Morgunblaðið - 05.06.1971, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5, JÚNÍ 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík,
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstraeti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kr. eintakið.
HVAÐ HEFÐI
RAFORKAN KOSTAÐ?
F’ramsóknarmenn kunna því
* að vonum illa, að athygli
heftir verið vakin á því, að
þeir voru andvígir byggingu
Búrfellsvirkjunar í tengslum
við álverið í Straumsvík og
halda því nú fram, að þeir
hafi viljað Búrfellsvirkjun
en ekki álverið. í þessu sam-
bandi er rétt að minnast þess
einnig, að stjórnarandstæð-
ingar hafa hvað eftir annað
haldið því fram, að raforku-
verð frá Búrfelli væri hærra
en ella vegna orkusölusamn-
ingsins við álverið.
Af þessum sökum er ástæða
til að athuga, hvað kostnaðar-
verð raforkunnar frá Búr-
felli hefði orðið, ef virkjunin
hefði verið byggð án orku-
sölusamningsins. Á árinu
1970 hefði kostnaðarverð raf-
orkunnar frá Búrfelli orðið
224 aurar á kílóvattstund án
orkusölusamningsins en var í
raun 47,4 aurar vegna orku-
sölusamningsins. Á árinu
1971 hefði kostnaðarverð án
orkusölusamningsins orðið
143.5 aurar án sölu til ísals
en 41,3 aurar með samningn-
um við ísal. Á árinu 1972
hefði kostnaðarverðið orðið
105.5 aúrar án sölu til ísals.
Af framangreindu má sjá,
hversu hagkvæmur orkusölu-
samningurimn við ísal er og
í raun gerði hann kleift að
ráðast í stórvirkjun við
Búrfell. Þess vegna er
það alveg rétt, sem
Ingólfur Jónsson, ráðherra,
sagði í sjónvarpinu á dögun-
um, er hann vakti athygli á
andstöðu stjórnarandstæð-
inga við þessar stórfram-
kvæmdir. En það er skiljan-
legt, að Frámsóknarmönnum
sérstaklega gremjist að þess-
ar staðreyndir séu rifjaðar
upp. Fólkið austur í sveitum,
sem ásamt öðrum nýtur nú
góðs af þessum stórfram-
kvæmdum kann þeirn litlar
þakkir fyrir andstöðu þeirra.
Ábyrgð Eðvarðs
Itiliklar umræður hafa orðið
um lán Húsnæðismála-
stjómar að undanförnu og
Þjóðviljinn segir í forystu-
grein í gær, að Jóhann Haf-
stein forsætisráðhera hafi
ekki staðið við það loforð að
mál þetta ýrði athugað.
Þetta eru ósannindi. Forsæt-
isráðherra fól Efnahagsstofn-
uninni að kanna útreikninga
Þóris Bergssonar trygginga-
fræðings, sem hann sendi al-
þingismönnum skömmu fyrir
þinglausnir. Síðan fékk Seðla
bankinn málið til meðferðar
og nú hefur ríkisstjórnin ósk-
að eftir því, að Seðlabankinn
taki upp viðræður við Alþýðu
samband íslands um þessi
lánakjör.
Hitt er nsésta furðulegt, að
kommúnistar gera stöðugt
tilraun til að breiða yfir þá
staðreynd, að samningar þeir,
sem hér er um að ræða voru
undirritaðir af forystumönn-
um verkalýðsfélaganna, þ.ám.
Eðvarði Sigurðssyni, sem
skipar 2. sæti á lista komm-
únista í Reykjavík. Það er al-
gerlega þýðingarlaust fyrir
Eðvarð Sigurðsson að halda
því fram, að hér hafi verið
um einhliða ákvörðun ríkis-
stjómarinnar að ræða. Enda
hafa leiðtogar verkalýðssam-
takanna á undanfömum ár-
um lýst mikilli ánægju með
þá samninga, sem þeir hafi
náð við ríkisvaldið í húsnæð-
ismálum og ófáar yfirlýsing-
ar hafa verið gefnar um það
í Þjóðviljanum, að lán Hús-
næðismálastjórnar beri að
þakka forystumönnum verka
1 ýðssamtakanna en ekki öðr-
um. Manndómslegra hefði
verið fyrir Eðvarð Sigurðs-
son og aðra að standa við þá
ábyrgð, sem þeir hafa tekið
á þessum samningum. Hitt
er svo annað mál, að sjálf-
sagt er að kanna réttmæti
þeirra ásakana, sem Þórir
Bergsson hefur borið fram
og það hefur þegar verið
ákveðið að gera fyrir frum-
kvæði Jóhanns Hafstein, for-
sætisráðherra.
Tvísýnar kosningar
lVíú er aðeins rúm vika þar
til þingkosningarnar fara
fram. Þótt kosningabaráttan
hafi verið róleg og með menn
ingarlegum blæ það sem af er
a.m.k. er full ástæða til að
undirstrika þýðingu þessara
kosninga. Nú er um það kos-
ið, hvort haldið verður áfram
á þeirri braut, sem mörkuð
hefur verið sl. áratug undir
forystu Sjálfstæðisflokksins
eða hvort hikandi, fálmandi
og sundurlausir stjómarand-
stöðuflokkar komast til auk-
inna áhrifa.
Sjálfstæðismenn um land
allt hafa vissulega ástæðu til
að vera bjartsýnir um úrslit
þessara kosninga. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur sýnt það í
Aldrei
goldið þess
í mínum flokki,
að vera kona
segir Auður Auðuns,
dóms- og kirkjumálaráðherra
STUNDUM er sagt að fordæmi
sé eina áhrifaríka uppeldisað-
ferðin og sú sem helzt dugi. Sé
svo, hefur frú Auður Auðuns,
dóms- og kirkjumálaráðherra,
verið konum gott fordæmi og
hvatning til að skipa sitt sæti
í þjóðfélaginu. Hún lauk lög-
fræðiprófi fyrst kvenna á Is-
landi, var lengi i forsæti í borg-
arstjórn Reykjavíkur, og um
skeið eini kvenfulltrúinn á al-
þingi íslendinga og nú situr
hún fyrst íslenztoa kverma á
ráðherrastóli. Áin ásakana í ann
arra garð fyrir dáðleysi og
framtals á eigin fórum, hefur
hún haldið sitt heimili og alið
upp börn sín og jafnframt lagt
hönd á plóginn þar sem henni
þótti þurfa við, og þokað fram
málum. Oft hafa málefni
kvenna orðið að hennar mál-
um, þegar þau áttu sér ekki
alltof marga málsvara, ásamt
almennum málefnum allrar
þjóðarinnar.
í>að er því fróðlegt að vita
hvernig slíkur áhugi hefur bor-
ið að, hvort Auður man eftir
ákveðnum atvikum, sem urðu
til þess að hún tók að hafa af-
skipti af þjóðmálum og hvern-
ig áhugamálin völdiust.
—- Veruleg afskipti af fé-
lagsmálum hófust eiginlega,
þegar ég fór að starfa sem lög-
fræðingur Mæðrastyrksnefnd-
ar árið 1939, svaraði Auður
þeirri spurningu. Þau mál,
sem þar var að fást við, voru
nær eingöngu á sviði trygginga
og sifjaréttar. Þarna voru ein-
stæðu konurnar með börn sín
og svo fléttuðust tryggingamál
in inn í. Á þessu sviði varð
ekki ýkjamikil breyting á lög-
gjöfinni fyrr en með trygginga
lögunum nýju árið 1946, sem
breyttu verulega aðstöðu
þeirra kvenna, er þá voru mín-
ir skjólstæðingar. Eftir það
gátu konurnar til dæmis snúið
sér beint til trygginganna til að
fá greidd sín meðl'ög. Það þóttu
geysilegar framfarir, því við-
tökurnar hjá sveitarstjórnun-
um voru ekki alltaf sem vin-
samlegastar og konunum þótti
gamla aðferðin, að leita þang-
að, hafa á sér blæ beiðni um
framfærslustyrk, Um það leyti
sem tryggingalögin nýju voru
sett árið 1946, voru endurskoð-
uð framfærslulögin og iög um
afstöðu foreldra til óskilget-
inna barna og átti ég sæti í
nefnd er það gerði,
— Svo þessi mál hafa fylgt
þér. Og enn ertu að vinna að
framgangi þessara sömu mála-
flokka?
— Já, sifjaréttarmálin heyra
undir mitt ráðuneyti og þar
með nýja frumvarpið um stofn
un og slit hjúskapar, sem lagt
var fram í þinglok og verður
svo tekið upp aftur á næsta
þingi. Þetta frumvarp, sem er
árangur af norrænu samstarfi
er miðar að því að samræma
lögin breytingum í þjóðfélag-
inu annars vegar og hins vegar
iöggjöf á Norðurlöndum, inni-
heldur ýmis ákvæði, sem óvíst
er hvernig fólk bretgzt við. Ég
tók það einmitt fram, þegar ég
lagði það fram, að ekki hefði
verið ætlazt til þess að það yrði
samþykkt á því þingi. Ég vildi
fá um það almennar umræður,
því viðhorf almennings gæti
þannig orðið tii leiðbeiningar
fyrir þingmenn, áður en þeir
taka afstöðu. Við tökum þarna
upp ýmis ákvæði, sem hafa
verið lengi í lögum á Norður-
löndum, en ýmsum hér kann að
finnast ganga of langt. Það er
þvi síður en svo að ég hyggist
berja þetta frumvarp í gegn
óbreytt. Slíkt verður að byggj-
ast á þvi, sem fær hljómgrunn
í þjóðfélaginu. Okkar hjúskap-
verki, að honum er hægt að
treysta fyrir forystu þjóðar-
innar, hvort sem er á upp-
gangstímum eða erfiðleikaár-
um. Samt sem áður er það
svo að úrslit kosninga verða
jafnan óráðin þar til talið
hefur verið upp úr kjörköss-
unuxn. Og í flestum kosning-
um hefur jafnan verið um
einhver óvænt tíðindi að
ræða.
Þess vegna er ástæða til að
hvetja stuðningsfólk Sjálf-
stæðisflokksins í öllum kjör-
dæmum landsins, flokksbund
ið, sem óflokksbundið, að
vinna nú vel fram að kjör-
degi. Á þeirra vinnu og því
trausti, sem forystumenn
Sjálfstæðisflokksins og fram-
bjóðendur hafa áunnið sér,
byggjast úrslit kosninganna
öðru fremur. í þessum kosn-
ingum hefur verið óvenju
lítið um háværan kosninga-
áróður, enda er það svo, að
það eru fyrst og fremst verk-
in sem tala og málefnaleg
rök, sem duga. Sjálfstæðis-
menn geta verið stoltir yfir
verkum flokks síns og þeir
hafa traustan málefnagrund-
völl. Ileiðarleg og málefnaleg
barátta á slíkum grunni er
líklegust til sigurs.