Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1971 Islandsmót í badminton um helgina Fleiri keppendur en nokkru sinni fyrr fSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í badniinton fer fram í Reykja- vik nú um helgina og verður það langf jölmennasta badmin- tonmót sem haldið hefur verið hérlendis. Keppendur i því verða 85 — flestir frá Tennis- og bad- mintonfélagi Reykjavíkur. 48. Má búast við mörgum jöfnum og skemmtilegum leikjum i mótinu að þessu sinni, þar sem breiddin í þessari íþróttagrein hefur farið mjög vaxandi, ekki sízt eftir að fram á sjónarsviðið komu ungir og mjög efnilegir piltar. Mótið hefst kl. 2 á morgun í Laugardalshöllinni, en úrslita- leikirnir fara fram á sama stað á sunnudaginn og þá hefst keppnin einnig kl. 2. Sem fyrr segir verða 85 kepp- andur í mótinu, 48 frá T.B.R., 16 frá K.R., 4 frá Val, 6 frá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar, 7 frá Iþróttabanda- lagi Akraness og 4 frá Iþrótta- bandalagi Vestmannaeyja. Alls verða leiknir um 100 leikir í mótinu. Má búast við því að þekktustu leikmennirnir í iþrótta greininni verði nú að hafa tölu- Reykjavíkurmótið: Víkingur vann Ármann 4-0 Guðgeir og Eiríkur skoruðu mörkin MARGUR hafði búizt við því, eftir ágæta frammistöðu Ár- mannsUðsins í leik þess við Þrótt á dögunum, þá myndi það veita Víking harða keppni i leik liðanna sem fram fór í fyrra- kvöld. En Ármannsliðið brást þeim vonum. I»að átti nú til muna lélegri leik, og varð að sætta sig við að Víkingar hefðu töglin og hagldirnar i leiknum allt frá fyrstu mínútunni til hinnar síðustu. I>rátt fyrir góðan Bigur Víkings í þessum leik 4:0, var knattspyma þeirra ekki mikils hróss verð. Hún var oftast nokkuð stórkarlaleg og ónákvæm. Til þess að ná veru- legum árangri þurfa Víkingarn- ir að fínpússa lið sitt, og láta af þeim vonlausu tilraunum til markskota, sem þeir sýndu í þessum leik. Ármenningar urðu fyrir áfalli þegar á fyrstu mínútu leiksins, en þá tókst Guðgeiri Leiíssyni að skora úr, að því er virtist, fremur hættulitlu tækifæri. Komst hann inn að vitateig Ár- menninga, og þegar markvörður þeirra hljóp út, vippaði Guðgeir yfir hann og í netið 1:0. Á 10. mínútu skoraði svo Eirík ur Þorsteinsson annað mark Víkinganna, er hann fékk skyndilega boltann í góðu færi. Var staðan þar með orðin 2:0. Fleiri mörk voru ekki skoruð i fyrri hálfleik, og bar þá mest á þófi, sem gaf sjaldan góð tæki- íæri. Áberandi var einnig hvað einstakir leikmenn Víkings reyndu að gera mikið sjálfir og skjóta langskotum að marki Ár- manns, sem ýmist fóru fram hjá eða markvörðurinn átti auð- velt með að verja. Bezti leikkafli Ármenninga í þessum leik var upphaf síðari hálfleiks, en þá sóttu þeir mjög stíft og fengu marktækifæri, sem þó nýttust ekki. Þegar líða tók á leikinn náðu svo Viking- amir aftur yfirtökunum og skor- uðu tvö mörk. Voru þar enn Eiríkur Þorsteinsson og Guð- geir Leifsson á ferðinni, og voru bæði mörkin skoruð úr góðum færum, sérstaklega þó mark Guðgeirs. Áberandi bezti maður vallar- ins í þessum leik var Guðgeir Leifsson, og er sannarlega eng- in tilviljun að hann skuli nú vera valinn í landsliðshópinn. Guðgeir er mjög laginn leik- maður, og þegar hann hættir að skjóta úr jafn vonlitlum færum og hann gerði í þessum leik, og reynir frekar að spila samherja sína uppi, þá verður hann kom- inn í allra fremstu röð íslenzkra knattspyrnumanna. 1 Víkings- liðinu sýndi hin ungi piltur, Eiríkur Þorsteinsson, einnig at- hyglisverðan leik, en í Ármanns- liðinu var Sigurður Leifsson einna beztur, en fékk þó lítið ráðrúm til athafna, þar sem Vikingsvörnin var jafnan á varð- bergi er hann fékk boltann. vert fyrir því að komast í úr- slitakeppnina á sunnudaginn, og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig viðureign hinna ungu meistara og eldri mann- anna lyktar. Meðal keppendanna eru t.d. Haraldur Korneliusson, sem varð þrefaldur Reykjavíkur- meistari á dögunum, og Öskar Guðmundsson, K.R., sem verið hefur Islandsmeistari í einliða- leik átta sinnum á sl. 11 árum. Auk meistaraflokks karla verður keppt í nokkrum öðrum flokkum, svo sem 1. flokki og „Olds boys“-flokki, og er þetta x fyrsta skipti sem keppni fer fram í honum á íslandsmóti hér- lendis. Einnig verður keppt í kvennaflokki og má þar búast við skemmtilegri keppni, ekki síður en í karlaflokkunum. Á síðasta meistaramóti vann Óskar Guðmundsson, KR, til eignar bikar sem Jón Jóhannes- son hafði gefið til keppni í ein- liðaleik karla. Nú hafa verið gefnir tveir forkunnarfagrir bik- arar, sem keppa skal um í þess- um flokki. Hinn kunni badmin- tonleikmaður, Einar Jónsson, gaf annan, og verður nú keppt um hann í fyrsta sinn. Hinn bik- arinn gáfu Anderson og Lauth h.f., en beðið verður með keppni um hann, unz bikarinn sem Einar gaf hefur unnizt til eign- ar. Bikarar þessir hafa verið gefnir sem sigurlaun í einliðaleik karla. Bikarinn t.v. gaf Einar Jónsson og verður nú keppt um hann í fyrsta sinn, Hinn bikarinn var gefinn af Anderson og Lauth h.f. Tvö héraðsmet — á innanhússmóti Breiðabliks KÓP A V OGSMEIST ARAMÓTIÐ i frjálsum Sþróttum innanhúss, var háð sunnudaginn 28. marz sl. Þáttaka var góð í mótinu, enda mildll áhugi á frjálsum íþróttum í Kópavogi. Tvö héraðs met voru sett, Hafdís Ingimars- dóttir stökk 2.54 í langstökki án atrennu og Kristin Bjömsdóttir stökk 1,55 m i hástökki, gott af- rek miðað við aðstæður og má ætla að þess sé skammt að biða að hún bæti fslandsmetið i þess- ari grein. Árangur i einstökum greinum var sem hér segir: KARLAR: 25 m hlaup Trausti Sveinbjörnsson Karl West Fredriksen Birgir Hauksson Framhald á bls. 20 íslandsmót í borðtennis fslandsmeistaramót í borðtenn is verður haldið 8j—9. maí n.k í Laugardalshöllinni. Keppt verður í öllum grein- um karla, kvenna og unglinga. Ef þátttaka verður mikil er nauðsyn að keppa í undanrásum í viltunni áður. Er því nauðsynlegt að menn tilkynni þátttöku fyrir mánu- dagskvöld 3. maí til skrifstofu ÍSÍ, simi 30955. Þátttökugjald er 100 krónur. Borðtennisnefnd ISf sek. Fram sigraði Kristín Bjömsdóttir. Staðan STAÐAN í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu er nú þessá: Fram 2 2 0 0 3:0 4 KR 2 1 0 1 3:4 2 Víkingar sækja að marki Ármanns i leiknum í fyrrakvöld. FRAM sigraði KR í Reykjavik- urmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi með 2 mörkum gegn engu. Staðan í hálfleik var 1:0. Vikingur 2 1 0 1 4:1 Ármann 2 1 0 1 3:5 Valur 1 0 0 1 2:3 Þróttur 1 0 0 1 1:3 Sumargolfhefst SUMARSTARFSEMI Golfklúbbs Ness hefst formlega á morgun, laugardaginn 1. maí. Verður þá skálinn og völlurinn opnaðir formlega, en leikið hefur verið á honum allmikið að undan- förnu. Vetrarreglur munu þó gilda á veliinum til 1. júní. Á morgun, laugardag, verður fyrsta keppni klúbbsins á sum- ardagskránni. Er það svonefnd Flaggkeppni, 18 holu höggleik- ur með forgjöf. Kappleikjaskrá klúbbsins er í pósti á leið til félaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.