Morgunblaðið - 26.05.1971, Page 12

Morgunblaðið - 26.05.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971 ,En stígðu mjúkt til jarð ar í draumum þínum4 l»org'eir Sveinbjarnarson: Vísnr jarðarinnar. Almenna Bi'ikafélagið. Reykjavík. Apríl 1971. Þó að ég hefði ástæðu til að ætla, að ekki kymni að líða á löngu, unz Þorgeir skáld Svein- bjarnarson hyrfi sjónum okkar, varð mér það ærið ljóst við fréttina um lát hans, að hjá mér hafði leynzt fastheldin von um, að fyrst um sinn kæmi ekki að því, að jörðin léti hann ekki laus an, — svo að skírskotað sé til orða hans í einu af ljóðunum í Vísiun jarðarinnar. Vissulega varð ég haldinm þungsárum trega, sem reyndist drjúgum áleitinn, þrátt fyrir dagsins önn, og svo vænt sem mér þótti um skáld- ið, var það engu siður maður- inn Þorgeir Sveinbjarnarson, sem ég tregaði. Við höfðum þó tiiltölulega sjaldan hitzt — og einungis þrisvar í góðu tómi. Samt taldi ég hann svo góðan og einlægan við minn, að ég hefði getað trúað honum fyrir hverju sem vera skyldi. Við töl- uðum alloft saman í síma, eink- um síðustu árin, sem hann lifði, og þó að mér finnist, að ég geti aldrei notið samtals i síma neitt svipað þvi að tala við mann, sem ég sit andspænis, svo að ég get fylgzt með hverri hreyfingu hans og öllum svipbrigðum, fyflgdi ávallt rödd Þorgeirs svo hjartanleg hlýja og heiðtær ein lægni, að það var sem ég sæi hann ljóslifandi fvrir mér, bros ið, blik augnanna — og þegar ég hringdi siðast til hans úr Reykjavík til Vífilsstaða, hann þá þess vel vitandi, hvað beið skammt undan, gætti þessa svo mjög, að mér datt það i hug, endurlifði það, um leið og ég las eftirfarandi smáljóð i bókinni hans nýju: „Á kyrrum nóttum speglast himinninn og stjörnur þínar, Drottinn, í vatninu. Þá finnst mér stundum að litla sytran mín sé lindin þín.“ Mér hefur jafnan verið sárt um okkar fornu rímhefð, og þá er ég las fyrstu ijóðabók Snorra skálds Hjartarsonar, mikils meistara máls og forms, var mér ekki aðeins hnitmiðuð smekk- vísi hans, myndauðgi og litríki ljóðanna til unaðar, heldur vakti og hjá mér fögnuð hin að því er virtist fyililega eðlislæga viðleitni til að brúa bilið milli órímaðs ljóðforms og þeirrar þrautþjálfuðu rímhefðar, sem frá þvi að Snorri Sturluson skrifaði Eddu sína hefur verið beint og óbeint bjargvættur is- lenzkrar þjóðmenningar. Og þeg ar ég las siðustu ljóðabók Snorra Hjartarsonar, urðu mér það vonbrigði, að hann hafði nú að fullu slitið tengslin við hina þjóðlegu rímhefð — og þó að í Laufum og stjörnimi sé vissu- lega góður skáldskapur, virtist mér, að yfir ljóðunum væri ekki hin tigna reisn, sem var bein linis sérkenni margi'a i fyrri bókum hans, þar sem nýtt og gamalt form svo sem fallast í faðma. Ellefu ár liðu frá útkomu Kvæða Snorra Hjartarsonar, án þess að nokkurt skáld freist aði svipaðra viðbragða og hann við sívaxandi kröfum um fráhvarf frá hinni fornu form- hefð. En þá var það, að til mín kom i Eindarbrekku í Kópavogi vinur minn og iengi náinn fé- lagi, Helgi Sæmundsson, sem flestum öðrum fremur hefur lagt rækt við að kynna sér sem nánast samtíma ljóðlist þjóðar sinnar og þróun hennar. Nú sagði hann ærið leyndardóms- fullur, seinmæltur og kinkandi kolii til áherzlu orðum sinum: „Ég ætla að segja þér tíðindi! Það er á leiðinni ljóðabók, sem þér mun þykja nýstárleg og þú munt fagna, Guðmundur Hagalin." „Hver er þar á ferð, — ein- hver nýr maður, ungur maður, eða einhver af eldri skáldunum, sem hefur haft að einhverju leyti hamskipti? Humm, — það er nú ekki ævinlega, að mótuð- um skáldum fari slíkt sérlega vel.“ „Þú færð ekki að vita, hver maðurinn er, en ég get sagt þér það, að hann er að verða fimm- tugur, og þó að þú hafir heyrt hann nefndan, þekkir þú hann ekki, en þangað til núna fyrir tveimur árum, hefur hann ekk- ert ort nema nokkrar vel gerð- ar ferskeytlur.“ „Það væri réttast að loka þig inni hjá hænsnunum!" sagði ég, enda vissi ég, að Helgi hafði litl ar mætur á þeim skepnum skap arans. Helgi var óhagganlegur, en sagði: simanum, en hann sagði og var nokkuð svona hávær: „Þú ert búinn, — ég veit það!“ „Sendu eftir þessu, svaraði ég. „Ég fór á fætur klukkan hálfsex í morgun, og upp á þíina ábyrgð tók ég inn fram að há- deginu nokkrar velsterkar verkjapillur, og svo var ég þá iíka búinin með þetta.“ Þögn. Síðan sagði Matthías í þeim hlýja og milda rómi, sem hann á til, en sparar svolítið: „Þakka þér fyrir, Guðmundur minn. Þú hefur ekkert illt af þessu, — þetta hefur glatt þig, — ég meina hvort tveggja, bók in og það, sem þú lagðir á þig.“ Þetta var rétt og satt. Og þeg ar ég hafði kvatt Matthías og gekk inn ganginn, tautaði ég ósjálfrátt fyrir munni mér þetta niðurlag órímaðs ljóðs úr bók- inni: „Tíðin framundan er himinninn opinm nýrri stund.“ Vísur um drauminn ollu mér um góðskáidum órímaðra ljóða hvað þá þeim eftirhermurímleys ingjum, sem í hermitækni jafn- ast ekki einu sinni á við krák- una í Hveragerði, sem vann sér að verðleikum mákinin orðstír . . . En einmitt skipan orðanna i ljóðlínur til eðlilegs samræmis við heildaráhrif ljóðsins hefur Þorgeiri Sveinbjarnarsyni — af sinni næmu formgáfu og nær- fellt einstæðu vandvirkni — yfirleitt tekizt í Vísum jarðar- innar með meiri ágætum en í fyrri bókum sínum, svo að les- andinn stanzar hvergi við mis- fellu, aðeins á stöku stað í spurn við endurlestur ljóðanna. Einungis eitt af hinum mörgu ljóðum í þessari bók er langt, — hin eru svo stutt, að bara þrjú taka meira rúm en eina blað- siðu. En þó að skáldið hafi ort nokkur 1 jóð, sem séu gædd rík- ari tilfinningahita og jafnvel meiri tilþrifum en þessi, hefur ekki aðeins geta hans til heild- arformunar ijóðsins aldrei notið sín betur, heldur og laundrjúg- jr vitsmunir hans og hæfileik- inn til að bregða táknrænni og seiðandi dul yfir túlkun sæl- sárrar lífsreynslu, án þess að sú túlkun sé yfirleitt torræð, hvað þá órökrænt fálm eftir frum- leik. Því er það, að síðan ég las Fagur er dalur, eftir hið til- finningaheita, skaprika og að varast, iostur Guð segja við hinn fyrsta maiui i Eden : „Gættu þín á þungum hrammi dýrsins köldu biti slöngunnar og ljúffengum ilmi blómsins." En þó að Þorgeir Sveinbjarn- arson hafi alltaf í ljóðum sínum „gengið hægt um gleðinnar dyr,“ hefur þar jafnan gætt i ríkulegum mæli þess djúptæka unaðar, sem íslenzk náttúra vakti í brjósti hans. Hann var fæddur og uppalinn í fögrum og gróðursælum dal — á þeim bæ, sem í þann tíð var næstur hinu tigna, jökulkrýnda hálendi, er tekur við austan byggða Borgar fjarðar. Þarna dvaldist hann frarn yfir tvítugt, hinn mesti náttúruunnandi og draumamað- ur íslenzkra nútíðarskálda. Guðmundur G. Hagalín ■* JL 1?\T\TTTD skrifar um J rjJNJN llK „Ég skal koma með skáldið til þín, þegar bókin kemur út. Það er stutt þangað til, og ég hugsa, að ykkur líki nokkuð vel hvor- um við annan." Helgi enti ioforð sitt. Hann kom — og skáldið og bókin í fylgd með honum. Ég renndi augunum yfir eitt kvæðið af öðru, og svo var ég þá, áður en mig varði, tekinn að lesa upp- hátt, og fas mitt og rómur mun ekki hafa leyint því, hve glaður ég var. Og svo féll mér þá engu síður við skáldið en ljóð- in, enda lauk þessum fyrstu samfundum okkar Þorgeirs með því, að hann gaf mér bókina „með þökkum og kveðjum." Þegar þeir félagar fóru, sagði Helgi Sæmundsson drjúgur: „Nú hótar þú mér ekki sam- félagi við hænsnin, skepnan þín!“ Tíu ár liðu. Þá var það, að þegar ég átti að heita skriðinn á fætur, eftir að hafa orðið all- rækilega fyrir bíl, að til mín hringdi maður að nafni Matthías Johannessen og mælti fyrst orða: „Ég þarf að biðja þig að skrifa fyrir mig um bók — helzt strax.“ Jæja, skyldi mig ekki hafa grunað, að Matthíasi væri ekki sama um bókina? En ég sváraði, allt að því önugur: „Hvernig á ég að geta það? Veiztu ekki, að það eru ekki meira en tíu dagar, síðan ég vissi ekki vakandi af mér í sex klukkutíma og enn get ég varla staulast hérna fram í sím- ann.“ „Þú getur þetta samt, var svarið. „Ég anza þessu ekki. „Ég tek heldur ekki mark á þér. „Nú, hver er þá þessi bók? „Það er Vísur um drauminn, og ég er búinn að senda af stað með hana til þín.“ „Nu-hú, hún er þá komin út. . . Sæll, það er verið að berja.“ Klukkan mun hafa verið á þriðja tímanum daginn eftir, þeg ar ég reis af miðdegisblundi og hringdi til Matthíasar. Hann hafði ekki fyrr heyrt hver var í að því leyti vonbrigðum, að þar hafði skáldið í ærið mörgum af ljóðunum horfið frá sinni oft- ast velheppnuðu tilraun til að sameina kosti falslausrar fornr- ar rímhefðar og flaustursfreist- andi rímieysu nýs tíma, — en hin mjúka málfegurð, hin eðlis- læga og djúptæka náttúruskynj un og hið tæra látieysi, þrátt fyrir táknræna túlkun alvar- legra viðfangsefna, eyddi fljót- lega áhrifum vonbrigðanna, svo að ég naut langflestra ijóðanna af þeirri ómenguðu gleði, sem fátt af dásemdum tilverunnar getur veitt til jafns við hina stundum ailt að því yfirskilvit- legu töfra ljóðræns skáidskapar . . . Og nú liggur hér við hlið- ina á ritvélimni — einu af furð- um tækninnar — þriðja og því miður síðasta ljóðabók skálds- ins. Ég hafði auðvitáð lesið Vísur jarðarinnar oftar en einu sinini og oftar en tvisvar, þá er ég tók að skrifa þessa grein, - og þeg ar ég hóf lesturinn í annað sinn, féll ég í stafi af undrun. Þá tók ég sem sé allt í einu eftir því, að ég — hinn uggandi unnandi fornar ijóðhefðar og samhengis í þróun íslenzkra bókmennta — haföi lesið hin fimmtiu og sex ljóð bókarinnar án þess að veita þvi athygli, að þar var ekki eitt einasta rímað! Önnur orsök þessa virðist mér auðsæ og er fljótsögð: Hartnær öll ljóðin eru óvenjulega eðlileg og fastformuð heild hugsunar og stemningar. Um hina orsökina tel ég ástæðu til að fara fleiri orðum. Fjöldi þeirra skálda, sem yrkja órímuð ljóð, virðist engan veginn gera sér grein fyrir því, að þrátt fyrir rím- leysuna er síður en svo sama, hvernig orðunum er skipað í ljóðlínur. Hið órímaða ljóð verð ur að vera gætt hrynjandi í sem fyllstu samræmi við efni og tilætluð hughrif og eitt af þvi, sem þar er mikilvægt, er lengd ijóðlinanna og flutningur orða úr einni í aðra, að minnsta kosti litlu siður en í rímuðu ljóði und ir fastmótuðum og hefðbundn- um hætti. Og öll frávik hrynj- andi hins órímaða ljóðs verða — eins og i því rímaða — að eiga sér eðlislægar rætur í tilætlun skáldsins um breytt hughrif. Um hnitmiðun í þessum efnum fatast jafnvel stundum ýmsum íslenzk stundum óstýriláta skáld, Matthias Johannessen, sem er hvort tveggja jafneðlilegt: að fara hamförum og ávarpa svo lát laust, mjúklátt og innilega föður lífs og gróanda, að það er sem sólvermd lind seytii að hjarta- rótum hvers þess lesanda, sem : ’OT’ki er bundinn fordómum né ánetjaður Loka, hef ég ekki ies ið ljóð, sem eins og Vísur jarð- arinnar deyfa þann ugg minn, að hin nýja og nú sigursæla ljóðhefð fái ekki rækt sama hlutverk og hin gamla og fram að þessu síendurnýjaða, það, að verða fjölmörgum einstakl- ingum förunautur og hollvinur í blíðu og striðu, svo að segja frá vöggu til grafar —- og íslenzkri menningu sívirkur verndari. Mér þykir engan veginn ólík legt, að ljóðið Næturheimsókn, sem birt er í upphafi þessarar greinar, festist svo í minni all- margra lesenda, að þeir hvarfli að því á ný og það lærist og verði tiltækt, og sama gildir um ýmis önnur af ljóðunum eða að minnsta kosti brot úr þeim. Eitt heitir I örkinni, — niðurlag þess er þetta: „En fyrir alla muni sendu þrá þina út af örkinni. Annars kemur hún aldrei til þín með laufblað í nefinu" Eða Leiðsögn, sem er eina og Nætnrheimsókn aðeins örfáar línur: „Leggðu til birtunnar leið þína og myrkrið nær þér ekki þó að skuggi vísi þér veginn." Viðfangsefni skáldsin.s eru þau sömu og þau hafa alltaf verið, túlkun viðhorfa hans við hinum eilífu andstæðum og jafn framt samstæðum, draumi og veruleika, jörð og himni, lifi og dauða, og að vanda túlkar hann viðhorf sín og tilfinningar, lát- laus, lágmæltur, dulmáll og dreyminn, enda segir hann i einu af ljóðum bókarinnar þessi einkennandi orð: „En stigðu mjúkt til jarðar í draumum þin- um.“ Hann veit, að það er margt Þorgeir Sveinbjarnarson. Þarna hreifst hanin af samleik jarðar og himins .til blómgunar og sölnunar, og þetta land var það, sem jafnt í hörmum sem un aði lífsins lyfti draumum hans og sýnum til flugs, og var hon- um jafnan efst i huga hvort sem hann dvaldi annars staðar hér- lendis eða i framandi löndum. En þö að hann í Vísiiin jarðar- innar gæði jafnvel steinana lífi, þegar hanin dreymir sig á vit átthaganna, er sem náttúrUskyn hans sé vart jafnfagnaðarríkt og i fyrri bókum hans, enda ljóst af ýmsum ljóðanna í þessari bók, að hann vissi, að stutt mundi til leiðarloka þessa harm- sára og þó heillandi Mfs. Á ferð um skóginn farast honum þann- ig orð: „Villugjörn er leiðin um skóginn. Skuggi dauðans ræður göngu minni.“ Og í ljóðinu Grunur, þar sem hann ávarpar hendur sínar, seg ir hann, að þær séu ekki lengur heitar, þær kólni smátt og smátt og hann þori ekki lengur að strjúka þeim um vanga á barni. Síðan: ,,Ég veit að einhver skilur mig, þó að þið, hendur minar, vitið ekki hvað mig grunar. Bráðum hef ég engar hendur." Hvert skyldi svo leita til svars um það, hvað við tekur. Ekki til vizkunnar, því að hann vissi, að þar er engrar úrlausn- ar von. Það segir hann okkur i ljóðinu Svarti bletturinn, einu þvi allra bezt gerða og eftir- minnilegasta í þessari bók: „Þú heldur að þú getir fundið sannleikann við barm vizkunnar og þú lítur i auga hennar og sérð þar blindan depil. Þú grandskoðar auga vizkunnar og alltaf er bletturinn hinn sami. Og loksins er þér ljóst að þú hafir fyrir augum þér sannleikann þennan svarta blett." En Þorgelr Sveinbjarnarson þurfti ékki að leita til hinnar drembnu vísindalega viður kenndu vizku, sem er raunar Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.