Morgunblaðið - 26.05.1971, Síða 3

Morgunblaðið - 26.05.1971, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971 3 Strandið í Sandgerði í gær Landreisa Vaxa skipshunds af Fjalshamri Skipshundurinn Vaxi í bíl blaðamanna Morgunblaðsins biður eftir því að komast um borð. EINS og sagt er frá í frétt á baksíðu var Fjalshamar, sem strandaði við Sandgerði i gær- morgun, að ná i skipshundinn Vaxa, þegar óhappið varð, Um nóttina hafði skipið siglt frá Keflavik áleiðis suður fyrir land, en þá tóku skipverjar eft- ir því að skipshundurinn var ekki um borð og var talið lík- legast að hann hefði stolizt í land svo litið bar á, þvi hann hafði sézt í tygjum við mynd- arlega tík í Keflavik daginn áður. Þegar blaðamenn Morgun- blaðsins korou til Sandgerðis i gærmorgun og höfðu spurnir af hvarfi skipshundsins Vaxa hringdu þeir í lögregiuna í Keflavik og var lögreglan þá með hund í óskilum, sem við nánari athugun reyndist vera Vaxi. Höfðu keflviskir drengir komið með hundinn til lögregl- unnar og fylgdu þeir hundin- um í lögreglubifreiðinni til Sandgerðis þar sem blaðamenn irnir tóku hann að sér til þess að koma honum út í Fjalsham- ar á trillunni Þorra. Heldur var greyið sultarlegt eftir landreisuna og var því Efri mynd: Vaxi borðaftt 4 prins póló og 5 pylsur i verzlun í farið með hann í matvöruverzl Sandgerði um hádegi. Neðri mynd: En bezf fór vim Vaxa, þog- un i Sandgerði og keypt þar ar hann var aftur kominn í skotið sitt í brúmii á Fjalshamri. snarl handa honum. Fyrst var Ljósm. M^- Kr- Ben. Frá vinstri: Vaxi á leið út i Fjalshamar strandaðan í fylgd með slysavarnafélagsmönnum úr Sandgerði. — Vaxi horfir á skipið sitt á þurru. — Skipvecjar taka Vaxa um borð og fagna greyinu. Ljósmyndir Mbl. Kr. Ben. boðið upp á niðurskorið hangi- kjöt, en ekki líkaði Vaxa það, en hins vegar borðaði hann með beztu lyst 4 prins póló og 5 pylsur. Virtist hann þá sadd- ur og var siðan haddið niður á bryggju þar sem Slysavarna- félagsmennirnir Sigurður Guð- jónsson og Kristinn Lárusson voru í Þorra ásamt fleiri mönn um, sem ætluðu að ræða við skipverja á Fjalshamri og kamna aðstæður á strandstað. Ekki var Vaxi fús á að fara um borð í triiluna og tók á rás upp bryggjuna. Hófst þá mikið kapphlaup, sem endaði með því að Vaxi fór um borð í trili- una. Skipverjar á Fjalshamri fögn uðu Vaxa, þó að þeim hafi ugg laust verið svolitið súrt til hans Framhald á bls. 11 um allt land fljótt þægilegt og ódýrt Allir vita að flugferð er fljótleg og þægileg, en sumir halda enn, að ódýrara sé að aka. Samkvæmt nýjustu útreikningum F.Í.B. kostar 120 þúsund krónur á ári að reka lítinn einkabíl miðað við 16 þúsund kílómetra akstur. Það þýðir kr. 7,50 á hvern km. Berum kostnáðinn saman við flugfargjöld: EINKABIFREIÐ FLUGFARGJALD Til Akureyrar eru 448 km um 6.600 kr. báðar leiðir 3.140 kr. báðar leiðir Til ísafjarðar eru 536 km um 8.000 kr. báðar leiðir 2.920 kr. báðar leiðir Til Egilsstaða eru 730 km um 11.000 kr. báðar leiðir 4.280 kr. báðar leiðir Og það er bara einn í fjölskyldunni sem greiðir fullt fargjald, aðrir fjölskyldumeðlimir hálft gjald. Hjón með tvö börn, 2—12 ára, greiða þá aðeins 6.280 kr. báðar leiðir milli Reykjavíkur og Akureyrar og 8.560 báðar leiðir milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjölskylduafsláttur er í gildi allt árið. Flugið slítur hvorki fólki né bíl, sparar tíma, léttir ferðina. ^FLUGFÉLAG ÍSLANDS STAKSTEINAR Ungt afturhald Kappræðufundur ungra sjálf- stæðismanna og ungra fram- sóknarmanna bar órækan vott um stöðnun og stefnuleysi Fram- sóknarflokksins. Ljóst virðist, að ungu mennirnir innan Fram- sóknarflokksins hafa nú gefizt upp og eru nú dyggir fylgisvein- ar afturhaldsins. EUert B. Schram minnti á það í upphafs- ræðu sinni á fundinum að ungir menn úr báðum þessum flokk- um hefðu deilt á staðnaða stjórnmálastarfsemi og þvi gæti íundurinn orðið prófsteinn á málefnalegar stjórnmálaumræð- ur. Ræður ungu framsóknar- mannanna einkenndust hins vegar af uppdöguðu stjórnmálá- karpi og sífelldum tUraunum til þess að blása upp íhaldsgrýlu. Ekkert gat betur lýst einhuga samstöðu þeirra með ráðandi afturhaldsöflum í Framsóknar- flokknum. Sú skelegga barátta, sem ungir framsóknarmenn hófu á þingi sinu í fyrrahaust, hefur nú gjörsamlega hjaðnað niður. Á kappræðufundinum í fyrra- kvötd lýsti Baldur óskarsson því yfir, að unga fólkið myndi styðja unga framsóknarmenn; val þess væri auðvelt. Á þessari stundu virðist Baldur óskarsson hafa gleymt einnig megin orsök inn- anflokksbaráttu ungra fram- sóknarmanna. Þegar Framsókn- arflokkurinn hafði gengið frá framboðslistum sínum í fyrra sumar, kom í ljós, að nær engin endumýjun hafði átt sér stað og ungir framsóknarmenn kom- ust hvergi í tryggt sæti. Það voru því eðlileg viðbrögð ungra framsóknarmanna í fyrra haust að hefja baráttu gegn afturhald- inu í Framsóknarflokknum, sem bælt hafði hreyfingu þeirra nið- ur. En það eru dapurleg örlög, þegar þessir hinir sömu ungu menn kikna enn á ný undan oki afturhaldsins tæpu ári eftir að þeir risu upp og ætluðu að koma breytingum til leiðar. Unga fólkið í landinu gétur því ekki skipað sér i raðir Framsóknar- flokksins, nema það kjósi aftur- haldið að Iífsskoðun; því trúa þó engir aðrir en ungir framsókn- armenn. Nýtt flokkakerf? Baldur Óskarsson lýsti því einnig hátiðlega yfir á þessum fundi, að ungir framsóknar- menn hefðu Iagt grundvöll að nýju flokkakerfi á íslandi. Hér á Baldur við samvinnu ungra framsóknarmanna og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Það er athyglisvert, að ungir framsóknarmenn skuli telja þetta grundvöll að nýju flokka- kerfi og nýsköpun stjóramál- anna. Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru stofnuð sem kosningavél utan um Hannibal Valdimarsson og Björa Jónsson vegna persónulegra pólitiskra hagsmuna þeirra. Enginn stjórn- málaflokkiir hefur viðhaft upp- dagaðri og úreltari vinnubrögð í flokksstarfi og í engum öðr- um f'lokki hafa hrossakaup og skúmaskotabarátta verið meira ráðandi við ákvörðun framboðs- lista. Það er því táknrænt fyrir unga framsóknarmenn, að þeir skuli nú telja samstarf við þessl iippflosnuðu samtök gnmdvöll nýs flokkakerfis. Fátt sýnir bet- ur, hvemig gamla Framsóknar- afturhaldinu hefur tekizt að ná tangarhaldi á ungu mönnunum i flokknum, mönnum, sem fyrir tæpu ári sýndu a.m.k. í orði þá djörfnng að hyggja á breyting- ar innan Framsóknarflokksins. Þegar svo er komið, er ekki nema að vonum, að Tómas Karls- son skuli hafa gefið sér þá stað- reynd á fimdinum, að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi vinna einn mann í Reykjavík. < *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.