Morgunblaðið - 29.04.1971, Page 11

Morgunblaðið - 29.04.1971, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1971 11 Úr Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi SÍÐASTLIÐIÐ sumar var vot- viðrasamt og því erfitt til hey- skapar, en þó miklum mun betra en sumarið 1969. Heyfengur bænda hér á sl. sumri mátti heita sæmilegur og heyin vel verkuð, en nokkrir bændur þurftu að afla sér heyja bæði vegna slæmrar gras- sprettu og kals í túnum, sem bar talsvert á sums staðar. Og nu, er maður litur til baka og sér veturinn, sem senn er liðinn, er ekki hægt annað að segja en að hann hafi verið góð ur, mjög snjóléttur og frost væg. Það má því gera sér vonir um, að klaki fari fyrr úr jörð en síðastliðið vor. Sauðfé kom seiát á hús í vetur, misjafnt eft ir staðháttum, sums staðar ekki fyrr en um miðjan desember. Skepnuhöld hafa verið frekar góð, en nokkuð hefur borið á doða í kúm og júgurbólgu. Einn ig veiktust nokkrar kindur af riðuveiki, en batnaði flestum af viðeigandi lyfjum. Ég hef haft hér lyf j aaf greiðslu í áraraðir fyrir Búnaðarfélagið og nú fyr ir héraðsdýralækninn, sem situr í Stykkishólmi, og hefur það margri skepnunni bjargað að hafa lyfin við höndina. Færri ær voru settar á sl. haust en haustið 1969 og stafar það af því, að bændur gátu ekki sett á lömb haustið 1969 til viðhalds fj árstofnunum, vegna lítilla og slæmra heyja. Kúafjöldi stóð í stað. Mjálkur framleiðsla jókst á el. ári um 18% miðað við árið 1969. Mjólk in fer til mjólkurstöðvarinnar í Borgarnesi, en reynzt hefur kostnaðarsamt að koma mjólk- irtni frá sér, og er það vegna þess, að við höfum orðið að gera út bíl til að flytja mjólkina frá okkur í næstu sveit, Staðar sveit, til móts við mjólkurbíl- inn, sem flytur hana í Borgar- nes ásamt mjólkinni úr þremur öðrum nærliggjandi hreppum. Af þessum sökum hefðu bænd ur orðið að gefast upp við að framleiða mjólk, ef ekki hefði fengizt stjrrkur til flutninganna. Það er áhugamál okkar að þessu flutningsfyrirkomulagi verði breytt, og það sem allra fyrst. Sauðfjárafurðir fara að mestu leyti til KB. Borgfirðinga og einn ig mjólkin. Viðskipti bænda eru því að mestu leyti þar. Bændur fá vörur fluttar til sín með mjólkurbílum og öðrum bílum sem eru á vegum þedrra manna, sem flytja mjólkina. Við höfum ekki aðrar sam- göngur en í sambandi við mjólk urflutningana, nema að mjög litlu leyti að sumrinu. Samgöngur hafa versnað hjá okkur síðan vegurinn var lagð- ur undir Ólafsvíkurennl. Bíllinn sem heldur uppi áætl unarferðum milli Reykjavíkur — ólafsvíkur og Hellissands, fer örsjaldan Útnesveg og aldrei nú í vetur, að undantekinni einini ferð í suðurleið um áramót, sem enginn vissi af, nema kann ski álfamir, sem byggja úthrepp inn. Þeir hafa ef til vill notað tækifærið og tekið sér far með bílnum í bæinn. Við vonum að breyting verði á samgöngumálum okkar til baitnaður áður en langt uim líður. Sérleyfishafar áðurnefndira leiða vilja veita okkur betri þjón- ustu. Af vegamálum er það að segja að nýlega boðaði hreppsnefnd Neshrepps til sameiginlegs fund ar Breiðavíkurhrepps til að ræða vegamálin. Þar var sam- þykkt að leggja áherzlu á, að öllu því fé sem verður til ráðstöf unar í Útnesveg árið 1971 verði varið til nýbygginga á vega- kaflanum frá Móðulæk að nyrðri enda Hellissandsflugvall ar. Það er ríkjandi almennur áhugi fyrir því að lokið verði við áðumefndan vegarkafla á næsta sumri, og einnig að verstu kaflamir á áður uppbyggðum Útnesvegi frá Heiðaskarði að Móðulæk verði lagfærðir. Það er einnig mjög aðkallandi að bera ofan í veginn á sfórum svæðum. Það er víða ekki hægt orðið að hefla veginn, vegna þess að ofaniburðurrnn er horf inn, enda ekki verið borið í veginn, að heitið geti í mörg ár. En umferð um þennan veg hefur farið sívaxandi á sumr- um. Ferðamaimastraumurinn hefur aukizt með hverju ári. Ég hef rabbað við margt af ferða fólki og hefur það lokið upp einum munni um að hér á nes- Lnu væri mikil náttúrufegurð og margt að skoða. Svæðið frá Malarrifi að hreppamörkum Breiðavíkur- hrepps og Neshrepps er nú í eyði, en huldufólkið býr þar í næði og á þessu svæði er stór kostleg náttúrufegurð. Lón- drangar em mikilfenglegir og að þeim mikil prýði. Um þá er eftirfarandi vísa: Um Lóndranga yrkja má eru þeir Snæfellsprýði. Yzt á tanga út við ejá aldan stranga lemur þá. Svo er önnur vísa um Álfa- byggðina: í úthreppnum er álfabyggð ekki má þá styggja. Við átthagana halda tryggð þar hallir sínar byggja. Já, margar eru álfahallirnar og undursamleg náttúrusmíð, sem fyrir augun ber, ef ferðazt er í ró og næði um áðumefnt svæði. Á þorranum í vetur héldu Staðsveitvmgar þorrablót og var Breiðvíkingum boðið á þenn- an mannfagnað. Séra Þorgrímur Sigurðsson, prófastur að Staðarstað, setti samkomuna og bauð gesti vel komna. Þar næst tóku allir til matar sínis og urðu vel mettir, því þar var fram borinn mikill og góður matur, hangikjöt, svið, súr hvalur, hákarl, harðliskur o.m.fl. Svo eftir að allir höfðu fyllt iður sín var hafizt handa um að skemmta fólkinu. Margt var tii' skemmtunar, mest heimatilbúið. Meðal skemmtiatriða má nefna upplestur, samtöl, söng, íþróttir, íréttir úr sveitunum o.fl. Margir skemmtu. Að loknum skemmtiatriðum var stiginn dans af miklu fjöri langt fram eftir nóttu. Að sáð ustu var veitt kaffi og brauð með. Áður en haldið var heim, þakkaði Finnbogi Lárusson fyr ir hönd Breiðvíkinga. Að end- ingu fluttu þeir séra Þorgrím ur Sigurðsson, prófastur Staðar stað 'og Þórður Gíslason barna- kennari, ölkeldu, kveðjuorð. Þessi þorrafagnaður var mjög vel sóttur, fór vel fram og var Staðsveitungum til sóma. Mörg undanfarin ár hafa ver ið haldin þorrablót til skiptis í Staðarsveit og Breiðavík, og boðið á víxl. Þetta hefur verið mjög vinsælt í báðum sveitun um og stuðlað að kynningu fólksins. SjónVarp er komið á tólf heim ili hér í sveit, en sjónvarpsskil yrði eru mjög slæm, og það svo að sums staðar sést ekkert og annars staðar illa, en úr þessu þarf að bæta hið bráðasta, sem við vonum að verði gert. Nú hefur vetur kvatt, en sum arið heilsar okkur. Það vorar í sálum manna og dýra. „Lóan er komin að kveða burt snjóinn, kveða burt leiðindin, það getur hún“. Ég heyrði fyrst í lóunni á annan páskadag. Þá söng hún dýrðindí og hrossagaukinn heyrði ég hneggja. Já, blessaðir farfuglarnir eru nú að koma til okkar og boða okkur sumarkom una með sínum blíða söng. „Þá er úti vetrarþraut, þegar spóinn vellur graut“. Megi sumarið sem í hönd fer verða öllum landsmönnum í sveit og við sjó gjöfult og gleði ríkt. Gleðilegt sumar. Finnbogi G. Lárusson. Melvin Laird varnarmálaráðherra Laird búinn að fá nóg Madison, Wisconisin, 27. apríl. AP. MELVIN Laird, varnarmála ráðherra Bandarikjanna sagði í viðtali við stúdentablaðið Daily Cardinal við Wiscon- sinháskóla, að hann hefði tekið ófrávíkjanlega ákvörð- un um að láta af embætti ár- ið 1973. Ráðherrann sagði: „4 ár í embætti vamarmála- ráðherra eru meira en nóg.“ ÞMt ER EITTHUHÐ IVRIR niLH Brídge: Undanúrslit sveita- keppni íslandsmótsins UNDANÚRSLIT sveitakeppni ís- landsmótsins í bridge fara fram í Reyikjavík um næstu helgi. — Kepþnin hefst laugardaginn 1. miaí klukkan 14.00 og verður spilað í Domus Medica við Egils- götu. 24 sveitir taka þátt í keppn- imni og hefur þeim. verið skipt í 6 riðla. Sveitimar eru þessar: 1. riðill Sveit Einars G. Einarssonar, ísafirði. Boga Sigurbj ömssonar, Siglufirði. Jóns Haukssonar, Vesfcm aamaeyj um. Skúla Thorarensen, Keflavik. 2. riðill Sveit Halldórs Sigurbjörnssoinar, Akranesi. Stefáne Guðjohnaen, Reykjavík. Sigurðar Emilssonar, Hafnarfirði. Hauks Guðjónssonar, Vestmannaeyjuim. 3. riðill Sveit Jóns Arasonar, Reykjavík. Páls Árnasonar, Selfossi. Hannesar Jómssonar, Akranesð. BöðvarS Guðmumdssonar, Hafnarfirði. 4. riðin Sveit Hjalta Elíassonar, Reykjavík. Amair Vigfússonar, Selfossi. Guniniars Kristinssonar, Y estmaninaeyj um. Magnúsar Þórðarsonar, Kópavogi. 5. riðill Sveit Einars V. Kristjánssonar, ísafirði. Páls Pálssonar, Akureyri. Þórarins Hallgrímissonar, VopnafirðL Sigurðar Magnússonar, Keflavík. 6. riðiU Sveit Valdimars Sigurjónssonar, Akranesi. Kristmanns Guðmundss., Selfossi. • Guðlm. Guðlaugssonar, Akureyri. Björns Eysteinssonar, Hafnarfirði. SigurvegaramÍT í riðlunum, það er sex sveitir, keppa til úr- slita um íslandsmeistaratitilinin, og fer sú keppni einnig fram í Reykjaví'k og hefst 20. maí nk. Er þá einnig keppt í Domus Medica við Egilsgötu. Ákveðið hefur verið, að Evr- ópumeistaramótið í bridge fyrir árið 1971 fari fram í Grikklandi á tímabilinu 18. nóv. til 28. nóv. Ekki er vitað hvort íslenzk sveit tekur þátt í keppnirmi, en vænt- anlega verður það ákveðið mjög fljótlega. ÁLAFOSS 2 NNGHOLTSSTRÆTI 2, REYKJAVÍK, SÍMI 22090 Er ánægja mælanleg í fermetrum? Spyrjið þær þúsundir kaupenda, sem síðastliðin tvö ár hafa keypt 120 þúsund fermetra af Álafoss gólfteppum. Fermeter eftir fermeter af aukinni heimilisánægju. Hvernig er yðar gólf? Veita þau Iyður sömu ánægju? Eða megum við auka ánægju yðar um nokkra fermetra? Vinsamleg- ast látið okkur vita ef svo er. ánægjaí fermetrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.