Morgunblaðið - 28.04.1971, Síða 28

Morgunblaðið - 28.04.1971, Síða 28
nucivsincnR ^-»22480 lEsra -- DHCIEGn MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1971 Olíublettir áÁlftafirði Norskra björgunarmanna beðið til morguns ÁHÖFN brezka togarans Caes- ars H 226, sem strandaði í fyrri viku á Amarnesi í ísafjarðar- djúpi er nú öll farin frá ísafirði, en síðast fóru skipstjóri, 1. stýri maður og vélstjóri togarans. Á fimmtudag eru væntanlegir tveir menn frá norsku björgun arfélagi til þess að athuga möguleika á björgun togarans, en tekizt hefur nú að þétta olíu- tanka skipsins og koma í veg fyrir allan leka. Að sögn Guðmundar Karls sonar, um'boðsmanns brezkra togara á ísafirði, hefur nokkur olía síazt út og má sjá olíubletti á Fjórða líkið fundið LANDLEITARFLOKKUR í Höfn í Hornafirði fann í gær- morgun lík Heiðars Hannesson- ar, rétt austan við Skinneyjar- höfða. Er þá fundinn helmingur þeirra, sem fórust með Sigur- fara frá Hornafirði laugardag- inn 17. apríl. Áður hafa fundizt lík þriggja skipverja, Óttars Hlöðverssonar, Víðis Sigurðsson- ar og Jóns Nielsar Jónassonar. Leit verður haldið áfram, m.a. úr flugvél. Álftafirði og í fjörunmi fyrir ofan skipið, en ekki á strandstaðnum sjálfum og er því að þakka, að Skipið hefur verið þétt. Hiins vegar kvað Guðmundur ekkert mega verða að veðri, þá gæti allt gerzt. Hanm kvaðst hafa frétt af því að fuglar hefðu fundizt dauðir eða líflitlir eftir að hafa fcomizt í olíuna — meðal aninars æðarfugl. Svo sem áður hefur komið fram í fréttum er töluverðum vandkvæðum bundið að dæla olíunni úr togaranum, þar eð hún er svartolía og þykíknar við fculda. Er hún jafnframt ein hin versta olíutegund, sem unnt er að fá í sjó. Svo virðist sem únræði verði látin bíða unz Norð menninnir fcoma á fimmtudag, og helzt veður þar vestra vonandi gott á meðan. Frá löndun úr Orfirisey í gær. Norðurstjarnan á, hrá- efni til 3ja vikna SlLDIN, seni Örfirisey fékk og landaði í gærmorgun í Hafnar- firði, um 200 lestir fór til vinnslu í Norðurstjörnunni h.f., en verksmiðjan hefur búið vtð hráefnisleysl í rúma 3 mánuði. Áður hafði Örfirisey landað um 100 lestum í Vestmannaeyjum Flugvél lendir á Hofsjökli SlDASTLIÐINN sunnudag lenti lítil flugvél frá Birni Pálssyni með vísindamenn á Hofsjökli, þar sem tekin voru sýnishorn. Borað var í jökulinn og borkjami tekinn — en ferð þessi er einn liður í jöklarannsóknum, sem Raunvisindastofnun Iláskólans framkvæmir. Áður hafa bor- kjarnar verið teknir á öðrum jöklum og fyrirhugað er að taka fleiri kjarna í Hofsjökli áður en rannsóknum lýkur. Bragi Árnason, efnaverkfræð- ingur var sá er fór á jökulinn en honum til aðstoðar var Magnús Eyjólfsson, en flugmaður var Þorsteinn Sigurgeírsson. Flugvél in var af Chessna-gerð með skíð- um. Rannsóknir þessar miða að því að mæla vetnisísótópa og nota þá til þess að teikna kort, sem síðan sýnir tvivetni eða grunn- vatnsrennsli. I Hofsjökli var að þessu sinni borað niður í jökul- inn á sjöunda metra. Kvað Bragi þessa aðferð —- að lenda á jökl- inum á flugvél — líklegast ódýr- asta og öruggasta. Gallinn væri aðeins að slíkar ferðir eru mjög háðar veðri. Lending er nokkuð hátt og við flugtak þarf flugvél- in nokkuð langa braut. og var það magn fryst i beitu. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Björnssonar hjá Norður- stjörnunnl mun þetta magn og tæplega 13 lestir, sem Hafrún landaði í gær, nægja til 2ja til 3ja vikna vinnslu i verksmiðj- unni. Við gerum okkur vonir um að fá meira magn — sagði Guð- mundur í viðtali við Mbl. í gær, enda er það okkur bráðnauðsyn- legt Hafrún er þegar farin út aftur til veiða og Örfirisey mun fara þegar að lokinni löndun. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur tjáði Mbl. i gær að sýnishorn af síldinni hefðu bor- izt Hafrannsóknarstofnuninni í gær. Kom þar i ljós að um er að ræða sumargotssíld, að mestu 3ja og 4ra ára. Meðallengd er um 30 sentímetrar, en fitupróf- un hafði þá ekki verið gerð, en Hjálmar bjóst við þvi að sildin væri fremur mögur — um 7 til 8%, en það var þó að mestu ágizkun. Bátur brennur FYRIR nokkrum dögum kvikn- aði í vélbátnum Berghildi frá Hofsósi, þar sem hann lá við bryggju á Blöndtiósi. Hann hafði verið við skelfiskveiðar fyrir Hafrúnu h.f. á Blönduósi. Miklar skemmdir urðu i lúkar og mun viðgerð taka einn til tvo mánuði. Ekki er kunnugt um eldsupptök, en talið líkleg- ast, að kviknað hafi í út frá rafmagni. Guðmundur Einarsson hjá Hafrúnu sagði í viðtali við Mbl. Framhald á bls. 8 Verzlunarskóla verði komið upp á Akureyri Áskorun bæjarstjórnar Akureyrar á ríkisvaldið Skólinn taki til starfa eigi síðar en haustið 1972 Akureyri, 27. apríl. BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam þykkti á fundi sínum í dag með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa að skora á ríkis- valdið að stofnsetja Verzlunar- Um 1300 bílar fluttir inn frá áramótum skóla á Akureyri, og taki hann til starfa eigi síðar en haustið 1972. Áður hafði fræðsluráð samþykkt tillögu sama efnis með öllum atkvæðum sam- hljóða. í greinargerð með tillögu fræðsluráðs segir svo m.a.: „Akureyri er helzta viðskipta- miðstöð Norðurlands og fjöl- mennust kaupstaða utan Faxa- flóasvæðisins. Helztu atvinnu- greinar bæjarbúa eru iðnaðar-, viðskipta- og verzlunarstörf. Þörf fyrirtækja fyrir sérmennt- að starfslið er mikil, hvort sem er við afgreiðslu-, skrifstofu- eða stjórnunarstörf. En hvort tveggja er að- mikill kostnaður er því samfara, að sækja skóla í fjarlægum landshluta og hitt að verzlunarskólarnir tveir, sem einkaaðilar starfrækja í landinu eru ekki greiðir inn- göngu vegna mikillar aðsóknar, og því hafa færri Akureyringar en ella og æskilegt væri notið sérmenntunar í verzlunarfræð- um. Verzlunarskóli á Akureyri Framhald á bls. 8 HAGSTOFA Islands hefur látið frá sér fara skýrslu um fjölda bifreiða, sem tollafgreiddar hafa verið fyrstu þrjá mánuði árs- ins og einnig af hvaða tegund- um þær eru. Meðtaldar eru þá einnig bifreiðar, sem Sölunefnd varnarliðseigna hefur látið frá sér til skrásetningar hjá Bif- reiðaeftirliti ríkislns. AIls hafa verið fluttar inn 1.276 bifreiðar á þessu tímabili. Bílarnir skiptast niður, sem hér segir: nýir bílar eru 1.051, notaðir 80, nýir sendiferðabilar 67 og notaðir 8, vörubílar 45 og notaðir 22 og bíiar af öðrum tegundum eru 3 — eða samtals 1.276. Séu bílarnir flokkaðir eftir teg undum er Cortina hæst eða 256 bílar, Þá Volkswagen 1300 — 112 bílar, Volkswagen 1302 75, 58 Volvo 144, 34 Fiat 125, 28 Volkswagen 1200, 26 Fiat 850, 24 Land Rover, 23 Vauxhall Viva, 22 Sunbeam Hunter og 21 Volks- wagen 1600. Aðrar tegundir voru innan við 20 innflutta bíla. Auglýsendur athugið ÞEIR sem hafa í huga að atig- daginn 29. apríl. lýsa í Morgunblaðinu 1. maf Ath.: Morgunblaðið kemur n.k. eru beðnir að skila hand- ekki út sunnudaginn 2. maí. ritum eigi síðar en fimmtu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.