Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 4
Ólafur E. Stefánsson: Að vilja - eða ekki Boðskapur samgöngumálaráðuneytisins á 30 ára afmæli búsetu þjóðhöfðingja fslendinga á Bessastöðum Samgöngumálaráðuneytið hef- ur gefið út tilkynningu um flug vallarmál höfuðborgarsvæðisins „vegna blaðaskrifa og umræðna undanfarið“, eins og það er orð- að. Um þessi mál hefur áð visu mikið verið skrifað síðasta ára- tuginn, en aðallega af nokkrum flugmönnum Flugfélags íslands og öðrum talsmönnum þess. Hef- ur áróður þess félags fyrir flug vallargerð á Álftanesi verið þrá látur, en jafnframt sérstaklega auðveldur. Tæplega hefur félag ið þurft annað en láta frá sér heyra í eigin félagstíðindum, sem ætluð munu starfsfólki þess, til að geta gengið að þvi sem vísu, að skoðanir þess á þessu máli yrðu birtar i blöð- um og útvarpi. Má mikið vera, ef sú fyrirgreiðsla í 'fréttaflutn- ingí á sér ekki sérstöðu hér á landi, hvað sem veldur. Annað flugfélag, sem m.a. nýt ur virðingar fyrir ábyrga fjár- málastjórn, flutti hins vegar möglunarlaust flugvélar sínar á Keflavíkurflugvöll og það án fjármálalegrar fyrirgreiðslu rík- isins að því, er séð verður. Það, sem helzt hefur heyrzt úr þeirri átt, er athyglisverð ábending um, að gerður verði tiltölulega ódýr varaflugvöllur fyrir milli- landaflug í Aðaldalshrauni norð ur, sem jafnframt mundi auka ferðamannastraum og tekjur af honum á Norð-Austurlandi. Virðast öryggismál ráða þar meiru um en krafa á hendur rik inu um gerð millilandaflúgvall- ar í 40 km fjarlægð frá alþjóða flugvelli og það eftir bezta ak- vegi landsins. Ýmislegt er það, sem skattborgurunum er ætlað að leggja metnað sinn í. ÁLFTNESINGAR VORU EKKI SPURÐIR Nokkrir fleiri aðilar hafa skrifað um mál þetta svo sem flugvaliarstjórar, og þakka ber greinar einstaklinga, sem bent hafa á, hvílík firra flugvallar- gerð á Álftanesi væri. Áiftnes- ingar sjálfir hafa þó sjaldan lát ið til sín heyra um flugvallar- málið fram að þessu, enda lengi vel ekki minnzt á þá sem aðila að málinu af hálfu áróðursmann anna. Seinustu árin hefur þetta þó örlítið breytzt. Ekki virðist þó ráða þvi tillitssemi gagnvart því, hvaða framtíð Álftnesingar sjálfir ætluðu sér og byggðar- lagi sínu, heldur öllu fremur hugboð um það, að eitthvert form þyrfti að vera á töku lands til framkvæmdanna og eig endur þess kynnu að fyrirfinn ast, þegar til kastanna kæmi. Um hlédrægni heimamanna til þessa veldur sennilega mestu, að þeir hafi talið málið hættu- laust, meðan óábyrgir aðilar geipuðu um það með þröngt eig inhagsmunasjónarmið að leiðar- Ijósi. ALMANNAVALDIÐ STÖÐVAÐI FRAMKVÆMDIR Nú er hins vegar svo komið, að samgöngumálaráðuneytið sjálft birtir yfirlýsingu um mál ið og leggur til, að nokkrar jarð ir ver-ði keyptar, svo að þær verði til taks, ef ákveðið yrði, að Bessastaðanes yrði lagt undir flugvöll eftir 15 ár eða síð ar. Þegar svo er komið, er ekki lengur hægt að leiða hjá sér að gera almenningi ljóst, hvað er á seyði. Að sönnu hafa afskipti ráðuneytisins fyrr komið til, þar sem það kom í veg fyrir mann- virkjagerð og byggingarskipu- lag I Bessastaðahreppi öllum ujn nokkurra ára skeið, eftir að það hafði skipað hina síðari fiugvall arnefnd. Er átt við hana, þeg- ar flugvallarnefndar er getið í þessari grein. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps mótmælti því banni og áskildi sér allan rétt til skaðabóta. Sá réttur er geymdur, en ekki gleymdur. Hreppsnefndin hefur verið mál svari hreppsbúa i þessum mál- um öllum svo og i skipulags- málum. Hafa þau störf verið unnin eftir venjulegum leiðum og ekki auglýst. Eru þau því al menningi lítt kunn. TILHÖGUN L OG TILHÖGUN X Flugvallarnefndin klofnaði í málinu. Minni hluti hennar vildi nota Keflavíkurflugvöll fyrir herflugvélar eingöngu en koma upp á Álftanesi flug- velli samkvæmt tilhögun L, sem ætlað var að taka við öllu öðru flugi á svæðinu, innan- lands jafnt sem milli landa. Flugvelli af þessari gerði hefði fylgt, að öll byggð hefði lagzt í eyði í hreppnum. Hefði það að sjálfsögðu flýtt fyrr samein- ingu sveitarfélaga á svæðinu! Á Álftanesi og í grennd mælt ist það hins vegar vel fyrir, er samgöngumálaráðherra lýsti bréflega yfir því, að ákveðið væri, að ekki kæmi til flug- vallargerðar samkvæmt tillögu minni hluta nefndarinnar og sagði í blaðaviðtali, að milli- landaflugvöllur kæmi ekki til mála á Álftanesi. Þessi orð taka Álftnesingar og nágrannar þeirra góð og gild sem töluð af fullri ábyrgð. Er heldur eng- in ástæða til að ætla annað. Ráðuneytið lýsti ennfremur yf- ir því á miðju ári 1969, að það sæi ekkert því til fyrirstöðu lengur, að svæðið yrði skipulagt og byggingar á því leyfðar nema þar, sem X tillaga um flug völl næði til, en að henni verð- ur nú senn vikið. Ekki tóku þó Flugfélagsmenn orð samgöngu- málaráðherra alvarlega, því að þeir héldu áfram að klifa á því, að á Álftanesi yrði byggður stór flugvöllur fyrir millilanda- og innanlandsflug. Hitt er öllu alvarlegra, að nú nýverið kom fram á Alþingi rödd um það, að hugmyndin um L gerð af flug velli á Álftanesi þyrfti að athug ast betur. Hefði þó þeim hátt- virta þingmanni átt að vera manna bezt kunnugt um yfirlýs ingu ráðherrans. Meiri hluti flugvallarnefndar mælti .með því, að rikissjóður festi kaup á þvi landi á Álfta- nesi, sem nauðsynlegt væri til gerðar flugvallar fyrir innan- landsflug vegna megintilhögun- ar X flugvallar. Siðan eru liðin 4 ár. Banni við byggingu íbúð- arhúsa hefur verið aflétt, svo sem áður er getið, og tekið var til við skipulagningu byggðar í hreppnum, enda þótt hún virt- ist eitthvað bögglast fyrir skipu lagsstjóra um langt skeið. YFIRLÝSING SAMGÖNGU MÁLARÁÐUNEYTISINS Álftnesingar voru farnir að trúa því, að þeir væru nú loks lausir við ráðagerðir utanaðkom andi manna um flugvöll i sveit sinni og fengju eftirleiðis að vera í friði i byggðarlagi sínu. Þeir höfðu og ástæðu til að ætla, að innan rikisstjórnarinn ar ríkti sú víðsýni að virða og meta aðra kosti Álftaness, frið- helgi æðsta seturs þjóðarinnar svo og öryggi nágrannabyggðar innar fram yfir það, að frá flug tæknilegu sjónarmiði þætti Álftanes að einhverju leyti taka fram sumum öðrum stöðum, sem þó hafa vel komið til greina undir ílugvallargerð. Skylt er og að taka fram, að ekkert hef- ur komið í ljós, sem bendir til, að þessi viðsýni sé ekki lengur fyrir hendi. Viðbrögð samgöngu málaráðuneytisins hafa hins veg ar komið illa við okkur Álftnes inga. Hreppsnefnd Bessastaða- hrepps auglýsti lögum sam- kvæmt uppdrátt af skipulögðu svæði í hreppnum. Varla hafði prentsvertan þó þornað er ráðu- neytið birtir „skoðanir" sínar og „stefnu“ i flugvallarmálinu, og leggur ttl, að land nokkurra jarða, sem'liggja utan þess, sem skipulagt hefur verið nú þegar, verð keypt, svo að grípa megi til þess, ef síðar yrði ákveðið að leggja Bessastaðanes undir flugvöll, en það er meginhluti Bessastaðalands. Hvort hér var eitthvert samband á milli eða ekki, skal ósagt látið. Hitt er að sönnu, að hér var í annað sinn höggvið í sama knérunn. ENN ER STEFNT AÐ STÖÐNUN NÆSTU 10 ÁRIN Fyrir tæpum áratug var all- mikil eftirspurn eftir lóðum und ir ibúðarhús á Álftanesi. Bænd ur voru þá flestir tregir að láta land af hendi til annarra en skyldmenna enda jarðirnar smá- ar. Síðar jókst umtal og skrif um flugvallargerð. Það dró úr eftirspurn, eins og til var stofn að, en þeim mun hraðar jókst byggðin í nágrannasveitarfélög- unum. Þegar svo bann var Iagt við byggingarframkvæmdum, olli það stöðnun á framkvæmd- um og framförum í hreppnum, og ungt fólk neyddist til að flytja burt úr heimabyggð sinni og stofna heimili annars Tað- ar. Bændurnir hafr ' - bú þeirra dregizt sar- u Dömur athugið Höfum fengð úrval af permanent olíum, litum og hárskolum. Höfum einnig Mini Vouge fitu- og flösueyði. Lokkalýsingar, eyðum sliti úr hári. — Klippingar, lagningar. Hórgreiðslnstofan LOKKABLIK Hátúni 4 A (Nóatúnshúsinu). Sími 25480. — Næg bílastæði. NÝ KO M I Ð SKÓCRINDUR MEÐ OC ÁN BAKKA PLASTSKÚFFUR OC VÍRCRINDUR í SKÁPA 4 J. Þorláksson & Norðmann M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.