Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 17 BE A kemur til Islands Eftir Roy Watts, svæðisstjóra „Stefna okkar er að ná nýj- um mörkuðum og jafnframt trygg'ja hlutdeild BEA í þeim, sem við höfum nú þegar.“ BEA hefur fjögur landfrœði- leg markaðssvæði, sem eiga að tryggja hagnað á öllum leiðum. Þrjú af þessum svæðum eru á meginlandi Evrópu, en eitt er á Stóra-Bretlandi. Á NA-Evrópusvæðinu er flug milii Bretlands og 35 borga í 18 löndum. Á því svæði hefur BEA samstarf við 16 erlend flug félög á viðskiptalegum grund- velli, og tekjurnar á þessum leið um munu á þessu ári fara fram úr heildartekjum BEA árið 1962. Farþegar þess eru til að mynda Norðurlandabúar, Austurrikis- menn, Þjóðverjar, Svisslending ar, Belgíumenn, Hollendingar, Rússar, Búlgarar, Rúmenar, Ung verjar, Júgóslavar, Bandaríkja- menn, Kanadamenn, Japanir, og nú íslendingar, og að sjálfsögðu Bretar. Þetta svæði hefur sérstöðu hjá BEA vegna þess fjölda kaup- sýslumanna, sem félagið flytur þar: rúmlega 60% af heildarfar þegafjölda, vegna farmiða, sem seldir eru utan Bretlands: rúm- lega 50% vegna vöruflutninga á millilandaflugleiðum; 53% af heildarflutningi BEA, og loks vegna töluverðs farþegaflutn- ings yfir vetrarmánuði hjá fyr- irtæki, sem verður að horfast i augu við mikla eftirspurn yf- ir sumarið og þar af leiðandi of litla nýtingu á farkostum sínum yfir þá mánuði. En fyrst og fremst er þetta svæði, sem sýn ir taisverðan hagnað og hag- stæða þróun. Þessi fjögur svæði hafa með að gera mismunandi markaði, og vegna þess og vegna mismun- andi einkenna þjóðanna hafa þau þróað ólíkar starfsaðferðir. Þetta á einmitt við N. og A. Evrópusvæðið. Aðalstefnan er að leggja áherzlu á hagnað yfir langt tímabil með þvi að laða til sin og þóknast núverandi og væntanlegum viðskiptavinum innan skipulegs og áframhald- andi vaxtar. Stefna þess er að ná nýjum mörkuðum og jafn framt tryggja hlutdeild BEA i þeim, sem við höfum nú þegar. Vöxtur er grundvallarskilyrði fyrir hagnaði, bæði vegna kostn- aðar og samkeppni. Breytilegir kostnaðarliðir (til dæmis elds- neyti, sem sparast ef flug fellur niður) eru oft u.þ.b. 35% af heildarkostnaði, og viðbót við aðra kostnaðarliði byrjar snemma, til dæmis þegar um nýja flugleið er að ræða, og hef ur gildi svo lengi sem langtíma heildarhagnaður er tryggður. Frá því 1968—69 hafa tekj- ur á svæðinu vaxið um 62%, og á þessu ári munu ísland, Lenin- grad og Zagreb bætast við þær flugleiðir, sem komið hefur ver- ið á fót siðan svæðið var skipu- D lagt árið 1967 — Bremen, Stutt- gart, Búkarest, Beigrad og Sofia. Jafnframt hafa tíðari ferð ir og stærri flugvélar á núver- andi leiðum leitt tii vaxandi starfsemi á þessum mörkuðum. Árið 1971, til dæmis, mun flug- ferðum til Helsinki verða fjölg að úr fjórum i viku í daglegar ferðir, og Trident Three-vélar munu verða teknar í notkun á leiðunum ti) Oslóar, Amsterdam og Briissel. Mikilvægasti viðskiptavinur á svæðinu er kaupsýslumaðurinn. Hann ferðast bæði á fyrsta óg á almennu farrými, og hann gerir háar kröfur, og til þess að ná árangri verður að gera hann ánægðan. Hann væntir margra hluta, meðal annars áreiðan- leika í orðsins fyllstu merkingu. Hann krefst stundvísi og ná- kvæmni, góðs þjónustuliðs og upplýsingakerfis, fyrsta flokks matar, og hann vill komast fljótt og hindrunarlaust um borð og úr vélinni. Hann vænt- ir nýrra og öruggra flugvéla, kurteisi og lipurðar af hendi flugliðanna. Hann vill fá auka- þjónustu, til dæmis í sambandi við hótelpantanir og aðstoð við að útvega bíl á leigu. Hann er fulltrúi fyrirtækis síns. Tíminn er honum mikilvægur. Farmiðasölur utan Bretlands eru nú rúmlega 50% af heildar sölu á flugleiðum svæðisins, einkum í Bandaríkjunum. Að dragá úr efnahagsáhrifum frá einu landi eða að vera ekki of háður einum aðila (t.d. einum viðskiptavini) er markmið, sem allir kaupsýslumenn munu við urkenna. í þeim löndum, sem heyra und ir svæðið, er stefnt að sem beztri samvinnu við önnur flug félög, ferðamannayfirvöld, verzl unarráð og ferðaskrifstofur. Sameiginlega reynum við að ná til þeirra, sem venjulega ferðast í bil, með skipi eða lest, eða sem fará með hópferðum í leiguflug vélum fremur en með áætlunar- vélum, og til þeirra, sem ferð- ast innanlands í staðinn fyrir að fljúga til annarra landa. Við reynum að skapa nýja markaði, til dæmis að auka sölur til Aust ur-Evrópu eða selja hvíldar- daga i Finnlandi. Aukinn far- þegafjöldi á flugleið okkar i sam bandi við kaupstefnuna i Leip- zig og aukinn fjöldi ferða- manna, sem nú fara hinn gullna veg til Samárkand, sýnir ágæti þessarar stefnu. BEA leitast við á þessu svæði að auka enn meira ferðir fyrir utan háanna- tímann með því að leggja áherzlu á hin auknu þægindi, og með þvi að hvetja til ráð- stefnuhalda og annarra funda, sérstakra hópferða o.s.frv. á öðr um árstímum. Á þeim timum þeg ar lítil sætanýting er, hvetur BEA starfslið sitt til að nota fargjaldafríðindi sin og ferð- ast 'til Austur-Evrópu, meðal annars til að kanna þjónustu- kerfið með það fyrir augum að við heimkomú sé það hæfara að auka sölu ferða til Austur-Ev- rópu. Og eins og öll önnur fyrir tæki, stefnir BEA að því að halda kostnaði í lágmarki. Á þessu ári 'er það okkur gleðiefni að taka ísland inn í NV-Evi'ópusvæði BEA, og það er von okkar að flytja til Is- lands marga ferðamenn, ekki að eins frá Bretlandi og hinum 96 borgum, sem BEA flý'gur til i Evrópu, heldur einnig frá öðr- um heimshlutum. Við vonum einnig, að margir íslendingar muni heimsækja Bretland, ann- að hvort til stuttrar dvalar eða að halda áfram til annarra landa. En umfrram allt erum við vissir um, að reglulegar sam- göngur, sem BEA býður í gegn um London til svo margra staða í Evrópu, muni færa öllum auk in viðskipti og ferðamanna- straum. tJt eru komnir 4. og 5. veggskildirnir í Flókamyndaflokkniun, „Hamskipti mánagyðjunnar", en alls verða þeir 6 talsins. Veggskildirnir eru gefnir út í 200 tölusettum eintökum hver mynd og seldust númerin upp í upphafi útgáfunnar eftir ára- mótin. Myndaflokkurinn „Hamskipti mánagyðjunnar“ er gerður í postulín af fyrirtækinu Gleri og postulíni h.f. Alfrt'ð Flóki er fyrsti íslenzki listarn aðurinn, sem vinnur verk sín fyrir postulín á þennan hátt. CO cvi } 1 5 | Nýuppgötvuö feröamannaparadís Mörg góð hótel. Dásamlegt landslag. Hollt og hressandi úthafsloftslag. Matur, sem hæfir yður vel (og þér skiljið matseðilinn). Engar gjaldeyrishömlur. Þér getið haft mpð yður allt yðar fé, ef þér óskið. Engin tollsköðun. Ekkert vegabréfsstúss. Nóg af friðsælum stöðum. Þér getið hvílzt í fríinu. Og íbúarnir tala yðar tungu. Við kynnum yður paradís ferðamanna: island. Við veitum innlendum ferðamönnum hvers konar þjónustu í ferðalögum innanlands. Gefum út farseðla, skipu- leggjum hópferðir, tryggjum gistingu, útvegum veiðileyfi, ferðatryggingu og bíl frá bilaleigu, veitum upplýsingar og leiðbeiningar um ferðir. Öll þessi þjónusta stendur yður til boða án sérstaks endurgjalds. Notfærið yður það. þér fáiö yðarferó hjá okkur hringiö í síma 25544 FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.