Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971 21 Jón Pálsson: Opið bréf — til 11. þingmanns Reykja- víkur, Ólafs Björnssonar Háttvirti alþingismaður og prófessor, Ólafur Björnsson. Liljur vallarins og fuglar him insins bera ekki kvíðboga fyrir morgundeginum, og vissulega gerum við það ekki heldur. En dagar koma eftir morgundaginn, sem eru öllu kviðvænlegri. Ég skil ekki fyllilega hvers vegna yður er kvíði í brjósti, því það hefir sýnt sig að okkar ágæta stjórn kann ráð við öllu. Það sem gæti gerzt, í haust að lokinni verðstöðvuninni, er að launþegasamtökunum takist að knýja fram töluverðar kaup- hækkanir, langt um fram það sem aukning framleiðslunnar nemur, og auðvitað með fullri visitölubindingu, með þeim af- leiðingum að útflutningsatvinnu vegirnir yrðu reknir með tapi, viðskiptajöfnuðurinn yrði sífellt óhagstæðari, og verulega myndi halla undan fæti fyrir islenzk- um iðnaði á erlendum og inn- lendum markaði. Þessi vand- ræði eru allt gartilir kunningj- ar, sem við höfum glímt við oft áður. Okkar hagrænu hælkrókar og sniðglímur á lofti hafa verið innflutningshöft, tollahækkanir, ba:ði til fjáröflunar og vernd- ar. Ýmis önnur brögð eru til- tæk eins og sérstakt yfirfærslu gjald, gjaldeyrisskömmtun, inn- flutningshöft og fjárfestingareft irlit. Við könnumst báðir við lyfseð ilinn sem hljóðaði upp á að ausa uppbótafé í atvinnuvegina og loka kaupgetuna inni. Það eru dómarar að þessum leik okkar, sem segja að þetta séu bolabrögð, þetta gangi ekki, við verðum að halda okk- ur við leikreglurnar. Þessir dóm arar heita GATT og EFTA. Lík- legt er að brátt verði þriðji dóm arinn kallaður til leiks. Sá heit- ir EBE. Getum við þá engum brögðum beitt? Eitt bragð er eftir sem hef ir reynzt okkur notadrjúgt til skamms tima. Þetta bragð heitir gengisbreyting, nánar tiltekið gengislækkun. Það er afar mis- jafnt hvernig orðið gengislækk- un virkar á menn. Þeir sem eru skuldugir núa saman höndum af ánægju, vegna þess að þeir vita Hugsum okkur að Jón Jóns- son hafi lánað Pétri Pálssyni kr. 100.000,- árið 1960 með 9V2% vöxtum til 10 ára, sem skyldu endurgreiðast með jöfnum af bor.gunum. Sérhver greiðsla yrði þá kr. 15.927.-. Tafla 1 sýnir hvernig verð- bólgan vinnur. Eins og fram kemur í töflu II er greiðslubyrðin léttari fyrir Pétur þegar litið er á öll árin í heild. Greiðslubyrðin er að með altali 2,3% léttari heldur en árið sem lánið er tekið, þrátt fyrir fulla vísitölubindingu. Lög um verðtryggingu fjárskuldbindinga voru gefin út sem lög nr. 71 6. maí 1966, en vegna áhugaleysis Seðlabankans og jafnvel nei kvæðrar afstöðu til sparifjáreig enda hefir minna orðið um fram kvæmd en skyldi. Fyrir nokkrum árum var J.N. inntur eftir því á fundi í Hagfræðafélaginu, hvað liði verðtryggingu sparifjár. Svaraði J.N. því til að hann sæi ekki ástæðu til að beita sér fyrir TAFLA I. 0.9001 15.927,—- 14.336.— 13.092— 0.8052 15.927,— 12.824.— 10.695— 0.7148 15.927. — 11.385. 8.672. 0.5984 15.927.— 9.531 — 6.630— 0.5571 15.927.— 8.873,— 5.637 - 0.4943 15.927.— 7873. 4.567. 0.4751 19.927.— 7.567— 4.009. 0.4174 15.927.— 6.648. 3.216— 0.3364 15.927,— 5358— 2.367— 0.2947 15.927.— 4694— 1.894— Samtals 60.779.- Kaiipmáttiir ÁR krónnnnar Afborgun 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 Niðurstaðan er sú að verðbóig an hefir greitt niður tæplega 40% af láninu fyrir Pétur Pét- ursson, nánar tiltekið kr. 39.221.-. Ef Pétur hefði brotizt inn til Jóns árið 1960 og stolið frá hon- um kr. 40.000.—, þá hefði það verið talið glæpur, Pétur flekk- að mannorð sitt ogTilotið sina refsingu. Ef Jón hefði lagt þess ar kr. 100.000.— á 9%% vexti ár- ið 1960 og látið þær standa óhreyfðar í 10 ár hefði höfuð- stóllinn rýrnað um 27%. Fyllumst við ekki réttlátri reiði gagnvart þessu óréttlæti. Getum við komið í veg fyrir að verðbólgan hygli sumum á kostnað annarra, einkum þeirra sem mega sin lítils? Við vitum báðir að lausnin er fyrir hendi. Það er hægt að stöðva ósómann með vísitölubindingu fjár- skuldbindinga. Hefði það ekki komið sér illa fyrir skuldunautinn og íþyngt honum um of? Við skulum nú athuga það nánar. Einfaldast er að bera saman vísitölu verðlags og kaupgjalds. Hugsum okkur að Pétur sé ófaglærður verkamaður. Raunvirði afborgunar Núvirði Raunvirðis verðtryggingu sparifjár meðan laun væru óverðtryggð. Auk þess væru tæknilegir annmark- ar á þvi. Báðar röksemdirnar eru gersamlega út í hött. Sú fyrri fellur á því að verka lýðshreyfingin getur bætt sér upp verðhækkanir með tíðum grunnkaupshækkunum. Siðari röksemdin er einnig barnalega vanhugsuð. Verðtryggingu er einfaldast að framkvæma með því að taka upp þunga krónu eins og um erlendan gjaldeyri væri að ræða. Mér er ljúft að skýra hug- mynd mína aðeins nánar fyrir yður. Hugsum okkur að A. leggi inn kr. 1.000.— þegar vísitalan er 181 stig. Þá margfaldar bók- arinn innleggið með 100/181 sama sem 0.5525 og bókar inn- leggiö þungár krónur 552.50. Síð an eru reiknaðir dagvextir af þessum þkr. 552.50 á sama hátt og núna eru reiknaðir dagvext- ir af kr. 1000. . Nokkru seinna, þegar visitalan er komin í 195 stig tekur A. út kr. 500.— þá margfaldar bókarinn úttekt- ina með 0.5128 og bókar þkr. 256.40 sem úttekt. Eftir standa þá þkr. 296.10 sem jafngilda kr. 577.40. Við skulum taka annað dæmi, dæmi um víxil til þriggja mán- aða. B. tekur 10.000. — króna víx il þegar vísitalan er 131 stig. Hann samþykkir þá víxil fyrir þkr. 7633.60. Þremur mánuðum seinna þegar vísitalan er orðin 135 stig greiðir B. þessar þungu krónur með krónum 10.305.40. Svona einfalt er þetta. Innleiðsla þungu krónunnar táknar að vexti mætti lækka töluvert frá því sem nú er. Eins og við báðir vitum þá er verð- bólga bölvaldur sem verður að uppræta. Takist ekki að upp- ræta hana, þá verðum við að berjast gegn siðspillandi áhrif- um hennar með kjafti og klóm og til þess tel ég að nota mætti þungu krónuna. Höfuðástæða verðbólguþró- unar undanfarandi ára er að okkur hefir skort fastan punkt í hagkerfið. Þá á ég við að i tekjusveiflu undanfarandi ára var um tvær skynsamlegar leið- ir að ræða til að forðast verð- bólgu. 1. Halda genginu föstu en láta kaupgjaldið lækka þeg- ar þjóðarframleiðslan minnkaði og viðskiptakjör versnuðu (Um þessa leið hafði, að ég hefi heyrt, náðst samkomulag haust- ið 1967, en horfið var frá henni þegar pundið féll). 2. Halda kaupgjaldi föstu, lækka gengið, en hækka það aftur með batn- andi viðskiptaárferði. Þessi leið var til umræðu fyrir tæpu ári, en vegna kenja aðila vinnumark aðarins var verðbólgan valin. Sú stefna var þvi valin að láta verðbólguna jafna tekjunum um þjóðarlíkaman, en dýrtið tapinu. Ég álít að þunga krónan sé sá fasti punktur, sem okkur vant- ar í hagkerfið. Þunga krónan leysir ekki allan vanda, en hún kemur i veg fyrir að hægt sé að hagnast á verðbólgunni eins og í rúllettu, þar sem aðeins kem- ur upp annar liturinn, og að- gangur er takmarkaður. Erum við ekki báðir sammála um að nógu lengi höfum við búið í hag- rænu spilavíti. Mestu máli skiptir að menn skilji samhengi kjarabaráttunn- ar og geri sér grein fyrir að annars vegar stendur deilan um tekjuskiptingu milli fjármagns og vinnuafls og hins vegar um tekjuskiptinguna milli launþega innbyrðis. Það er miklu rökrét.t ara að sjómenn semji við trésmiði og lækna heldur en út- gerðarmenn, vegna þess að þeir fyrr nefndu bitast um 70% af kökunni, en þeir síðarnefndu um 30%. Heildarsamningar yrðu því mikilvægt spor í rétta átt. Nýlega hafa náðst heildar samningar milli B.S.R.B.' og hins opinbera. Mörgum fannst sinn hlutur fyrir borð borinn, en samningsgerðin hefir þó tek- izt þolanlega í heild. Það er vissulega langt stökk frá samn- ingum sem ná til nokkurra þús- unda opinberra starfsmanna til samninga sem næðu til 80.000 manns. Slíkir samningar eru ekki neitt einsdæmi. Hjá Almennum vélum h.f. læt- ur nærri að starfi um 800.000 manns. Hingað til hafa samning- ar hjá A.V. að mestu gengið stórslysalaust. Til þess að ná samkomulagi á sómasamlegum tíma tel ég að að ferðir þær sem tíðkast við páfa- kjör komi vel til greina. Enn fremur verðum við að gera þá kröfu til Seðlabankans sem honum er falið samkvæmt 3. grein laga nr. 10 frá 1961, að annast seðlaútgáfu og vinna að þvi að peningamagn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt mið að við það að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta at- vinnuveganna sé hagnýtt á sem beztan og hagkvæmastan hátt. Með þetta í huga og ósk um að þér munið bera gæfu til að berjast fyrir smælingjann í þjóð félaginu og taka upp hanzkann gegn göngunni fram af brúninni, kveð ég yður með vinsemd og virðingu. Reykjavik á þorraþræl, Anno Domini 1971 flón Pálsson. S.Ó.-BÚÐIN Drengjafatnaður, kuldaúlpur. anorakkar, útsniðnar buxur, nærfatnaður, skyrtur mislitar, rósótt bindi, sokkar í skærum litum, dralonpeysur, sportsokkar og tl. Fyrir herra nærföt og sokkar. S.Ó.búðin, Njáisgötu 23, sími 11455. TAFLA II. af gamalli reynslu að þótt fyrstu áhrif gengislækkunar séu dýr- Ár Verð- visitala Kaupgjalds- vísitala Greiðslu byrði tið, þá fylgir verðbólgan i kjöl- farið og hún léttir skuldabyrð- 1960 100.0 100.0 1.0000 ina. En þeir sem trúðu því að 1961 111.1 106.1 1.0471 sparnaður væri undirstaða fjár- 1962 124.2 118.5 1.0481 festingar," fjárfesting undirstaða 1963 139.9 134.9 1.0371 hagvaxtar, 'og sparnaður þar af 1964 167.1 166.2 1.0054 leiðandi dyggð, sérstaklega á 1965 179.5 191.1 0.9393 þenslútímum, og allir smælingj- 1966 202.3 228.5 0.8853 arnir (vil ég í þessu sambandi 1967 210.5 241.1 0.8731 vitna i grein sem Lúðvik Krist- 1968 239.6 255.8 0.9367 jánsson, rithöfundur skrifaði í 1969 297.3 288.7 1.0297 Mbl. fyrir tveimur til þremur ár 1970 339.3 351.1 0.9664 LÍTIÐ INN Hálsfestar úr tré, leðri, litlum perlum, kókóshnetum, skeijum og málmi. Hálsmen margskonar, hringar, armbönd, hnakkaspennur úr leðri, rússkinnsbindi, töskur og belti, ennisbönd og margt fleira. EITTHVAD FYRIR ÞIG? Verzlunin ÆSA, Skólavörðustíg 13. um) sjá nú ávöxt blóðs og svita brenna upp í eldi verðbólgunn- ar. Það er ekki vist að allir hafi gert sér grein fyrir því hversu stórfelld eignatilfærsla hefur átt sér stað á liðnum áratug frá þeim sem trúðu helgisögunni um græddu aurana, til þeirra sem veðjuðu á verðbólguna í okkar hagræna spilaviti. Skrifstofustúlka Stúlka með Verzlunarskólapróf, vön skrifstofustörfum hefur m. a. unnið eitt ár á skrifstofu í Englandi og með enskt próf á I8M götunarvélar óskár eftir atvinnu strax. Tilboð öskast send á afgreiðslu Morgunbl. fyrir 5. maí merkt: „7247". Mœðrabúðin Mæörabúöina vantar verzlunarhúsnæði sem fyrst. Upplýsingar í síma 12505 og 35140. ÝJAR KÁPUR í DAG Bernharð Laxdal, Kiörgarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.