Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1971 11 f kvöld: Zorba „Ástkæra Búbulína mín, gamla valkyrja og vopnasystir“ Zorbadansinn. Nikos og Zorba. Jón Gunnarssson og Róbert Arnfinnsson. Ljósmyndir Mbl. Kristinn Benediktsson. Suzanne Brenning: í hlutverki forsöngrvarans, en liún syngur á reiprennandi íslenzku. Og heilt þorp myrti eina ekkju. „Ég þekkti einu sinni mann, sem g;róðursetti möndlutré þeg ar hann varð níræður. Hann Ufði hverja mínútu eins og hann ætti alis ekki fyrir sér að deyja. Ég Ufi eins og ég ætti að deyja á næstu mínútu". I>að er Zorba sjálfur sem taiar og þeg:ar Zorba talar skyldi maður hlusta. Fáar per- sónur bókmenntanna hafa lirif- ið hugi fólks jafn innilega og Grikldnn Zorha á siðustu ár- um. Stóran þátt í því átti liin vinsæla mynd Zorba með tón- list eftir Grikkjann Theodórak- is, en nú flytur Þjöðleikluisið bandaríska útsetningu á Zorba sem söngleik. Höfimdur skáld- sögunnar Zorba, Nikos Kazant- zalds, fæddist á Krít árið 1885. Hann hlaut skólamenntun sína i Aþenu og síðar í París, en snemma hóf liann að stimda bókmennt astörf. Einna frægast ur hefur Kazantzakis orðið fyrir skáldsögur sinar, scm eru rit- aðar í kraftmiklum stil og spanna frumstæða dulúð og nakið raunsæi. „Ég lifi eins og ég ætti að deyja á næstu mínútum", sagði Zorba. Lýsir homun vel, því Zorba er ekki manneskja, sem róast með aldrinum eins og sagt er. Zorba er alltaf vak- andi, vakandi fyrir þvi já- kvæða, tilfinningarika og liam ingjusama. Zorba er engin regla og Zorba gæti aldrei haft nafnnúmer. Hann er tilfinning og blóð manneskju, sem lifir vegna lífsins, livort sem það er rauðvínsglas í grísku fjalla þorpi, magadansmær í Aþenu, blóm inn milU jökla íslands eða svartfugl i vangaveltum á bjargsyUu í Eyjum. Sagt er að allir vildu Lilju kveðið hafa og iíklega eiga allir eitthvað af þrám Zorba, þrám sem honum var lifsnauð- synlegt að fá útrás fyrir. Ein er þó þráin stærst, konan, og þar sem Zorba er getur hugmynd- in að rauðsokku ekki fæðzt. Því Zorba fær konuna til þess að muna eftir hlutverki sínu og eðli og Zorba veit að sá er að éta sjálfan sig sem reynir að breyta náttúrulögmálinu. Andi Zorba rikti í Þjóðleik- húsinu, þegar okkur bar að garði eitt kvöld fyrr í vifcunni til þess að fylgjast með æfingu. Reyndar var okkur allt í einu og þvert ofan í gefin loforð bannaður aðgangur inn í húsið, skýrt og skorinort, en vegna rólegs eðl- isfars okkar úr íslenzkum jarð- vegi sátum við hinir blíðustu frammi á gangi, eða svo gott sem, og biðum þess, að stjóm- Zorba tuttlar við Búbúlínu sína ástkæru og þorpið fylgist með. endur stofnunarinnar næðu aft- ur áralaginu í æsispennandi hamförum kapphlaupsins milli síðustu æfinga og frumsýning- ar umfangsmikils leikhúsverks. Að vísu sátum við ekki orð- lausir þótt við værum orðiaus- Framhald á bls. 24 Skýrari mynd — stærri mynd— ,. flötur — aðeins 5000 kr. útborgun Munið að þegar þér ætlið að kaupa fyrsta sjónvarpstækið, eða það næsta, að „PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI“ W HEIMIUSTÆKI HAFNARSTRÆTI 3, SlMI 20455 SÆTÚN 8. SÍMI 24000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.