Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 24. APRtL 1971 ♦ m > HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabífreið-VW 5 manna-VW svefnvago VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastraeti 13 Sími14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM BÍLALEIGA CAR RENTAL ÍT 21190 21188 IBÍIILdlBIVSII^ Sigtúni 3. Sími 85840-41 BÍLALEIGAN Bliki hf. Lækjargata 32, Hafnarfirði. Sím/ 5-18-70 KVÖLD- OG HELGAR- SlMAR 52549 — 50649 NÝIR BlLAR bilaleigan AKBRATJT car rental scrvice r * 8-23-4? sendum *gg|"^^bilqsq|q GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Símar: 19032 — 20070 0 „Eins og barn til móður“ „Heill og sæll, Velvakandi! Mig langar að biðja um rúm íyrir þessa leiðréttingu: í kvöld voru nokkur kvæði flutt í útvarpið. Þau voru vel flutt og fallega, en síðasta vísu orð hins fagra kvæðis: „Hátt ég kalla," eftir meistarann Matthías Jochumsson, var ekki rétt með farið, og það svo að merkingu orðanna var alveg snúið öfugt. Sagt var ranglega. „Til þín hljóður, Guð minn góður, græt ég eins og barn hjá móður.“ Rétt er það svona: „Til þín hljóður, Guð minn góður, græt ég eins og barn til móður“ Barn grætur sízt hjá móður sinni, en sé það hindrað í að ná til hennar, þá grætur það hvað sárast. Þá grætur það tit móður sinnar. Það er þetta, sem skáldið meinar, það grætur til Guðs líkt og barn, sem fær ekki að koma til móður sinnar, og græt ur því sárt. Því leiðrétti ég þetta, að ég hef oft heyrt farið með ljóðið á sama hátt og í útvarpinu. Villan virðist því víðfleyg. Þakka birtinguna. 26. marz 1971. Jón Sigtryggsson." 0 Dreifbýlisstyrkir Hór er bréf frá ungum manni: „Á siðastliðnu hausti var svokölluðum dreifbýlisstyrkj- um fyrst úthlutað til skólafólks í hinum „æðri“ skólum. Menntamálaráðuneytið á hrós skilið fyrir þetta fram- tak til hjálpar námfúsum einstaklingum í dreifbýlinu. Þetta kærkomna spor ráðu- peytisins er án efa í rétta átt og gerir, veg þeirra til mennt- unar. mun greiðfærari en áð ur var. Nú eru það því ekki lengur sérréttindi rikra borg- ara að menntast, heldur eiga allir greiðan aðgang að „æðri“ skólum landsins. Það er að segja, jafnrétti til sams konar Hef kaupanda að góðri sérhæð með 3—4 svefnherb. Útborgun allt að 2% milljón. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. KRISTINN EINARSSON, HRL.. Búnaðarbankahúsinu við Hlemm. LUXO er ljósgjafinn, verndið sjónina, varist eftiiiíkingar Heimilistæki sf. Hafnarstrœti 3 — Sími 20455 menntunar, hvort sem I hlut eiga borgarbúar, dreifbýlis- menn, rikir eða fátækir. En hvernig er með þetta jafnrétti í þjóðfélagi okkar?“ § Jafnréttí eða misrétti? „Mjög margt hefur verið vel gjört og skal það ekki lasta, en oft vill brenna við, að ein- hver hópur þeirra, sem nýtur sérréttinda umfram aðra, not- færir sér góðsemina út í yztu æsar. Svo er um þessa ágætu lilreifbýlisstyrki. Misnotkun á þeim er l'íklega nokkuð algeng. Tökum dæmi: Ung stúlka, sem á lögheimili í afskekktu þorpi úti á landi, stundar nám við einhvern hinna „æðri“ skóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hún er það vel í sveit sett, að afi hennar og amma búa í Reykjavík og bjóða henni fæði og húsnæði, henni að öllu leyti að kostnaðarlausu. Hvað um þessa stúlku? Hún sendir inn umsókn um dreifbýlisstyrk og tekur með þökkum móti ávis- uninni, sem að henni er rétt, án þess að þurfa að gefa nauð- synlegar upplýsingar til sönn- unar því, að hún hafi í raun rétt til að hljóta styrk. Svo einfalt er nú það. Þetta dæmi á að sýna, að til eru dreifbýlisnemendur, sem fá ókeypis fæði og húsnæði hjá venzlamönnum og vinum. Fyr- ir þessa nemendur eru styrk- irnir eingöngu vasapeningar. Þetta dæmi á ekki að rýra gildi styrkjanna, heldur að sýna að fylgjast verður með eins ná- kvæmlega og mögulegt er, að þeir einir njóti styrkja, sem nauðsynlega þurfa á þeim að halda. Það er að segja, menntamálaráðuneyitið verður að krefjast mun nákvæmari upplýsinga um styrkþega. Einnig langar mig að minn- ast á aðra hlið á þessu „styrkjamáli." Tökum dæmi: Piltur hér á Reykjavíkursvæð- inu, sem t.d. hefur lokið lands- prófi, missir föður sinn, og því getur fjölskylda hans ekki veitt honum f járhagslegan stuðning til frekara náms. Menntun hans er eingöngu háð efnahag heimilisins, en þessi piltur fær engan styrk, þótt hann þurfi miklu fremur á hon um að halda en margur dreif- býlismaðurinn. Er þetta jafn réttið?“ 0 Atvinnuvandamálið „Einnig mætti benda mennta- málaráðuneytinu á að beita sér fyrir, áð þeim nemendum, sem ekki hafa fengið atvinnu um sumartímann, sé gefinn kostur á styrk, ef fjárhagsgeta þeirra hindrar áframhaldandi nám. í þessum hópi eru ýfirleitt nem endur í fjölbýli, því dreifbýlis nemendur hafa í flestum tilvik um betri atvinnumöguleika. Hvað þessu viðvíkur þyrfti áð ganga fullkomlega úr skuggá um, að styrkhafár hefðu ekki fengið atvinnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt þannig að letidýr þjóðfélagsins gætu ekki gengið að styrkjun- um, sem sjálfsögðum hlut. Eitthvað verður að gerast og það sem fyrst. Það er von min að menntamálaráðuneytið taki vel á móti vinsamlegum ábend ingum í stað þess að frysta þær. Með fyrirfram þökk fyrir birt inguna. Gunnar Salvarsson." Aðventkirkjan Reykjavik Sigurður Bjarnason flytur er- indi í Aðventkirkjunni sunnu daginn 26. apríl kl. 5. Óvenju fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir. VILJUM RÁÐA vana loftpressumenn, gröfumenn, ýtumenn og vélskóflumann. Upplýsingar á Dalshrauni 4 í Hafnarfirði. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.