Morgunblaðið - 29.04.1971, Síða 28

Morgunblaðið - 29.04.1971, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1971 BLÓÐ- TURNINN u 69 • sagði Priestley kuldalega. — Og kannski viljið þið nú segja, að þessi heppni Woodsprings hafi verið „laun dyggðarinnar". Hann hefur hjálpað þeim Glap- thornefeðgum og nú verður hann erfingi að fólgnum fjársjóði. Og er ekki iðjusamur maður verður sinna launa? Nokkrar sekúndur liðu áður en Jimmy gat svarað þessu. — En ekki gat Woodspring vitað fyrirfram, hernig mundi fara fyrir Benjamín og turnin- um, sagði hann loksins. — Vitað? sagði Priestley i fyrírlitningartón. — Auðvit- að vissi hann það fyrirfram, þar sem hann hafði sjálfur komið því í kring! — En hann var nú i London nóttina, sem það gerðist, á því er enginn vafi. — Hvar ætti hann annars staðar að vera? Engu að síður vil ég halda því fram, að Wood- spring kom í kring þessu hruni á turninum og dauða Benjamíns. Ný kjólaefni tekin upp í dag Glæsilegt úrva Austurstræti 9. Nýtl fró SÖNDERBORG Hið niargeftirspurða frotté prjónagarn ROMA og FIRENZE frá Sönderhorg er komið. Verzlunin DALUR, Framnesvegi 2. Verzlunin HOF, Þingholtsstræti 1. Og þannig er hann líka sekur um slagið sem varð Símoni að bana. Og ég er líka viss um, að það var hann, sem olli dauða Calebs. Hvaða sönnun höf- um við fyrir sekt Benjamíns, hvað það síðastnefnda snertir? Enga. Appleyard ætlaði eitthvað að fara að malda í móinn, en Prest- ley þaggaði niður í honum með skipandi bendingu. -— Hlustið þið nú á mig, sagði hann. —- Allar sannanir ykkar hvíla á þeirri sannfæringu ykk- ar, að það hafi verið Benjamín, sem las úr ritningarstöðunum í bibílunni. Hvenær - gerði hann það? Þið verðið að muna, að hann fór úr Klaustrinu ung- barn, og kom þangað ekki eftir það nema sjaldan og skamma stund í einu. Hafði hann nokk- urt tækifæri til að afrita ritn- ingarstaðina og merkin, sem þeim fygldu? Las hann svo úr þeim borð í skipinu sínu, þegar hann átti frí? Kann að vera, en ég efast nú samt stórlega um það. 1 mínum augum er það miklu líklegra, að Woodspring eigi heiðurinn af því að hafa lesið úr þeim. Bökamaður er lík legri til að geta lesið úr svona dulmáli. en vélstjóri. Við vitum, samkvæmt eigin ummælum Woodsprings, að hann hafði áhuga á þessari biblíu. Og þar sem hann kom oft i Klaustrið hafði hann ágætt tækifæri til að afrita ritningarstaðina. — Með því að ganga út frá þessu, álykta ég þannig: Hr. Woodspring las það mikið úr ritningarstöðunum, að hann vissi, að i turninum voru járn- bogar og væru þeir rofn- ir mundi koma í Ijós mikil auð- legð. Þangað til fyrir skömmu var turninn opin hverjum þeim, sem vildi -athuga hann. Vafalaust hefur Woodspring not að tækifærið og, athugað hann vandlega. Hann sá járnbogann að innanverðu og hefur trúlega vitað um hinn að utanverðu. Þá var vandalítið fyrir hann að álykta, að gullið væri geymt milli þessara tveggja járnboga. Honum kann að hafa ver ið óljós merking viðvör- unarinnar. En með ofurlít- illi umhugsun kann honum að hafa verið ljóst, að ef rúmið milli járnboganna væri tæmt, mundi turninn detta. Hann hef- ur sennilega getið sér þess til, eins og ég gerði, að innan bog- anna væri aðallega sandur, sem gull í einhverri mynd væri falið í. — En hvernig átti hann að hagnast á þessari vitneskju sinni? Símon Glapthorne vildi ekki selja turninn og ólíklegt, að Caleb eldri sonurinn mundi vilja það hedlur. Eignin hlaut að verða seld áður en lyki, en Woodspring var ekki ungur lengur og gæti ekki beðið eftir því til eilífðar nóns. Auk þess kynni eignin að verða seld í einu lagi og dýrar en hann hefði efni á. Til þess að geta svo tryggt sér ágóðann, sem ritning- arstaðirnir gáfu til kynna, varð hann að hafast eitthvað að, og það tafarlaust. Fyrsta skrefið var að koma sér vel við fjölskylduna til þess að tryggja sér greiða leið áfram. En þá kom að nauðsyninni á að ryðja Caleb úr vegi, þar eð hann hefði getað orðið þrándur í götu, engu síður en Símon sjálfur. Þið hafið að ég _held skýrt réttilega aðferðina við morðið á Caleb. En þið vilj- ið kannski leyfa mér að útskýra, hvers vegna mér finnst Wood- spring líklegri morðingi en Benjamín. Ég skal þá taka hlut- ina á réttri röð. Kassinn með Nomrodskot- unum. Þið hafið fullvissað yk- ur um, að hann var keyptur, ein hvern tíma á síðustu mánuðum á einhverjum öðrum stað en Lydenbridge. Benjamín kynni að hafa keypt hann en það gæti Woodspring líka hafa gert. Hann er vanur að ferðast víðs- vegar til þess að vera á bóka- uppboðum. Og hér kemur eitt atriði, sem ykkur kynni að hafa sézt yfir. Woodspring getur — Eiguin við að skipta um sæti, fröken? keypt hlut í búð þar sem hann er óþekktur, án þess að eiga það svo mjög á hættu að verða þekktur aftur seinna. — Það er ég nú ekki svo viss um, sagði Appleyard. Hár- kollan hans er nú svo áber- andi, að hver sem hefði einu sinni séð hann, myndi þekkja hann aftur. — Einmitt, sagði Priestley. — Það var einmitt það, sem ég átti við. Þó að maður, sem ekki not- ar hárkollu að jafnaði, setji hana upp, þá er það enginn al- mennilegur dularbúningur. Hins vegar ef maður, sem notar hana að staðaldri, hættir því snögg- lega, þá gjörbreytir það útliti hans. Utlitið verður algjörlega eðlilegt, en bara alveg frábrugð ið. Mig grunar, að sá sem keypti skotin, hafi verið bersköllóttur maður, sem tók ofan hattinn áberandi og þerraði á sér skall- ann með vasaklútnum sínum. — Þetta er sennilega alveg rétt hjá yður, sagði Jimmy. ,— Dyravörðurinn í hótelinu í London, ætlaði ekki að þekkja Woodspring í fyrstu. Priestley lét sem hann heyrði ekki þessa framítöku. —- Það væri aðalvandinn í því fólginn Til sölu Mercedes Benz 220 S árg, 1965 sjáfskiptur, vökvastýri. Fallegur bíll. Til mála kemur að greiða bílinn með skulda- bréfum að einhverja leyti. Líka Sunbeam Arow árg. 1970, ekinn 6 þús. km., sjálfskiptur. Okkur vantar nýlega bíla á söluskrá. BÍLASALA MATTHÍASAR Höfðatúni 2 — Sími 24540—24541. Hoppdr. 4.b Verzlunarshólons Vinningsnúmer: nr. 1 1187 nr. 5 1079 —- 2 551 — 6 1252 — 3 545 — 7 821 — 4 1564 — 8 931. Vinningshafar hafi samband við Örn Sigurðsson, sími 50408. Hrúturinn, 31. marz — 19. apríl. l>ér gengur vel að kynna þér ýmis málefni í dag. Nautið, 30. apríl — 30. maí. Staðir, sem eru langt fjarri og furðu hugmyndir eiga hug þinn allan. Tvíburarnir, 21. inaí — 20. júní. Reyndu aS halda jafnvæBÍ og vera athugull. Þú ert tojartsýnn, og misreiknar citthvað smá.vegis, en því má fljétt kippa í lag. Krabbinn, 31. júni — 23. júlí. Efasemdir eru úreltar. Reyndu aS fá aliar upplýsingar sem, full- komnastar. Ljénið, 33. júlí — 23. ágúst, Ekki er rétt aS álíta, að öll ringulreið eigi rétt á sér. Þú ert nógu greindur og hvatvís til að rata rétta leið út úr ógöngunum. Meyjan, 33. ágúst — 22. september. Þú hefur ckki beðið um neitt og ekki þegið neitt heldur, svo að þér er óhætt að segja það, sem þú vilt. Haltu þig við það, sem þú þekkir bezt. Vogin, 23. septembcr — 22. oktöber. Fjölskyldumálefni og félagsmál eru efst á baugi. Þú þarft ekki að velja eða hafna, og þvi lítið til að kvarta undan. Sporðdrekinn, 23. októbor — 21. nóvember. Biddu um það. sein þú álítur þitt. Þú sérð hlutina í nýju ljési, Bogmaðnrlnn, 22. nóvember — 21. desember. Þú þarft að leggja fyrirætlanir þínar fyrir annarra dóm i dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú litur í eigln barm, verður þér ljóst, að þú legðir ýmsa gamia siði og nýja á hilluna, öllum að skaðlansu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Það er trúlega óhentugt og óráðlegt að álíta alltaf að allir aðrir eigi að sjá fyrir þfnum þörfum. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Segðn vinutn þinum hug þinn aiian.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.