Morgunblaðið - 28.04.1971, Side 12

Morgunblaðið - 28.04.1971, Side 12
r-— r-^2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 1971 Þorsteínn Scheving-Thorsteinsson fyrrverandi lyfsali - Minning // ÞORSTEINN Scheving-Thor- steinsson íyrrverandi lyfsali andaðist í Heilsuverndarstöð- inni að morgni 23. þ.m. eftir inargra mánaða erfiða legu. Með honum hefur horfið af sjónarsviði okkar merkur og mikilhæfur maður, mikill at- hafnamaður, tryggur vinur og óvenjulega ósérhlífinn og örlát- ur maður, sem ekkert aumt mátti sjá, án þess að vilja ráða á því bót. ; Þorsteinn var fæddur á Brjáns- læk á Barðaströnd 11. febrúar 1890 og stóðu að honum merkar og sterkar ættir. Foreldrar hans voru Davíð Scheving-Thorsteinsson, sem þá var héraðslæknir þar, f. á Þing- eyri við Dýrafjörð 5. október 1855, d. í Reykjavík 6. mai 1935 og kona hans (14. júlí 1885) Þór- unn f. 5. október 1860, d. 16. marz 1942, Stefánsdóttir Step- hensen. Foreldrar Daviðs læknis voru Þorsteinn, f. 14. júli 1817, d. 7. desember 1864, verzlunarstjóri á Þingeyri, siðar bóndi í Æðey, Þorsteinsson og k. h. Hildur, f. 28. ágúst 1818, d. 27. nóvember 1889, Guðmundsdóttir sýslu- manns Bjarnasonar Schevings. ' Foreldrar frú Þórunnar voru Stefán Pétursson prófastur Stephensen, f. i Ásum í Skaptár- tungu 24. janúar 1829, d. í Vatns- firði 14. mai 1900, og k. h. Guð- rún Pálsdóttir amtmanns Mel- sted, f. á Ketilsstöðum á Völlum 29. ágúst 1825, d. 8. október 1896, en móðir hennar var Anna Sigríður, f. 20. maí 1790, d. 8. júní 1844, Stefánsdóttir amt- manns Þórarinssonar á Möðru- völlum. Foreldrar Stefáns pró- fasts voru séra Pétur Stephen- sen, prestur jsíðast á Ólafsvöll- um. f. 18. apríi 1778, d. 13. apríl 1867, Stefánsson amtmanns á Hvitárvöllum, f. 27. des. 1767, d. 20. des. 1820, Ólafssonar stipt- amtmanns og k. h., (21. júlí 3B21) Gyðríður Þorvaldsdóttir, f. 29. okt. 1790, d. 10. júlí 1861, prófasts og sálmaskálds síðast í Holti undir Eyjafjöllum f. 21. maí 1758, d. 21. nóvember 1836, Böðvarssonar. En ættir þessar svo merkar og þekktar að óþarft er að rekja þær nánar hér. Davíð læknir varð héraðslækn- ir 5. maí 1881 með aðsetri fyrst á Vatnseyri síðar á Brjánslæk. Hann varð siðar héraðslæknir í Stykikishólmi, en 17. júní 1901 var hann skipaður héraðslæknir i Isafjarðarhéraði og bjó þar þar til hann fékk lausn frá því emb- ætti 1. október 1917 og fluttist til Reykjavíkur 1918. Var hann sóttvarnarlæknir hér i bæ árin 1918—21. Hann var prýðilega að sér i fræðum sínum og þótti hinn ágætasti læknir. En auk þess var hann hinn mesti áhrifamað- ur 1 héraðsmálum og einn af aðalleiðtogum skátahreyfingar- innar hér á landi. Þau Þórunn og Davíð gengu í hjónaband 14. júlí 1885 og eign- uðust 11 börn, öll hin myndar- legustu. Var Þorsteinn sál. sá 4. i röðinni eftir aldri. Nú lifa Magnús framkvæmdastjóri og Einar kaupmaður af bræðrun- um en af systrunum Anna og Guðrún. Ég kynntist Þorsteini sál. ekki fyrr en foreldrar hans fluttust til Reykjavíkur. Var heimili þeirra sannkallað rausnar- og menningarheimili, þar sem þjóð- leg menning og ættrækni skip- uðu öndvegið. Var þar gaman að koma og varð ég heimagangur þar. Tókst þar með okkur Þor- steini vinátta, sem aldrei brást og var mér dýrmæt. Þorsteinn var settur til náms, er hann hafði aldur til. Tók hann próf upp úr 4. bekk Menntaskól- ans árið 1910 en sigldi þá til i'áupman ú.' afnar tii þess að nema lyfjafræði. Tók hann próf í þeirri grein 1918 og gerðist þá starfsmaður i Reykjavíkurapó- teki. Árið eftir vildi þáverandi lyf- sali, Christensen, selja apótekið, sem var þá hið eina hér í Reykjavik og tók við af gamla Nesapótekinu, sem stofnsett var 1760. Með aðstoð föðurbróður síns tókst Þorsteini að ná eign- arhaldi á apótekinnu. Tók hann við rekstri þess 1. júlí 1919. Tók hann fljótt til ópsilltra mála um að endurskipuleggja rekstur apóteksins og fáum árum síðar keypti hann svonefnt Nathan & Olsenshús og lét innrétta það að nýju. Þar rak hann apótekið þar til að hann seldi það núverandi apótekara, Sigurði Ólafssyni, sem um langt skeið hafði verið hægri hönd hans, 1. júlí 1962 og er það enn rekið i sömu húsa- kynnum. Ég hitti Þorstein vin minn í mörg ár svo að segja daglega, en nú þegar ég er að reyna að skrifa litla minningargrein um hann vefst mér tunga um tönn. Er það bæði vegna þess hversu mörgum ljúfum endurminning- um skýtur upp í huga mér og kannski ekki síður af þvi, að Þorsteinn var manna lausastur við alla fordild og ég finn með sjálfum mér, að honum myndi falla það þungt, og ef til viil skoða það sem trúnaðarbrot, ef ég segði frá þó ekki væri nema lítlu broti af þeim góðverkum, sem ég vissi að hann vann í kyrrþey. Ég læt mér því nægja að telja upp nokkur atriði úr lífi hans, sem eru almenns eðlis. Þorsteini þótti vænt um fyrir- tæki sitt og skoðaði starf sitt sem þjóðlegt trúnaðarstart. Hann hafði mjög í huga, að vera eigandi elzta fyrirtækis á Is- landi og skoðaði það sem heilaga skyldu sina að búa svo að þvi, að það stæðist að öllu leyti fylli- lega samanburð við bezt reknu sams konar erlend fyrirtæki. Hann fylgdist mjög vel með í starfsgrein sinni, keypti öli meiriháttar erlend tímarit í þeirri grein og samdi rit um hin ýmsu „patentlyf" sem sífellt voru að koma á markaðinn til glöggvunar fyrir lækna og sendi þeim ritin að gjöf. Hann var íþróttamaður í æsku, sérstaklega hlaupagarpur og unni íþróttum og útilífi. Styrkti hann iþróttahreyfinguna hér með ómældum fjárframlög- um. Hann mat þjóðlegan fróðleik mikils og átti ágætt bókasafn. Hann var maður trúrækinn um venju fram og kom stundum fram sem meðhjálpari í Dóm- kirkjunni. Og þegar hann hlust- aði á messu í útvarpi lét hann sér ekki nægja að sitja í hæg- indastól og hlusta, heldur tók hann þátt i messunni með því að taka undir sönginn og standa upp á viðeigandi stöðum í mess- unni, Þorsteinn var félagslyndur maður og sparaði hvorki fyrir- höfn né fé til styrktar þeim fé- lagsskap, sem hann áleit til blessunar fyrir þjóðina. Hann gekk ungur i' Frímúrararegl- una, unni henni mjög og varð er stundir liðu fram einn af æðstu embættismönnum henn- ar. En mest starf og fjármuni hygg ég að hann hafi látið af hendi rakna til Rauða kross Is- lands. Hann var stofnfélagi hans 1924 og í stjórn hans frá byrjun til 1962, þar af formaður árin 1946—1962. Hann var full- trúi íslands í stjórn Alþjóðafé- lags Rauða krossins frá 1946 og mun það ekki sízt honum að þakka, að Rauða kross deild þessa litla lands hefur hvað eft- ir annað vakið á sér athygli er- lendis og orðið landinu til sóma. Hinn 14. júlí 1922 kvæntist Þorsteinn Bergþóru Jóannes- dóttur Patursson, kóngsbónda í Kirkjubæ í Færeyjum, f. 26. febrúar 1898. Jóannes Patursson var, svo sem kunnugt er, einn af aðal forvígismönnum Færeyinga í frelsisbaráttu þeirra. Kona Jóannesar og móðir Bergþóru var íslenzk: Guðný Eiriksdóttir frá Karlsskála við Reyðarfjörð og er sú ætt, Karlsskálaætt, víð- fræg að myndarskap. Foreldrar hennar voru Eiríkur Björnsson, bóndi á Karlsskála og k. h. Sig- ríður Pálsdóttir að Karlsskála Jónssonar. Þau eignuðust saman einn son, Gunnar Scheving-Thorsteins son, f. í Reykjavík 29. maí 1923, sem andaðist 13. júní s. á. Tvö kjörbörn tóku þau hjón og ólu upp að öllu leyti: 1. Sverri Scheving- Thorsteins- on, jarðfræðing, f. 18. júní 1928. Kona hans er Áslaug Sigur- steinsdóttir, Árnasonar tré- smiðs, f. i Rvík 25. sept. 1932 og eiga þau saman 3 börn: 2 syni og eina dóttur. 2. Unnur Scheving-Thorsteins- son, f. 18. sept. 1930. Maður hennar er Sigmundur flugumferðarstjóri Guðmunds- son, f. i Reykjavík 7. maí 1928. Þau eiga einnig saman 3 börn: 2 dætur og einn son. Áður en Þorsteinn kvæntist eignaðist hann son með Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 1. marz 1892, d. 18. ágúst 1967, bónda á Hrauni á Skaga Jónatanssonar, er síðar giftist Óskari lækni Þórðarsyni: Bent Hilman Svein Scheving- Thorsteinsson, f. 12. janúar 1922, deildarstjóra hjá Rafmagnsveit- um ríkisins (sjá Isl. samtíma- menn I bls. 75—76). Hann er kvæntur amerískri konu: Margaret Ritter Ross Wolfe, f. 18. júlí 1924. Þau eiga saman 6 börn, 4 dætur og 2 syni. Þennan son gerði Bergþóra jafnan kjörbörnum þeirra til arfs með arfleiðsluskrá. Bergþóra var hin mesta mynd- arkona eins og hún átti ætt til og bjó manni sínum fagurt og friðsælt heimili. Hún andaðist úr krabbameini 22. október 1970 og var Þorsteinn þá svo veikur að hann gat ekki fylgt henni til grafar. Fjölskylda Þorsteins var sér- staklega einhuga og samhent og sem litið dæmi um ræktarsemi skal þess getið, að hann, ásamt Magnúsi bróður sínum stofnaði myndarlegan sjóð til minningar um foreldra sína, sem þeir af- hentu Háskóla Islands til ráð- stöfunar til styrktar stúdentum. Eins og að líkum lætur var Þorsteini sýndur ýmiss konar sómi í lifandi lífi. Hann var kjörinn heiðursfélagi Rauða kross íslands, Apótekarafélags Islands og Læknafélags Reykja- víkur. Hann var sæmdur ridd- arakrossi Fálkaorðunnar 1938 og stórriddarakrossi sömu orðu 1956. Sæmdur var hann og gull- merki Rauða kross Islands. Hér hefur í fáum orðum verið sagt frá nokkrum ytri atriðum í lífi Þorsteins vinar mins, en þagað yfir því, að hann var stór- gjöfull höfðingi í leynum, sem ekki gat látið neinn synjandi frá sér fara, ef hann sannfærðist um að hjálparþörí væri fyrir hendi. Standa margir ónefndir menn í þakkarskuld við hann af þeim sökum. Ég slæ botninn í þessi fátæk- legu kveðjuorð með því að taka upp símskeyti, sem ég sendi hon um árið 1960 í sambandi við hóf er hann hélt í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurapóteks: „Það fer vel á þvi, að elzta og virðulegasta einkastofnun á Is- landi skuli vera í eigu bezta sonar þess." Lárus Jóhannesson. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Fæddur 11. febr. 1890 Dáinn 23. apríl 1971 og kona hans Bergþóra Sch. Thorsteinsson fædd Patursson Fædd 26. febr. 1898 Dáin 22. okt. 1970 LÁTIN eru með sex mánaða millibili sæmdarhjónin frú Berg þóra og Þorsteinn Sch. Thor- steinsson. Fædd var hún í Fær eyjum 26,- febrúar 1898, dóttir hins alkunna kóngsbónda Jóann esar Patursson og konu hans Guðnýjar, sem var íslenzk frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Þar ólst Bergþóra upp í stórum systkinahópi við mikið ástríki og var manni fljótt ljóst, hversu mikil samheldni var þar á milii systkinanna, sem hélzt alla tíð allt frá barnæsku til hinztu stundar. Líkt var hjá manni hennar Þorsteini. Sama samheldnin og stór systkinahóp- ur, þótt skörð væru höggvin í fyrir aldur fram. Þá muna gamlir Reykvíkingar eftir þeim höfðingshjónum frú Þórunni og Davíð Sch. Thorsteinsson, öðl- ingsmanneskjum í hvívetna. Með þetta veganesti héldu Berg þóra og Þorsteinn út í lífið 14. júlí 1922 og settust að í Thor- valdsensstræti 6. Þar urðu þau fyrir sárri sorg að missa kom- ungan lítinn son, Gunnar. Á heimili þeirra dvöldu langdvöl- um Grímur Magnússon læknir, systur Bergþóm tvær og bróðir þeirra Erlendur, sem gekk hér í Menntaskólann og varð stúd- ent 1933. Margir aðrir áttu þar gott og ómetanlegt athvarf. Sólargeislar heimilisins urðu börnin þeirra, Sverrir og Unn- ur. Árið 1939 fluttu þau heim- ili sitt að Staðastað við Sóleyj- argötu og bjuggu þar alla tíð síðan við rausn og skörungs- skap. Frá barnsminni eru mér efstar í huga frásagnir af hjálp- semi, greiðvikni og örlæti Þor- steims jafnt við skylda sem vandalausa. Það sem gert var, var gert í kyrrþey. Við hlið hans stóð eiginkonan Bergþóra jafnt í blíðu sem stríðu. Frá því Þorsteimn veiktist alvarlega í júlí 1953, var fyrst og fremst í huga hennar velferð eigin- mannsina. Er ég viss um að er hún háði síðastliðið sumar hetjubaráttu við banvænan ajúkdóm, þá hafa það áreiðan- lega verið henni erfiðar stund- ir að horfast í augu við skiln- aðinn og þurfa að fara á undjin og geta ekki lengur staðið við hlið eiginmannsins. Minnisstæð eru Bergþóra og Þorsteinn á marga lund og gaman var þau heim að sækja, Ekki sízt óvænt, og að fylgjast með natni hús- freyjumnar að útbúa jólahátíð og aðrar gleðistundir fyrir Þov stein og fjöiskylduma alla. Ég og fjölskylda mín þökk- um ómetanlega tryggð og vin- áttu liðinna ára og vottum böm um þeirra, tengdabörnum, bamabörnum og fjölskyldunm allri innilega samúð við fráfall elskulegra hjóna. Inga Hailgrímsdóttir. KVEÐJA FRA RAUÐA KROSSI ÍSLANDS „ÞÁ kemur mér hann í hug er ég heyri góðs manns getið.“ Ég vil gera þessi orð að min- um er ég sikrifa þessar línur og ég veit að allir þeir, sem unnu með Þorsteini Scheving Thor- steinssyni að málefnum Rauða krossins, geta tekið undir þau af heilum hug. Þorsteinn var einn af stofn- endum Rauða kross Islands, sat í stjórn hans samfleytt frá 1924 til 1961, þar af sem formaðúr Rauða krossins frá 1947. Var hann bæði heiðursfélagl Rauða kross Islands og sæmdur æðra stigi heiðursmerkis Rauða kross Islands. Hann var mikilhæfur forystu- maður, sem hafði einstakt lag á að laða fram og virkja krafta allra í kringum sig og var jafn- an reiðubúinn að leggja sig per- sóriulega allan fram við að leysa þau verkefni, sem fyrir lágu hverju sinni og sparaði þá hvorki tíma, eigin fjármuni, né fyrirhöfn. Mun Rauði krossinn lengi búa að þeim gjöfum, er hann færðí honum, en þó einkum þvi for- dæmi, er hann gaf okkur öilum sem sannur mannvinur. Megi minning hans lifa í hjörtum okkar allra, Davíð Sch. Thorsteinssom, MEÐ Þorsteini Scheving er geng inn einn þeirra manna, sem um langan aldur settu svip á bæinn. Hann var glæsimenni að vallar- sýn og vakti af þeirri ástæðu athygli hvar sem hann fór. En það sem mest er um vert er að hann var drengur góður, gjaí- mildur og hjálpfús við bág- stadda, enda kunnur að áhuga og forystu í liknarmálum. Eftir 30 ára kynni, tíða sam- fundi og samstarf meiri hluta þess tíma, er margs að minn- ast, og allar eru þær minningar á einn veg. Við störfuðum lítið eitt saman að málefnum Rauða krossins, en mest i Frímúrara- reglunni. Auk þess vorum við um árabil veiðifélagar ásamt nokkrum öðrum vinum og kunn- ingjum. 1 þeim hópi var oft glatt á hjalla og Þorsteinn Scheving þar jafnan hrókur alls fagnað- ar. Hann var hafsjór af skemmtí legum sögum, sem hann hafði sjálfur yndi af að segja og aðr- ir á að hlýða, jafnvel þótt sum- ar þeirra yrðu okkur gamal- kunnar með árunum. Það er varla ofmælt, að hann hafi haft á takteinum sögu, sen hentaði við hvert tækifæri. Minnið var með eindæmum og augu og eyru einkar næm fyrir öllu, sem skoplegt var og skemmtilegt, en jafnframt var allt hans gaman græskulaust. Mætti ef til vili segja að það hefði verið hóflegt sambland af íslenzkri fyndni og léttri danskri kímni. Hann var líka glöggur á það sem kátlegt var í fari hans sjálfs og hélt því óspart á loft í hópi vina og kunningja. Hann var t.d. enginn snillingur með veiðistöngina og vissi það mætavel sjálfur, enda hef ég engan veiðimann heyrt lýsa betur eigin viðbrögðum og tilburðum, þegar eitthvað fór Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.