Morgunblaðið - 26.05.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 26.05.1971, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971 FyrrverancU heimkynni kúnna í Saltvík breyta nú mikið um svip og verða notuð sem setustofa framvegis (Ljósm. Ólafur Jensson). „Saltvík 71“ undirbúin: Fjósið skiptir um svip og hlutverk UNDIRBÚNINGUR fyrir Saltvík 71 stendur nú sem hæst, Um helgina unnu fé- lagar úr Kiwanisklúbbnum Esju við að breyta fjósinu i Saitvík í viðkunnanlega setu- stofu. Haganlega útbúnum sætum hefur verið komið fyrir i básunum og flórinn er orðinn fagurgrænn. Hafði einhver sem kom inn í fjósið orð á því, að þetta væri snyrtilegasti flór, sem hann hefði séð. Olíulampar lýsa upp básana og mjólkurbrús- ar, sem lokið hafa sínu rpp- runalega hlutverki eru not- aðir sem rusladallar í setu- stofunni. Gunnar Ingibergs- son húsgagnaarkitekt átti hugmyndina að þessum breytingum á fjósinu í Salt- vík, en vinnan við breyting- una tók félaga úr Esju þrjá dagparta. Kiwanisklúbburinn Esja er tæplega eins árs gamall og hefur það að meginmarkmiði að vinna fyrir æskuna. Klúbb félagar eru 30 talsinis, en for- seti er Ólafur Jensson. Karlakórinn Þrymur. Karlakórinn Þrymur í söngför LAUGARDAGINN 29. maí held- ur Karlakórinn Þrymur á Húsa- vik í söngför til Suðurlandsins. Þá um kvöldið heldur kórinn fyrstu söngskemmtunina í Borg- amesi. Á hvítasunnudag syngur kórinn í Selfossbíói kl. 5 síðdeg- Is. Um kvöldið verður haldið til Vestmannaeyja en þar verður sungið á annan dag hvítasunnu. Siðasta söngskemmtunin verður svo þriðjudaginn 1. júní i félags hefmilinu á Seltjamamesl. — Þrymsfélagar hafa æft vel að undanförnu en síðastliðin tvö ár hefur kórinn haft stjórnanda frá Prag. Haustið 1969 réðust til Húsa- víkur hjónin Vera og Jaroslav Lauda til tónlistarkennslu. Þau hafa kennt við Tónlistarskóla Húsavíkur og auk þess hefur Jaroslav stjórnað kariakórnum og Lúðrasveit Húsavíkur. Frú Vera hefur annazc allan undir- leik hjá Þryxn. Dvöl þessara tékknesku hjóna hefur verið tón listarlífi í Húsavík mikil upp- lyfting. Á söngskrá Þryms að þessu sinni eru bæði erlend og innlend lög. Mörg þeirra eru í útsetningu söngstjórans og skal sérstaklega vakin athygli á þjóð lagaútsetningu hans. Siðast fór karlakórinn í söngför til Vest- fjarða. Var það vorið 1965. í kórnum eru 38 söngmenn. Stjórn kórsins skipa: Hjörtur Tryggvason formaður, Haukur Haraldsson ritari, Þorsteinn Jóna son gjaldkeri. Frá vinstri: Bjarni Bjarnason læknir, formaður Krabbameins- félags fslands; Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamannafé- Iagsins Dagsbrúnar, og Sigurður Samúelsson prófessor, for- maður Hjartaverndar. Istanbul: Sinfóníuhlj óms veitin: Japanskur einleikari leikur á fiðlu NÆSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu starfsári verða haldnir fimmtu- daginn 27. maí kl. 21.00 í Há- skólabiói. Stjórnandi verður Mayumi Fujikawa. Bohdan Wodiczko og einleikari Mayumi Fujikawa fiðluleikari frá Japan. Á efnisskrá er sin- fónía nr. 6, „Pastoral-sinfónían", eftir Beethoven og fiðlukonsert í D-dúr eftir Tsjaikovský. Mayumi Fujikawa fæddist ár- ið 1946 í Japan, þar sem hún í fyrstu nauit kennslu föður síns, en sáðar prófessoran na Soh og Sai'to við Tónl ist.a rskóiann i Tokyo. Hún var á meðal þeima fyrstu, sem urðu „Alex de Vries“jstyrksins aðnjótandi, svo að hún gat gerzt nemandi Franz Wigys prófessors við Tónlistar- skólann í Antwerpen, þar sem hún útskrifaðist með framúr- skarandi vitnisburði. Árin 1968 og 1970 var hún nemandi Leon- ids Kogians í Niee, og vakti mikla aithygli er hún hlaut 2. verðlaun á alþjóðleg’u tónlistar- keppninni í Moskvu, Tsjaiik- ovský-keppninni, 1970. Mayumi Fujikawa hefur haldið fjölda tónleika síðan hún hilaut verð- launin í Moskvu, m. a. í Sovéf- rikjunum, Belgíu, Holllandi, Frakklandi, Þýzkalandi og Jap- an. Nýlega hélt hún fyrstu tón- leika sina í Bandaríkjunum með Mjómsveitinni í Filadelfíu undir stjóm Eugene Onmandy og hlaut þar frábærar móttöfcur. Lokatónleifcar SinifóniuiMjóm- sveitar Islands á þessu starfsári verða haldnir í Háskólabíói mánu daginn 31. mai og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi er Böhdan Wodiczko og einleikari verður þýzki píanóieikarinn Wilhelm Kempff, sem leifca mun ptanó- konserta efitir Bach og Mozart. Vinstri beygj- ur bannaðar — á mótum Kringlumýrar- brautar og Sléttuvegar UMFERÐARYFIRVÖLD hafa bannað allar vinstri beygjur á gatnamótum Kringluniýrarbraut ar og Sléttuvegar á þeim for- sendum að þar hafi orðið mjög harðir árekstrar hvað eftir ann- að. Hafa gatnamót þessi valdið töluverðum áhyggjum, en er nú búizt við að eitthvað lagist. Mbl. hafði i gær tal af Gutt- ormi Þormar, yfirverkfræðingi og kvað hann braut sem Krimglu mýrarbraut í raun ekki gefa til- efni til silitora gatnamóta sem þessara. Sléttuvegurinn hafi verið hugsaður sem bráðabirgða lausn á meðan Bústaðavegur- inn er ekki kominn vestur yfir Kriglumýrarbraut á brú. Bkki kvað Guttormiur þess að vænta fyrir en a. m. k. að þremur árum liðnum. Guttoimur kvað enn eniga um- ferðahnúta haía myndazt vegna þessara ráðstafana, en þær myndu eflaust þynigja eiitthvað umferð á gatnamótum Mikta- brautar og Kringluimýrarbraut- ar og eins umferð um Hamra- hlíð. Mann- ræningi gripinn Istanbul, 25. maí. AP. SAMKVÆMT óstaðfestum heim ildum AP-fréttastofunnar var í dag handtekinn í Istanbul, einn þeirra níu manna, sem hvað mest hefur verið leitað að, vegna ránsins og morðsins á ísra elska ræðismanninum Ephraim Elrom. Maðurinn, sem var hand- tekinn í dag, Nahit Tore, er 24 ára gamall og nemur hagfræði. Hann er félagi i TPLA, tyrk- neska „frelsishernum“ og er hann sagður hafa verið meðal- göngumaður milli þeirra sem rændu Elrom og þeirra, sem tóku síðan að sér að myrða hann. Dagsbrúnarmenn gefa 200 þúsund krónur Þakklætisvottur fyrir heilsugæzlustarf Vilja koma upp Decca-kerfi strax Á FUNDI í skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Öldunni sem hald inn var 15. maí sl. var fjallað um Decca kerfið, svonefnda. — Lýsti fundurinn furðu sinni á störfum nefndar, sem skipuð var fyrir mörguni árum og átti að athuga uppsetningu staðar- ákvörðunarkerfis við strendur íslands, Decca-kerfis. 1 fréttatiilkymiiinigu frá Öld- uuni kemur fram að niefndin hef ur ekki skilað áliiti þrátit fyrir marg iitrekaðar kröfur. Krafðist fundurinn 15. maí sd. að nefndin verði þegar í stað látin Ijúka sitönfum og hafizt verði handa strax við að korna upp staðsetm- inigafcerfi (Decoa) sem nái út fyrir landgrunnið. Loks benti fundurinn á að bætt aðstaða til gtaðsetningar skipa, verður að tooma við útfærslu landhelginn- ar. HINN 21. apríl sl. voru forsvars- menn Hjartaverndar og Krabba- meinsfélags fslands kvaddir á íund forystumanna Dagsbrúnar og Styrktarsjóðs Dagsbrúnar- manna, og hvoru féiagi um sig afhent hundrað þúsund króna gjöf, í tilefni af 10 ára afmæli styrktarsjóðsins á þessu ári, sem þakklætisvott fyrir gott heilsu- gæzlustarf í þágu almennings á undaniörnum árum. Prófessor Sigurður Samúels son, formaður Hjartaverndar, og Bjanni Bjartn.ason, læknir, for- maður Krabbamemsfélags Is- lands, þökkuðu fyrir hönd fé- laga sinma þessa höfðinglegu og góðu gjöf og, eiras og prófessor Sigurður komist að orði, ekki síð- ur þanm hlýhug, sem gjöfunum fylgdi. Albert í höfn í sumar VARÐSKIPIÐ Albert mun liggja í Reykjavíkurhöfn í sumar, en Landhelgisgæzlan leggur venju- lega einhverjum af skipum sín- um yfir sumartimann. Að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, er ekki þörf á að hafa öll skipin úti þeg- ar vertíð lýkur á vorin og er þá unnið að viðgerðum og viðhaldi skipanna og áhöfninni gefið sum arfrí. Sagði Pétur að til greina kæmi að fleiri skipum yrði lagt i sumar, en ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um það. Albert kom til hafnar í Reykja I vík um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.