Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 1
Sunmidagur 9. maí 1971.
Allt fram að þrettándu öld
fundust flest ný lönd í leið-
öngrum á landi uppi, ef frá eru
teknar ferðir víkinganna og
verzlunarferðir Araba á sjó.
Um það leyti var veldi
Múhammeðstrúarmanna orðið
þvilíkur þröskuldur í veginum
milli austurs og vesturs, að
evrópskum kaupmönnum var
orðin brýn nauðsyn á þvi að
finna færa sjóleið til austur-
landa. Hins vegar bendir ekk-
ert til þess, að austurianda-
menn hafi haft hug. á því að
finna sjóleið vestur.
Mikið af fróðleik þeim, sem
fyrri tíma sæfarendur, eins og
Fönikíumenn, höfðu aflað, var
nú týnt og tröllu.m gefið. Samt
bauð evrópskum sæfarendum í
grun, að til væri leið handan
um Afríku og þeir voru stað-
ráðnir í þvi að ganga úr
skugga um það. Það var kom-
ið fram i dögun þess tímabils
I sögu mannkynsins, sem síðan
hefur verið nefnt „öld landa-
fundanna."
Arið 1416 setti Hinrik
prins af Portúgal á stofn stýri-
mannaskóla i Sagres skammt
frá Sankti Vincentshöfða. Hin-
rik prins var allt í senn, fræði-
maður og visindamaður, her-
maður og krossfari. Hann sneri
baki við hinu ijúfa lífi, sem
höfðingjar þeirra tíma almennt
lifðu, og tók tii að nema og
rannsaka kortagjörð, skipu-
leggja langar sjóferðir og búa
út leiðangra, sem áttu eftir að
hafa geysileg áhrif og þýðingu
um heim allan. Eins
og allar framfarir mannsins
voru slíkar könnunarferðir,
sem þessar, undir ágæti tækja-
búnaðarins komnar. Portúgal-
ar höfðu frá fornu fari mikla
og víðtæka reynslu í smiði fiski
báta og skipa. Þegar hér
var komið sögu, voru þeir þeg-
ar farnir að smiða al'lt að tvö
hundruð tonna seglskip, sem
þeir nefndu „caravellur“ og
voru nokkurs konar húkkort-
ur. Þetta voru breið skip og
gátu flutt miklar birgðir vatns
og vista. Þau voru búin þrí-
hyrndum seglum Lyftingarnar
voru tvær, framan og aftan við
stórsigluna og vpru þær mjög
háar. Seglin voru þrjú, stór-
segl, toppsegl og forsegl. Þar
sem brenna vildi við, að stór-
seglið og toppseglið tækju
vindinn úr forseglinu, var for-
siglan á skipum þessum yfir-
leitt höfð mjög lítil. Þessar
húkkortur voru hæggengar, en
nokkuð traust sjóskip.
Að llkindum hafa verið ein-
hvers konar áttavitar í skipum
þessum. Bæði Evrópubúum og
Asíumönnum höfðu verið
kunnir eiginleikar segulsteins-
ins í aldaraðir og gera má ráð
fyrir því, að Portúgalar hafi
þegar um þetta leyti haft
áttavita. Ekki er þó vitað hve-
nær segulsteinninn var fýrst
tekinn í þjónustu siglingafræð-
innar.
Annað mikilvægt áhald var
stjarnskifan, sem notuð hafði
verið á landi uppi í meira en
þúsund ár til þess að finna
hnattbreiddina og ákvarða tím-
ann. Og nú var einnig farið
að nota hana á hafi úti. Skífa
þessi var stór og mikill málm-
hringur og var honum beint til
sólar eða stjarna til þess að
finna hæð þeirra yfir sjónbaug.
Hæðin var svo lesin saman við
skrá yfir sól- og stjam-
stöðu hvern dag ársins og sið-
an reiknuð út hnattbreiddin og
tíminn ákvarðaður eftir þessu.
Um þetta leyrti voru sæfar-
endur sjálfir farnir að gera sér
kort til leiðsagnar. Kortin
teiknuðu þeir á strengdar húð-
ir. Þessi kort voru teiknuð eft-
ir ákveðinni forskrift, sem
hélzt óbreytt lengi fram eftir
tímum; Portolano-kort voru
þau nefnd og voru upp runnin
á Baleareyjum. Megináherzla
var lögð á hafnir og annes og
rif og grynningar voru oft
teiknuð i of stóru hlutfalli til
þess að undirstrika hætturnar,
er af þeim stöfuðu. Yfir kortin
þver og endilöng var þéttdreg-
ið net strika eftir aðferðum
flatarmálsfræðinnar og átti það
að auðvelda sæfarendum að
ákvarða stefnuna. Var þetta
kerfi að sjálfsögðu talsvert
ónákvæmt. Það skipti þó til-
tölulega litlu máli í sigling-
um um Miðjarðarhafið, en gat
haft allalvarlegar afleiðingar í
för með sér, er komið var út á
Atlantshaf eða Indlandshaf.
Markverðasta afrek sendi-
manna Hinriks prins, sem fyrr
er nefndur, var fundur Azór-
eyja, en þangað var
þrettán hundruð kílómetra sigl
ing og sá hvergi til stranda á
leiðinni. Þarna urðu þeir
í fyrsta sinni að reiða sig á
hina frumstæðu áttavita sína.
Þeir lögðu eyjarnar undir
Portúgal og hefði þeim verið
kunnugt um ferðir víkinganna
forðum, er ekki ósennilegt, að
Ameríka hefði endurfundizt
frá Azóreyjum. En Hinrik
prins var með allan hugann við
það að finna sjóleið handan
um Afríku til Austurlanda, og
hann sendi húkkortur árlega
áleiðis í þeim erindagjörð-
um. Hann hafði verið svarinn
fjandmaður Mára, allt frá þeim
tíma, er hann var i krossferð-
um, og hann ól sífellt með sér
drauma um það og keppti að
því, að slá þeim við á hafinu.
Sögurnar um Prester John
höfðu einnig allmikil áhrif á
hann, (þjóðsögurnar um Prest-
er John voru þegar farnar að
ganga á tólftu öld; hann var
talinn kristinn einvaldur, sem
rlkti yfir aiuðugri og voldugri
þjóð ýmist einhvers staðar í
Asiu eða Afríku. Er nú tailð,
að sögur þessar hafi myndazt
af orðrómi um hið forna,,
kristna konungdæmi Eþíópíu)
en Prester John hélt hann, að
væri prins af Eþíópíu og hugði
gott til bandalags við
hann um það að brjóta
veldi Múhammeðstrúarmanna
í Afriku á bak aftur.
Hér fyrr á öldum héldust
sjórán og trúrækni oftlega í
hendur og leiðangrar Hinriks
prins voru engar undantekning
ar hvað æað snerti. Skipstjórn-
armenn og leiðangursstjór-
prinsins voru alls ekki upp yf-
ir það hafnir að sökkva skip-
um áhangenda Múhammeðs ell-
egar taka þaú herfangi, hvar
sem þeir rákust á þau. Þeir
voru heldur ekki upp yfir það
hafnir .að taka þátt í afrísku
þrælaverzluninni. Þrælaverzl-
un var Evrópubúum algert ný-
mæli, en hafði hins vegar tíðk-
azt um aldabil með Aröbum.
Portúgölskum kaupmönnum
varð mjög brátt ljóst hverjir
gróðamöguleikar fólust í þess-
um viðskiptum og Hinrik prins
flýtti sér að gefa út leyfi
handa leiðangursstjórum sínum
til þess, að þeir mættu lenda á
þeim stöðum á norðvestur-
strönd Afríku, sem þeim hent-
ugast þætti og ræna þar þeim
innfæddu, sem þeim litust væn-
legastir til sölu.
Vegna þessara tafsömu snún-
inga liðu full tuttugu ár þar til
útsendarar Hinriks náðu þang-
að suður, sem Hanno hafði
komizt þúsund árum áður.
Þeir komust ekki fyirir
Afríku fyrr en fáum árum fyr-
ir dauða Hinriks prins, sem
lézt 1460. Da Cadamosti tók
land í Gambíu 1455. og Diego
Comez fimm árum siðar eða
dánarár Hinriks. En þetta
sagði ekki alla söguna. Á þess-
um umgetna tíma höfðu verzl-
un og viðskipti Portúgala auk-
izt stórkostlega og Portúgalar,
sem áður fyrr höfðu verið hálf-
gerðir ómerkingar meðal þjóða
Evrópu, voru nú orðnir manna
atkvæðamestir á vesturhöf-
um og áttu yfir að ráða höfn-
um allar götur frá Madeira til
Cape Verdeeyja og handan
þeirra.
Af skipstjórnarmönnum
þeim, sem fóru leitarieiðangra
þessa til þess að finna sjóleið-
ina handan um Afríku eru
tveir merkastir. Hinn fyrri er
Diego Cam. I einni ferða sinna,
sem farin var á árunum 1482-
84, komst hann lengra suður
en nokkur forvera hans hafði
gert og fann þá mynni Kongó-
fljóts. Við mynni fljótsins reisti
hann heljarmikinn steinstöpul
og áður en hann hélt heim á
leið brá hann sér átta hundruð
kílómetrum sunnar og
reisti þar á ströndinni annan
stöpul. Tveim árum síðar sneri
hann aftur og í þetta sinnið
komst hann alla leið suður á
þær slóðir þar sem nú heitir
Walfishflói. Því miður hlotnað-
ist honum ekki að njóta ávaxt
anna af þessu afreki sínu, því
hann andaðist á heimleiðinni
úr ferð þessari. Fyrn
skemmstu fundust allar stein-
súlurnar, sem hann reisti þarna
á ströndinni forðum. Hafa ein-
ar tvær þeirra látið mjög litið
á sjá þrátt fyrir tæpra fimm
alda útivist. Þessi orð verða
lesin á einni súlnanna: „Árið
6681 frá upphafi heimsins og
árið 1482 frá fæðingu Krists
. . .“ 1 þessum tveimur fyrr-
greindu ferðum komst Cam um
það bil tvö þúsund tvö hundr-
uð og fimmtíu kílómetrum sunn
ar og lengra en nokkur sam-
tímamanna hans og það var
hann, sem lagði grundvöllinn
að lokaskrefinu fyrir suður-
odda Afríku.