Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 Séra Pétur Magnússon: Mikilvægt lífsviðhorf Ég varð fyrir nokkru áheyr- andi að útvarpserindi, sömdu af langskólagengnum manni, er ég hirði ekki um að nefna. 1 þessu erindi — sem segja má að hafi verið flutt í talsvert visindaleg- um stellingum — komu fram fá- vísiegar kenningar, um mjög mikilvaegt efni — kenningar, sem ég hefði iátið alveg óáreitt- ar, ef þær hefðu ekki verið flutt ar i stórvirkasta fjölmiðiunar- tæki þjóðarinnar, á úrvals áheyrnártíma. — Með því að ég lít svo á, að umræddar kenn- ingar hafi verið fallnar til að kasta háskalegu villuljósi á veg ungmenna, með litla lifsreynslu, og jafnframt á veg ungra for- eldra, sem standa í þvi að fram- leiða og ala upp börn, tel ég rétt að kom/i hér fram með fáeinar athugasemdir. Umræddur fyririesari lét meðal annars skina í það, að trúin á Guð kristinna manna — eða annarra háleitra trúar- bragða, — væri á engari hátt nauðsynleg sem hyrningarsteinn undir traust siðgæði. Það sé vel hægt að ala börn og unglinga upp, með heilbrigðu hvatalífi og ósvikinni siðgæðisviðleitni, án þess að til þurfi að koma trú á réttlátan guð, er láti fyrr eða síðar ranga breytni koma í koll þeim, sem fremur. — Og eins geti hinn fulltíða maður staðið jafn föstum fótum í réttri hegðun, þó að ekki komi til trúin á fram- haldslíf, þar sem maðurínn skeri upp, eftir því sem hann hefir sáð hér. Ég tel rétt að byrja á því að taka til nánari íhugunar, um rætt viðhorf til þróunarmögu- ieika á hvatalífi bama, vegna þess, að þar er um svo afar mikilvægt atriði að ræða, Enda þótt uppeldisfræðingar séu ósammála um margt, kemur þeim saman um það, að hvatir mannsins —• heilbrigðar eða sjúkar — hafi yfirleitt yfirgnæf andi áhrif á allt háttemi hans. Skynsemin verði almennt sem oftast að láta í minni pokann, þegar hún og sterkar hvat- ir berjast um völdin. — Sé þetta rétt, verður ljóst, hversu mjög riður á því, að maðurinn alist upp við aðstæður, sem eru falln ar til að þróa með honum heil- brigt hvatalíf. Jafnframt má það heita viður- kennt sem uppeldisfræðileg staðreynd, að þær hvatir, sem ná að þróast á fyrstu árum mannsbarnsins, séu yfirleitt mun fastari í sessi, en hinar, er síðar ná að dafna — og á þetta einkum við um viðhorfið til góðs og ills. Þvi fyrr sem unnt er að innræta barninu áhuga á því, að hegða sér vel — vera góða barnið, — en óbeit á hinu, þeim mun meiri líkur eru til þess, að sú afstaða nái að haldast. Nú halda guðstrúarmennirnir því fastlega fram, að vitneskja ungbams um góða og mátt- uga föðurinn á hæðum, sem horf ir á allar athafnir bamsins, bæði á nóttu sem degi, og les allar hugrenningar þess, geri foreldrum bamsins kleift, að vekja sterkan áhuga þess á réttri breytni árum íyrr en unnt væri, ef bámið fengi ekki að vita um föðurinn alltsjáandi. — Guðleysingjar, sem gefa sig að uppeldismálum, treystast sjaldnast til að mótmæla þessú. Þeir reyna í þess stað, að draga athygli fólksins frá þessu afar mikilvæga atriði, með því að þeyta upp moldviðri um eitt- hvað annað. — Fáir eru svo illa gefnir, að þeir skilji ekki, að tómar hagfræðilégar bollalegg- ingar foreldranna við barnið, um ágóðánn, sem það beri úr bít um, ef það breyti vel, koma að mjög takmörkuðu haldi. Þó áð unnt sé í einstökum tilvikum, að fá barnið til að breyta að vilja foreldranna, með því að um- buna og refsa á víxl, nær sú aðferð einungis skammt áleiðis, til mótunar heilbrigðs hvatalífs nýtur líka við trúar barnsins á föðurinn góða og alltsjáandi. — Barnið veit vel, að það er ha:gt að fara í kringum pabba og mömmu. Þau sjá ekki í gegnum og öruggrar skapgerðar, ef ekki veggi og þau lesa ekki hugrenn ingar. — Og barnið fær líka fljótlega að komast að því, þótt ungt sé, að pabbi og mamma breyta sjálf ekki ævinlega rétt. — Hugsunin um þau og lífsmáta þeirra, nær því aldrei að efla siðgæðishugsjón bamsins, á sama hátt og hugsunin um föður inn algóða og réttláta, og síðar hugsunih um Jesúm Krist, bróð- urinn flekklausa og hjálpsama — bezta vin allra barna. — Sú einfalda niðurstaða blasir svo ljóst við, að þar er ekkert um að villast, að barn, sem elst upp á vegum trúlausra foreldra — og nýtur ekki held- ur handleiðslu trúaðs afa eða ömmu -r- getur ekki hugsanlega staðið á rót eins heilbrigðs hvatalífs og öruggrar skapgerð ar og það myndi gera, ef þáð hefði vérið alið upp á vegum háleitrar trúar — enda er reynslan búin að margsanna þetta. — Með því að láta farast fyrir að hlynna að hinni oftast nær meðfæddu trúhneigð barns- ins og gefa þvi leiðtoga, sem aldrei bregzt því, eru foreldr- amir að svíkja það um bezta veganestið, sem það getur haft meðferðis út i lifið, og draga til stórra muna úr líkunum fyrir því, að þvi auðnist að verða hamingjusöm mannvera, og tak- ist að gera þá hamingjusama sem bindast því nánum böndum. — Og foreldramir eru þá jafn- framt að færa þjóðfélaginu borg ara, sem getur auðveldlega lent i hinum stóra hópi vandræða- unglinga, og seinna vandræða- manna, er hefir á síðustu ára- tugum aukizt með flestum þjóð- um, í réttu hlutfalli við dvin- andi áhrif guðstrúarinnar á upp eldið — og er nú að verða ein af iskyggilegustu plágunum, sem ógna menningunni með hruni. — Og hvað á svo að taka til bragðs, þegar ungmennin koma, vegna vanrækslunnar í foreldra húsum, út í lifið, með hvat- ir, sem eru að meira eða minna leyti bjagaðar, lítt þroskaða skapgerð — og með enga há- leita trú til að styðjast við? Samkvæmt skoðun umrædds fyrirlesara, er svo sem ekki mik- ill vandi á ferðum. — Hinn ungi maður er nú kominn til vits og ára, og lærir smám saman af hyggjuviti sínu að hegða sér vel. Hann uppgötvar fljótlega, að honum famast bezt, ef hann breytir þannig. Ef hann bregð- ur frá þeirri reglu, kemst hann brátt að raun um, að hann glat- ar tiltrú samborgaranna — og þar á meðal þeirra, sem ráða því, hvort hann á kost á sæmi- legu starfi til að lifa af. Og hann gerir ráð fyrir, að fleira óþægilegt kunni að koma í slóð- ina. Það væri betur, að þetta væri svona einfalt mál. Það væri bet ur, ef svo stæði almennt á, þeg- ar einhver er að sækja um stöðu á vegum samfélagsins, að bara væri spurt eftir því, hvort hann væri líklegur til að hegða sér vel og rækja starfið trúlega — en ekki t.d., hvort hann væri öruggur flokksmaður. -— Skyldi fyrirlesarinn fyrrnefndi vita nokkuð um það, að meira en helmingur fólksins á jörð- inni lýtur nú stjórnarherrum, sem spyrja fyrst og fremst um þetta siðarnefnda. — Þegar Hitler heitinn var að berjast til valda, voru þeir, sem flokks- stjórnin vildi geta treyst örugg- lega, ekki spurðir, hvort þeir hefðu áhuga á því að breyta vel, heldur hinu, hvort þeir væru einhvers staðar á lista yfir glæpa menn. Og ef þeim reyndist áfátt í því, voru þeir látnir játa skjal lega á sig glæpi, sem þeir höfðu ekki framið, til þess að flokks- stjórnin gæti treyst því, að þeir yrðu þægir í meðförum. Nasist- ar höfðu lært þetta eins og fleira af kommúnistum, kennur um sínum í vinnubrögðum. Það voru þeir, sem höfðu fundið upp þetta snjallræði, til að tryggja fiokksstjórninni, þegar mikið þurfti við að hafa, örugga samstarfsmenn. — Hegða sér vel — verðskulda traust. — Maður verður að halda um magann til að rifna ekki af hlátri. — Veit ekki fyrirlesarinn að þetta er sem óðast að komast úr tízku? Veit hann ekki að nú er í vax- andi mæli tekið að treyBta því, að hafa einhver stéttarsamtök eða klíku til að styðja við bakið á sér, þó að maður hegði sér ekki sem bezt? Veit hann ekki að hinn trúlitli mannheimur er sem óðast að fyllast af lygum, svikum og óknyttum af öllu hugsanlegu tagi? Og að svona er komið vegna þess, að siðlitlir guðleysingjar, sem urðu stjórn- endur stórþjóða, tóku að beita fyrir sig þeirri eitruðu kenn- ingu, í fyrsta lagi að enginn Guð væri til og ekkert framhalds líf, þar sem fram færu reiknings skil út af líferni mannsins á jörðinni. Og í framhaldi af því, að heimilt sé og áhættulaust, þeirra hluta vegna, að beita hvaða aðferðum, er að haldi mega.koma — þar á meðal glæp- um versfu tegundar í hags- munaátökunum og valdaglím- unni, sem verið er að heyja? Veit hann ekki, að þessi djöf- ullega villukenning hefir verið um áratugi að seytla inn í hugi mannfólksins, og er búin um all- ar jarðir að unga út milljónum af einstaklingum með óknytta- eðli og glæpahneigð, sem ekki á sinn líka í sögu liðinnar tiðar? — Gerir fyrirlesarinn sér ef til Vill vonir um, að menn fari að halda, að nú sé allt komið í lag, fyrst einn trúleysingi lýsir yfir því, að hann sé þeirrar skoðun- ar, þrátt fyrir trúleysið, að hyggilegast sé að hegða sér vel. Ég veit vel, að það er ennþá til mikið af heiðarlegu fólki með al þeirra, sem halda, að ekki sé til neitt æðra vald, er stjómi til- verunni — og ekki neitt fram- haldslif eftir líkamsdauðann, þar sem niaðurinn komi til með að njóta eða gjalda breytni sinnar i jarðlífinu. — Það má vel vera, að fyrirlesarinn sé einn af þessum mönnum. Þess konar fólk býr venjúlega að þvi, að það hefir verið alið upp á vegum ' trúaðra foreldra, og hvatalíf og skapgerð hefir á næmasta mótunarskeiðinu mót- azt í skjóli háleitrar trúar, og haldizt að mestu óskert, þó að viðkomandi hafi síðar ratað í þá óvizku að kasta trúnni, og þá um leið í það ólán, að verða ófær um að gefa börnum sínum það dýrmæta veganesti, sem harin hafði fengið meðferð- is frá sínum foreldrum. — Ég endurtek. Mikið af svona fólki er til, meðal hinna trúlausu. — En hver þorir, ef eitthvað veru legt er í húfi, að treysta þvi, að hann standi andspænis þess kon ar undantekningum — fyrr en eftir áralanga reynslu? — Það þarf mikinn moðhaus til að láta sér ekki skiljast, að eins o,g nú er komið, er tií bara ein ein- asta trygging fyrir því, að mað- urinn hafi virkilegan áhuga á því að breyta vél, en það er ör- ugg vitneskja hans um það, að hann sé eilifðarvera — að til- veran, sem hann er þátttakandi í, lúti æðri stjórn á vegum full- komins réttlætis, og að hann fái ekki með neinu móti komizt hjá því, að upþskerá síðar eftir því sem hann sáir. — Allir þeir, sem óska af heilum hug, að hið afvegaleiddá mannkyn, sem stendur nú á barmi sjálfs- tortímingar, snúi frá villu síns vegar, þurfa að leggja fram krafta sína til að vinna að því, að Guðstrúin nái að skipa önd- vegið í mannheiminum, og setja Svip sinn á alla hegðun fólks- ins. — Sárbitur reynsla er bú- in að sýna, að hinn fulltíða mað ur þarfnast ekki síður en barn- ið, að styðjast við vitneskjuna um Veruna ósýnilegu, máttugu og réttlátu, er fylgist með öll- um athöfnum hans. — Nú mun ef til vill einhver meðal lesendanna vilja bera fram þá spurningu, hvort prest- urinn ætli sér að gera þær kröf ur til foreldra og annarra upp- alenda, að þeir innræti börnum og unglingum trú á guð, sem þeir halda sjálfir að ekki sé til, og á framhaldslíf, sem þeir telja lika að sé ekkert annað en hug- arburður. Nei. Presturinn gerir ekki þess konar kröfur. En hann ætl ast til að þeir, sem taka á sig hinn mikla vanda og ábyrgð uppeldisins, geri sér það ómak, að hugsa fyrst ofurlítið um, hvar þeir eru staddir, áður en þeir fara að segja öðrum til vegar. — Trúleysi margra á Guð og framhaldslífið, stafar mestmegn- is af þvi, að þeir hafa aldrei lagt sig fram við að hugsa al- varlega um hið mi'kla undur til- verunnar, og jafnframt vanrækt að viða að sér þekkingu, er geti varpað ljósi á veginn, og hjálp- að þeim til að ráða eitthvað af gátunum um hinn mikla leynd- ardóm. — Ég mun gera tilraun til að vekja áhuga einhverra meðal þessara manna, með því að taka þetta efni til nánari íhugunar í framhaldsgrein, und ir sömu fyrirsögn og þessi. Smáilát úr plasti Fjölbreytni í framleiðslu smáíláta úr plasti eykst sífellt. Frá lyfsölu hefur notkun þeirra breiðzt ört út í matvælaiðnaðinum. Kaupmenn og framleiðendur finna hjá okkur ílátin sem þá vanhagar um. Framleiðum einnig eftir sérstökum pöntunum VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit-Sími 91-66200 SKRIFSTOFA í REYKJAVÍK, Bræðraborgarstíg 9 - Sími 22150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.