu áramót afréð hann að tilnefna son sinn, Jean Claude eftirmann sinn „forseta upp á lífstíð“. Hann efndi til „þjóðaratkvæðagreiðslu'1 um málið, sem að sjálfsögðu var sýndarmennska ein. Atkvæði féllu svo að 2.391.916 kjósend ur lýstu yfir fylgi við Jean Claude og af skiljanlegum ástæðum greiddi enginn at- kvæði gegn honum. - í stjórnarskrá landsins segir að forsetinn skuli vera orðinn 21 árs að aldri. Þar sem Jean Claude er aðeins 19 ára gamall, var han-n við sérstök og margbrotin hátíða höld og í heyranda hljóði gerður tveimur árum eldri. Væntanlegir undirsátar hans þekkja lítið til hans. Hann hefur vakið á sér athygli fy-r ir fátt annað en að vera hald in-n bíladellu, sérstaklega eru kappakstursbílar honum að skapi, en hann er sagður kunna vel að meta návist glæsikvenna og er sólgin-n í fj árhættuspil. Þó svo að hann hafi nú að nafninu til tekið við völdum blandast fáum, sem gerzt þekkja til, hugur um að harðvítug valdabar- átta er og verður háð bak við tjöldin og ekki að vita, hverjar lyktir hún fær. Dóttirin, Dédé Dominiqe, sem margir telja að nái völdum Francois Duvalier „Papa Doe“ Meðal þeirra sem þar koma við sögu eru auk ekkju Papa Docs, þriggja dætra og tveggja tengdasona, hinn bandaríski yfirmaður hersins, Claude Raymond, hershöfð- ingi, yfirmaður hallarvarð- sveitarinnar, Luckner Cam- bronne, ýmsir ættarhöfðingj ar og síðast en ekki sízt yfir maður hinnar sérstöku örygg islögreglu Papa Docs. Margt hefur undanfarið þót-t gefa vísbendingu um að það verði dóttir einvaldsins heitna, Maria Denise, kölluð Dédé, 29 ára gömul, sem tak ist að hrifsa til sín völdin, sjálfri sér og eiginmanni sín um, Max Dominiqe, kapteini til handa. Hún hefur oft ver ið kölluð „Mama Duvalier'* og lítur út fyrir að ve-ra þrjátíu árum eldri en hún er. Hún hefur verið eina barn Papa Doos, sem hefur haft kjark til að breyta þvert of an í vilja hans, meðal ann- ars þegar hún gifti sig kapt eini sínum. Honum var þá vísað úr landi, en látið heita að hann væri skipaður sendi- herra í Madrid. Þau hjónin sneru heim árið 1966 og hafa ítök frúarinnar farið æ vax- andi síðan og hún hefur far ið að dæmi föður síns og lát ið ryðja úr vegi andstæðing um sínum. Árið 1967 var komið upp um enn eitt „samsærið" tii að steypa Papa Doc og var Max Dominiqe þá talin vera við það riðinn. Honum var þó þyrmt, en 19 háttsettir men-n í hernum voru teknir af lífi, og var Duvalier við- staddur aftökuna og fagnaði ákaft, eins og siðir og venj- ur lands hans bjóða. Haft er fyrir satt að Max Domniqe hafi fyrir nokkru sent bandarísku stjórninni orðsendingu, þar sem hann fer fram á stuðning. Ekki hafa þessar fréttir verið stað festar, en á því leikur ekki vafi að Bandaríkjamenn munu fylgjast með þróun mála á Haiti af áhuga á næst unni — og sá áhugi er á- hyggjum blandinn. Á Haiti eru um 2500 Bandaríkjamenn þeirra á meðal eru fjölmarg ir trúboðar og á síðustu ár- um hafa ýmis bandarísk fyr irtæki fjárfest stórar upphæð ir í framkvæmdum á Haiti. © UTAN ÚR HEIMI ás-tæðum gengið til samstarfs við kommúnista í þessum kosningum. Reynslan sýnir hins vegar, að kommúnistar taka þessa einstaklinga óblíðum tökum, þegar gagnsemi þess fyrir þá er á þrotum. Um það má nefna mörg dæmi og alltaf endurtekur sagan sig: Þeir einstaklingar, sem í þessum kosningum ganga til sam- starfs við kommúnista eiga eftir að kynnast þessu af eigin raun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.