Morgunblaðið - 29.04.1971, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1971
3
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
hefur samþykkt að ráðizt skuli
í nýja vatnsveitu sem fyrst
vegna fyrirsjáanlegs vatnsskorts
á Akureyri. Eftir nákvæmar at-
huganir hefur verið ákveðið að
gera aðveitu frá Hörgárdal og fá
þaðan vatn úr svokölluðu Vagla
landi. Fram til þessa hafa Akur
eyringar fengið mest af neyzlu-
vatni sinu úr Hesjuvallarlind-
um og Sellandslindum, en það-
an fæst nú ekki lengur nægi-
legt vatn og hefur orðið að brúa
foilið með yfirborðsvatni. Bæjar
menn þurfa 9.240 rúmmetra
vatns á sólarhing, en í jan,-
marz getur framleiðslan farið
niður í 4.320 rúmmetra á sólar-
hring úr Iindunum og afgangur-
inn fæst með nýtingu yfirborðs-
vatns. — Kostnaðurinn við
vatnsveituframkvæmdirnar í
Hörgárdal verður um 44 millj-
ónir og verður væntanlega haf-
izt handa við verkið á þessu
sumri. Ráðgert er að verkinu
Tilraunaboranir gerðar í Vaglalandi í Hörgárdal.
Akureyringar vilja:
Heldur lindarvatn en
hreinsað yfirborðsvatn
úr Glerá — 44 millj. kr. vatns-
veituframkvæmdir að hefjast
verði lokið haustið 1972. Verk-
fræðiskrifstofa Sigurðar Thor-
oddsen hefur annazt alla verk-
fræðilega útreikninga.
í viðtali við Sigurð Svan-
bergsson, vatnsveitustjóra á Ak-
ureyri fyrir skömmu, kom
fram að aðdragandinn að þess-
ari ákvörðun hefur verið all-
iangur. Vatrasveita Akureyrar
var stofnuð árið 1914 með því
að hafin var lindarvatnstekja í
Hesjuvallarlindum. Þær lindir
voru fullvirkjaðar árið 1958 og
var þá fengið viðbótarvatn frá
Seilandi i Glerárdal. Úr Hesju-
vallarlindum og Sellandslind-
um fást 170 1 vatns á sekúndu
yfir sumartímann, en á vetrum
getur það farið allt níður í 50
1 á sekúndu þegar áhrifa frosta
og fleira gætir, og fór vatns-
skortur alvarlega að gera vart
við sig á Akureyri um 1961. Til
þess að reyna að bæta úr þessu
var komið upp bráðabirgðaað-
stöðu við Fosslæk á Glerárdal
og tekið þaðan yfirborðsvatn.
Yfirborðsvatn þetta er látið
síga í gegnum sand og siðan
klórað, en engu að síður er yfir
borðsvatn ekki æskilegt til notk
unar ef hægt er að komast hjá
því.
— Það var árið 1963 að við
leituðum til Jóns Jónssonar jarð
íræðings og fengum hann til
aðstoðar við okkur í leit að
framtíðarvatnsbóli fyrir bæinn,
sagði Sigurður. Leitin beindist
fyrst og fremst að Hlíðarfjalli.
Komið höfðu fram hugmyndir
um að fá mætti þaðan það við-
bótarvatn, sem Akureyringa
skortir með því að bora í berg-
ið neðan við skriður Hrapp-
staðaskála. En með rannsóknum
komst Jón að því að þarna er
um tertiera bergmyndun að
ræða og reynsla sýnir að von-
laust er að vinna úr því neyzlu-
vatn svo nokkru nemL Þá var
leitinni beint að ýmsum stöðum
írammi í Eyjafirði, en þar er
ekki um nein framtíðarvatnsból
að ræða — Þá fengum við Pétur
Pálmason verkfræðing frá
Verkfræðiskrifstofu Sigurðar
Thoroddsen með okkur til þess
að athuga svæðin fyrir norðan
Akureyri. Leituðum við á svæð
inu frá Gæseyri meðfram
Hörgá inn að Efstadalsá og
beindist leitin einkum að eyr-
unum fyrir framan Krossa-
staðaá. Jón Jónsson ráðlagði að
gerð væri rannsóknarborun
þar. Boruð var 26 m djúp hola
og var þá komið niður á fast-
an jarðveg. Úr holunni komu
15 1 á sek. og við dælingu
var niðurdráttur í holunni um
1 m. Sýnishorn af vatni þessu
sýndi að þarna var um gott
neyzluvatn að ræða. Síðar voru
boraðar þarna fleiri tilrauna-
holur og gáfu þær svipaðan ár-
angur.
Á sama tíma og þessar athug-
anir voru gerðar var gerð athug-
un á þvi að reisa hreinsistöð við
Glerá og taka neyzluvatnið það
an. Sumarið 1969 fóru Sigurður
Svanbergsson og Pétur Pálmason
til Noregs til þess að skoða vatns
hreinsistöðvar með tilliti til þess
að slík stöð yrði reist á Akureyri,
og virtist ekkert til fyrirstöðu að
hægt væri að hreinsa vatn úr
Glerá og gera það hæft til
drykkjar.
Aðspurður um hvers vegna fall
ið hefði verið frá þessari hug-
mynd sagði Sigurður: — Kostn-
aðaráætlun var gerð um vatns-
hreinsistöð við Glerá og á vatns-
lögnum og vatnstöku úr Hörgár-
daL 1 ljós kom að kostnaður við
hreinsistöðina yrði um 35 millj.
en 44,6 millj. við vatnstökuna i
HörgárdaL En þrátt fyrir þetta
virtist vera meiri áhugi fyrir
lindarvatninu úr Hörgárdal og á
fundi, sem haldinn var i stjórn
Vatnsveitunnar 30. marz s.l. var
ákveðið að taka vatnið frá Vögl-
um. Samþykkti bæjarstjórn þau
málalok. — Persónulega tel ég
að þarna sé um sálrænt atriði
að ræða. Jafnvel þóaðvatnið úr
Glerá hefði komið til með að
standast fullkomlega samanburð
þegar búið væri að hreinsa það,
situr það i mönnum að þarna er
um yfirborðsvatn að ræða og
þeir kjósa lindarvatnið frekar þó
að það verði heldur dýrara.
Síðan hélt Sigurður áfram og
sagði að sótt hefði verið um lán
til Lánasjóðs sveitarfélaga til
þessara framkvæmda og ef það
lán fæst standa vonir til þess að
hægt verði að hefjast handa í
sumar. Á þá að vera hægt að
ljúka verkinu fyrir haustið 1972.
Um 20 menn vinna hjá Vatns-
veitunni og yfir sumartímann
vinna þar margir skólapiltar.
Að lokum sagði Sigurður að
framkvæmd þessi væri mjög að-
kallandi bæði vegna vaxandi iðn
aðar og fólksfjölgunar á Akur-
eyri, og til stórvandræða horfði
ef ekki yrði hægt að hefjast
handa sem allra fyrst.
Tónleikar um helgina:
Dómkórinn og Söng-
skóli Dómkirkjunnar
Nokkrir af starfsmönnum Vatnsveitunnar, Sigurður Svanbergs-
son er lengst til vinstri.
SÖNGSKÓLI fyrir ungt fólk hef
ur starfað í vetur á vegum Dóm-
kirkjunnar. Þar hefur það feng-
ið að kynnast nótnalestri, tón-
fræði og raddmyndun. Jafn-
framt hafa neimendur verið æfð-
ir í samsöng og er ætlunin að
bjóða áhugasömum áheyrend-
um að heyra niðurstöðu þess-
arar vinnu á tónleikum í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar laugar-
daginn 1. mai kl. 5 s.d.
Fyrri hluta efnisskrárinnar
flytur Dómkórinn einn, en það
eru nokkur lög úr „Passíu" Atla
Heimis Sveinssonar og verkefni
eftir Anton Heiller, sem er aust-
urriskt nútíma-tónskáld og org-
anleikari og orðinn mjög þekkt-
ur fyrir kór-tónsmíðar sínar.
Mun það verða í fyrsta skipti að
íslenzkur kór flytur verk eftir
Anton Heiller.
Síðari hluta efnisskrárinnar
flytja nemendur söngskólans,
með aðstoð kirkjukórsins. Sam-
anstendur hann af íslenzkum og
erlendum verkefnum og má
nefna ,,Mótettu“ fyrir tvo kóra
eftir Heinrieh Schútz.
Sunnudaginn 2. maí fer kór-
inn til Skálholts og endurtek-
ur samsönginn í Skálholtskirkju
kl. 430.
Nokkrir einsöngvarar koma
fram á tónleikunum, en söng-
stjóri verður Ragnar Björnsson.
Basar og kaffi-
sala Skag-
firðingafélagsins
KVENNADEILD Skagfii-ðimga-
félagsins í Reykjavík heldur siinin
árlega basar og kaffisölu í Lind-
arbæ laugardaginn 1. maí næst-
komandi. klukkan 2 síðdegis.
Þar verður margt góðra muna
á boðstólum, sem konurnar
hafa meðal annara unnið sjálfar
Eninfremur verður veizlukaffi.
Ágóðanum verður varið til
kaupa á afmælisgjöf í tilefni af
100 ára afmæli Sauðárkróks, sem
haldið verður hátíðlegt 2. til 4,
júlí næstkomandi. Þetta er því
tilvalið tækifæri fyrir Skagfirð
inga i Reykjavík og inágrenni og
aðra velunnara staðarins að
heimisækja konurnar í Lindarbæ
þeranain dag. (FréttatiKkynming)
STAKSTEIMAR
Endurskoðun
skólakerfis
A?ísir ræðir skólamálin í for-
ustugrein sinni í gær og segir
ni. a.:
„Tekjur fræðslnkerfisins hafa
nndanfarinn áratng aukizt marg-
falt meira en tekjnr þjóðarinnar
liafa aukizt á sama tíma. Ef tek-
ið er tillit til verðbólgunnar, ha.fa
tekjur fræðshikerfis*;is aukizt
um 150% eða meira í raunveru-
legum verðmætum frá árinu
1958 til árslns 1971. Þessi mikla
tekjuaukning kemur fram í gif-
urlegum skólabyggingum og
margiislegiim endurbótum í
skólamálum.
Samt er skólakerfi okkar eng-
an veginn gott. Fyrir dyrum
standa veigamiklar breytingar á
þvi, svo sem bætt kennara-
menntun, Ienging skólaskyldunn-
ar, aukinn sveigjanleiki i náms-
brautum, bætt aðstaða dreifbýl-
isins og margt fleira, sem skóla-
menn hafa á undanförnum ár-
um bent á, að gera þurfi. Þessar
umbætur koma fram i þremur
fmmvörpum, sem ríldsstjórnin
lagði fram á alþingi í vetur.
1 framkva'mdinn i mun þessi
endurskoðun kosta verulega mik-
ið fé. Kostnaður við skólakerfið
á enn eftir að aukast vernlega
á næstn árum, til viðbótar við
þá aukningu, sem þegar er orðin.
Og það mun ekki duga neinum
að sjá eftir þessiim peningmn,
svo nauðsynlegar eru hina.r
væntanlegu umbætur. Enda
munu flestir fslendingar vera
því sammála, að skólakerfið sé
homsteinn atviimulifs og menn-
ingarlifs þjóðarinnar."
Bætt innlhald
Síðan segir Vísir:
„Nú þegar skólamálin em að
verða svona mikilvægur þáttnr
í f jármálum þjóðarinnar, er eðli-
legt, að menn spyrjl, hvert sé og
hvert eígi að vera innihald
skólakerfisins, burtséð frá hin-
um ytra aðbúnaði þess. Til hvers
ætlnmst við af skólakerfinu?
Hvemig stuðlar það að því
markmiði að búa nemendur á
sem virkastan hátt nndir lif og
starf í þjóðfélagi, sem er stöð-
ngum breytingum háð?
Flestir eru sammála um, að
nú taki skólakerfið mjög lítið
tillit til atvinnulífsins, þótt vís-
indi, tækni og stjómunarkunn-
átta séu einmitt þau atriði, sem
at\Tnnulífið þarf nú mest á að
halda. Flestir eru líka sammála
um, að skólakerfið standi sig
ekki nógu vel í að ná því bezta
úr hverjum einstaklingL Margir
óttast, að kerfið stuðli að meðal-
mennsku, steypi of marga i
sama mót, framleiði ósjálfstæða
og óábyrgar hópsálir.
Skólakerfið á að stuðla að þvf,
að nemendurnir verði sjálfstæð-
ar og hugsandi persónur, fram-
takssamir og ábyrgir borgarar,
þroskaðir einstaklingar. Skóla-
kerfið á að stuðla að því, að
nemendurnir læri að tjá sig á
sjálfstæðan, gagnrýninn, ábyrg-
an og þroskaðan hátt. Skóla-
kerfið á að gera bömin og
unglingana að betri einstakling-
nm en foreldramir em.
Velgengni þjóðarinnar er um
þessar miindir að gera henni
kleift að byggja upp sómasam-
legan aðbúnað skólakerfisins. En
jafnframt mim færast aukinn
þungi í kröfiir um bætt innihald
kerfisins, einkum þó að það nái
hinn bezta úr hverjnm ein-
staklingi."