Morgunblaðið - 26.05.1971, Side 14

Morgunblaðið - 26.05.1971, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971 / Húsmæðraskólinn á Isafirði í var stofnaður árið 1912 og mun Kvenfélagið Ósk hala hreyift mál inu fyrst, og rak skólann í mörg ár en ýmsir fleiri lögðu honum lið. Framan af starfaði skólinn þó við kröpp húsakynni og erf- iðar aðstæður, en úr því hefur löngu verið bætt, hann er nú til húsa í myndarlegri byggingu við Austurveg, sem Vígð var árið 1948. Um þær mundir tók við skólastjóm Þorbjörg Bjamadótt ir og hefur hún stýit honum sið an. Fréttamaður Mbl. ræddi við frúna og skoðaði skólann á Vest f jarðareisu á dögunum. —• Hvert er markmið hús- mæðraskólanna, Þorbjörg? — Að búa ungar stúlkur und- ir húsfreyjustarfið. En á það er að Mta, að þegar þessi skóli og aðrir hliðstæðir voru stofnaðir voru menntunarmöguleikar kvenna allir aðrir en nú. >á þótti nóg, að konur væru læs- ar og skrifandi þegar bezt lét. Lengra náði menntun þeirra sjaldnast. Hins vegar var þess krafizt af góðum kvenkosti, að hún kynni vel til allra heimilis- starfa, s.s. að koma mjólk í mat nám og er ekki nema gott eitt um það að segja. Eða þær gifta slg ungar og byrja búskap. >ær gefa sér ekki tíma til að afla sér þekkingar á margþættu sviði húsmóðurstarfans. Okkur finnst brýn þörf á þvl að sem flestar stúlkur fái tilsögn í húshaldi á löngum eða stuttum námskeið- um. Ein getur þurft að læra að sniíða og sauma, önnur að mat- búa eða læra daglega hirðingu á heimiii, allt eftir þvi hvað hún teiur sig hafa mesta þörf fyrir. — Og telur nútimakonan að hún þurfi að læra heimilisfræði? — Heimilisfræði spanna yfir svo margt; það er allt sem snert- ir húshald, hvort sem húsmóðir- in vinnur það eða ekki. Þó svo að margt hafi breytzt þarl samt sem áður húsmóðurina á sinn stað. Ef til viil langar hana að auki að vinna úti, bæði til að afla sér tekna og til að nota kunnáttu þá sem hún hefur áunnið sér með námi. Henni er í öllum tilfellum nauðsyn að kunna til heimilisverka svo að hún geti innt þau af hendi fljót- ar og betur og skipulagt heim- ilishaldið nákvæmar. Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjórt. Húsmæðrafræðslan hefur verið löguð eftir kröfum tímans — rætt við Þorbjörgu Bjarnadóttur, skólastjóra Húsmæðraskólans á Isafirði og ull í fat. Heimilin urðu að vera sjálíum sér næg, allur fatn aður var unninn þar og matar- gerð fór þar fram. Ungu stúlk- umar tóku þátt í þessari vinnu með mæðrum sínum frá þvi þær höfðu þroska til að halda á verki. Vildu þær læra meira voru þær oft sendar til ein- hverra kvenna, gjarnan prest- konunnar á hverjum stað og látnar læra þar vandasamari handavinnu, útsaum, balder- ingu, vefnað. Þegar húsmæðra- skólamir voru stotfnaðir hefur þeim sjálfsagt verið ætlað að byggja ofan á þá þekkingu, sem ungu stúlkumar voru búnar að öðlast hjá mæðrunum. Þá var lögð mest áherzla á fínni handa- vinnu og margbrotnari matar- gerð. Siðan hefur viðhorf til hús móðurstarfans breytzt gifurlega. Ýmiss konar iðnaður hefur tek- ið við verkefnum heimilanna. Ullin unnin og spunnin í verk- smiðjum og framleidd föt, sem við kaupum siðan tilbúin. Mat- vælaiðnaður hefur leyst ýmis búverk af hólmi og ótal vélar og ný hráefni til fæðis og klæðis eru komin á markaðinn. — 1 samræmi við þetta, held- ur Þorbjörg áfram — og því jafnhliða hefur húsmæðrafræðsl an í landinu smám saman verið að breytast og verið löguð eftir kröfum timans. Enn þá er þó höf uðmarkmið okkar að þessir skól ar skili af sér nemendum sem á fjölmargan hátt ættu að vinna sér húsmóðurstarfið léttar en þær, sem enga tilsögn hafa feng ið í heimilisfræðum og ættu þar með að verða ánægðari í sínu starfi og hamingjusamari ein- staklingar. Vissulega má benda á að mörg góð hús- móðirin hefur aldrei á húsmæðraskóla farið og stjómar þó sínu heímili af reisn og mynd arskap. Hver veit nerna hún sjálf um þau mistök, sem hún hefur gert til að ná svo langt. Eftir margra ára reynslu sem kennari veit ég vel, hver munur er á þeim nemendum, sem eru vanir að hjálpa til við húsverk heima og hinum, sem enga til- sögn hafa fengið. Það eykst að stúlkur séu önnum kafnar allt frá bemsku við skólagöngu, bæði lögboðna og ólögboðna og þvl verður oft naumur tími til að hjálpa til við heimilisstörtfin. Þegar skyldunámi lýkur eru þær æ fleiri, sem fara í annað — Læra stúlkur þetta í hús- mæðrasköla? —- Ég tel það, já. Auðvitað er með húsmæðraskóla sem aðra skóla að þeir ná •misgóðum ár- angri, en mér er gleði að því hve oft ég hef heyirt merka menn segja að greinilega megi sjá svip þess á heimilunum, ef húsmóðirin hefur verið á hús- mæðraskóla. Það er útbreiddur misskilning ur að mestur timi fari í að bródera meterslanga dúka og annað álika hagkvæmt. Útsaum- ur er tómstundavinna fyrst og fremst. Hér er kenndur vefnað- ur og sumir telja það tilgangs- laust, stúlkumar noti sér ekki kunnáttu sína er dvöl hér slepp ir. En þær eiga þó þessa fal- legu muni, sem þær hafa sjálf- ar skapað, eftir miklar umþenk- ingar. Og það er einmitt þetta, sem við kennaramir viljum helzt laða fram í nemendum okk ar; að þeir fari að hugsa, brjóta heilann, en séu ekki eins oig poki sem troðið er í og verður etf til vil'l ekki tekið úr aftur. Þar sem því verður komið við í okkar skólakerfi mætti gjaman ýta meira undir það, sem eflir sjálfstæði einstaMingsins og skapar honum gleði og full- nægju. — Er húsmóðurstaðan eftir- sóknarverð í augum ungra stúlkna nú, Þorbjörg? — Allflestar ungar stúlkur vilja gifta sig og stofna heim- ili. Þær gera sér ef til viU ekki ljóst, hvers verður krafizt atf þeim í því starfi. Við kennum hér ýmis bókleg fög, sem við koma verklega náminu og er ná- tengt heimilinu. Stúlkumar 1-æra og meðferð og eldi á ung- bömum og fá tíma í barnasál- fræði, og uppeldisfræði fá þær í samræðuformi, ásamt broti af al mennri siðfræði og þjóðfélags- fræði. Heilsufræði er kennd og er þar innifalin þessi margum- talaða kynlífsifræðsla, sem flest ir skólar á skyldunámsstiginu virðast ekki hafa innt af hendi. Manneldisfræði kennum við all- an veturinn og tengjum hana við vöruþekkingu og innkaupa- fræði. Einnig kennum við vöru- þekkingu vefjarefna og í fyrsta sinn í vetur höfum við haft nám- skeið í hýbýlafræði. — Eru nemendur áhugasamir i þessum greinum? — Það er nú nokkuð misjafnt. Þær segja sumar stúlkurnar, að þær séu komnar til að læra verklegu greinamar, en þegar líður á veturinn eru samt flest- ar famar að sjá að þessi bók- legu fög eru undirstaða fyrir mikilvæga þekkingu. — Nú á allt að hafa hagnýtt gildi. Gefur húsmæðraskólapróf til dæmis einhver ákveðin rétt- indi? — Ekki kannski beinlinis nema náttúrlega til þess að kom- ast í Húsmæðrakennaraskðla Is- lands. Fóstruskólinn hefur einn ig talið það meðmæli að umsækj endur hafi verið á húsmæðra- skóla. Sama má segja um nám eins og í handavinnudeild Kenn araskólans, Hjúkrunarskólann, Ljósmæðraskólann. Undirstöðu- atriði í fjölmörgum greinum sem eru kenndar í þessum skólum eru einmitt aðalgreinar í hús- mæðraskólunum. Oft er líka leit að til húsmæðraskólanna á vor- in, þegar ráða þarf stúlkur á hótel og til annarra þjónustu- starfa. Nemendur úr húsmæðra- skólum þykja hætfari til ýmissa slíkra starfa en aðrir jafnaldr- ar. — Viltu opna húsmæðraskól- ana fyrir pilta? — Því ekki það. Ef þeir vilja koma. Það er auðvitað ýmsum erfiðleikum bundið í sambandi við heimavistir, en hvað kennsl- una snertir ætti ekki að vera þvl neitt til fyrirstöðu. Ég er eindregið fylgjandi þvi, að drengjum séu kennd heimilis- störf í uppvextinum, jöfnum höndum með telpum og þeir látn ir hjálpa til. Með engu öðru móti verður þvt til leiðar komið að þeim finnist þeir einnig ábyrg- ir fyrir heimilishaldinu og taki sinn þátt í uppeldis- og félags- starfi heimilanna, þegar þeir eru orðnir heimilisfeður. Ef á að halda áfram I þá átt, sem hortf- ir nú, að útivinna húsmæðra aukist, segir sig sjálft, að þá verður að breyta vinnuskip- an heimilanna. Þar verður að ríkja meiri jöfnuður í starfsskipt ingu, ef heimilisfriður á að haldast. — Ertu fylgjandi að húsmæð- ur vinni úti? — Ekki nema að vissu marki. Mér finnst að fyrsta rétt til kon unnar eigi barnið, sem hún hef ur borið 1 heiminn og að hún verði að leggja eitthvað af áhugamálum sínum til hliðar, meðan bamið þarfnast hennar mest. Sumar konur eru neydd- ar til að vinna fyrir sér og sín- um og þá er ekki um neitt að velja. öðrum er það félagsleg nauðsyn og þá verður að koma til móts við þær með ýmissi fyr- irgreiðslu. Það breytir þó ekki þeirri staðreymd, að hvergi líður litlu bami betur og finnst það öruggara en hjá móður, sem er ánægð með sitt hlutskipti; það að annast afkvæmi sitt. En það breytir því ekki heldur að sjáif sagt er að faðirinn taki þátt í umönnun bamsins, né heldur að konur eiga að búa sig undir það á æskuárunum að geta unnið fyr ir sér með því að læra til hlítar eitthvert starf. Markmið hús- mæðraskólanna er og verður að útskrifa sem flestar ungar stúlk ur, sem hugsa til þess með gleði að eignast sitt eigið heimili, með al annars vegna þess að þær finna sig hæfar til þess og virða Húsmæðraskólinn Ósk á fsafirði. störf húsmóðurinnar og móður* innar. — Hvers konar félagsliif get- ur þrifizt í húsmæðraskóla? — Hér á Isatfirði mótast félaga llfið talsvert atf því að skólinn er í bæ. Hér eru svo ákveðnar hátiðar, Grisagildið er vinsæl og gömul hátið, nemendur sjá um skemmtiatriði, matur er snaodd- ur og dans stiginn og stúlkum- ar bjóða með sér herra. Svo em MtOu-jólin haldin skömmu fyrir jólaleyfi, þá er búinn til jólamat- ur og hatfðir í heiðri ýmsir jóla- siðir. Á litlu-jóldn er boðdð ýms- um góðum gestum, skólanefnd, kennurum og ýmsum velunnur- um skólans. Þá höfum við kvöld vökur öðru hverju og þar sjá stúlkumar einnig um skemmti- atriði, lesa upp, syngja og far- ið er i leiki. Öðru hverju er far- ið í útilegur, meðal annars sMða ferð inn á Seljalandsdal, en þar er eitt bezta skíðaland á öfflu landinu. Með okkur hötfum við nesti og nýja skó og gistum 1 skála Skáðafélagsins og er þar jatfnan glatt á hjalla. 1 lok skóla ársins er farið í ferðalag um Djúp, m.a. inn í Vigur, skoðað varp þar og ffleira. Ég held að segja megi að stúlkumar gera sér ýmislegt til afþreyingar. Daglega eru þær úti kdnkku- stund, og 1—2 kvöld í viku mega þær fara út, ballleyfi fá þær 1—2svar í mánuði og um helgar er útivistartími rúmur. — Gera agavandamál aldrei vart við sig. —■ Það er ekki mikið um slíkt, helzt þá í sambandi við útivist. En svo virðist sem það sé aðeins fyrst, sem þeim finnist reglur skólans, að því leyti, bindandi. Þær sjá að þetta er betra og tim inn verður þeim notadrýgrí. 1 vetur hetfur skólinn tekið þátt í samkomuhaldi með efsta bekk gagnfræðaskólans og mennta- skólanum og tekizt vel. — Er dýrt að fara á húsmæðra skóla? — Ekki lít ég svo á. Skóla- kostnaður með öllu því sem fylg ir fer naumast yfir 30 þúsund, þá er m.a. innifalin handavinna, bókakostur og allt sem skól ann varðar. En vasapeninga þurfa stúlkumar að hafa með sjálfar. Til að fylgjast með einkafjármálum eru þær látnar halda persónulega reikninga, undir leiðsögn búreikningakenn ara og þannig sjá þær í hvað peningamir hafa farið. — Ég tel, sagði Þorbjörg, að allar stúlkur hafi meira og minna gagn af dvöl á húsmæðra skóla. Það er jákvætt að til að komast i nn í þá eru engin inntökupróf og því gefa skölarnir stúlkum tæki færi til að bæta við sig heils vetrar námi í mjög hagnýtum fræðum. Skilyrði eru engin nema heilbrigði og ákveðinn ald ur. Stúlkur sem koma hingað á ísafjörð eru úr öllum landshlut um. Stúlkum er þroskandi að fara að heiman og læra að vtnna undir annarra stjórn og þær sjá margt fyrir sér og það er reynsla okkar, að þær mannist ótrúlega mikið. Að spjalli okkar loknu gekk Þorbjörg með mér um skólann Við skoðuðum kennslustofur, eldhús og setustofur og íveru- herbergi nemenda. Próf voru að hefjast um þetta leyti og í einu herberginu sátu þrjár stúlkur og grúfðu sig yfir námsbækur, en í setustofunni sátu tvær við prjón og hekl. Selma Tómasdótt ir, sautján ára frá Siglufirði sagði að þær stúlkurnar hefðu unað hag sínum ágætlega í skól- anum og stalla hennar Bjarney Guðmundsdóttir frá Akureyri tók í sama streng. — Við höfum lært heilmikið í vetur, sagði Selma. — Við höf- um til dæmis lært að hugsa svo- Mtið sjálfstæðara og einbeita okkur að verki. Það er talsvert strangur agi í skólanum, og kannski veitir ekki af i hvaða skóla sem er. — Af hverju komuð þið tiil Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.