Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 8
8
MORGWNiBLAÖBÖ. LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ BIl
Matthías Á. Mathiesen atþm.:
Jón Skaftason
og vegagjaldið
t»AÐ virðist hafa konaið ULa við
Jðn Skaftaison, alþm. atð ég
skyldi leyfa. mér á fiamboðs
fundi í Stapa s-1. miðvikudag að
lesa upp úr ræðu, er hann fLutti
á Alþinigi 23. marz 1960, þar sem
hann bendir á vegagjaldsleiðina
til þess að endurgreiða að veru-
legu leyti lán það, sem hann
lagði til að tekið yrði og vitað
var að taka þyrfti til þess að
l'eggja steinsteypta Reykjanes-
brant.
I Tímanum í gær kemiur þetta
I ljós, en þar skrifar Jón mér
nokkrar Hnur og birtir ljós-mynd
Matthías Á. Mathiesen
af frv. þvi er hann flutti 1960
ásamt Geir Gunnarssyni,. svo og
hluta af greinargerð með frum-
varpinu þar sem tekinn er hluti
úr greinargerð með þingsálykt-
unartillögu þeinri, ex Ótafur
Thors, frv. f orsset is ráðhe r ra,
fLutti um steinsteyptan veg suð
ur á Reykjanes 1958, þar sem
hann getur hugmyndar, sem
fram hafi komið um vegagjald
aðallega til greiðsiu- vajcta af
Víentanlegum láinum.
1 grein sinni í gær forðaðist
Jón Skaftascwi hiras vegar að
birta kafla þann úr ræðu sinnii,
er ég ias upp á fundinum en í
greinargerð með frumvarpi Jóns
stendur neðst:
„Nánar í framsögu“.
svo rétt er að athuga framsögu
ræðu Jóns.
Þegar Jón Skaftason flutti
framsöguræðu sína, en úr henni
las ég, komu í ijós tillöigur hans
í málinu. Hann sagði eftirfarandi
sem er ljósritað úr Alþingistíð-
indium 1959—60 á A bls 221.
Sérhver íiæs miaðuc getur því
séð hver tillaga Jón Skaftasonar
var í miáiin/U, endia þótt hann nú
af skiljanfegum ástæðuma og
vegna kosninganna, hafi ekki
töngun til þess að rifja upp
sögu miál'simÆi iengra aftur en til
ársins 1963:, þegar vegaiíjigi'n:
voru- setit.
Þau voru hims vegar samþ&kkt
með atkv. altra alþingismanna
þ.á.m. 95 gr. laganna, sem heim-
ilar ráðherra að ákveða með
reglugerð að greiða skuE sér-
stakt umferðargjald af bifreiðum,
sem fara uim tiltekna vegi eða
brýr.
Jón Skaftason samþykkti þessi
lög eins og aðrir, enda 95. grein
i ful-iu samræm-i við þeer hug-
myndir er Jón setti fram 1960
um veggjald á Reykjanesbraut.
Harm sagði hins vegar á fund-
tn-um, í Stapa, að þetta hefði
han-n gert i barnaskap slnum.
Hatnn um það!
Þá hefur það komið illa við
Jón, er ég minnti hann á af-
stöðu hans á fundi er Félag ísl.
bifreiðaeigenda hélt í Féiagsbíói
19. okt. 1965 (ekki Stapa eims
og Jón mismiirmir).
Ég sagði á fundinum L Stapa
sJ. miðivikucllag, að Jón hefði á
fundinum í Féiagsbíói 1965 lýst
fyligi síinu við veggjaldið (ekki
sérsköttunar umferðar á Reykja
nesbraut, eins oig Jón reynir að
rangfæra min orð). Þetta m-an
fjöldi maam sem á þessum
fuindi var.
Bkki er þó rétt, Jóns vegna,
að treyista eingön-gu á minnið,
heldur skuium við birta Ijósrit
af kafla úr ræðu á fundinum í
Félagsbiói, kafla úr ræðu Jóns,
eins og. hún hirtist i MáðiinK
„Öteu í»H' ‘ 1.—2. tUL. 1966, þar
yfixfarm af Jóni sjálifu-m. Þar
segir á Ms. 54:
Um þa5 má að sjállsögðu
deila, hvort rétt haíi verið að
gefa rikisstjárnitin-i þessa víð-
tJ‘ku heintild á sínutn tírna.
£g, vil ekki skorast undan
þeirri áhyrgð, sern ég á i því.
En fvrir mér blasti ntálið þattnig
við, aS Jretta væri eitiasta leiðitt,
á þeittt tíma, til að.fá steypta að-
alvegina í lantlinu, o.g að no-tend-
lír Jteirra sættu sig við liófiegt
skattgjald, sem gengi yfir jafnt
þar sem aðstæður væru svipaðar,
Spurn-ingin fyrir mér var nán-
. ast sú, hvort menn vildu skatt
Og góðan veg, eða engan skatt
Og vondan veg. Uiw Jtessa afsttiðu
ræddi ég á sínuni tíma við nokkra
Suðurnesjamenn, og mér er ekki
nunnistætt, að á þeim ttma væri
hreyft atliugasemdum við skoðun
mtna.
Eíns og lesa má er ekki um
að vilLast, hver aifstaða Jó-ns var,
1965, oig það sem er arhyglis
vert, að hanin segist ftafa rætt
þetta við nokkra á Suðurnesj-
um (væntan-lega trúnaðarmenn
sína) og þeir hefðu verið sér
samimála. HverjLr skyldu það
hafa verið?
Fundi-nn fræga í Félagsbíói
muna svo f jölmargir. Þeir m-una
er Jón Lauk siiðari ræðu simrú á
þessa lieið:
„Þeir I Mosf<i!!s»veitinni vilj*
stcánsÞw ptk m veig og ©ru 'reaðu-
búnir aið grcáða Ivejggjald.
Hvernig get ég verið á mðft
voggjaldi ihér í Kéftavik om •m-.tð
þvi í Kópavogi".
Það er vi-tanlega erfitt fyrfcr
Jón að vera bæðí nieð og á nótL
Vegna greinar Jóns Skaftason-
ar hef ég hér að framan sýnt
fram á afstöðu hans varðandi
vegagjaldsmálið. En skiljanleg er
sú afstaða Jóns nú, að hann í
dag vilji snúa við, þar sem hom-
um er ljóst, að allt frá því, að
vegagjaldið var lagt á 1965, hafa
þingmenn SjálfstæðisflOkksins í
Reykjaneskjördæmi markvissst
unnið að þvi að fá það fellt nið-
ur. Árangur þess hefur m.a.
birzt i því, að gjaldið hefur ekki
hækkað síðan 1965, þrátt fyrir
aðrar hækkanir. Og I þvi, að Ing-
ólfur Jónsson, samgöngumála-
ráðherra, lýsti því yfir á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins, að
hann hefði í hyggju að fá vega
gjaldið afnumið. Eftir því sem
ég veit bezt mun ráðherrann nú
á næstu dögum skýra nánar frú
þessari ákvörðun sinn-i i málinu.
Verði sú ákvörðun í samræmi
við óskir Suðurnesjamanna, sem
ástæða er tii að ætla, geta allir
glaðzt, sem hagsrauna hafa að
gæta. Þá heyrir það sögunni til
að Jón Skaftason lagði til, að
vegagjald yrði lagt á Reykjianes-
brautina.
Þar sem Jóti Skaftason hefur
að einhverjum ástseðum ekki
treyst sér ti-1 þess að bí-ða með
þessar afsakanir sinar til fram
boðsfundarins i dag kl. 14.00 í
Bæjarbíói í Hafnarfirði, vil ég
biðja Morgunblaðið fyrir greiinar
stúf þennan.
Hafnarfirði 4. júní, 1971.
Framkvæmd lagafrv. Jsessa er dýr, og ]>vi er
riMilegt, að licimilt sé að taka lán til liennar.
Mjdg er sennilegt, að hægt væri að endurgreiða
það lán að verulegu leyti nieð því að leggja
nokkurt gjald á bifreiðár, sem um veginn fara,
J>ar sem sparnaður á viðhaldi Jicirra og rekstrar-
kostnaði hlyti að verða verulegur frá-þyi, sem
L -y r? - f Qflf -in m ][) . .
y lm
Ótvíræð forysta
í umræðum
um menntamál
FRÆÐSLUKERFIÐ hefur
um nokkurt skeið verið í
brennidepli þjóðfélagsum-
ræðna. Nokkuð er nú umlið-
ið síðan ungir sjálfstæfHS-
menn vöktu máls á nauðsynt-
legum breytingum og um-
bótum í fræðslukerfinu og
settu fram ítarlegar tillögur
um þau efni. Á síðustu tveim-
ur til þremur árum hefur svo
enn færzt nýtt líf í þessar um-
ræður. Samtök námsmanna
og þá einkanlega stúdenta
hafa ýtt á eftir og komið
verulegu róti á þetta viðfangs
efni. Þannig eru ýmsar nýj-
ungar að koma fram í dags-
Ijósið um þessar mundir. Sam
þykkt hafa verið ný lög um
menntaskóla og kennarahá-
skóla. Flutt hafa verið frum-
vörp um grunnskóla og skóla-
kerfi og ýmis nýmæli hafa
verið sett í lög um Háskóla
fslands. Verið er að gera stór-
átak í byggingamálum Háskól
ans og lánasjóður náms-
manna hefur verið efldur til
muna í samræmi við fyllstu
óskir stúdenta. Engin af þess-
um nýjungum er’ fullmótuð,
en þetta sýnir fram á, að tölu-
verð hreyfing er að verða á
þessu sviði.
Menntamálin verða óefað
eitt af stærri viðfangsefnum
næstu ára. Nútíma velferðar-
eða hagsældarríki hefur stuðl-
að að efnalegu jafnrétti þegn-
anna með umfangsmiklum að-
gerðum á ýmsutn sviðurri.
Fram til þessa heíur allt kapp
verið lagt á tækni- og iðnvæð-
ingu til þess að búa fólkinu
betri lífskjör. En lífshamingj-
an verður ekki til lengdar
tryggð með þ-vi einu; þess
vegna blasa ný verkefni hvar-
vetna við. Umsköpun fræðslu-
kerfisins er eitt af þessum
nýju viðfangsefnum hagsæld-
arríkisins; viðfangsefni, sem
setið hefur á hakahum með-
an öðrum markmiðum hefur
verið náð.
UggLaust er ekki mjög djúp
stæður ágreiningur milti
stjórnmálaflokka í þessura
efnum. En hitt er þó ijóst, að
þær kosningar, sem nú standa
fyrir dyrum, geta ráðið úrslit-
um um það, hver framvinda
menntamálanna verður á
næstu árum. Sjálfstæðismenn
hafa haft frumkvæði í umræð
um um skólamál. Þannig
voru skóla- og menntamál sér-
stakt viðfangsefni 19. lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins,
sem haldinn var í apríl sl.
Það er tii vitnis um þá
áherzlu, sem sjálfstæðismenn
leggja á þetta málefni í þess-
um kosningum.
í sérstakri ályktun lands-
fundarins um raenntamál seg-
ir svo m.a.: „Landsfurtdurinn
vekur athygli á, að skólamál-
in snerta hvern mann i land-
inu og þvi er nauðsynlegt að
þau séu ávallt í endurskoðun.
f þessum efnum hefur verið
bent á leiðir til úrbóta, m.a.
í grunnmenntun, og vill lands-
fundurinn leggja áherzlu á,
að Sjálfstæðisflokkurinn taki
þessar tillögur til endurskoð-
unar og frekari mótunar og
beiti sér fyrir því, að niður-
stöðurnar verði lögfestar á
næsta þingi. Halda þarf
áfram endurbótum á skóla-
starfi, eftir að fræðsluskyldu
lýkur, svo að vaxandi nem-
endafjöldi eigi kost á sem
fjölbreyttastri menntun. I
fræðslumálum mega fslend-
ingar ekki dragast aftur úr
og er mikilla átaka þörf í
þessum efnum.“
Ljóst er, að mjög verður að
vanda til þeirrar nýsköpunar
í fræðslukerfinu, sem nú er í
deiglunni. Af þeim sökum
skiptir það auðvitað höfuð-
máli, að það stjórnmálaafl,
sem haft hefur ótvírætt frum-
kvæði í umræðum um þessi
efni, fái öflugan stuðning í
þessum kosningum.
Jafnrétti og
endurmenntun
Eitt af brýnustu verkefnun-
um, sem nú blasa við á þessu
sviði, er að tryggja öllum
fullt jafnrétti til að afla sér
menntunar. Flestir stjóm-
málaflokkar eru á einu máli
um að stefna að þessu marki,
enda væri annað næsta kyn-
Legt. í stjórnmálayfirlýsingu
landsfundar Sjálfstæðisflokks
ins er lögð áherzla á þetta
atriði: „Tryggja verður jafn-
rétti tii nátns í samræmi við
hæfileLka og áhugamál hvers
og eins og sjá tii þess, að
fjárskortur, búseta eða aðrar
aðstæður meini cnönnum ekki
skólagöngu."
Ljóst er, að enn er mönn-
um þó mjög mismunað i þess-
um efnum. Það er þó ekki
misjafn efnahagur, heldur
fyrst og fremst mismunandi
búseta, sem hefur það í för
með sér, að menn eiga þess
ekki kost að sitja við sama
borð að þessu leyti. Það er
ekkert launungarmál, að nem-
endur i dreifbýli eiga oft og
tíðum mjög erfitt um vik að
afla sér framhaldsmenntun-
ar og í sumum tilfellum er
þeim það næsta ókleift vegna
staðsetningar skólanna. Eng-
um dylst, að það kostar veru-
legt átak að koma upp fjöl-
breyttum skólum vítt um
landið. Eðlilegast er þó að
tengja þetta verkefni alhliða
uppbyggingu byggðanna i
samiræmi við byggða- og
landshlutaáætlanir. En núver-
andi ríkisstjórn hefur haft
forystu á þessu sviði og hafið
markvissa sófcn fyrir byggða-
stefnunni. Menntunin er nú
orðin svo mikilvægur og
ómissandi þáttur í Hfsstarfi
hvers einstaklings, að hvers
kyrts mismunun á þvi sviði er
óþoiandi. Þess vegna er nú
mikilla átaka þörf.
Aðstöðumunurinn fer þó
ekki einungis eftir búsetu
manna, heldur einnig og ekki
síður eftir aldri og félagslegri
stöðu manna. Þannig þarf að
stuðla að því, að menn geti
gengið inn í skólakerfið á
hvaða aldri sem er; æskan
ein á ekki að hafa aðgang að
skólunum. Það eru fjölmarg-
ir, sem af einhverjum ástæð-
um hafa hætt námi og stofn-
að heimili, er hafa hug á þvi
síðar að afla sér frekari
menntunar. Með einhverju
móti verður að koma til móts
við þessar óskir. Ef til vill er
ein leiðin sú, að færa út náms
lánakerfið, þannig að þessir
aðilar eigi einnig kost á lán-
um, hvort sem þeir stunda há-
skólanám eða eitthvað annað
nám.
Nátengt þessu viðfangsefni
er endurmenntunin, sem sí-
fellt verður meir aðkallandi
vegna hinnar öru þróunar.
sem nú er á öllum sviðum.
Upphafl'eg men-ntun verður
þannig úrelt á furðu skömm-
um tíma og kallar á endur-
menntun. Alit eru þetta við-
fangsefni, sem hljóta að koma
til kasta stjórnvalda á næstu
árum.
Námsleiðir
og lýðræði
Stúdentaráð Háskóla Is-
lands setti fram á sl. ári hug-
myndir og tillögur um nýjar
námsbrautir að háskólanámi.
Til þessa hafa stúdentar einir
átt kost á inngöngu í háskóla.
Hugmyndir Stúdentaráðs
gera á hinn bóginn ráð fyrir
meiri sveigjanleika í skóla-
kerfinu, þannig að nemendur
fieiri skóla geti að vissum skil
yrðum fullnægðum gengið
inn í háskóla. Hér hefur ver-
ið hreyft athyglisverðu ný-
mæii, sem nauðsynlegt er að
íhuga nánar.
Stúdentar hafa haft frum-
kvæði i umræðum um aukna
hlutdeild nemenda að stjórn-
un skólanna, þó að slíkar um-
ræður hafi ekki verið jafn
kraftmiklar hér eins og víða
erlendis. Vafalaust eiga þó
umræður um þetta efni eftir
að aukast hér, enda sýnist
t.a.m. þáttur stúdenta í stjórn
Háskólans hafa gefið góða
raun. Eflaust verður þó lengi
þráttað um heppilegasta fyr-
irkomulagið, en engu að síð-
ur er hér um mikilvægt atriði
að ræða. Árangur stúdenta
byggist fyrst og fremst á hnit
miðaðri en þó málefnalegri
baráttu.
Þannig blasir f jöldi óleystra
viðfangsefna við, þó að nokk-
ur skriður hafi komizt á mörg
þeirra að undanförnu. Úrslit
alþingiskosninganna munu þó
hafa úrslitaþýðingu um þró-
unina. Um langt árabil hafa
sjálfstæðismenn haft ótví-
ræða forystui í umræðum um
menntamálin og munu leggja
aukna áherzlu á hraða þróun
þeirra næstu árin.
— I*P.