Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971 >%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%*& MADDAMA Oxford, Englandi. ÞAÐ vakti athygli hér í Bretlandi fyrir nokkrum vikum, er konu með flug- maninsréttindi var neitað um starf hjá hinu stóra flugfélagi BEA á þeim for- sendum, að það væri ekki stefna félags- ins að ráða kvenfólk sem flugmenn. Varð þetta til þess að awka enm á um- ræðurnar um stöðu og réttindi kon- unmar í þjóðfélaginu og þörfina á um- bótum í þeim efnum, og blöðin notuðu tækifærið til að vekja athygli á laga- frumvarpi, sem ein af komunum í brezka þinginu, Joyce Butler’s, hefur flutt. Er það þess efnis, að bannað verði með lögum að útiloka konu frá starfi, námi eða starfsþjálfun á þeim forsendum einum, að hún sé kona. I>á er og kveðið á um, að bannað verði að auglýsa störf, þar sem tekið sé frarn að þau séu ekiki fyriir konur og bannað verði að útiloka konur frá verkalýðs- og stéttarfélögum á þeim forsendum, að þau séu ætluð körlum einum. Hefur frumvarpið þegar verið til fyrstu um- ræðu og vonir standa til, að önnur um- ræða verði einhvem tímanin í maí. Það er þröngt á mælendaslkránini í West- minster. Þótt fconur, sem numið hafa það, sem hingað til hafa oft verið nefndar „karla- greiinar“, eigi oft erfitt uppdráttar, þá verður það ekki sagt um eina af þess- um greinum, verkfræði. í verkfræðinni vantar fólk og á vegum brezku stjóm- arinm'ar hafa m.a. verið gerðar kvik- myndir um stúlkur við verkfræðistörf, til að sýna í skólum, og reyna þannig að laða stúlkur að þessari grein. f sunnudagsblaði Observer var fyriir nokkru mikil grein um kven-verfcfræð- inga og sem flestar hvattar til að slást í hópimm. Er þar m.a. rætt við bygg- ingaverkfræðing, rafmagnsverkfræðing, vélavertkfræðing, sérfræðing í srnurn- ingi á vélum, konu, sem teifcnað hefur ratsjá, sem notuð er um heim allan og konu, sem gerir teikningar af tölv- um. Kemur fram hjá stúlkunum í bygginga- og vélaverkfræði, að þegar þær byrjuðu að vinna á byggingasvæð- um og í verksmiðjum og áttu að stjórna körlum, hafi vilja brenna við að blístrað væri á eftir þeim, en með tímanum hafi öllu blístri verið hætt, og séu þær mú teknar sem verkfræðingar á vinnu- stað en ekki konur. Er lögð áherzla á að gera fólki ljóst, að þótt verkfræði- störf hafi krafizt mikils likamlegs styrks fyrir tveiimur öldum þá sé það heilinm, sem gildi á 20. öldimni. í Bretlandi er aðeins eimn af hverjum 500 verkfræðingum kona og hefur kon- um í stéttinni þó fjölgað um helming á fáum árum. Til samanburðar getur Observer þess, að í Rússlandi sé nær einn af hverjum þremur verkfræðing- um kona. Hjá Moskwitch bílaverkamiðj- unum í Moskvu starfa t. d. 1059 kven- verkfræðingar. Ein af ástæðunum fyrir því, hve fáar konur nema vísindagreinar í Bretlandi, er sögð sú, að í mörgum kvenmamennta- akólum sé ekki aðstaða til að veita það mikinn undirbúning í stærðfræði og eðlisfræði að stúlkurnar geti numið raungreinar er í háskólanm er komið. Er þetta einn af ókostunum við kvenna- menntaskóla, sem íslendingar eru bless- unarlega lausir við. í skólum þessum ríkir hið hefðbundna viðhorf til „kveninagreina" og kvennastarfa — áherzla er lögð á að kenna stúlkunum tungumál og hugvísindi svonefnd og þegar í háskólann kemur halda þær áfram á sömu braut. Athugun, sem gerð hefur verið á því hvar stúlkumar „lenda“ að háskólanámi loknu, sýnir, að meirihluti þeirra er í illa launuðum bamakennarastöðum. Mér er ekki kunmugt um hve margar íslemzkar konur hafa lokið prófi í verfc- fræði, en ég held þó að hægt sé að telja þær á fingrum annarrar handar. Nokfcr- ar munu vera við verkfræðinám og ein af þeim er Inga Hersteinadóttir, en hún stundar nám við háskólamm í Dundee í Skotlandi og lýkur þar B.Sc. Honours prófi í byggingaverkfræði í sumar. Verður hún fyrsta stúlkan, sem lýfcur prófi frá verkfræðideild Dundee-há- ' :............- Inga skóla. Þegar ég hitti Ingu fyrir slkömmu var hún að koma frá London, en þangað hafði hún skroppið til viðræðna við forstjóra stórs verktakafyrirtæfcis, sem „Laings“ nefnist — og buðu þeir henni tvær stöður: aðra við stækkun hafnarinnar í Southampton og hina við byggingaframkvæmdir í Norður-Lon- don. Starfsfólk þessa fyrirtækis skiptir þúsundum og í sumar stendur til að ráða 30 nýja verkfræðinga. Er Inga fyrsti kven-verkfræðingurinn, sem fyrirtækið býður vinnu. Inga hefur áreiðamlega ótal sinnum verið spurð að því, hvens vegna hún, stúlka, og kvenleg í ofanálag, hafi farið út í verkfræði. Hún svarar því til, að hana hafi langað til að leggja stund á einhverja grein, þar sem verkefnin væru viðamikil og árangur sæist af starf inu og helzt dottið verkfræði í hug. Henni hraus hugur við að legja út í 6 ára nám heirna og á Norðurlöndum — en þegar hún frétti að hægt væri að ljúka námimu á fjórum árum í Skot- landi fór hún þangað. Á fyrsta ári voru 105 í bekknum og var Inga eina stúlkan, en síðan hafa nokkrir helzt úr lestimmi. Bekkjarbræðumir og kenearamir bera hana á höndum sér og í vetur var hún kosin forseti verkfræðifélags háskólans. Á sumrin hefur Inga unmið við iand- mælingar í óbyggðum íslands á vegum Orkustofinunar. Þegar líður að lokaprófum á vori hverju senda brezk fyrirtæki fulltrúa sína til háskólabæja til viðræðna við verðandi „fræðinga" — og síðan bjóða fyrirtækin í þá, sem þeim lízt bezt á. Þar sem Inga hefur nokkurn hug á að vinna í Bretlandi fyrstu árin og fá starfsreynslu í beimu framhaldi af nám- inu, fór hún í viðtöl við fulltrúa nokk- urra verkfræðifyrirtækja. „Þeir tóku mér upp og ofan“, segir hún. „Flestir höfðu orð á því að ég væri „sérstakt tilfelli" sumir voru mjög almenmilegir, en eimn vildi losna við mig strax og hanm sá að ég var stúlka. Bn ég hélt honum uppi á snakki í hálftíma — fanmist hanm vel geta eytt á mig venju- legum viðtalstíma. Mér leizt einna bezt á tilboðið frá „Laings" og þeir báðu mig að koma til Londom til frekari viðræðna." „f byggimgaverkfræðinni er um tvenns konar fyrirtæki að ræða,“ held- Ur Inga áfram,“ aninars vegar ráðgef- andi fyrirtæki og hins vegar verktaka- fyrirtæki. Ég held að það sé betra að byrja á því að starfa hjá verktakafyrir- tæki og kynmast gangi mála þar. bæði á athafnasvæðunum og inni á skrifstof- um og fara síðan til ráðgjafafyrirtækis. Störfin, sem mér voru boðin hjá „Laings“, eru bæði úti- og inmivinna, og mér leizt mjög vel á allar aðstæður — en ég þarf að hugsa málim vel áður en ég tek nokkrar ákvarðanir." Með tvö starfstilboð í vasanum hélt Inga aftur til Dundee þar sem hún býr sig nú undir lokapróf og í samvimmu við tölvu eina mikla vineur hún að aðalprófverkefni sínu, rannsókmum og útreikningum í sambandi við burðarþol brúa. En útreikningamir og viðskiptin við tölvuna eru of flókið mál til að gera frekari skil hér að sinni. Þórdís Árnadóttir. Hvers eigum við að gjalda? Enn um Tollstöðvarmálið „Náttúrlega hefir þessi rit- gerð..........engin áhrif haft, heldur en anmað, sem ritað er á móti ýmsu þvi, sem miður fer, menn gera sér einatt að skyldu að sitja sem fastast og skeyta engu.“ (B. Gröndal í Daegradvöl). Þrátt fyrir tvær greinar mín- ar í Morgunblaðinu í febrúar um þetta mál, hafa „sérfræðing- ar“ þeir, sem um var rætt og á var skorað, ekki látið á sér kræla og eru sömu huldumenn og áður. Þessir hlédrægu og hógværu menn verða því áfram að vera nafnlausir. Þeir hafa tekið þann kostinn að skjóta sér á bak við fjármálaráðuneyt- ið, sem birti athugasemd um mál- ið í Morgunblaðinu 8. marz s.l., en þar sem ráðuneytið sjálft mun vera fullkomlega saklaust af mistökum „sérfræðinganna“, sem trúað var fyrir þessu verk- efni, mun ég ekki gera athuga- semd þess að sérstöku umtals- efni, enda eru afsakanimar í greininni sýnilega beint frá „sérfræðingunum", og harla lít- ið bitastætt í þeim, enda illt að reyta hár af lófa. Aðeins vil ég nefna þá frétt, sem ráðuneytið færir okkur frá „sérfræðingunum" um staðsetn- ingu afgreiðslunnar á 5. hæðinni (sem nú er allt í einu orðin „efri skrifstofuhæðin," sem sagt 5. hæðin orðin að 2. hæð), orð- rétt þannig: „var haft um það samráð við fyrirsvarsmenn Verzlunarráðs íslands, Félags íslenzkra stórkaupmanna og Fé- lags íslenzkra iðnrekenda." Ég hefi talað við fyrirsvarsmenn V.í. og F.l.S. og neita þeir ein- dregið að slikt hafi verið gert. Mín vegna geta svo „sérfræðing arnir" deilt við þá um samábyrgð í óhappaverkinu. Þar sem ráðgerður var flutn- ingur tollstjóraskrifstofunnar í „Tollhúsið" (sbr. auglýsingu tollstjóra), skömmu eftir að at- hugasemd ráðuneytisins birtist, ákvað ég að bíða átekta með lokaorð um þetta mál, unz nokk- ur reynsla fengist af þeirri bættu þjónustu, sem boðuð hafði verið við flutning í hið „þaul- hugsaða" húsnæði. Og þá gaf nú á að líta. 1. 1 húsinu eru 4 aðallyftur, 2 í hvorum enda. Vafalaust hef- ir í upphafi verið gert ráð fyr- ir því að nota þær allar til þess að komast upp á efstu hæðina („efri skrifstofuhæðina"), í af- greiðslusal tollst j óraskrif stof- unnar. En hver undur gerðust? „Sérfræðingarnir" hafa við nán- ari athugun talið þennan lyftu- kost alltof mikinn fyrir af- greiðsluna, því 2 þeirra hafa ver ið lokaðar af frá henni til annarra nota, e.t.v. fyrir „neðri skrifstofuhæðina," svo að- eins eru eftir 2. Lyftur afgreiðsl unnar hafa þannig tapað töl- unni eins og negrastrákarnir. Útreikningarnir um flutnings- möguleika lyftanna eru sýnilega gerðir á reikningsstokk og trú- lega álíka vatnsheldir og flötu þökin, sem flestir þekkja . . . Óþarft er að eyða að þeim fleiri orðum. 2. Ekki ber þvi að neita, að glæsilegt er að koma inn í hinn nýja afgreiðslusal hjá tollstjór- anum. Blasir þar fyrst við rúm- góð stúka merkt: Úpplýsingar. Þeir sem vilja leggja inn skjöl til tollaafgreiðslu fá þar þær upplýsingar, að móttaka tolla- skjala sé innst í salnum. Snilld „sérfræðinganna" er söm við sig. Þeir sem ekki eiga annað erindi en að afhenda skjöl sín og fá sitt afgreiðslunúmer, þurfa að rölta inn alla lengd afgreiðsl unnar og til baka, en þetta mun eiga við flesta, sem í afgreiðsl- una koma. Hvílík hagræðing. Það er engu líkara en að þetta sé gert eingöngu fyrir Álafoss- verksmiðjuna, sem selur teppin. 3. 1 Amarhvoli hafði verið upp tekinn sá háttur, að þegar mjög lá á að fá vörusendingar tollafgreiddar strax, var leyfð svoköl'luð hraðafgreiðsla. Tók sú afgreiðsla venjulega 1-2 tíma, og þótti þetta til mikilla bóta frá því sem áður var. En viti menn, þegar opnað var í hag- rædda tollhúsinu, var þessi hraðafgreiðsla felld niður, með þeirri snjöllu skýringu, að nú gengi allt svo fljótt, að hún væri óþörf. í framkvæmd er þetta þó þannig, að ef skjöl eru afhent t.d. M. 11, fást þau að jafnaði ekki afgreidd fyrr en næsta morgun. Þetta er nú fram- förin. Óneitanlega virðist svo, sem „sérfræðingamir" hafi ekk- ert lært og engu gleymt. Það yrði of langt mál í blaða- grein að fara nánar út í öll þau mistök, sem „sérfræðingamir" hafa gert í tol'lstöðinni (afsakið — „tollhúsinu"), og mun ég láta ofanrituð þrjú dæmi nægja, enda góð sýnishom af vinnu- brögðunum. Gamall málsháttur segir að eftir höfðinu dansi limirnir. Sem betur fer á þetta ekki við á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík, nema með örfáum undantekningum. Enda er mér ekki grunlaust um að starfs menn þurfi stundum að setja sjónaukann fyrir blinda augað, eins og Nelson forðum, ef allt á að fara vel. Við tollstjóraemb- ættið starfar fjöldi mahna, sem ávallt eru reiðubúnir til þess að sýna lipurð og skilning, svo af- greiðsla megi ganga snurðulaust og svo hratt sem ástæður leyfa, fái þeir að ganga óhindraðir til verks. Menn sem bæði skilja og kunna sitt starf. Fyrir þetta ber að þakka, en hitt ber að víta, að þessir menn hafa ekki verið hafðir með i ráðum um fyrir- komulag á tollafgreiðslu, þeg- ar loksins gafst tækifæri til verulegra umbóta, við undirleik 130 milljóna króna. Hinir nafn- lausu „sérfræðingar" hafa sýni- lega talið sig einfæra um verk- efnið, og óþarfi að deila hrósi fyrir það með öðrum. Þar sýn- ist nú sitt hverjum. Lárus Fjeidsted. Áframhaldandi vinnumarkaður norrænn OSLÓ 27. apríl — NTB. Norænu atvinnumáiaráðlherram- ir urðu sammála á fundi sánum í Reykjavík um þýðingu þess, að norræni vinnumarkaðurinn fenigi að haldast áfram, enda þótt eitt eða fieiri en ekM öll Norður- löndin genigju i sameiginlegan evrópskan vinnumarfcað. Á fuind- inum ræddu ráðherramir m. a. þróun vinnumarkaðarins á Norð- urföndum og þær misimunaindi kröfur um ráðstafanir varðandi vinnumarkaðinn, sem orðið hafa raunhæfar á síðustu árum. Blökkuforseti til S-Afríku Abidjan, Fílabeinsströndinni, FELIX Houphouet-Boigny, for- seti Fílabeinsstrandarinnar, skýrði frá því í dag að hann hefði þekkzt boð John Vorsters forsætisráðherra um að koma í heimsókn til Suður-Afriku og hvatti að nýju ríki biökku- manna í Afríku til viðræðna við suður-afrísku stjórnina. Hann kvað Fílabeinsströndina mundu taka upp stjórnmálasamband við Suður-Afríku ef niðurstöður viðræðnanna við Vorster yrðu uppörvandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.