Morgunblaðið - 28.04.1971, Side 18

Morgunblaðið - 28.04.1971, Side 18
(Vpi j». < p r pi /> 011 -i 'Vffivi f'lO-i' TpH!':"‘S»'>'*' 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1971 Johan Schröder -Minning 1 LANDNÁMABÓK segir að úr Ðanmörku hafi komið einna fæstir þeirra manna sem sigldu til Islands, reistu hér bú, helg- uðu sér land og áttu þátt í að skapa þjóðinni örlög. En þó var enn von á dönskum landnáms- mönnum þó svo að aldir iiðu og landrými hefði rýrnað og land- kostir að sama skapi. Árið 1924 kom út hingað landnámsmaður danskur, ættaður frá Slesvig. Þá var land albyggt en þó fann Jóhann Schröder sér reit í Foss- vogi, þar sem hann nam land í fomum skilningi, helgaði sér reit og undi þar síðan ævi sinn- ar daga. Þar var gróðurlít- ið holt og móar sem hann tók strax til við að rækta, sáði þar jurtum sem nátt- úrunni sjálfri hafði ekki hug- kvæmzt að gætu þrifizt á þessum berangri, gróðursetti tré og runna þar sem mosinn hafði áður átt fullt í fangi með að hjúfra sig upp að gráu grjóti. Og hann lét ekki þar við sitja, þær skraut jurtir og laukar, sem ekki gátu þrifizt úti við, þær fengu hús við sitt hæfi, þar sem manns- höndin hlúði að þeim og sólin vermdi þær. Þannig dafnaði gróðurstöðin i Birkihlíð í Foss- vogi, þangað sóttu Reykvíkingar og aðrir um langt árabil. Smám saman varð til í Birkihlið dálítill aldingarður, vin í eyðimörkinni t Sigurður Guðjónsson, frá Fíflholtum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 20. þ.m. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju íöstudaginn 30. apríl kl. 13.30. Vandamenn. t Eiginmaður minn og íaðir okkar, Guðni Eggertsson, andaðist í Landspitalanum að morgni 27. april. Indiana Bjarnadóttir, Sigurbjarni Guðnason, Sigríður Guðnadóttir. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar GUÐMUNDUR I. GUÐJÓNSSON skólastjóri, Nesvegi 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 3 e.h. Sigurrós Ólafsdóttir, Svavar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson. t Innilegt hjartans þakklæti viljum við færa öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og gáfu veglegar minningargjafir í tilefni af fráfalii elskulegs sonar okkar og bróður GARÐARS KRISTINSSONAR sem fórst með M/B Andra K.E. 5. Viljum við sérstaklega þakka útgerðarmönnum og skips- télögum hans fyrir veglega minningargjöf, hlýhug og rausnar- skap við minningarathöfnina. Ennfremur viljum við þakka bekkjarsystkinum hans í gagn- fræðaskóla Keflavíkur veglega minningargjöf, svo viljum við þakka öllum hér í Höfnum veglega minningargjöf og auð- sýnda samúð. Biðjum við góðan guð að blessa allt þetta fólk um alla framtið. Grund, Höfnum. Foreldrar, systkini og aðrir vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar MlNERVU SVEINSDÓTTUR frá Stóru-Gröf. Sólberg Þorsteinsson, Aslaug Sigfúsdóttir, Hallfríður Þorsteinsdóttir, Bjöm Gíslason, Sveinn Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Jón Þorsteinsson, Pálína Pálsdóttir, Steingrímur Þorsteinsson Svava Stefánsdóttir, Páll Þorsteinsson, Margrét Eggertsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu MÁLFRlÐAR EINARSDÓTTUR Leifsgötu 8. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landspítalanum. Gunnar Kristófersson, Einar Sigurðsson, Hermann Gunnarsson, Sigvaldi Gunnarsson, Hjálmar Gunnarsson, Kristófer Gunnarsson, Magnea Gunnarsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Gréta Bjarnadóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Guðrún Melsted, Aldis Sigurðardóttir, Sigurður Gunnarsson, Sigurvin Gunnarsson, bamabörn, Hinrik Eiriksson, Kristin Jónsdóttir, systkini (hinnar látnu) og aðrir vandamenn. og áður en langt um leið höfðu reynitrén rétt svo úr sér að þau breiddu limið fyrir gluggana á snotru húsinu þar sem garð- yrkjumaðurinn bjó ásamt konu sinni og börnum. Þegar komið var inn í þetta fallega hús, mátti íljótt sjá að það var einnig gróð- urhús á sinn hátt, þar sem engu síður var hugsað um að hlúa að sálinni i manninum en daliunum í vermireitnum. Húsgögnin í stofunum, málverkin á veggjun- um, voru sams konar augnayndi og margvíslegur gróðurinn kring um húsið. Það var engin hætta á að húsmóðirin þyrfti að dusta rykið af Islendingasögunum í bókaskápnum, húsbóndinn greip til þeirra gjarnan á vetrarkvöld- um, ef hann sat þá ekki við gluggann og hlustaði á einhverja sinfóníu Beethovens af grammó- fónplötu. Hann sótti hljómleika, leikhús og málverkasýningar og var alltaf mikið niðri fyrir ef talið barst að menningarmálum eða stjórnmálum og var þá ómyrkur í máli og lét ekki beyg- ingarendingar vefjast fyrir sér. En þegar hann vitnaði í fornsög- ur skakkaði hvergi falii eða at- kvæði í visu. En landnámsmaðurinn danski hafði ekki einvörðungu næmt auga fyrir landkostum, hann hafði ekki lengi dvalið á Islandi þegar hann hafði fastnað sér þann kvenkost, sem alla tið t Útför eiginkonu minnar, móð- ur og ömmu, Sigrúnar Eyjólfsdóttur, er andaðist 21. april, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag miðvikudaginn 28. þ.m. kl. 2 e. h. Snorri Ölafsson, Halldór Snorrason, Snorri Ilafldörsson. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, Rúnars Hafdal Halldórssonar. Halldór Hjartarson, Þór Hafdal Ágústsson, Kolbrún Kristófersdóttir, I,ára Hjördís Halldórsdóttir, Halldór Hafdal Halldórsson, I,inda Björk Halldórsdóttir, Guðfinna Stefánsdóttir, Lára Halldórsdóttir, Hjörtur Ólafsson. vermdi litla húsið í Birkihlíð og íbúa þess jafnt og sólin sem skein á vermireitina í gróður- húsunum við hliðina. Hún var ekki farin til ónýtis ferðin inn i Þórsmörk forðum, þar sem Jó- hann leit fyrst augum Jakobínu og leit síðan aldrei af henni fyrr en hann Iokaði augunum í hinzta sinn. Hún vék aldrei frá honum fótmál, stýrði af rausn og prýði Jnnanstokks og var auk þess með honum öllum stundum við garðyrkjuna, i moldarbeðunum, í gróðurhúsunujn. Ástúðin sem ríkti milli hjónanna í Birkihlíð tó!k aldrei neinum breytingum, þó svo að hagur þeirra og öll ytri atvik breyttu um svip. Hún var söm og jöfn frumbýlingsár- in, þegar húsfreyjan sótti vatn i brunn og síðustu árin þegar húsið þeirra var orðið númer við götu í stórum kaupstað með vatnsveitu og stórbæjarvanda- mál. Þessi fáu orð nægja sem kveðja til Jóhanns Schröder, sjálfum var honum ekki tamt að hafa fleiri orð en þurfti um menn eða málefni. Fyrir æði mörgum árum var ég í fóstri hjá þeim hjónum og löngu seinna var þar litil stúlka ná- komin húsfreyjunni. Nú erum við hjón og þykir báðum gott að eiga minningar úr Birkihlíð. Þó að langur tími liði milli dvala okkar þar, leið okkur þar vel, þó að húsbóndinn væri ekki kjassgefinn að jafnaði eða hefði blíðuhót í frammi. 1 Birkihlíð voru jafnan börn í sumardvöl og einhvern veginn held ég að húsbóndinn hafi haft til þeirra svipað viðhorf og annars gróð- urs; hann sá um að þau fengju þá næringu, skjól, umönnun, yl og hlýju, sem þau þurftu til að vaxa og dafna og vissi sem var að hann flýtti ekiki fyrir þroska þeirra með gælum eða kjassi. Jóhann Schröder hafði um nokkurt skeið fundið til þess sjúkdóms sem dró hann til dauða. Ári áður en hann dó hafði hann skroppið til Dan- merkur að heilsa upp á ættfólk sitt þar. Hann hélt áfram starfi sínu meðan hann mátti. Hann var fluttur í sjúkrahús dauð- vona rétt um það bil sem gróð- ur vaknar af vetrardvala og frjó angarnir fóru að láta á sér kræla i gróðurhúsunum í Birki- hlið. Hann vissi að hverju dró og þess vegna var honum mjög í mun að allt væri með felldu áður en viðskilnaðurinn yrði. Þegar Bína kvaddi hann í sið- asta sinn á Borgarsjúkrahúsinu, spurði hann: „Byrjuðuð þið að potta dalíurnar í gær?" Ása og Jökull Jakobsson. EINKENNILEG er sú tilfinning sem gxípur manin er andlátfregn góðls vimar berst, sérstaklega ef maður hefir hitt viðfcomandi skömmu áður. Er við hittumst síðast, var Jóhann kátur og hress að venju. Við kvöddumst eftir fund í Rotaryklúbbi Kópa- vogs, þar sem báðir voru með- t Innilegar þakfcir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og útför fósturmóður minnar, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Adólfsdóttur, Laufásvegi 59. Guðný Torfadóttir, Kristinn Vilhjálmsson, Jón Pálsson Kristinsson, Anna Sigríður Frederiksen. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ömmu okkar, systur og mágkonu ÞÓRUNNAR RÖGNVALDSDÓTTUR Hjallavegi 52. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Axelsdóttir Kvaran, Þórir Ólafsson. Jón Rögnvaldsson, Stefania Sigurðardóttir, Kristinn Rögnvaldsson, Svava Guðnadóttir, Rögnvaldur R. Gunnlaugsson, Hulda Agústsdóttir. limir. Ákveðið var að við hitt- umet fljótlega til að vinn<a að málefni inokkru, sameiginlega. Að kveldi sama dags banst mér fregn um að Jóhamm hefði verið íluttur fársjúfcur á sj úkrahús. Þrír sólarhriingar liðu, síðan var Jóhamm allur. Engum er til þekkti kom amd- látsfregn þessi á óvart. Vitað var að hanm hafði þjáðst af alvar- legum sjúkdómi um nokkurt skeið, og borið hanm af karl- meninsku. Jóhanm Scbröder fæddist í litlu þorpi suður í Schleswig himmi 28. janúar 1903, og var rúmlega sextiu og átta ára er hamn lézt. Forfeður hans höfðu verið bænd ur og garðyrfcjumenm manm, fram af miammi. Hann ólst upp í hópi átta systkina, við venjuleg kjör þarlendra. Eldri bróður átti Jóhann, er féll í fynri heimisstyrj öldimmi. Fjögur systfcim eru enn á lífi á æskuslóðum. Jóhanm varð dainskur borgairi 1921, hanm fluttíst til íslands 1924, og gerðist íslemzkur ríkis- borgari 1935. Jóhanm tók smemma ástfóstri við ísland. Hann var mjög vel að sér um sögu larnds og þjóðar. Hamm gerði sér far um að kynn- ast högum fólks strax og hanm fluttist hingað. Oft vitnaði hantn í íslemidingasögurnar. Jóhann Schröder var góður fé- lagi hvar svo í sveit sem hanm var settur. Ötulli og ósérhlífnari manrni í þeim efnum, hefi ég ekfci kynmzt. Drenglyndi hame var viðhrugðið. Jóhamm var sérlega hreinskipt- imm og hreimlyndur maður. Hanm var greiðugur í bezta lagi, og töluð orð voru honum sem skuldbimding. Ekki minmist ég að hafa nofcíkru sinmi heyrt hantn hallmæla noklkrum manmi. Við sem umgengumst Jóhamn, mátum vel manmkosti hans. Fyrstu 'kymini mín af Schröder eru mér minmiisstæð. Hamm þótti hafa fastmótaðar skoðanir, og var skjótur til ákvatrðana, en jafn- framt gætinn og athugull. Fundur hafði verið boðaður, til umræðu um vatnsveitumál fyrir byggðarlagið. íbúar hér munu þá hafa verið u.þ.b. níu hundruð. Jóhann sagði m.a.: „Við skulum byggja fyrir framtíðima, hér á eftir að fjölga fólki, hér á eftir að byggjast bær, þúsund- ir manna eiga eftir að flytjast himgað immam fárra ára, við skulum leggja vatnsveitu fyrir 10000 manma byggð.“ Mörgum þótti Jóhanm hugsa stórt fyrir framlíð Kópavogs. Lýsir þetta nokkuð stórhug Jóhanms. Hér hefir byggzt bær, bær stærri en jafnvel Jóhanm sá í anda. Hanm tók þátt í byggingu þessa bæjar. Við þökkum honum þau störf. Árið 1937 settist Jóhanm Schröder hér að, ásamt konu sinmi Jafcobínu. Þau reistu sér hús og heknili hér við Nýbýla- vegimm. Þau mefndu það Birfci- hlíð. Þar hafa þau starfræfct gróðranstöð sína. Góðrarstöðin að Birkihlíð er vel þeklkt á Reykjavíkursvæð- inu. Ófáir hafa lagt þangað leið síma í leit að upplýsingum, sem voru látnar í té af stakri góð- vild og vinsemd. Ráðleggingar um plöntuval og skipulag garða. Vel hirtur stór og fallegur garður prýðir nú umhverfi Birki- hlíðar. Hanin er áramgur af auka- vinnu þeirra hjóna, árangur sem áreiðamlega hefir kostað mikið erfiði og fjármuni, en ber vott um smekkvísi og næmt fegurð- ariskyn. Við, sem störfuðum með Schröder í Rotaryklúbbi Kópa- vogs þökkum honum vel unmin störf, þöikkum fyrir ánægjuleg- ar samverustundir, fyrir þátt þano er hanm átti í mótuni klúbbsims og fyrir vináttu og tryggð. Jóhanm Shröder kvæntist eftiir- lifandi konu sinmi Jakobínu 1932, dóttur Hans Beck frá Sómastöðum í Reyðarfirði og seinmi konu hans Mekkimar Jónsdóttur, ættaðri úx Vöðlavífc. Þeim varð þriggja bama auðið: Ermu f. 1938, Hans f. 1943 og Baldura f. 1954. Ég þafcka Jóhammi Schröder vimáttu langa og góða, og bið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.