Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkyaemdastjóri Hsraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti B, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12.00 kr. eintakið. NÝ FORYSTA S JÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Cjálfstæðismenn völdu sér ^ nýja forystu á Lands- fundinum sl. þriðjudagskvöld. Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra, var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, var kjörinn varaformaður. Það féll í hlut Jóhanns Haf- stein að axla á örlagastund mikla byrði. Líklega hefur enginn íslenzkur stjórnmála- maður verið kallaður til for- ystu við jafn erfiðar og ör- lagaþrungnar aðstæður. Mik- ill stjómandi hvarf skyndi- lega af sjónarsviðinu og Jó- hanni Hafstein var falin yfir- stjórn þjóðarskútunnar og forysta Sjálfstæðisflokksins. A 19. Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins vottuðu Sjálfstæðis- menn Jóhanni Hafstein þakk- ir sínar fyrir það, hve vel hann hefur haldið á málum, með eftirminnilegum hætti, í þeirri einhuga kosningu er hann hlaut, sem formaður S j álfstæðisflokksins. „Ég finn að slíku fólki má aldrei bregðast," sagði hinn nýkjörni formaður Sjálfstæð- isflokksins og bætti því við, að hann mundi engu lofa öðru en því að gera sitt bezta. Með það loforð Jó- hanns Hafstein ganga Sjálf- sfæðismenn glaðir og sigur- reifir frá þessum Landsfundi til kosningabaráttunnar, sem framundan er. Um kosningu varafor- manns urðu nokkur átök á Landsfundinum eins og kunnugt er. Greir Haligríms- son, sem staðið hefur í frémstu röð hinna yngri for- ystumanna Sjálfstæðisflokks- ins, var kjörinn varaformað- ur en dr. Gunnar Thoroddsen hlaut einnig mikið fylgi í varaformannskosningunni. Gunnar Thoroddsen var vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins á árabilinu 1961—1965 er hann hvarf til sendiherra- starfa í Kaupmannahöfn. Hann hefur í áratugi verið í hópi áhrifamestu stjómmála- manna landsins og gegnt bæði ráðherrastörfum og embætti borgarstjóra í Reykjavík. Það var því ekki óeðlilegt að verulegur hluti Sjálfstæðismanna æskti þess, að hann yrði varaformaður á ný. Úrslit varaformannskosn- ingarinnar á landsfundinum sýna, að Gunnar Thoroddsen nýtur mikils trausts meðal Sj álf stæðismanna. Með kjöri Geirs Hallgríms- sonar til varaformanns geng- ur ný kynslóð fram fyrir skjöldu í Sjálfstæðisflokkn- um. Geir Hallgrímsson hefur notið mikilla vinsælda og sÍt vaxandi trausts sem borgar- stjóri í Reykjavík. Nú hefur hann haslað sér völl á sviði landsmála og er ekki að efa, að forystuhæfileikar hans munu ekki síður njóta sín á þeim vettvangi. Þegar Geir Hallgrímsison ávarpaði lands- fundarfulltrúa að loknu vara- formannskjöri, gerði hann m.a. að umtalsefni þá kosn- ingu, sem fram fór milli hans og Gunnars Thorodd- sens, og sagði: „Mér þykir vænt um það handtak, sem ég hlaut frá Gunnari Thorodd- sen, sem ég hef starfað með árrnn saman og met rnikils. Ég veit, að í því handtaki felst stuðningur og vitnis- burður um, að við Sjálfstæð- ismenn göngum sameinaðir til kosninga í vor.“ Geir Hall- grímsson þakkaði það traust er honum hafði verið sýnt og sagði að sér þætti vænt um að mega starfa með Jóhanni Hafstein, sem kjörinn hefði verið formaður með slíkum einhug. Nítjánda Landsfimdi Sjálf- stæðisflokksins er nú lokið. Þessa landsfundar var beðið með eftirvæntingu. Hann var haldinn á miklum tímamótum í sögu Sjálfstæðisflokksins og athyglin beindist ekki síz.t að því, hversu Sjálfstæðismönn- um mundi takast að skipa for- ystu flokks síns. Niðurstaða í þeim málum fékkst með þeim lýðræðislega hætti að atkvæðin skáru úr. Þannig á það að vera í stórum flokki og slík vinnubrögð eru til marks um styrkleika, en ekki veikleika. Heilbrigður ágrein- ingur er líklegur til að efla flokkinn og skapa innan hans vettvang fyrir frjóari um- ræður. Kjör nýrra forystumanna setti að vonum svip sinn á þennan landsfund, en þar urðu einnig líflegar umræður um hina ýmsu þætti þjóð- málanna. Nú, þegar forystan hefur verið valin, hlýtur næsta verkefni Sjálfstæðis- flokksins að vera það að beina athygli sinni að við- fangsefnum komandi ára. Að baki er áratugur velmegunar, erfiðleika og nýrra framfara. Framundan eru örlagaríkar þingkosningar og verkefni áttunda áratugsins. Það er ekki sízt undir hinum nýju forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins komið hversu til tekst. Þormóður Runólfsson Þankabrot Hemill á framfarir ÞAÐ mun nú nokkuð langt síðan helztu sérfræðingar okkar um landbúnaðarmál komust að þeirri niðurstöðu, að ein meg- in orsök óhóflega mikils framleiðslu- kostnaðar íslenzkra landbúnaðarvara væri smæð búanna hérlendis. Það gef- ur raunar auga leið, að hin stórkostlega nýja tækni, sem rutt hefur sér til rúms í landbúnaði, getur því aðeins verið f jár- hagslega hagkvæm, að framleiðsla hvers einstaks bús aukist í réttu hlut- falli við fjárfestingu í vélum og öðrum tækniútbúnaði. Stærstu kostnaðarliðirn- ir við nútíma tæknivæðingu eru vextir og afskriftir, og hefur það lítil áhrif á þá hvort vélarnar eru notaðar lengri eða skemmri tíma á ári hverju. Því fleiri vinnustundir sem þessir kostnaðarliðir dreifast á árlega, þvx hagkvæmari verð- ur tæknin að öðru jöfnu. Þetta er ein- föld rekstrarhagfræði, sem ekki er þörf á að rökstyðja frekara. Jafn augljóst er, að slíkri rekstrarhagkvæmni verður ekki við komið þar sem framleiðslu- aukningin takmarkast um of af land- rými eða erfiðleikum á að koma fram- leiðsluvörum á markað. Með þetta í huga verður það að telj- ast næsta furðulegt, að allt fram á þenn- an dag hefur íslenzk löggjöf hvatt bændur, með styrkjum og annarri fyrir- greiðslu, til að skipta stórum jörðum í smærri og smærri einingar, sem og til að stofna nýbýli á stöðum, sem ekki geta, sumir hverjir, talizt heppilegir með tilliti til markaðs. Höfundur þess- ara orða bjó um skeið í sveit, nánar til tekið á árunum 1950—’58, á stórri og góðri jörð, þar sem endurnýja þurfti flest mannvirki. Hann komst þá að raun um það, að næstum útilokað mátti heita að fá fjármagn til slíkra hluta. Að vísu munu hafa verið til einhverjir sjóðir, sem ætlað var að lána til slikrar uppbyggingar, en þeir voru f járvana og því gagnslausir. Ef hins vegar hefði ver- ið farið út í það, að skipta þessari jörð og stofna nýbýli (þegar var búið að stofna eitt slíkt), þá var hægt að fá mikla og margháttaða fyrirgreiðslu. En frekari skipting jarðarinnar hefði leitt til þess, að þar var orðið óbúandi. Er þetta eitt dæmi þess, hversu hæpið það getur verið að grípa inn í þróun at- vinnulífsins með lögum, settum af mis- vitrum mönnum. Því ber að fagna frumvarpi því, sem Pálmi Jónsson frá Akri og fleiri þing- menn hafa nýverið lagt fram á Alþingi. Felur það meðal annars í sér brotthvarf frá þvi stefnumiði, að skipta og fjölga bújörðum í landinu, heimild til að veita framlög til sameiningar jarða, heimild til að synja utn framlög og lán til end- urbyggingar á eyðijörðum og fleira í þessum dúr. Er þess að vænta að þetta frumvarp, ef að lögum verður, geti bætt nokkuð fyrir sum þau axarsköft, sem gerð hafa verið i íslenzkum landbúnað- armálum i krafti hinna gömlu laga. En áreiðanlega þarf enn margt að laga og mörgu að breyta áður en ís- lenzkur landbúnaður getur talizt fylli- lega samkeppnisfær við erlendan. 1 þessu sambandi skal lögð áherzla á það, að núverandi fyrirkomulag á lánum, niðurgreiðslum og styrkjum til bænda er á marga lund mjög óheppilegt. Það er t.d. Ijóst, að niðurgreiðsla á landbún- aðarafurðum kemur ójafnt niður á bændur, og að þeir fá mest sem sízt þurfa á aðstoð að halda. Þetta ber að skilja svo, að þeim mun stærri og öfl- ugri sem búin eru — því meira sem þau framleiða — því hærri styrki fá þau frá því opinbera í formi niðurgreiðslna. Og svipað má raunar segja um styrki til jarðræktar og mannvirkjagerðar. Stórbændurnir eru venjulega aðsóps- meiri í öllum framkvæmdum en þeir sem minna mega sin og fellur því þessi aðstoð að miklu leyti í þeirra hlut. Hvort sem það nú stafar af því, að sumum hinna fátækari bænda finnist þeir með þessu móti verða afskiptir, eða það stafar af hreinni óforsjálni, þá er það staðreynd, að alltof margir hafa freistazt til að leggja út í stórfram- kvæmdir sem bú þeirra geta engan veginn risið undir sökum lítillar fram- leiðslu. Þess eru því miður æði mörg dæmi, að einstakir bændur séu hlaðnir slíkum skuldaböggum, að þeir verði að taka ný lán árlega til þess eins að standa straum af vöxtum og afborgun- um eldri lána. Þegar svo er komið er gjaldþrot að sjálfsögðu aðeins tíma- spursmál. Hér munu lánastofnanir eiga nokkra sök. Af þeirra hálfu er áreiðanlega of lítið af því gert að kynna sér efnahag manna áður en lán eru veitt. Raunar mætti svo virðast í ýmsum tilvikum, að sumir menn hafi svo til ótakmarkað lánstraust, og það þó efnahagur þeirra sé raunverulega í molum. Með slikum vinnubrögðum er engum greiði gerður, en mörgum ógreiði. Með þessu er verið að festa fé í óarðbærum framkvæmd- um meðan marga forsjála og duglega framtaksmenn skortir fyrirgreiðslu til að auka rekstrarhagkvæmni búa sinna. Það er sem sé ekki góð hagfræði að dreifa fjármagni, hvort sem það er í formi lána eða styrkja, út á milli fólks eftir föstum, fyrirfram settum reglum, alveg án tillits til þess, hvort viðtak- endur kunni með fé að fara eða ekki. Slíkt fyrirkomulag verkar sem hemill á allar eðlilegar framfarir og hlýtur að leiða til ófarnaðar. Þegar til lengdar lætur er það öllum fyrir beztu að þeir, sem tefla of djarft og ekki kunna fót- um sínum forráð í atvinnurekstri, snúi sér að öðru. Akureyri: Lýsa stuðningi við verzlunarskólamálið Akureyri, 28. apríl. EINS og getið hefur verið í Mbl. samþykkti bæjarstjórn Ak- ureyrar í gær með atkvæðum allra bæjarfulltrúa áskorun til ríkisvaldsins um að stofnsetja verzlunarskóla á Akureyri hið fyrsta. Til grundvallar samþykkt inni lá einróma álit fræðsluráðs, sem gert hafði ályktun um mál- ið. Nú hefur bæjarstjóri staðfest, að auk ályktunar fræðsluráðs Akureyrar, hafi bæjarstjóm ný- lega borizt bréf um málið frá stjónnum tveggja félagasamtaka í bænum — Verzlunarmarmafé- lagsins á Akureyri og Félags verzluniar- og skrifstofufólks á Akureyri. í báðum bréfunum kvað bæj- arstjóri koma fram mikinm áhuga á verzlunarskólamálinu og eindregiran stuðning við það. Stjónnir félaganna heita á bæj- arstjónn að vinna að því og beita áhrifum sínum til þess, að hér á Akureyri verði sem fyrst kom- ið á fót verzlunarskóla, er verði ríkisstofnuun. — Sv. P. Góð markaðs- skilyrði fyrir freðfisk Osló, 28. apríl — NTB TRAUST og trygg markaðsskil- yrði fyrir freðfisk munu líklega haldast í ár, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Kom þetta fram á fundi, sem fulltrúar fisk- íðnaðarins i Kanada, Danmörku, Islandi og Noregi gáfu á fundi sínum í Osló í dag. Á þessum fundi kom það fram, að frá því að síðasti fundur fu'll- trúa þessara landa var haldinn í október í fyrra, hefði markað- urinn þrengzt. Framleiðslan á þessu ári hefði hins vegar verið aðeins minni til þessa en á sama tímabili i fyrra og væru birgðir því litlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.