Morgunblaðið - 28.04.1971, Side 19

Morgunblaðið - 28.04.1971, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1971 19 rekstur við garðyrkju hér í bænum, og þegar löndum var skipt í Kópavogi til ræktunar fékk hann gott athafnasvæði. Hann var meðal fyrstu íbúa Kópavogs og lét mikið að sér kveða um framfaramál byggðar- innar meðan hún var enn á gelgjuskeiði. Johan var vel að sér í öllu, sem laut að garðyrkju, og verk- maður góður. En það var ekki þrautalaust framan af að ætla sér að lifa á garðyrkjustörfum árið um kring í landi, þar sem garðyrkjan var á frumstigi og veturnir langir en sumrin stutt. Ég hef oft ieitt hugann að þvi, hve það hlýtur að vera erfitt fyrir menn, sem eru aldir upp í mildu og hlýju loftslagi, að setjast að á Islandi, og það hlýt- ur að hafa verið enn erfiðara Framhald á bls. 20 'r- ' .. .>V*A’" •' i :x ' Sigríður Þórarins dóttir - Minning Fædd 13. sept. 1920 Dáin 16. apríl 1971 NÚ RÍKIR sorg á heimilinu Að- alstræti 32 á ísafirði, er hús- móðirin Sigríður Þórarinsdóttir hverfur héðan frá eiginmanni börnum og ástvinum, á bezta aldri, eftir erfíða sjúkdómslegu í vetur. Bæði hér á sjúkarhúsinu og í höfuðborginni. Svo gerðist það, að henni létti um stund, svo að hún náði fótaferð, og komst heim • skömmu fyrir páska. Við sem sáum hana á- samt eiginmanni hennar í þeim fjölmenna hópi heimamanna, er lögðu leið sina niður á hafn arbakka, til að kveðja vini og vandamenn er Gullfoss lagði frá, eftir vel heppnaða páska- ferð, gátum vart trúað, eins vel og hún leit út, með sitt blíða bros til kunningjanna, að það væri bara stundarléttir á veik- indunum, til að komast heim á sitt fagra heimili sem hún ann svo mikið, til að deyja. Ég hygg að fáir hafi verið bet ur undir það búnir að kveðja þennan heim en hún, þótt það segi ^ig sjálft, að lífslöngunin hafi verið mikil. Bæði var, að hún var sérstaklega hjartahrein, hjálpsöm og umhyggjusöm við alla sem áttu bágt, eða þurftu Jón Ólafsson fyrrv. bóndi - Minning honum blessunar á óföcnum leiðum. Heimilisfólkinu í Birki- hlíð sendi ég samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau. Pétur Maack Þorsteinsson. I DAG fylgjum við Jóhanni Schröder til hinnar hinztu hvílu. Hanm var eirun af land- tnemunum hér í Kópavogi og munu ekki margir hafa átt hér íasta búsetu lengur en hanin. Þeg ar hann fluttist hingað í Kópa- vog var hér við marga örðug- leika að etja sem við sem nú búum hér þekkjum einungis af afspum. Til þess að sigrast á þessum örðugleikum þurfti dugnað og hagsýni en þessir eiginleikar voru smar þáttur í fari Jóhanms. Hann var hug- tmaður og gekk að hverju verki rnneð dugnaði og atorku en tók þá oft ekki tillit til þess hin síðari ár að heilsan var farin að bila. Við hlið hans öll þessi ár hefur staðið sá lífsföruinautur sem haintn hafði valið sér og stóð með honum í blíðu og striðu. Við, sem þekktum hann vissum öll hvað hann dáði hama og mat að verðleikum. Heimili þeirra bar þeitm fagurt vitni. Úti sem inini var hlúð að því sem fagurt var. Ég kynntist Jóhanni fyrst er við vorum báðir meðal stofnfé- iaga í Rotaryklúbbi Kópavogs fyrir 10 árum síðan en þar hefur hann verið áhugasamur félagi alla tíð. Maður með hans skapgerð hlaut að veljast til trúnaðar- starfa í hvaða félagsskap sem hann starfaði í, enda hefur hanin verið í stjórn klúbbsins í fjögur ár af þeim tíu sem klúbburinn hefur starfað. Forseti klúbbsins var hann á starfsáriinu 1988—69. Þau verkefni sem honum voru falin vann hann af sérstakri alúð og samvizkUisemi og skipti þá engu máli hvort verkið var stórt eða smátt hann lagði sig allam fram til þess að það yrði sem bezt af hendi leyst. Ég er þakklátur fyrir það að hafa átt þess kost að fá að starfa með Jóhanni á undanförnum ár- um að málefnum Rotary, við þá kyniningu lærði ég að meta hann sem félaga og sem mann. Eggert Steinsen. 1 dag er til grafar borinn vin- ur minn og gamall félagi, Johan Schröder garðyrkjumaður. Með brottför hans er brotið blað i garðyrkjusögu landsins. Nú eru þeir ýmist fallnir frá eða hættir störfum dönsku garðyrkjumenn irnir, sem komu hingað þegar gróðurhúsaræktin var að byrja. Með komu þeirra fluttist til landsins nýr andblær í garðyrkj una því að þeir voru handverks menn góðir. Annað mál er, að ytri aðstæður skópu þeim kröpp kjör um langt skeið, en þá reyndi á manndóm þeirra og þrótt, þá komust þeir af, sem seiglan og vinnugleðin var í blóð borin. Johan Schröder er fæddur í Suður-Slésvík 28. janúar 1903 og var þýzkur þegn fram til árs- ins 1918 þótt þjóðernið væri danskt. 1 sex ár laut hann Danakonungi, en 17. maí 1924 steig hann á land á Is- landi og réðst til Bjarna Ásgeirs sonar að Reykjum í Mos- fellssveit, sem þá var að hefja garðyrkju við jarðhita. Eftir það varð hann góður og gegn Islend- ingur og hér var ævistarf hans. Þegar hann hvarf frá Reykjum um 1930, hóf hann sjálfstæðan Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem minntust mín með gjöfum, skeytum, blómum og öðrum kveðjum á sjötugsaf- mæli mínu 13. apríl sl. Guð sé með ykkur öllum. Hjörtur Guðmundsson, Brúarholti 4, Ölafsvík. HINN 14. þ.m. andaðist á Borg- arspítalanum í Reykjavílc Jón Ólafsson, fyrrum bóndi og síðar verkamaður, á áttugasta aldurs- ári. Með honum er hnigimn í valimn mætur maður. Það er ekki ætlun mín með þessum fáu línum að rekja ævi- feril hans. Þetta eiga aðeims að vera þaifkarorð. Þó skal þess getið að hann er fæddur á Borg- um í Hrútafirði og ólst upp í því byggðarlagi, byrjaði þar búskap og bjó þar þar til hann fluttist búferlum suður í Dalasýslu. Þegar hann hætti búskap 1946 fluttist hann hingað til borgarmmar og hefur búið hér síðan lengst af á Hrimgbraut 111, þar sem ég kynntist honum. Daglaunavinnu stundaði hann meðan heDsa og kraftar entust. Við Jón heitimn vorum á lík- um aldri og fæddir og uppaldir í sama héraði, Strandasýslunni, og fer ég því rnjög nærri um þær aðstæður, sem hann hefur átt við að búa í uppvextinum. Fátækt og umkomuleysi, sem nútíminn veit ekki hvað er, sem betur fer. Borgir eru lítil jörð en fjölskyldan var stór. Þeir sem byrja búskap við slíkar kringuimstæður þurfa að hafa mikla hæfileika til að bera ef vel á að fara. Ég undrast þann dugnað, hagsýni og áhuga, sem þessi hjón hafa haft til að bera að þau skyldu, auk þess að kom-a upp stórum bamiahópi, rétta sig við efnalega úr allsleysi og fátækt. Ég kyruntist Jóni heitnum fyrst fyrir tæpum 13 árum, og höfum við verið sambýlismenn síðan og aldrei fallið nokkur skuggi á okkar vináttu. Ég sakna hans mikið og þeirra ánægjustunda, sem við áttum saman þegar við gátum ekki iengur unnið. Mér fannst það hafa svo góð áhrif á mig hve vel hann sætti sig við lífskjör sín þegar hann gat ekkert að- hafzt, og mun oft hafa liðið illa, þar sem heilsan og þrekið var farið. En aldrei heyrði ég hanin tala æðruorð á hverju sem gefck. Mér virtist hann tileinka sér þá gullvægu staðreynd að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu og láta svo Guð og lukkun-a ráða. Hann var Skýr, bókhneigð- ur og las mikið. Ég tel að hanm hafi verið gæfumaður, enda þótt hann hafi átt við marga erfiðleika að stríða, en hann vann sigur á þeim að lokum. Hann var svo lán- samur að eiga ágæta konu, sem með ástúð og dugnaði létti hon- um lífsbaráttuna, og gat fyrir öllu séð ef með þurfti. Með henni eignaðist hann 6 mjög mannvæn- ieg börn, sem allt vildu fyrir þau gera. Sjálfur rækti hanm öll sín störf af stakri trúmennsku og samvizkusemi, enda þótt heilsan væri oft tæp. Hanm mun því hljóta dyggra þjóna verð- laun á æðra tilverustigi. Ég kveð þig kæri vinur með þökk fyrir vináttu og velvild og allar þær ánægjustundir, sem við Attum saman. Ég trúi því og vona að við eigum eftir að hitt- ast hinum megin grafar, þar sem friður og fögnuður ríkja og rétt- lætið mun búa. Svo enda ég þessar fátæklegu línur. Við hjóniim vottum eftirlifandi eiginkonu og venzlafólki hirns látna samúð og hluttekningu. Guð blessi ykkur öll. Eysteinn Eymundsson. á hjálp að halda. Þó er ekki því að leyna, að við kunningjarnir sem búnir erum að þekkja Siggu lengi, vissum að samhliða henn ar góða hjartalagi fólst ört skap, sem ávallt var falið, nema ef í hennar návist var talað illa um þann sem fjarstaddur var. Þá hvarf ljóminn af henn- ar blíða yfirliti, brýrnar sigu og hana setti dreyrrauða. Og sá sem hafði orðið fyrir því að baktala fjarstaddan vin, sá að það var ekki leyft á hennar heimili, svo umræður urðu að beinast á annan veg, og um leið hvarf harkan af andliti Siggu, og það byrjaði að ljóma eins og ekkert hefði í skorizt. Kynni mín af Siggu og Boga manni hennar urðu fyrir u.þ.b. 25 ár- um, er ung stúlka kom hingað í bæinn í fyrsta sinn að heim- sækja frænku sína Kristánu Kristjánsdóttur, konu Jóns Guð jónssonar bæjarstjóra. Þá atvik aðist það svo að vinkona henn ar og Siggu, var stödd hér í bænum og gegnum hana urðu kynni hennar við Siggu og Boga, sem þá voru nýgift og bú in að stofna heimili sitt að Silf urgötu 12. Þessi unga stúlka er seinna varð eiginkona mín, hef ur ávallt sagt: Sigga var fyrsta konan sem ég kynntist á Isa- firði, fyrir utan frænku mína. Hefur sá kunningsskapur og vin átta haldizt milli heimilanna og barna okkar beggja. Sigríður var fædd 13. sept. 1920. Foreldr ar hennar voru Þórarinn Guð- mundsson og Sigrún Sigurðar dóttir. Hún ólst upp í stórum hópi systkina ásamt æskufélög um, því þá var margmenni , í Ögurvík og Ögrurnesi og ná- grenni. En það var eins með hana og æskufélagana í Vík- inni og á Nesinu, að snemma urðu unglingarnir samfara skóla námi, að læra að taka til hönd unum í sambandi við fiskvinnslu og annað það, sem útgerð smá- báta snerti, við erfiðar aðstæð- ur. Öllum var þeim æskufélögun um það sameiginlegt: þegar ég verð stór ætla ég að fara þetta og verða þetta eins og öll ung menni hugsa. Stærsti draumur inn var að fara fyrst til höfuð- staðar Vestfjarða, sem í þeirra augum var stórborg. Svipað og skipstjóranum, aflamanninum og stórútgerðarmanninum Jóni Oddssyni varð á 1911 er hann kom ungur að árum með í fjár rekstri frá Ingjaldssandi til fsa fjarðar og kom á Breiðadals- heiði og leit ísafjarðarkaupstað af heiðarbrún. Þá segist honum svo frá: Þetta hlýtur að vera stærsta borg í heimi. En æskuár in liðu og hann átti eftir að sjá margar stórborgir um dagana, bæði vaxa og hrynja. Það lá fyrir öllum ungmennunum og æskuvinunum úr Víkiinni og af Nesinu að fara, enda aðstæður gjörbreyttar. Stórvirk atvinnu- tæki komu til sögunnar, minnk andi aflabrögð fyrir smábátaút* gerð úr Ögurvík og Nesi. Táp- mikil ungmenni sem hugðu hátt, enda öll viðurkennd at- orku- og dugnaðarfólk um land allt, og margt af þeim þjóðkunn ugt. En eftir standa rústirnar einar og þar með af Sólheim- um. Sigga var ein af þessum ungmennum er fóru ung að ár- um að heiman, og var hún um tíma í Reykjavík. Þar kynntist hún ungum manni, er hamfarir siðustu heims- styrjaldar hrifu í burt með íslenzku fiskiskipi og aliri áhöfn. Þá hélt hún til æskustöðv anna til Óskars bróður síng og konú hans Kristjönu, er þá bjuggu í Skarði. Hjá þeim eign aðist hún elztu dóttur sína Sig rúnu. Þann 1. júní 1946 gekk hún í hjónaband með skólabróð ur sínum og sveitunga, Finn- boga Péturssyni frá Hjöllum, miklu prúðmenni og hagleiks- manni. Eignuðust þau þrjú börn, Sigurð, sem er sjómaður, Stef aníu stúdent og Hallveigu, sem er að læra hjúkrun. Þau keyptu neðri hæðina í húsi Jóns heitins Hróbjartsson ar og bjuggu sér og bömum sín um dásamlegt heimili. Bogi, sem er smiður góður breytti hæð- inni í nútíma íbúð, af svo mik illi snilld og hugkvæmni, að gamli, góði kennarinn og lisita- maðurinn mundi verða hugfang inn ef ofan moldu væri. í dag ríkir sorg á þessu fagra heimili, þegar eiginkonan og móðirin kveður. En í sorginni er það styrkur að öll systkinin skuli hafa átt kost á því að vera saman komin við útför móður sinnar. Sigrún, Ihngt að komin, frá Alsír, þar sem hún hefur verið búsett undanfarið með fjölskyldu sinni. Um leið og ég og fjölskylda mín vottum þér og börnum þínum samúð okk- ar, Bogi minn, þá brestur mig orð til að þakka ykkur vinátt- una frá fyrstu kynnum, sem hef ur sýnt hugulsemi ykkar og hjartaþel. Á undanförnum tíu jólum hafið þið og Halla, sem 10 ára missti skólasystu/’ og vin konu, af slysfön#i, ávallt lagt blómsveig og kross á leiði henn ar. Bið ég þann sem öllu ræður, að gefa ykkur styrk. Með vissu um að litla stúlkan bíður á ströndinni, handan hinnar miklu móðu og tekur á móti konunni, sem alltaf var svo góð við hana er hún var barn í barnaskóla. Friðrik Bjarnason. Útboð: Hagsmunafélag húseigenda Hraunbæ 62 til 100 býður út frá- gang lóða (bíiastæða) við ofangreind stigahús. Útboðsverkið er í aðalatriðum fólgið í: jarðvegsskiptum, frá- rennslislögnum, malbikun, gangstígum, jarðstrengjalögnum, og götulýsingu. Útboðsgagna skal vitja að Hraunbæ 80 3. hæð milli kl. 18.00 og 20 daglega gegn 2.500,— kr. skilatryggingu. Upplýsingar veittar í síma 84329. Sumarfagnaður Kvenfélagsins Hrundar verður haldinn laugardaginn 1. maí kl. 9 í Fé.agsheimili iðnaðar- manna Hafnarfirði. Miðasala frá kl. 2 sama dag. NEFNDIN. Til sölu er við Laugarársveg góð kjallaraíbúð, laus til Ibúðar 14. maí. Semja ber við ÓLAF ÞORGRÍMSSON HRL., Háaleitisbraut 68.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.