Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐK), LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1971 7 Hverfisgata III hluti Bjarnaborg. Að ganga um hinar eldri götur borgarinnar — það er að lesa sögu hennar í stórum dráttum. Svo er t.d. hér á innsta hluta Hverfisgötunn- ar. Hér hefur gerst sagan: ÍJr timbrinu í steinsteypuna. Norðan götunnar innan við Vatnsstiginn stendur samfelld röð snoturra timburhúsa. Um hvert og eitt þeirra mætti skrifa heila sögu. En við þekkjum hana ekki. Þess er heldur varla von. — Þetta er allt að því einkamál, sem ekki á að opinberast þar sem friðhelgi heimilanna er í heiðri höfð. Af tilvikjun i barst eitt af þessum húsum í 1 ta! um daginn við einn af hin um eldri mönnum, sem hafa „smíðað þessa borg.“ Það er Sæmundur Tómasson smiður á Spítalastíg 5. Hann fluttist hingað til bæjarins þegar hann kom í smíðalæri hjá Er- lendi Ámasyni vorið 1905 og byrjaði námið með því að reisa hús uppi á Geitháisi. Þegar smíði þess var lokið, tóku þeir til við að reisa hús, sem enn stendur og er nr. 53 við Hverfisgötu. Það var byggt fyrir Emil Jensen bakara og frú hans 5 Austur stræti 17. Þess minnist Sæ- mundur, að eftir að húsið var orðið fokhelt kom frú Jensen inneftir á hverjum laugardags eftirmiðdegi. Til hvers? Til að vita hvernig verkið gengi? Já, sjálfsagt í og með. En hún kom með kaffi og kökur og trakteraði allan mannskap inn. Það var ekki litil hugul semi af hinni dönsku frú. Vissulega hefði hún getað látið það vera. „En þá var líka unnið á laugardögum," bætir Sæmundur við. Við vesturenda hússins eru breiðar tröppur, sem ná með- fram öllum gaflinum. Upphaf 1 lega voru á honum tvennar dyr, aðrar inn í íbúðina, hin- ar inn i bakarísbúðina. Þetta er ekkert merkilegt, en það er táknrænt fyrir Hverfisgöt una því hún sameinar það i , hæfilegri blöndu að vera bæði gata fólksins og forretn inganna. Aðalhúsið við innanverða Hverfisgötu er Bjarnaborg. Við það kanna^t allir eldri Reykvíkingar, þótt þeir séu nú sjálfsagt fáir orðnir, sem kunna að rekja sögu þess. Sá, sem byggði þetta mikla hús var Bjami Jónsson, Árn esingur að ætt, alinn upp i Það er dýrt að kaupa hús og lóðir til að breikka gamlar götur. fátækt, fluttist til Reykjavík ur, lærði húsa- og mublu- smiði, byggði um 150 hús, flest í Reykjavík. Bjarnaborg reisti hann fyrir eigin reikn- ing, hafði fjölda manns í vinnu og lauk húsinu á tveim árum. Grjótið í grunnin var höggvið uppi í holti, en timbr ið fékk Bjarni mikið úr göml um húsum, sem voru rifin niðri í Austurstræti. 1 þeim voru góðir viðir. Þeir hafa enzt vel i Bjarnaborg til þessa dags. Árið 1904 keypti einn auð ugasti bóndi Islands þetta mikla hús. Það var Þorvald- ur á Þorvaldseyri. Kaupverð- ið var 43 þús. kr. Þorvaldur lét fyrir það höfuðból sitt og 15 þús. kr. í peningum. Það var mikið fé. Nú um langa hríð hefur Bjarnaborg verið i eigu borgarsjóðs. Bjarnaborg er mikið hús | hvemig sem á það er litið, stórt í sniðum og höfðinglegt þegar horft er til baka allt til aldamóta, þegar það var byggt, og allur stórhugur i húsnæðismálum var næsta sjaldgæfur. Framhlið þess blasir við handan bílabreið- unnar á Vitatorginu, fagur- rauð með reglusemi symme- tríunnar mótaða í virðuleg- um svip sínum og ártalið 1902 -— byggingarárið — yfir mið- dyrum. Hverfisgatan er aðalum- ferðaræðin í austurbæinn, neð an frá Lækjartorgi og inn á Hlemm. Óteljandi farartæki allt frá skellinöðrum upp í strætisvagna bruna þar um allan liðlangan daginn. Það er alveg furða hvað þessi gamla gata, sem byrjaði sem krókóttur gangstigur milli kotanna i Skuggahverfinu, getur flutt af umferð þessar- ar miklu bílaborgar. Þeg- ar umferðarljósin loka henni við Snorrabraut myndast lang ar bílaraðir á augabragði. Um leið og kemur grænt fossar bilaflóðið af stað með marg- breytilegum gný. Þannig er synfonia Hverfisgötunnar endurtekin með margskonar tilbrigðum frá morgni til kvölds. Það er aðeins á sunnudags- morgnana, sem okkar morgun svæfa borg veitir Hverfisgöt t unni næði til að rifja upp } minningamar frá hinum J gömlu, rólegu dögum. Þá eru j hér aðeins fáir bílar á ferð t og nokkrir árrisulir vegfarend J ur, flestir á leið i næstu J sjoppu til að ná sér í kók eða ') eitthvað, sem hefur gleymzt k í gær að kaupa í hádegismat J inn. J HÉR ÁÐIJR FYRRI ÓSKUM EFTIR 2ja—4ra herbergja íbúð í Reykjavik eða Kópavogi strax. Fátt í heimiii. Uppl. í síma 38733. ER EKKI EINHVER kona eða stúlka, sem getur gætt 4 ára telpu 2 tíma á dag kl. 12.00—14.00? Barnið er í nágr. Grettisg. Uppl. í s. 37883 eftir kl 13.00. TIL SðLU Trader sendiferðabílll '64. Stöðvarleyfi gettir fyIgt. — Upplýsbigar í sima 41259. EINBÝLISHÚS í Smáibúðahverfi til leigu í eitt ár frá miðjum júní nk. Upplýsingar í sima 34800. FORD CUSTOM 500 árgerð 1966 til sölu. Upplýs- ingar í síma 41933. HÚSBYGGJENDUR Framleiðum milliveggjaplötur 5, 7, 10, sm, inniþurrkaðar. Nákvæm lögnu og þykkt. Góðar plötur spara múrhúð- un. Steypustöðin hf. HEST AEIGEIMDUR Gott beitiland fyrir hesta til leigu. Möguleikar á túni til heyskapar. Veiðiieyfi geta komið til greina. Uppl. í sima 3-20-72 og 3-63-53. UNG STÚLKA með gagnfræðapróf og sex mán. námsk. frá Verzlunarsk. Isl., óskar eftir vinnu hálfan eða alfan daginn, helzt sim- vörzlu og vélritun. Uppl. i s. 30952 e. kl. 17 i dag og næstu daga. HAFNARFJÖRÐUR Óskum að ráða bifvélavirkja. Upplýsingar i síma 52139. ÞBR ER EITTHUB0 FVRIR RLLB yj Til sölu JARÐÝTA Caterpillar D.6 B. með ripper. Upplýsingar í síma 82005. LaxveiÖimenn Tilboð óskast í veiði í ánum Laxá og Bakkaá í Heigafellssveit. Sleppt hefur verið miklu af laxaseiðum i árnar síðastliðin 10 ár, með mjög góðum árangri. Tilboð sendist blaðinu fyrir 7. maí merkt: „7486 — Landeig- endur". ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja og fullgera starfsmannahús að Skálatúni í Mosfellssveit. Tilboðsgögn verða afhent á teiknistofunni Óðinstorgi s/f, Óðinsgötu 7, Reykjavik gegn 5.000.— kr. skilatryggingu. Félagsráðgjafi Starf félagsráðgjafa er laust til umsóknar við Landsspítalann, geðdeild Barnaspítala Hringsins, Da.braut 12. Yfirlæknir stofn- unarinnar veitir nánari upplýsingar. Umsóknir sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5, með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k. Reykjavík, 20. apríl 1971 Skrifstofa ríkisspítalanna. Spakmæli dagsins — Hvað er skáld? Vansæll maður, sem þolir hræðilegar kvalir. En variir hans eru þann- ig myndaðar, að þegar andvörp og óp brjótast út um þær, hljóm ar slíkt sem fegursti söngur í annarra eyrum. Honum fer líkt og vesalingunum, sem byrgðir voru inni í uxa Phalarisar og steiktir við hægan eld. Harð- stjórinn skelfdist ekki við óp þeirra, heldur hljómuðu þau sem sætur söngur i eyrum hans. Og fólk þyrpist um skáldið og segir: „Syngdu sem fyirst aft ur!" Með öðrum orðum: Ó, að nýjar þjáningar kveðji sál þína og varir þínar séu eins mynd- aðar og áður, þvi að öskur þín mundu hræða oss, en söngurinn lætur oss vel í eyrum. — Svo koma l'íka ritdómararnir og segja: „Þetta er rétt, það fylg ir reglum fagurfræðinnar." En svo sem kunnugt er, eru rit- dómararnir að kalla má alveg eins og skáldið. Það eitt skilur, að þeir líða engar iijartakvalir né hafa neinn söng á vörum. Sjá, fyrir þessar sakir vil ég heldur vera svinahirðir á Amag erbro og vera skilinn af svín- unum en vera skáld, sem er ,mis skilið af mönnunum. VÍSUKORN VOR Vorsins geislar glampa skærir, gyllir sólin fold og mar. Vorsins fuglar koma kasrir, kvaka þeir til skemmtunar. Fyrsta sumarsólin. Fyrsta sumarsólin skín, signir jarðarblómin. Ég sé þegar æfin dvin aðeins himinljómann. Eysteinn Eymundsson. CUDQ Tómar glerkistur til sölu. Upplýsingar hjá verkstjórum. CUDOGLER HF. Skúlagötu 26 — Símar 26556 og 20456. S. Kierkegaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.