Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1971 Jóhanna Gísladóttir Minning FRÚ Jóhanna Gísladóttir lézt á Hrafnistu þann 23. þ. m. Jó- hanna var fædd á Akranesi 6. ágúst 1893 og voru foreldrar hennar þau hjónin Sigríður Jó- hannsdóttir og Gísli Gíslason. Ung að árum giftist hún Kornelí- usí Sigmundssyni bygginga- meistara. Hann var á árunum 1920 til 1950 einn umsvifamesti byggingameistari hér í borg og hafði ætíð margt fólk í þjón- ustu sinni. Lengst af í búskap sínum áttu þau heima á Báru- götu 11 hér í borg. Vegna starfsemi Korneliusar var ætíð fjölmenni i kringum hann og á heimili hans, starfs- fólk og viðskiptavinir. Þau hjón höfðu byggt sér myndarhús og fallegt heimili á Bárugötu. Þar var ætíð opið hús öllum þeim, sem áttu við þau erindi. Þau voru hjálpsöm og vildu allra vandræði leysa. Þá hvatti Jó- hanna fremur en latti. Jóhanna var fríð kona og í meðallagi stór, glæsileg í sjón og umgengni. Jafnræðis gætti Guðmundur Kristjáns- son, Mýrarhúsaskóla F. 27/9 1906. D. 31/3 1971. „HANN var alltaf svo góður við mig,“ sagði lítill, hnugginn drengur er hann frétti lát afa- bróður síns, Guðmundar Krist- jánssonar. Þessi orð geta allir frændur og vinir Guðmundar gert að sínum. Hann var mikill og góður frændi, félagi og vinur. Hann var hjálpsamur og hlýr, skemmti legur, spaugsamur og hnyttinn í orðum. Okkur finnst hann hafa dáið ungur, því hann var einn þeirra manna sem öðrum finnst aldrei eldastt ungur í anda, léttur í spori, hraustur að sjá. Hann var gæfumaður, bar sig- ur af hólmi með hjálp konu sinnar í erfiðri sjúkdómsbaráttu fyrir nokkrum árum. Dætur hans launuðu honum föður- umhyggju og ást með því að verða óvenju efnilegar og dug- t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, Sigurðar Gylfa Sigurðssonar. Sjöfn Sigurðardóttir, Baldvin Einarsson og synir. legar stúlkur. Glaður og stoltur var hann af tengdasyninum og litla nafna sínum. Við finnum sárt til með ykk- ur ástvinum hans og okkur verður líka mikið hugsað til Helga, sem hefur misst bæði bróður sinn og bezta vininn. Ykkur öllum og systrum hans og öðrum sem um sárt eiga að binda nú vegna fráfalls hans, vottum við, fjölskyldan mín, inni- lega samúð. Elsku Gummi frændi, mér finnst ég heyra hljóm af dýr- legum söng úr dýrlegum sölum, endurfund ykkar bræðra þriggja. Minningin um þig mun ylja okkur um hjartarætur um ókom in ár. R. K. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns GUÐMUNDAR H. FRIÐFINNSSONAR pípulagningameistara. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda. Aslaug Magnúsdóttir. með þeim hjónum. Þau áttu bæði nokkuð stórt geð, en gættu þess vel. Höfðu þann stóra kost, að rækta í kringum sig góðvild, hjálpsemi og framúrskarandi myndarskap í allri umgengni, bæði við aðra og í öllum verk- um sínum. Jóhanna og Kornelíus eignuð- ust tvö vel gefin börn, dótturina Sigríði, er var gift Óskari Sig- urðssyni, bakarameistara, en hún dó eftir mikil og löng veik- indi fyrir nokkrum árum. Sigríð- ur lét eftir sig tvær dætur, Jó- hönnu og Komelíu, nú báðar giftar hér í borg. Sonur Jóhönnu og Kornelíusar er Sigmundur skrifstofumaður. Hann á einn son, Kornelius, sem nú er að ljúka hagfræðinámi úti í Eng- landi. Jóhanna missti mann sinn árið 1951. Nokkrum árum síðar seldi hún hús þeirra á Bárugötu og keypti sér íbúð að Bræðraborg- arstíg 15. Þar bjó hún um sig af sömu smekkvísi og myndarskap og áður, tók á móti vinum og kunningjum af sömu hlýju og rausn eins og áður, þegar hún hafði úr meiru að spila. Þessa Hundrað ár frá fæð- ingu Jóns á Hvanná Á þessu ári eru liðin eitt hundr að ár frá þvi að Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður á Hvanná, fæddist. Nánar greint var það 19. jan. 1871 og var hann borinn á Ekkjufelli í Fell- um. Foreldrar hans voru Jón Jónsson síðar bóndi á Fossvöll- um og Ingunn Einarsdóttir. Jón á Hvanná flyzt á Jökuldal laust fyrir aldamótin. 1 Möðruvalla- skóla fór hann um það leyti og tók þar gagnfræðapróf vorið 1899. Sama ár kvæntist hann Gunnþórunni Kristjánsdóttur Jóhannssonar Kröyer bónda á Hvanná, sem þá bjó þar stóru búi. Gunnþórunn var fædd 15. ágúst 1873. Upp frá þvi áttu þau hjón heima á Hvanná og hófu búskap þar 1903, og bjuggu til ársins 1930 að þau seldu jörð og bú tveimur son- um sínum, Benedikt og Einari. Dvöldu þau þó á Hvanná til dauðadags. Gunnþórunn lézt vor ið 1942 en Jón 1960, eða fyrir röskum 10 árum. Böm þeirra hjóna voru 6, 4 synir og 2 dæt- ur. Dætur voru Kristín og Elín og synir: Einar, Benedikt, Hall- dór og Jón. Fjögur þeirra systk ina eru látin. Systkin Jóns á Hvanná og börn Jóns á Fossvöllum voru mörg og öll hálfsystkin hans. Jón var þeirra elztur. 1 aldurs- röð voru þau þessi: Stefán, bóndi á Hámundarstöðum í Vopnafirði, hálfbróðir allra hinna, dáinn, en alsystkin voru: Björn póstur, dáinn, Aðal- bjðrg, húsfreyja á Hauksstöðum, látin, Aðalsteinn, bóndi Vað- brekku, Helgi bóndi Stuðla- fossi, látinn, Guðmundur, bóndi Mýrarlóni, Sigurbjörg, lézt ung, Sólveig húsfreyja Ekkjufelli, Jóna, húsfreyja Ekkjufellsseli. Hálfsystir Jóns á Hvanná, sam- mæðra, er einnig Stefanía Markúsdóttir, er nú dvelur á Hrafnistu. Er hér mikill ættbogi. Jón á Hvanná var kosinn á þing fyrir Norður- Múlasýslu. Árið 1908 varð hann 1. þm. og var það til 1911. 2. þm. var hann 1914 og 1915 og aftur 1. þm. —1916—19. Séra Einar Þórðarson var prestur í Hofteigi um aldamót- in en 1904 flytur hann til Borg- arfjarðar. Séra Einar var for- ingi Jökuldæla í félagsmálum og mikill félagsmálamaður. Urðu þeir séra Einatr og Jón á Hvanná miklir vinir og þegar Einar flytur tekur Jón við þeim störfum er Einar hafði á hendi. Til dæmis var Jón á Hvanná oddviti Jökuldælinga í hálfa öld eða frá 1904 til 1954. Hann hafði brennandi áhuga á umbótamál- um fyrir fólkið og byggðina, eins og vega- og símamálum og á menntunaraðstöðu. Þegar ég flutti þáltill. mína á Alþingi 1968—69 um mámlleit á Austurlandi og rannsókn á stór- iðjuskilyrðum á Reyðarfirði þótti mér forvintilegt að kynn- ast baráttu Jóns á Hvanná fyr- ir járnvinnslu við Héraðsflóa á þingmannsferli hans. 1 framsögu ræðu minni fyrir þáltill. 26. febrúar 1969 komst ég þannig að orði: „Ég vil þá fyrst minna á, að þegar Jón Jónsson á Hvanná var alþm. fyrir N-Múlasýslu kom hann í gegn löggjöf um einkaleyfi til járnvinnslu á Hér aðssöndum. Þessi 1. eru nr. 70 frá 3. nóv. 1915: Um heimild til að veita einkarétt til að hag- nýta járnasand. 1. gr., fyrri rnálsgr., hljóðar þannig með leyfi hæstv. forseta: „Ráðherra heimilast að veita Magnúsi yfir dómslögmanni Gíslasyni á Fá- skrúðsfirði, og Þórarni Böðvari Gúðmundssyni á Seyðisfirði einkarétt um 50 ár, til að hag- nýta sér á hvem þann hátt er þeim sýnist jámsand (vulkan- iksand) fyrir innan landhelgis- línu á Héraðsflóa, þó ekki nær landi en 60 faðma fyrir utan lægsta fjörðuborð." Á 25. fundi Nd. 5. ágúst 1915, var útbýtt frv. uni heimild til að hag- nýta járnsand, fyrst og fremst við Héraðsflóa. Þetta frv. kom til L umr. í Nd. laugardaginn 7. ágúst. Flm. var Jón Jónsson á Hvanná, eins og áður segir, og fleiri alþm. 1 þeirri framsögu- ræðu, sem hann flutti, komu ýms ar upplýsingar fram. Sumarið áður, 1914, hafði verið enskur maður, Lambert að nafni, á ferð um Fljótsdalshérað í leit að jám- sandi, og fann hann járn i sandi við Jökulsá, sem hann taldi vera all álitlegan. Það hafði verið at- hugað um eignarhald á landi með hafnargerð við Unaós fyrir augum, jafnvel leigu á hálfum Lagarfossi til aflstöðvar. Enskt félag hugðist vinna sandinn og hagnýta, og talið að þyrfti af hraða málinu. Þá varð það að ráði, að veita 2 Islendingum, — íða gera till. um það — , að veita 2 íslendingum einkaleyfið og stofnfé þessa fél. átti að vera 3 millj. sterlingspunda. Sand- inn átti að soga upp úr sævar- botni með dælum, en þetta enska firma var þá hið eina er hagnýtti sand á þennan hátt. Upplýsingar um þetta enska fél. var talið að hægt yrði að fá hjá Bank of London og Bank of Eng land, og fyrirhugaðar fram- kvæmdir voru miðaðar við Hér- aðsflóa, og áformað að flytja út t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS JAKOBSSONAR Varmalæk. Jakob Jónsson, Jarþrúður Jónsdóttir, Kristleifur Jónsson, Auður Jónsdóttir, Pétur Jónsson Erna Sigfúsdóttir. og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og gáfu veglegar minningargjafir í tilefni af fráfalli elskulegs sonar okkar og bróður, FRIÐRIKS GlSLA KRISTJÁNSSONAR sem fórst með M.B. Andra K.E. 5. Við viljum sérstaklega þakka útgerðarmönnum og skipsfélögum hans fyrir veglega minningagjöf, hlýhug og rausnarskap við minningarathöfnina. Guð blessi ykkur ðll. Foreldrar og systkini. naut hún þó ekki lengi, þvi að við tók langt veikindatímabil og f jarvistir frá hennar litla heim- ili, þar til yfir lauk. Ég fullyrði, að allir þeir, sem áttu kunningsskap og vináttu húsráðendanna að Bárugötu 11, minnast þeirra með söknuði. Kærast er mér að muna þau hjón á sinu ágæta heimili, glöð og veitandi, er þangað höfðu safnazt starfsmenn Kornelíusar og vinir. Þá naut Jóhanna sín vel — hún var í sannleika góð kona. T. V. 1 millj. lesta af sandi. Sýnis- horn af sandinum, sem hafði ver ið rannsakað af Ásgeiri Torfa- syni efnafræðingi, sýndi sig að hafa inni að halda 13,8% járn. Það var tekið á landi, en talið liklegt, að myndi vera dálítið meira í sandinum, sem var í sjó. Þetta mál fékk ekki hlýleg- ar móttökur hjá öllum, en var þrátt fyrir það lögfest Ég hefi rakið þetta hérna og vil minna á þetta, vegna þess að mér finnst að það komi þarna fram skemmtileg og lofsverð framsýni hjá Jóni á Hvanná og kjarkur og manndómur." Jón var stór maður og karl- mannlegur, svipmikill og vakti athygli þar sem hann fór. Eitt sinn á samkomu í Egilsstaða- skógi, þar sem Ólafur Thors var, hittust nokkrir flokksmenn Ólafs með honum úti i skógi og meðal þelrra var Jón á Hvanná, háaldraður — en hann var ávallt eindreginn Sjálfstæðis maður eftir að núverandi flokka skipting kom til. Man ég þá, sem »ar einn í hópnum, að Ólafur eegir: Ég þekM engan mann •ins og Jón á Hvanná, sem er ávallt 10 árum yngri þegar ég sé hann næst, heldur en hann var, er ég sá hann síðast. Ef til vill lýsir þetta bezt hetjuskapnum, sem af Jóni stafaði fram á elli- ár. Mér falla þessi orð aldrei úr minnl — Hvanná er stórbýll að fornu og nýju. Afkomendur Jóns hafa setið þar með sóma, fyrst, svo sem áður segir, synir hans, Benedikt og Einar hrepp- stjóri, sem þar býr enn og síð- ast sonarsynir Jóns, Jón Víðir Einarsson og Arnór Benedikts- son, sem reisti fyrir fáum árum nýbýli nokkru innar en Hvanná er. Þjóðvegurinn liggur um hlað svo að segja á báðum bæjum og tala Hvannárbýlin bæði bezt sinu máli. Slík umsvif eru Jöni vafalaust að skapL Sá mann- dóms- og fratnfarahugur var I kempunni og ég hefi t.d. litil lega dregið fram dæmi um hann með frásögninni af þing- störfum hans og baráttu fyrir járnvinnshi við Héraðsflóa Jónas Pétursson. lEsm DRCLECR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.