Morgunblaðið - 09.06.1971, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNl 1971
23
— f deiglunni
Framhald af bls. 16
koma fram með málefnalega
gagnrýni á stefnu ríkisstjóm-
arinnar Uðin 12 ár. Kemur
þar bœði til góður árangur
stjórnarstefnunnar og eins
hitt, að Framsóknarflokkur-
inn hefur ekki tekið skýra af-
stöðu til mikilvægra ákvarð-
ana, sem teknar hafa verið á
Uðnum áratug. Árið 1960 taldi
Ólafur Jóhannesson, að Islend
ingar yrðu jafnan að vera
reiðubúnir að leggja landhelg-
ismálið undir úrskurð alþjóða
dómstólsins í Haag; nú virðist
hann vera á gagnstæðri skoð-
un. Þingménn Framsóknar-
flokksins greiddu atkvæði
með virkjun við BúrfeU en
gegn álverinu i Straumsvík,
sem var þó forsenda þess að
unnt væri að byggja stór-
virkjun í Þjórsá. Við ákvörð-
un um inngöngu í Fríverzlun-
arsamtökin sögðu framsóknar
menn svo bæði já, já og nei,
nei.
Það er af þessum sökum,
sem Framsóknarflokkurinn
er ekki fær um að taka þátt
í málefnalegum umræðum
um stefnu ríkisstjórnarinnar
á liðnum árum, því að hann
hefur skotið sér undan því að
taka afstöðu til allra mikil-
vægustu málefna. Ungir fram
sóknarmenn reyndu á sínum
tíma að leiða flokkinn af þess-
ari braut, en nú hafa þeir tek-
ið höndum saman við hina
afturhaldssömu forystu;
breytinga er því tæpast að
vænta.
Mismunandi
vinnubrögð
En vegna þessara málefna-
legu erfiðleika Framsóknar-
flokksins hefur stærsta mál-
gagn hans, dagblaðið Tíminn,
hafði á nýjan leik stjórnmála-
skrif af því tagi, sem verið
hafa á hröðu undanhaldi um
nokkurt skeið. Gott dæmi um
þennan málflutning eru skrif
blaðsins um lok verðstöðvun-
artímans. Því er ákaft haldið
á lofti, að mikil ógn standi
fyrir dyrum og stríðsfyrir-
sagnir eru notaðar til þess að
upplýsa kjósendur. En á hinn
bóginn örlar hvergi á skrifum
Mínar innilegustu þakkir
færi ég börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum, öllum ætt-
ingjum og vinum fyrir hlý-
hug og góðar gjafir, sem
mér voru færðar á 80 ára af-
mæli mínu 2. júní sl.
Guð blessi ykkur öll.
Sveinn Guðmundsson,
Smyrlahrauni 42, Hafnarfirði.
um lausn vandans; það er
hvergi bent á leiöir út úr
ógöngunum, sem verið er að
lýsa svo fjálglega.
Auðvitað er engin ástæða
til þess að draga úr þeim erf-
iðleikum, sem skyndileg lok
verðstöðvunar geta haft í för
með sér. Öllum er Ijós hættan
á verðbólguþróun, þó að eng-
in ástæða sé til svartsýni.
Talsmenn stjórnarflokkanna
hafa bent á, að skynsamlegast
sé að létta verðstöðvuninni af
smátt og smátt, en ekki í einu
vetfangi. Góðir möguleikar
séu ennfremur á því að afla
þeirra 130 til 150 millj. kr.,
sem kosta myndi að halda
verðstöðvuninni áfram til ára-
mótá.
Það er einmitt á þessu
sviði, sem mismunandi vinnu-
brögð koma fram. Talsmenn
stjómarinnar benda á leiðir
og aðferðir til þess að leysa
þau viðfangsefni, sem fram-
Húsnœði í boði
Getum útvegað herbergi, íbúðir og einbýlishús með húsgögn-
um í Reykjavík yfir sumarmánuðina.
Vinsamlega leggið nafn og símanúmer inn á afgr. Mbl. merkt:
„Húsnæði — 7697".
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ BARÐINN H.F.
Vantar verkamenn
til fiskvinnu í Sandgerði.
Upplýsingar í síma 41868.
Fiskibátar til sölu
70 rúml. fiskibátur í 1. flokks ásigkomulagi. Bátur, aðalvé!
og öll tæki í fyrirmyndarhirðu. Báturinn er í fullum rekstri
(leigu) og getur væntanlegur kaupandi gengið inn í leigu-
samninginn og notið arðs af bátnum til 30. ágúst n.k. og
tekið við honum þá.
7 rúml. trfllubátur í mjög góðu standi með Lister dieselvél,
rafmagnsfærarúllum, Ijósavél, nýjum fiskikössum, dragnóta-
spil og 2 dragnótum. Allt í mjög góðu standi. Góðir greiðslu-
skilmálar.
4 rúml. sportbátur með 50 ha. nýrri dieselvéi með gúmmíbát
og lífbeltum, færarúllur fylgja. Mjög góður bátur og hag-
stætt verð,
Lokað á morgun
til kl. 1 e.h. vegna jarðarfarar.
Hjólbarðinn hf.
Til sölu
Chevy II. árgerð 1963, 4 cyl. 90 hö., beinskiptur, bifreiðin er
nýsprautuð og yfirfarin.
Chevelle, árgerð 1964, 6 cyl. 120 hö., beinskiptur, f góðu standi.;
Bifreiðarnar seljast skoðaðar.
Verða til sýnis á verkstæði okkar, Sólvallagötu 79,
næstu daga,
BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS SF.,
sími 11588.
STARFSFÓLK SALTVÍK 71
ÆSKULÝÐSRÁÐ, TRÚBROT,
NÁTTÚRA OC ÆVINTÝRI
bjóða öllu því unga fólki er starfaði að undirbúningi og fram-
kvæmd SALTVIK '71 til fagnaðar í TÓNABÆ fimmtu-
dag kl. 20.00.
Boðsmiðar er gilda fyrir tvo, verða afhentir f Tónabæ f dag
og á morgun frá kl. 3—8 e.h.
FRAMKVÆMDASTJÓRN
SALTVfK '71.
FYRIRTÆKI
Verzlunarfyrirtæki með góð umboð og smásöludreifingu
á heimilistækjum.
Verzlun með smávörur á góðum stað í Vesturborginni.
Vel staðsett kjöt- og nýlenduvöruverzlun f Austurborginni.
Hef kaupendur að 10 ára fasteignaskuldabréfum.
RAGNAR TÓMASSON, HDL.,
Austurstræti 17
(Silli & Valdi).
ÚTBOÐ
undan eru. Stjórnarandstaðan
með Framsóknarflokkinn í
broddi fylkingar lætur sér
hins vegar nægja að þyrla
upp moldviðri, en skýtur sér
undan að ræða málefnalega
um lausn viðfangsefnanna.
Þetta eru leifar af gömlum
vinnubrögðum í stjórnmálum,
sem nú eru að þoka fyrir nýj-
um viðhorfum. Framsóknar-
flokkurinn virðist þó ekki
ætla að taka þátt í þeirri þró-
un; þar er þrætubókarlistin
DRGLEGR
SKIPA.
SALA
LEIGA
Vesturgötu 3.
Sími 13339.
Tilboð óskast í smfði og fullnaðarfrágang seinni áfanga póst-
og símahúss í Hveragerði
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu símatæknideildar, Land-
símahúsinu í Reykjavik og hjá símstjórum í Hveragerði, gegn
5.000.— kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu simatæknideildar, mánudag-
inn 5. júlf n.k. kl. 11 árdegis.
Póst- og símamálastjórnin.
Tveirhílar-þrírbílar
• •
..ef heppnin ermeö
DREGIÐn.JUNI
LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
ATHUGIÐ: Dregið verður eftir 2 daga
Opið til kl. 10 í kvöld
Afgreiðslan er að Laufásvegi 46 — Sími 17100