Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRtL 1971 19 Óx viður af V í si Drög að sögu dagblaðsins Vísis ef tir Axel Thorsteinsson komin út í DAG kemur í bókaverzlanir í Reykjavík og nágrenni bókin „Óx viður af Vísi' með undir- titlinum „Dagblað í sextíu ár“. Höfundur er Axel Thorsteinsson rithöfundur og blaðamaður og setur hann þar fram drög að sögu dagblaðsins Vísis. í eftirmála segir höfundur að Jóna-s Kristjánsson ritstjóri Vísíb hafi átt hugmynd að verkinu og viljað fá samda sögu Vísis. Síð- an segir höfundur: „ . . . Mér var ekki stætt á öðru sem gömlum Vísismanni en reyna þetta, gera það, sem ég taldí mér fært, eða að ganga frá bók, sem yrði drög að sögu blaðs iinis, frásögn, lýsing á liðnum tíma, að meginefni um stofnun blaðsims og frumbýlingsár og rit stjórnarár þeirra Jafcobs Möilers og Páls Steingrímssonar, ásamt ágripi, sem næði til þess tíma, sem erm er eigi f jær en svo, að hann er ógleymdur. Af framan- Olíu- fundur — Jakobson Framhald af bls. 1 stjómir Arabaríkjanina leggist gegn tilnefningu finnska fulltrú- ains, séu litlir sem engir mögu- leifcar á að hann taki við emb- ættinu, þar sem Sovétríkin og þá væntanlega öninur kommúniista- ríki, muni styðja Arabastjómim- ar, Jakobson hefur hingað til ver- ið talinn einn líklegasti eftirmað- ur U Thants, en þó eru ýmsir aðrir nefndir, til dæmis fulltrú- ar frá Eþíópíu, Ceylon, Ghana og íran. Mörgum Arabarfkj um fiinnst að nú sé röðin komin að þeim að eiga aðalritara, en ef Jákobson fengi embættið yrði hann þriðji Skandinavinn sem gegndi því. Hinir tveir voru Trygve Lie og Dag Hammar- skjöld. — Fjórtán bátar Framhald af bls. 32 ur RE 65 en hann var með 7 tonn, sem fóru til vininslu í Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Sam- kvæmt upplýsingum frá Granda- radíói mun vera erfiðleifcum bundið fyrir utanbæjarbátana að fá löndun í Reykjavík, þar sem frystihúsin hafa nóg verk- efni fyrir það starfsfólk sem fyr- ir hendi er, og erfiðleikum er bundið að fá nægjanlega margt starfsfólk til frystihúsavinnu. Einn hásetanna af bátunum, sem komu til Reykjavíkur tjáði Morgunblaðinu að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir því, að bátarnir væru að veiðum á svæði ætluðu línubátum, enda eng- inn linubátur verið á þessum slóðum. Skipstjórarnir vildu ekkert um málið segja. — Holland Framhald af bls. 1 urnar eftir kosningarnar, sem hafa valdið mikilli óvissu og er óttazt að margir mánuðir líði áð- ur en línurnar skýrast og unnt verður að mynda nýja sam- steypustjórn. Fréttamenn benda á, að kosningaúrslitin virðist benda til þess að kjósendur séu hættir að kjósa samkvæmt trúar- skoðunum heldur ráði nú félags- leg og pólitísk afstaða þeirra hvernig þeir kjósi. 1 kosningun- um að þessu sinni voru kjósend- ur ekki skuldbundnir að kjósa í fyrsta skipti og kann það að hafa haft áhrif á úrslitin. Um átta milljónir kjósenda neyttu at- kvæðisréttar síns eða um 78%. Nýkjörið þing kemur saman 11. maí til þess að ræða stjórn- málaástandið og stjórnarmynd- un. Stjórnarflokkarnir hlutu um 45% atkvæða miðað við 56% ár- Ið 1967, en fylgi vinstri flokk- anna jókst úr 28 í 34%. Verð- bólgan var aðalmál kosninganna. Bankastjóri landsbankans, Jelle Zijlstra, varaði við því rétt fyrir kosningarnar að efnahagsástand- Ið væri stórhættulegt og hvatti til þess að endir yrði bundinn á tilgangslausar verð- og kaup- hækkanir. á landgrunni Danmerkur FÉLAGIÐ „Dansk Under- grunds Konsortium", sem tek- ið hefur að sér að leita að olíu á danska landgrunninu í Norðursjó, hefur nú fundið stærsta olíu- og gassvæðið, sem fundizt hefur til þessa í þeim hluta landgrunnsins, er tilheyrir Danmörk. Samanbor- ið við olíufundina á svonefndu Ekofisksvæði, sem tilheyrir Norðmönnum, þykir þetta þó ekki mikið magn. Olía sú, sem þarna hefur fundizt, hefur brennisteins- innihald, sem er undir 1%. Samsvarar það brennisteins- innihaldinu í þeirri oliu, sem fundizt hefur á norska land- grunninu. Brennisteinsmagn- ið er því mun minna í þessari olíu en þeirri, sem unnin er í Arabalöndunum. Brenni- steinsinnihaldið í olíunni þar er víða 3—4%. Olíufundurinn nú átti sér stað á suðvestursvæði danska landgrunnsins í Norðursjó, sem áður hafði verið deilt um milli Vestur-Þjóðverja og Dana. — Landgrunnið Framhald af bls. 32 5. Til fulls ber að hagnýta við undirbúning hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973 hag- stæða þróun 1 vi! Islendingum varðandi rétt strandríkis til fisk veiðilögsögu á hafsvæðum þess, 6. Gera ber öðrum þjóðum ljóst að tímasetning útfærslu fiskveiðilögsögunnar kann að ákvarðast fyrirvaralaust fyrir hafréttarráðstefnuna 1973 t.d. ei sókn erlendra fiskiskipa eykst verulega á Islandsmið. 7. Nú þegar verði unidirbúnai tímabundnar friðunaraðgerðir til vemdar ungfiski á landgrunns- svæðinu, þar sem viðurkennt er, að um helztu uppeldisstöðvar ungfisks og hrygningarsvæði nytjafisks sé að ræða. 8. Gerðar verði ráðstafainir nægjanlega viðtækar til þess at tryggja eftirlit og vamir af ls- lands hálfu gegn því, að hafií kringum Island geti orðið fyrii skaðlegum mengunaráhrifum. 9. Landhelgisgæzlan verði stói aukin með nýjum flugvélum og skipum og starfsaðstaða í landi bætt til að mæta auknum verk efnum vegna væntanlegrar frið unar. Eftirlit með erlendum fiski skipum á landgrunnsmiðunum verði aukið og sókn þeirra skráð Að lokum leggur iandsfundur- inn sérstaka áherzlu á, að sam staða og einhugur einkenni bar áttu íslendinga í þessu mikla lífs hagsmunamáli, sem hafið ei langt yfir dægurþras og flokks pólitíska togstreitu. iesio ovöuni DRGIECR Kynnisferð Gerhardsons: Vill þrýsting USA á Grikki Axel Thorsteinsson. greindum ástæðum og vegna þess, að mér varð því hugstæð- ara því lengur sem ég hugieiddi hlutverk mitt, að gera gamla tímanum sem bezt skil nær frá- sögn mán aðeins til ioka þess tknabils, sem Hersteinn Pálsson var einn ritstjóri." Höfundur segir ennfremur að verikið hafi tekið allan hans frí- tíma síðan hann hætti ritstörf- um á Vísi haustið 1969. Bókin, sem er rúmar 200 blað- síður, sfciptist í eftirfarandi 'kafla: Inngang, Frumbýlingsárin, kafla um ritstjóratíð Gunnars Sigurðissonar frá Selalæk, kiafla um ritstjóratíð Hjartar Hjart- arsonar og Andrésar Bjömisson- ar 1915, kafla um ritstjóratíð Jákobs Möllers 1915—1924, kafla um ritstjóratíð Páls Steingríms- sonar 1924 til 1938, Minninga- brot frá starfsárunum 1924— 1938, Ritstjóratímabil Kristjánis Guðlaugssonar og Hersteins Páls sonar og loks kaflann „Konan við hlið baráttumaninsiin3“; frá- sögn Margrétar Hjartardóttur Líndal um „fortíð og fyrstu daga Vísis“. Bókin er mikið mynds'kreytt. Osló, 29. apríl. NTB. EINAR Gerhardsen, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagði á blaðamannafundi í Osló i dag að lokinni fjögurra daga kynnis ferð til Grikklands, að hann væri ekki viss um að bezta leiðin til að leysa Grikklands-málið væri að taka það fyrir á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hann taldi vænlegra til árangurs að hefja óformlegar viðræður við bandaríska forystumenn. Hann lagði áherzlu á að til lengdar mundu Bandaríkjamenn vinna hagsmunum sínum tjón með stuðningi við grísku herforingja stjórnina. Gerhardsen fór til Aþenu ásamt Knut Frydenlund þing- manni til þess að viða að sér upplýsingum um ástandið í land inu fyrir norsku Grikklands- nefndina. Hann ræddi við starf- andi utanríkisráðherra, Pala- mos, og fulltrúa stjórnmála- flokka landsins, sem eru bann- aðir. ■ Grísku stjórninni var skýrt nákvæmlega frá því sem hann tók sér fyrir hendur og við hverja hann talaði. Gerhard sen furðaði sig á því að and- stæðingar stjórnarinnar hefðu verið óhræddir við að láta í ljós skoðanir sínar, en benti á að þeir væru kunnir stjómmála menn. Að sögn Gerhardsenis óttast stjórnmálamennirnir ekki of- sóknir þar sem Bándaríkj amenn viti að fangelsanir kunnra stjómmálamanna muni aðeins baka þeim óþægindi. Gerhard- sen sagði hins vegar að ástand- ið væri miklu verra en hann hefði búizt við. Hann kvað stjórnmálaforingjana hafa um þessar mundir hugann mest við áskorun um lýðræði og 'mann- réttindi, sem var birt á 150 ára afmæli sjálfstæðis Grikklands 23. marz og undirrituð var af 150 kunnum Grikkjum. Tveir stærstu stjórnmálaflokkamir hafa síðan lýst yfir stuðningi við yfirlýsinguna og telja marg- ir að hún geti orðið grundvöll- ur samstöðu allra stjórnmála- flokka og myndunar nýrrar stjórnar eftir daga herforingja- stjórnarinnar. Gerhardsen lét í ljós undrun á árásum Andreasar Papan- dreous á meinta þátttöku Bandaríkjamanna í byltingu her foringjanna 1967. Hann kvað það skoðun grískra stjórnmála- manna að vinsemd meirihluta Grikkja _ frá dögum borgara- styrjaldarinnar hefði horfið eft- ir valdatöku herforingjastjómar innar, og væri einkum íhalds- menn gramir. Gerhardsen sagði, að þótt Bandaríkjamenn hefðu ekki komið herforingjastjórn- inni til valda, héldu þeir henni við völd. Hann kvað stjómmála mennina ekki hafa áhuga á því að Grikkland segði sig úr NATO, en sagði að aðildarlönd bandalagsins yrðu að gera Bandaríkjunum grein fyrir því að NATO mundi glata Grikk- landi ef herforingjastjóminni yrði leyft að vera áfram við völd. SriSGÖTV) A6 SI Dömur! Nýkomið! • STUTTBUXUR ÚR RÚSKINNI • STUTBUXUR ÚR FLAUELl • PILSBUXUR MEÐ VESTI • POKABUXUR MEÐ PEYSU • PILS ÚR RÚSKINNI • KJÚLAR • DRAGTIR • RÖNDÓTT VESTI • KAPUR • BLÚSSUR • PEYSUR • DERHÚFUR ^ • HALSBÖND • BELTI Opið til kl. 4 á laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.