Morgunblaðið - 09.06.1971, Side 32

Morgunblaðið - 09.06.1971, Side 32
? 3M$*gpintfrIð&ifr nucLvsmcRR @^-»22480 MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1971 Agætar sölur í Danmörku — aflaverðmæti á 12. milljón frá 1.—5. júní A TÍMABILINU frá 1.—5. júní Beldu níu síldveiðiskip, sem eru við veiðar i Norðursjó, afla sinn í Daninörku fyrir 11.597.818 krón ur. Meðalverð á kg var 14.08 kr. Hæstur bátanna er Fifill GK, sem seldi þessa daga 186,7 lestir fyrir samtals 2.853.269 ísl. kr. Næst í röðinni hvað aflaverð- mæti snertir er Súlan EA, sem seldi 125,6 lestir fyrir 1.439.465 kr., Hilmir SU seldi 98 lestir fyr- ir 1.428.781 kr„ Gissur hvíti SF seldi 66,9 lestir fyrir 1.362.090 kr,, Loftur Baldvinsson EA 85,4 lest- ir fyrir 1.116.065 kr„ Héðinn ÞH með 66 lestir fyrir 1.109.909 kr„ Þorsteinn RE 58,4 lestir fyrir 847.888 kr„ Ljósfari ÞH 54,5 lest- ir fyrir 747.080 kr. og Seley SU seldi 81,9 lestir fyrir 693.262 kr. Eins og áður sagði var aflinn að langmestu leyti síld, eða 714,6 lestir. Hæsta meðalverð fékk Loftur Baldvinsson 20.37 kr. pr. kiló. 5500 erlendir f erðamenn í maí Skipverjar á Geir RE 405 í gær í togveiðileiðangriniim. Standandi fra vmstri: Jakob OTartems- son matsveinn, Sigurður Gunnarsson frá Hafrannsóknastofnuninni, Geir Haligrímsson borgar- stjóri, Pétur Sigurðsson, alþingismaður, dr. Sigfús Schopka fiskifræðingur, Jón Armann Héð- insson alþingismaður, og sonur hans, Jón Skaftason alþingismaður, Sigfinnur Sigurðsson, borg- arhagfræðingur, Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Pétur Stefánsson skipstjóri, Halldór Bjarnason skipstjóri, Svaia Thorlacíus fréttamaður og fremst sitja frá vinstri Jóhann- es Halldórsson háseti, Aðalsteinn Hallgrímsson vélstjóri og Kristján Þór Jónsson stýrimaður. — ALLS komu 5500 útlendingar til Islands í maímánuði og komu allir nema 42 með flugvélum. Bandaríkjamenn eru langfjöl- mennasti hópurinn, eða 2856. Næstir koma Bretar, 465, þá Grær undan vikri GRÓÐRI fer nú prýðilega fram i grennd við Búrfell, en á þessu svæði féll mikið af vikri í Heklugosinu í fyrra. Gisli Júlíusson, stöðvarstjóri, sagði blaðinu, að svo virtist sem gróðurinn myndi jafna sig að fullu og ætla bændur sér að nytja þessi svæði til slláttar í sumar. Eru þerta alls um 140 hektarar lands og fyr- ir forgöngu Landsvirkjunar var sáð í þá á áruroum 1%7— Þjóðverjar 409 og því næst Sví- ar, 361. Samkvæmt yfirliti útlendinga eftirliitsiins kom hingað til lands fólk frá 49 þjóðum og einn ferðamaður án ríkisfangs. Frá hverju eftirtalinna landa kom aðeins einin ferðamaður: Afgan- istan, Egyptalamdi, Guatemala, S-Kóreu, Rúmeníu, Salvador, Singapore, Thailandi, Tyrk- landi og Uruguay. Svo nokkur önnur dæmi séu tekim þá komu fimm frá Filippseyjum, 18 firá Japan, 26 frá Rússlandi, 12 frá Nýja-Sjálandi, 9 frá Mexíkó, 6 frá Tékkóslóvakíu og þrír frá Ungverjalandi. Fjöldi fslendinga, sem kom til landsins í maí með flugvél- um reyndist 2061 og 196 komu sjóleiðis. Slys Á MÁNUDAGSKVÖLD varð slys við höfnina á Akranesi, er 1969. Eftir Heklugosið í maí- verið var að setja is aif vöru- byrjun 1970 báru ýmsir kvið- t--'1—1,1 — 1—* boga fyrir því, að nýræktirn- ar yrðu til lítilla nyta. Stöðv- arstjórinn sagði, að bændur á þessum slóðum væru mjög hrifnir af því, hve sprettan ætlaði að verða mikil og byggjust þeir við að fá ágætt gras af nýræktunum. ís bílspalli um borð í bát. Tveir menn voru uppi á pallinum, og tókst ekki betur til en svo að ísinn rann fullhratt af oig skullu mennirnir niður í bátinn, var það um fimm metra fall. Annar mannanna silapp ómeidd- ur, en hinn skarst á enni og marðist nokkuð. (Ljósm. Mbl.: ámi johnsen). Togað á bannsvæði í Faxabugt Sigfús Schopka fiskifræðingur rannsakaði aflann ásamt Sigurði Framhald á bls. 21 — til þess að kanna hvort ung- viði veiddist í trollið - aflinn reyndist löglegur AÐ beiðni togveiðiskipstjóra Reykjavík fóru menn frá Haf- rannsóknastofnuninni í gær með vélbátnum Geir RE 405 með troll í Faxabugtina og toguðu þar á svæði, sem nú er lokað fyrir tog- veiðibátum. Tilgangurinn var sá að kanna hvort smáfiskur veidd- ist í trollið á þessum miðum og var dr. Sigfús Schopka, fiskifræð ingur frá Hafrannsóknaslofnun- inni, með í förinni tii þess að kanna fiskinn sem veiddist. Einnig voru með í förinni þingmenn og borgarstjóri, en tog veiðiskipstjórar buðu með í þessa ferð fuiltrúum allra þingflokk- anna, en togveiðiskipstjórarnir lögðu sjálfir til bátinn og mann- skap. Tveir skipstjórar voru með í leiðangrinum, þeir Pétur Stef- ánsson, skipstjóri á Geir, og Hali dór Bjarnaon, skipstjóri, en af Stefna Framsóknarflokksins: Hraðbrautafram- kvæmdir frá Rvík bíði — en vegaframkvæmdir í öðr- um landshlutum sitji fyrir um landshlutum sitja í fyrir- í ÚTVARPSUMRÆÐUM, sem útvarpað var í Norður- landskjördæmi eystra í fyrra- kvöld, skýrði Ingvar Gísla- son, einn af frambjóðendum Framsóknarflokksins í því kjördæmi, frá því, að Fram- sóknarflokkurinn vildi láta hraðbrautaframkvæmdir út frá Reykjavík bíða, en láta aðrar vegaframkvæmdir í öðr rumi. Þessi yfirlýsing Ingvars Gísla- sonar vakti allmikla athygli, þar sem ekki hefur áður komið upp ágreiningur um hraðbrauta- framkvæmdir þær, sem nú standa yfir, en þingmaðurinn sagði í ræðu sinni í útvarpsum- ræðunum, að þetta væri höfuð- munurinn á stefnu stjórnarflokk- anna og Framsóknarflokksins í vegamálum. þingmönnum voru með í förinni af hálfu Sjálfstæðisflokksins þeir Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og Pétur Sigurðsson, alþingismað ur, af hálfu Alþýðuflokksins voru þeir Eggert G. Þorsteinsson, ráðherra, og Jón Ármann Héðins son, alþingismaður og af hálfu Framsóknarflokksins var Jón Skaftason, alþingismaður með í förinni. Enginn Alþýðubandalags maður mætti til skips, en hafði þó verið talað við bæði Magnús Kjartansson og Gils Giiðmunds- son og fulltrúi frá frjálslyndum og vinstri mætti ekki heldur. Þá höfðu togveiðiskipst.jórar boðið einnig Jóni Árnasyni, alþingis- manni, en hann komst ekki með. Lagt var upp í leiðangurinn frá Reýkjavík árla í gænmorg- un og stímað tvo tima vestur í Faxabugtina. Fyrst var kastað inmist á hálfu Hvalfellinu og tog- að út karrtimn út í Hvalfellskrók- inn, en þar fékkst enginn afli utan nökkrir kolar. Þá var keyrt vestur á Súlur og þar var seinna halið tekið um miðjan dag í gær. Er það fremur óhentugur timi til að fá fisk á þessum slóðum, en í trollið veiddist þó slangur af ýsu, þorski, rauðsprettu, lúðu og fleiri fiskategundum. Viður- kenndu hass- reyk- ingar EFTIR hádegi sl. mánudag fékk liögreglan i Vestmanna- eyjum grun um að hass- neyzla hefði farið fram á hót- elherbergi í bænum. Lögregla fór á staðinn og hititi þá fyr- ir i herberiginu 8 ungia menn frá Reykjavík. 1 henberginu var greinileg hasslykt og funduist á staðnum fjórar reykjarpípur og virtust tvær þeirra ekki vera fyrir venjiu- legt reyktóbak. Lögreglan fékk og í hendiur köggui og viðurkenndi einn mannanna að hafa koniið með hann frá Reykjavik og væri þetta hass, sem hann hafði fengið sent í pósti frá Danmörku. Við yfirheyrslu viður- kenndu fimm mannanna að hafa neytt lítillega af hass- inu með því að blanda þvi saman við venjulegt reyktó- hak. 1 tilefni af þessum ummælum frambjóðanda Framsóknarflokks ins í Norðurlandskjördæmi eystra er rétt að taka fram, að nú standa yfir hraðbrautafram- kvæmdir við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg og ennfremur verður I sumar hafinn undirbún- ingur að varanlegri vegagerð við Akureyri. Er fyrirhugað, að lok- ið verði lagningu hraðbrautar til Selfoss og upp i Kollafjörð á ár- inu 1972, en kostnaður við þess- ar framkvæmdir mun nema um 600—700 milljónum króna, en þar er um lauslegar tölur að ræða. Islendingar með í Pakistanhjálp SAMKVÆMT upplýsingum Péturs Thorsteinssonar, ráðu neytisstjóra í utanríkiisráðu- neytinu, hefur íslandi verið boðin þátttaka á fundinum í Stokkhólmi, þar sem rætt verður um væntanlega sam- hjálp Norðurlandanna við Austui Pakistana. Ekki hef- ur verið ákveðið, hver sitji fundinn af íslands hálltfu, en ráðuneytisstjórinn kvaðst telja vi«t að íslendingar mundu taka þátt í því sam- starfi, sem þama kynni að verða skipulagt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.