Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGIJR 30. APRlL 1971 15 * Fuglaverndarfélag Islands: Haftyrðill að hverfa og keldusvínið í hættu AÐALFUNDUR Fuglaverndarfé lags íslands var haldinn í Norr æna húsinu 26. marz sl, Formaður félagsins Magnús Magnússon prófessor flutti skýrslu um starfsemina síðast- liðið starfsár. Eins og und- anfarin ár hefur félagið fylgzt með sjaldgæfum fuglategundum og þá einkum haferninum, en einnig öðrum tegundum sem í hættu eru að verði útrýmt hér lendis af manna völdum. Formaður las upp skrá fugla í Evrópu frá Alþjóða Náttúru verndarráðinu um fugla þá sem eru í mestri hættu. Þar er haf- tyrðill efstur en síðan haföm inn. Noregur er eina landið í Evrópu, þar sem örninn er ekki í biáðri haettu, en sl. ár var hann þar alfriðaður, en á íslandi var hann alfriðaður 1916. Örfá pör eru hérlendis af haftyrðli og er r«ík>rðut m i nrsvix Keldusvín V«l» (IM IVBWll Haftyrðill nauðsynlegt að varpsvæði hans sé algerlega friðað og lokað. — Örninn er hér enn í mikilli hættu og má í engu til slaka næstu áratugi ef takast á að ná stofninum upp, þar eð hann hefur komizt í mjög hættulegt lágmark. Þá skýrði formaður frá því að athugun hefði verið gerð á keldusvíni en það er miklum erf iðleikum bundið að fylgjast með því. Þó er augljóst að það er horfið úr vissum landshlutum, og má fullyrða að þar sé mink ur valdur nr. 1, á eftir því má telja þurrkun áveituland- svæða. Fræðslufundir voru haldnir mánaðarlega og voru þeir yfirleitt mjög vel sóttir. Rætt hefur verið um að félagið hefji útgáfu. fræðslurits um fugla og verndun þeirra og er mál það í athugun. Tala félaga er nú 259. Reynir Armannsson las reikn inga félagsins og voru aðalút- gjaldaliðir kostnaður við fundar höld og gæzla á varpsvæðum arnarins. Til þess að félagið geti starfað þarf það að hafa miklu meira fjármagn til ráð- stöfunar og háir þetta mjög starfsemi þess. Aðeins tveir að ilar hafa styrkt félagið með fjárframlögum: Frú Ásta Egg- ertsdóttir Fjeldsteð, ísafirðd og dönsk hjón sem hér voru á ferð og gáfu upphæð sem svar aði gæzlukostnaði eins arnar- hreiðurs. Færir félagið þeim þakkir sínar og virðingu. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Magnús Magnús- son, prófessor, formaður, Jón Baldur Sigurðsson, kennari, rit ari og Reynir Ármannsson full trúi, gjaldkeri. FRYDENBO Hydrapilot STÝRISVÉLAR. Sjálfvirk, rafknúin vökvastýrisvél fyrir fiskibáta og stærri skip. Kynnið yður kosti og kjör FRYDENBÖ stýrisvélanna. Hverfisgötu 6, sími 20000. Klapparstíg 26, sími 19800, Bvk. og N Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. Það þarf talsvert til að standa fremst á þýzkum sjónvarps- markaði. Tæknileg fullkomnun, glæsi- bragur og úrval ólíkra gerða segja sitt. Nordmende þýðir að njóta þess bezta. Óskirnar fá menn uppfylltar þar sem úrvalið er mest. Verð frá kr/18.500.00 Útborgun kr. 5.000.00 Eftirstöðvar á 10 mán. MARKAÐSKYNNING Hluthafar í Loðdýr hf. Munið eftir markaðskynningunni í Tjarnarbúð sunnudaginn 2. maí kl. 10 fyrir hádegi til 5 eftir hádegi Stjórn Loðdýrs hf. <z pAifyiuteý NÚ ERU HÚSIN TVÖ I Aðalumboð opið laugard. til kl. 6 og sunnud. 2-6 Sala á lausum miðum stendur yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.