Morgunblaðið - 28.04.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.04.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. APRÍL 1971 17 Einar Ö. Björnsson, Mýnesi: Skipuleg uppbygging landsbyggðarinnar Samstaða í landhelgismálinu Við fall vinstri stjórnarinnar 1958, rofnaði samvinna Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- fflokksins I Hræðslubandalaginu sem féll þar með til grunna og Alþýðuflokkurinn tók upp sam- vinnu við Sjálfstæðisfflokkinn um stjóm landsins. En Alþýðu- bandalagið, sem samsett var af kommúnistum og hannibalistum var í dauðateygjunum vegna þess að þing Sósíalistaflokksins 1960 ákvað að það skyldi vera sam- fylkingarsamtök, en ekki nýr stjórnmálaflokkur, eins og lofað var, þegar það var stofnað 1956. Síðan amlaði það áfram í dauða teygjunum fram að Alþingis- kosningunum 1967, þegar Hanni bal varð þar úti, er kommúnist- ar gerðu það að eigin flokki með nafnbreytingu. Er þeir lögðu Sósíalistaflokkinn niður en nærðu þessa nýju ásjónu með yfirráðum kreddumanna, sem réðu flokksapparatinu og Þjöð- viljanum. Þetta er saga vinstri hreyfingar á Islandi í nær hálf an annan áratug, sem er sann- köiluð hrollvekja, sem fáir vilja endurtaka nú, þegar Al- þingiskosningar fara í hönd á fyrsta ári áttunda áratugarins, sem nauðsynlegt er að færi þjóð inni betri hag og öruggari tök á því að byggja þetta land. Sérstaklega verði unnið kröftug- lega að uppbyggingu úti á landsbyggðinni, sem er eins og hálfriðuð karfa, sem nauðsyn- legt er að þétta með meiri fjöl- breytni og starfsval i huga. Undanfarin 12 ár hafa núver- andi st j órn arflokkar haft á hendi stjórn landsins. Stjórnar- andstaðan hefur púað þar undir með sinu lagi, sem ekki hefur hljómað vel í eyrum manna eða fært fólki von um að þar væri breytinga að vænta til bóta, þó að menn væru ekki alls kostar ánægðir með ýmsar gerðir ríkis stjómarinnar. 1966 börðust stjómarandstæðingar af hörku gegn álsamningnum við Sviss- lendinga undir forystu Lúðviks Jósepssonar og Eysteins Jóns sonar, sem voru ráðamenn, hvor í sínum flokki. Stjóm Al- þýðusambandsins undir forystu Hannibals Valdimarssonar mót- mælti álsamningnum og þar með stórvirkjun við Búrfell, sem óhugsanleg var nema stóriðja kæmi tU. Herhlaup þessara afturhalds- afla mistókst og framkvæmdir hófust við nefndar framkvæmd- ir, sem komu sér vel, þegar slaki kom á efnahagskerfið vegna þeirra áfalla sem urðu vegna aflabrests á síldveiðum og miklu verðfalli, sem kommún istar, Hannibal og fylgjendur þeirra svöruðu með vetrarverk fall'inu 1968, þegar búið var að tryggja, að sjávarútvegurinn og frystihúsin hæfu rekstur upp úr áramótunum það ár. Finnst rétt- sýnum mönnum, aS nefnd öfl séu líkleg til að skapa forystu og stjórna þessu landi sem þannig bregðast þjóð sinni á ör Iagastund. Og hafa með blekk ingum og sýndarmennsfcu í skjóli yfirráða yfir launamanna samtökunum í landinu, reynt að halda sér uppi á hinu úrelta pólitíska fleyi, sem nú er að sökkva, vegna þess, að það á hvorki byr né styrk til að halda sér á floti. Rétt áður en Alþingi lauk störfum, fóru fram útvarpsumræður, sem ýmsir kunna að hafa heyrt. Kommún- istar kyrjuðu siran sama söng gegn virkjun stórfljótanna og stóriðjuframkvæmdum, erlendu fjármagni og vilja ólmir að Is- lendingar segi sig úr samtökum vestrænna þjóða og umfram allt að rjúfa samskipti Islands og Bandaríkjanna um vamir lands ins af því að þeir vita sem er, að floti rússneska herveldisins bíður hér færis, eins og við Noreg, að hans hlutur komi upp um að hremma ísland og Skandinaviu undir veldi sitt sam- anber grein I Scandinaivian Tim es sem birtist í Morgunblaðinu í síðasta mánuði. Hannibalistar vUja einnig rjúfa tengsl Is- lands við vestrænar lýðræðis- þjóðir. Báðir þessir aðilar þykj- ast bera umhyggju fyrir alþýðu en vilja torvelda aUa uppbygg- ingu, sem að gagni mætti koma, eins og áframhaldandi beizlun orkunnar til að knýja stóriðju- ver og reyna með þeim hætti að skapa þjóðinni efnahagslegan styrk og ódýrari orku en nú er. Sjávarútvegur og landbúnaður mundi eflast við slíkar fram- kvæmdir, þar sem meiri kjöl- festa skapaðist og fjölbreytni i viðskiptum og utanríkisverzlun ykist. FuUvinnsla sjávarafla og landbúnaðarafurða og aukinn iðnaður á öllum sviðum er fram- tiðarlausnin. Fiskirækt í ám og vötnum og fiskeldi I sjó er það sem koma skal. En svo aðeins getur þessi þróun orðið, að þau tengsl, sem Islendingar hafa afl að sér út á við og ekki sizt við Bandaríkin, rofni ekki, og þau njóti viðurkenningar og skiln- ings þjóðarinnar eins og marg- oft er búið að skrifa um í þessu blaði. Þess vegna er nauðsyn- legt fyrir þá, sem tryggja vilja tUveru þjóðarinnar, að forðast að styrkja þau neikvæðu öfl, sem stýra Alþýðubandalaginu, Hannibalistum og fylgifiskum þeirra í framsókn, sem vUja koma á samstarfi, sem leiða mundi til upplausnar og erfið- leika fyrir allan almenning í landinu. Þvi meginuppistaða þeirra eru niðurrifsöfl, sem skapa neikvæða afstöðu til flestra framfaramála, en treysta þvi, að þau geti enn um sinn drottnað i skjóli hinna miklu almannasamtaka, svo sem Verkalýðshreyfingarinnar og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og teygja loppu sina inn i Sjómannasamtökin og sam- vinnuhreyfinguna. Kommúnisminn hefur hvergi þrifizt nema hjá vanþróuðum þjóðum, þar sem hann hefur brotizt til valda með vopnavaldi og blóðsúthellingum, eins og í Rússlandi og Kína og teygir nú veldi sitt til Suðaustur-Asíu og reynir eftir megni að kynda und ir ófriði og sundurlyndi í Afríku og hjá Arabaþjóðum. Yfirráð kommúnista í Tékkóslóvakiu, Póllandi og öðrum Austur- Evrópuþjóðum eru ekki til fyrir- myndar, eins og reynsla undan farinna ára sannar. Það er því furðuleg bíræfni af Austra, rit- ara Þjóðviljans að bera saman hernám og ofbeldisverk komm- únista í Tékkóslóvakíu fyrr og síðar og samvinnu Islendinga og Bandaríkjamanna um vamir Is- lands, eins og hann leyfir sér i Þjóðviljanum 6. apríl s.l. Rússn esku einræðisherramir og lepp- ar þeirra í Póllandi, Austur- Þýzkalandi og víðar ruddust með óvígan her inn I Tékkósló- vakíu til að brjóta niður þá menn, sem vildu skapa fólkinu meira frelsi en Novotni og klika hans hafði efni á. Sömu sögu var að segja i Ungverjalandi. Þar braut rússneska herveldið á aukins frelsis og lýðræðis. Vill Magnús Kjartansson bera það saman við það tímabil, sem vam arlið Bandaríkjanna hefur dval ið á íslaradi. Hafa ekki kommún- istar feragið að reka sína starf- semi hér ótruflaðir og skrifa óhróður og standa fyrir funda höldum, gönguferðum og ofbeld- isverkum, án þess að vera keyrð ir niður af eldspúandi skrið- drekum eða stungið inn I her- flugvélar og herbíla og fluttir á brott eða látnir hverfa? Ég held, að Magnús Kjartansson ætti ekki að hætta sér út i slik- an samanburð, vegna þess að það dettur af honum gríman og Einar Ö. Björnsson. eftir stendur aðdáun hans á of- beldinu. 1 kosningahríðinni i vor munu kommúnistar, Hannibal- istar og fylgifé þeirra berja bumb ur og heita á þjóðina að veita þeim brautargengi. En sér fólk ekki þýðingarleysi þessara afla, sem vilja túlka hér sömu stefnu í utanrikismálum gegn vestrænum lýðræðisþjóðum og glymur í eyrum fólksins, sem kommúnistar hafa brotið undir veldi sitt í Austur-Evrópu? Að varnir og öryggi og samstaða Vesturlanda sé ógnun við þá og því eigi að vinna að þvi að leggja slíkt niður. Þetta klingir í eyrum íslendinga sí og æ, einmitt af vörum þeirra, sem dá- sama ofbeldið mest, en reyna að fela það með tali um þjóðfrelsi og lýðræði alþýðu til handa, allt í nafni „sósíalismans". Er heilla vænlegt að nefnd öfl taki við stjóm landsins? Nei, slíkt má ekki henda. En það er nauðsyn- legt, að verkalýðshreyfingin losi sig við pólitísk áhrif komm- únista og Hannibalista og skapi framsýna forystu, sem vinni með framfaraöflum þjóðar innar að áframhaldandi upp- byggingu, betri skilyrðum tii menntunar, meiri félagslegum réttindum, heilsugæzlu og öðru, sem getur tryggt heil- brigt og starfandi þjóðfélag. Óblíð veðrátta og náttúruham- farir undangenginna ára hafa haft lamandi áhrif á landbúnað inn, annan aðalatvinnuveg þjóð arinnar og skapað bændastétt landsins mikla erfiðleika, sem leysa þarf úr með samfélagsleg- um aðgeröum. Þó mikið hafi ver ið að gert í þeim efnum undlr forystu Ingólfs Jónssonar land- búnaðarráðherra, sem stuðlað hefur að því að búseta hefur að mestu haldizt í sveitum og fram leiðsla verið undra mikil miðað við hinar erfiðu aðstæður. En það hefur reynt á þolrif bænda stéttarinnar undanfarin áfallaár. Nauðsyn ber til að athuga stöðu landbúnaðarins í heild ofan í kjölinn og marka framtíðar- stefnu honum til heilla. Sjávarafli er mikill og mikið hef uppbyiggingar í skipakosti og móttöku I landi. En sveiflur hafa verið I veiðum, eins og dæmin sanna, er sildin hvarf af miðum Norður- og Austurlands. Bolfiskaflinn fyrir Suður- og Suðvesturlandi hefur verið tregur á vetrarvertíðinni, svo allt getur gerzt. Nú er unnið að endumýjun togaraflotans og fyrstu skuttogaramir komnir til landsins og samið um fleiri, sem bætast við í fiskiskipaflotann næstu árin, sem em betri til veiða á djúpmiðum en eldri tog ararnir. Þeir munu því skapa meiri mátt í sjávarútveginum og styrkja starfsrækslu frystihúsa og fiskvinnslustöðva og því ör- uggari atvinnu víða um land. Það eru allir sammála um nauð syn þess að færa út fiskveiði- landhelgina, eins fljótt og við verður komið þar sem allt landgrunnið yrði innan hinnar nýju landhelgislínu og jafnvel meira, ef þörf er á. Þess vegaa ná tillögur stjórnarandstöðunn- ar, um 50 miina landhelgi, of skammt til dæmis fyrir Aust- f jörðum, Vestf jörðum og Vestur landi og ef til vill víðar. Sild- in, sem veiddist á Rauða torg- inu var til dæmis á 55—70 míl- um, og yrði þá allt utan landhelg islinunnar, ef miðað er við 50 mil ur, þar að auki yrði nálægð við landgrunnskantinn fyrir Austurlandi of lítil og svo mun vera víðar. Langhelgismálið þarf því meiri yfirvegun og því rangt að nefna ákveðin mörk, fyrr en nákvæm athugun hefur farið fram. Þess vegna þarf að fela Hafrannsóknastofnuninni það verkefni, hvað heppilegast sé að aðhafast, en fyrst að ákveða friðun vissra hafsvæða yfir landgrunnin t.d. á Vest fjörðum fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum, þar sem ágang ur erlendra fiskiskipa er mikill og vaxandi. Það ættu Islending ar að hafa I hendi sér. Það væri réttur undanfari frekari að- gerða, er vísindaleg rannsókn Hafrannsóknastofnunarinnar lægi betur fyrir. Landhelgismál ið má aldrei verða að póli- tísku bitbeini. Gegn því þarf að vinna, enda vilji allra ábyrgra og réttsýnna manna, að sam- staða verði með Islendingum í landhelgismálinu, svo sigur vinnist. Þessu ættu þeir Lúðvík Jósepsson og Gils Guðmundsson sem héldu um þetta æsingaræð- ur á Alþingi, að átta sig á. Og Eysteinn Jónsson oJBL sem töldu einhliða samvinnu við kommúnista í þessu máli heilla vænlegasta og nota það í al þingiskosningunum sér til fram- dráttar. Það er annars táknrænt að hinir miblu siglingafræðing- ar . frá vinstristjórnarárunum þeir Eysteinn og Lúðvík skuli hafa fundið upp það snjallræði izt upp I landi og ætla sér frS >eim vígstöðvum að blekkja kjósendur til fylgis við sig með >eim hætti. Enda eru það verk Eysteins, Þórarins Timaritstjóra og fylgismanna þeirra, samflot- ið með kommúnistum í stjómar- andstöðunni, sem hefur stuðlað að þvi að halda Framsóknar- flokknum köldum og áhrifa- lausum á stjóm landsins. Ætla Ólafur Jóhannesson og fylgis- menn hans að brenna sig á sama soðinu? Kommúnistar eru kunn áttumenn í innrásum og skæru- hernaði einnig hér á landi. Með sinni niðurrifsstarfsemi blekk- ingum og skjalli. Landhelgis- málið er þeim ekkert atriði nema til að halda sér á floti vegna þess að galeiða þeirra marar nú í hálfu kafi. Það er því háskalegt að láta þá hafa forsvar I samningum og sam- skiptum fslands út á við er mundi spilla fyrir góðum fram- gangi í landhelgismálinu. Ég hef undamfarin ár gert nokkuð af því að skrifa í Morg unblaðið um ýmis aðkallandi mál, sem leyst hafa verið eða leysa þarf, svo sem stórorku- ver og stóriðjuver m.a. um fyrir hugaða Austurlandsvirkjun. Einnig um samskipti fslendinga í Atlantshafsbandalaginu og varnarsamning íslands og Bandaríkjanna og nauðsyn þess að íslendingar viðurkenndu og skildu þann þátt utanríkismála og í þvi sambandi endurskoðún vamarsamningsins með það í huga, að vamir íslands eru ná- tengdar vörnum og öryggi hér á Norður-Atlantshafi og því nauð synlegt að skapa þjóðinni ör- yggi og aðstöðu, eftir því sem unnt er í þeim vopnaða heimi, sem við búum í. Þessi sjónarmið eru mönnum kunn, og vilji margra að nú verði brotið i blað og samskiptamálin tekin til endurskoðunar, enda ekki vanþörf á eftir meira en 20 ára gamla samninga og reynslu, sem sýnir, að framlag íslendinga, með þvi að leyfa varnarstöðvar í landi sínu, er mikið, og teng- ir saman þjóðir Vestur-Evrópu og Vesturheims og tryggir sam- gönguleiðir og vamir Norður- Atlantshafsins gegn ógnarveldt kommúnismans. Á slibum for- sendum á endurskoðun að fara fram. Kommúnistar of fylgifisk- ar þeirra halda auðvit- að áfram að berjast gegn sam- starfi íslendinga í samtökum vestrænna þjóða. En sem betur fer er nú fylgi þeirra og mátt- ur að dvína og mörgum að verða ljóst þýðingarleysi þeirra í ís- lenzkri pólitik, Einn af leiðtog- um kommúnista, Jónas Ámason, sem er í framboði i Vesturlands kjördæmi, en hefur verið einn af forystumönnum göngumanna að sigla með „pólitik" sína 5C milur á haf út eftir að hafa gef frá Keflavíkurflugvelli oð Hval- Framhald á bls. 21 Ræktnð land í Hnfnnrfirði Trl sölu ræktað land í Hafnarfirði, ásamt fjárhúsi og hlöðu. Landið er við Kaldárselsveg. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON hæstaréttarlögmaður Strandgötu 25, Hafnarfirði — Simi 51500. bak aftur tilraun Ungverja til I ur verið gert til endurnýjunar og Framreiðslunemi Óskum eftir að ráða nú þegar nema í framreiðslu. Upplýsingar hjá yfirframreiðslumanni í dag milli kl. 1 og 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.