Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 Smurt brauð og ölglas SARDÍNUBRAUÐ Sardínur, 3—4 stykki (bein- lausar), 2 tómatar hýðislausir, 1 harðsoðið egg, hakkað saman. 1 matsk. smjör sett saman við, bragðbætt með salti, pipar og sitrónusafa. Þessu er smurt á franskbrauð (ristað ef vill) sem sett er á salatblöð. HKITT SKINKUBRAUÐ Franskbrauð, smjör, lifrakæfa skinkusneiðar, tómatsósa, steikt egg. Franskbrauðið smurt, lifrar- kæfa sett á, þá skinkusneið og tómatsósuklessa á. Brauðið sett inn í heitan ofn í 7—8 min. Steikt egg sett ofan á þegar bor ið er fram. rjóma. Brauðið smurt og snögg- steikt á pönnu. Tómatsneiðar settar á sneiðainar, kryddað með salti og pipar. Sveppajafn ingurinn settur yfir og bacon bit arnir brúnaðir, notaðir til að skreyta með ásamt steinselju. FYLLT RÚNDSTYKKI I Lok skorið af rundstykki, tek ið innan úr því miðju og fyllt í staðinn með jafningi með t.d. sveppum i. Rifinn ostur settur GÓDUR SMÁBITI Vi rúndstykki eða brauðsneið með smjöri, skinkusneið lögð á, þá ostsneið, salatblað, tómat- sneið, hráar rifnar gulrætur of- an á, sítrónusafi látinn drjúpa yfir og steinselja sett efst HUMAR MEÐ „PORCHERUÐU"EGGI Humarjafningur settur yfir eggið á ristuðu brauði, humar- biti og dill til skrauts. CHILE BIíAUD 8 þunnar brauðsneiðar (franskbrauð), smjör, ansjósu- smjör, 8 hreinsaðar ansjósur eða gaffalbitar, 50 gr. smjör, 1 lítili laukur, 75 gr valhnetukjarnar, 1 matsk sítrónusafi, % tsk franskt sinnep. Ansjósurnar eða gaffalbitarn- ir stappaðir og hrært saman við smjörið. Laukur og valhnetur saxað smátt og hrært saman við smjörið. Brauðið ristað, smjöri smurt á, sitrónusneið sett til skrauts. EGGIABRAUD 1. 4 þykkar franskbrauðsneið ar steiktar báðum megin á pönnu. Rifnum osti stráð yfir. 2. 4 egg þeytt með 1 dl mjólk. 1-2 sneiðar skinku smátt skorn- ar. 14 tsk. salt, 14 tsk. mint. 3. Eggjahræran sett á pönnu, hrært i með skeið. 4. Eggjahræran sett yfir heitt brauðið. Þarf að borðast strax. OSTGRATINKRAÐAR PÚRRUSNEIÐAR 4 sneiðar franskbrauð, 4 púrr ur, 4 sneiðar skinka, ostasósa úr: 1 matsk. smjörllki, 2—3 matsk. hveiti 2-3 dl.rjómi 1 eggja rauða, 50 gr rifinn ostur, pip- ar. Smjörl. og hveiti sett i pott, rjóminn notaður tii að þynna út með, eggjarauða, ostur, salt og pipar sett út í. Brauðið steikt í smjörlíkinu, sett á eldfast fat, púrrubitarnir ofan á, skinkan sett yfir og efst ostasósan, sem á að vera þykk. Fatið sett i ofn smástund, áður en bera á fram. SVEPPABRAUÐ II 4—8 sneiðar franskbrauð, smjörl. 500 gr sveppir, 30 gr smjörl. 2 matsk. hveiti, 2 dl rjómi, salt 150 gr bacon í sneið- um eða teningum. Sneiðarnar steikar í smjörl., sveppirnir sömuleiðis, hveiti stráð á rjóma og vatni hellt yfir. Jafningurinn bragðbættur að smekk og settur yfir sneiðarnar. HROGN MED ASPAS Franskbrauðsneiðar, hrogn, 1 ds. aspas, ostasósa, tómatar. Hrognin skorin í sneiðar, sem velt er upp úr þeyttu eggi og raspi með satti í, steikt á pönnu báðum megin. Sneiðarnar ristað ar og hrognin sett ofan á, heitt aspas sett ofan á, ostasósa látin yfir. (Uppbökuð sósa með rifn- um osti í). Tómatbitar til að skreyta með. FYLLT RÚNDSTYKKI II 4 rundstykki, mjólk, 150 gr skinka, 2 matsk. rifinn ostur, salt, pipar, steinselja, smjör. Lok skorið af rundstykkjunum, biti tekinn úr. Heit mjólk hrærð út í brauðbitana sem teknir eru úr rundstykkjunum, smátt söxuð skinka, rifinn ost- ur sett saman við, krydd- að, jafningurinn settur í rund stykkin, penslað með smjöri og sett í ofn í 15 20 mín. RISTAÐ BRAUÐ MEÐ FISKI 1 2 bollar soðinn fiskur, 1/4 1 bechamelsósa, 1 eggjarauða, sítrónusafi, karrý, salt ög pip- ar. Franskbrauðssneiðar steikt- ar í smjörl. sósan IVtuð, eggja- rauðan sett út í ásamt kryddi. Fiskbitarnir látnir út í sósuna og hitaðir, sett á brauðsneiðarn ar, skreytt með tómötum og olíf um. IÍISTAÐ BRAUÐ MEÐ SARDÍNUM OG TÓMÖTUM 1—2 dósir sardínur i olíu, 2 tómatar, smjörlíki, salt, hvit- laukssalat, múskat, 2 matsk. rif- inn ostur. Hýðið tekið af tómötunum skorið í sneiðar og settir á létt- ristaðar franskbrauðssneiðar smurðar smjöri. Tómatarnir kryddaðir, sardínurnar lagðar ofan á, efst settur rifinn ost- ur. Eins fyrir bæöi kynin ftalski tízkuteiknarinn Guci hefur teiknað eins föt fyrir bæði kynin. Mynztrið er nokkuð sérstakt og er i dökkgrænum, bleikum og svörtum litum í kjólnum. Kjóllinn er með viðum erm- um og skörðum í hliðunum. Hvítir leðursandalar með gylltum spennum fullkomna útlitið. Til hægri eru föt fyr- ir karlmenn, sem vilja fylgj- ast með tízkunni. Skyrtan og buxurnar eru úr livítu silki- shantung, mynztrið er hið sama og á kjólnum en hér eru litirnir blágrænir og svartir. Hárkollur Undanfarin sjö ár hefur fram leiðsla á hárkollum verið vax andi iðnaður í Hong Kong. Efn- ið í þessar hárkollur er ýmist ekta hár eða hár úr alls kyns gerviefnum. En nú bregður svo við, að útflutningur þaðan hefur minnkað og stórar sem smáar verksmiðjur hafa gengið verr. Framleiðendur þar álíta hins vegar, að aðeins sé um tíma- bundna erfiðleika að ræða, og verði þeir e.t.v. þess valdandi, að auka gæði hárkollanna. Aðal hárkolluframleiðsla heimsins hefur verið í Hong Kong í allmörg ár, enda þótt mikið af hárinu hafi þar til ný- lega komið frá vestrænum lönd- um eins og ftaiiu og Spáni. Nú orðið kemur minna af hári frá þessum löndum og markaðurinn hefur færzt austar. Asiu-hár innflutt frá Indó- nesíu og Kóreu hefur alltaf ver ið mikið og ódýrt. En það er einnig mun grófara að gerð, og vegna þess að hárkolluframleið- endur vilja heldur fíngert hár, var það ekki eins eftirsótt og hár frá yestrænum löndum. Nú er farið að vinna Asíu-hár á þann hátt, að það er gert eins fíngert og Evrópu-hár, og enda þótt hinn eðlilegi litur þess sé dökkbrúnn eða svartur, er Gaman er að breyta til og bjóða upp á ölglas og brauðsneið eitthvert kvöldið, eða koma með gesti með sér heim úr leikhúsi eða úr bíó. Er ekki að efa, að það yrði kærkomin tilbreyting frá öllu kaffinu og tertunum. BRAUÐ MEÐ FISKI í MAJONNAISE Franskbrauðsneiðar smurðar, á þær lögð salatblöð, afgangur af soðnum fiski settur á. Sítrónu safi settur yfir majonnaise (með karry, salti, pipar og ef til vill borðedik;), sett ofan á. sett ofan á. Látið inn í ofn og yfir, smjörbiti og hvítlauksduft hitað í gegn. SVEPPABRAUD 250 gr. nýir sveppir, 1 matsk. smjörllki, 1 matsk. hveiti, rjómi, salt, pipar, lauksalt, tómatar, bacon (ef vill), steinselja. Rúndstykki eða franskbrauðs sneiðar. Sveppirnir brúnaðir í smjörl., hveiti stráð yfir, þynnt með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.