Morgunblaðið - 26.06.1971, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNl 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvnmdaatjóri Hsraidur Sveinsaon.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur KonráS Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100
Augfýsingar Aðalstraati 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
ÓLAFÍA - EÐA EKKI ÓLAFÍA?
T gær hófust umræður á ný
milli vin®tri flokkanna
svonefndu um stjórnarmynd-
un. Nú er vika liðin
frá því að forseti fól Ólafi
Jóhannessyni stjómarmynd-
un, en á þessari viku hefur í
rauninni ekkert gerzt. Þetta
eru ámælisverð vinnubrögð
en þau eru um leið staðfest-
ing á því, sem á allra vitorði
er, að samkomulagið milli
vinstri flokkanna er ekki gott
og mörg deilumálin þarf að
leysa áður en hægt verður
að koma saman ríkisstjórn —
ef það tekst þá, sem allt er
í óvissu um.
Augljóst er, hvers vegna
Samtök frjálslyndra og
vinstri rnanna leggja áherzlu
á, að Alþýðuflokkurinn taki
þátt í viðræðum um myndun
vinstri stjómar. Það er yfir-
Iýst stefna SFV að vinna að
sameiningu jafnaðarmanna í
einum flokki og þess vegna
er ofur skiljanlegt, að sam-
tökin vilji ekki taka þátt í
stjórnarmyndun án aðildar
Alþýðuflokksins. Yrði það
gert mundi sameining þess-
ara flokka ekki komast á dag-
skrá í náinni framtíð. En
margt bendir til að formaður
samtakanna, Hannibal Valdi-
marsson, leggi jafnvel meiri
áherzlu á þetta sameiningar-
mál en stjórnarmyndunina
sjálfa.
Önnur meginkrafa SFV er
sú, að „fram fari úttekt á
þeim efnahagsvanda, sem frá-
farandi ríkisstjómarflokkar
skilja eftir sig“, eins og segir
í samþykkt samtakanna.
Jafnframt er þess óskað, að
ítarlegur málefnasamningur
verði gerður um lausn þess
vanda. Skiljanlegt er, að
þessi ósk sé borin fram. Auð-
vitað á þjóðin kröfu til þess,
að vinstri flokkarnir, sem
héldu því mjög stíft fram í
kosningabaráttunni, að efna-
hagsvandinn væri býsna mik-
ili, gert grein fyrir þvi,
hvernig þeir hyggist leysa
hann. Fráfarandi stjórnar-
flokkar skýrðu þjóðinni frá
meginetefnu sinni í þeim
málum fyrir kosningar og
bentu báðir á, að nauðsyn-
legt væri að feta sig smátt
og smátt út úr verðstöðvun-
inni. Jafnframt var vakin
athygli á því, að stærð vand-
ans hlyti mjög að markast af
þeim kjarasamningum, sem
gerðir verða í haust. Stjórn-
arandstöðuflokkamir gerðu
hins vegar enga tilraun til
þess að skýra fyrir kjósend-
um, hvernig þeir mundu
bregðast við vandamálunum,
þegar verðstöðvunartímabil-
inu lýkur. Nú hafa Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
lagt fram ósk, sem jafngildir
því, að vinstri flokkarnir
geri grein fyrir því áður en
stjórn verður mynduð, hvem-
ig þeir vilja leysa þennan
vanda. Verður óneitanlega
fróðlegt að fylgjast með við-
ræðum vinstri flokkanna um
þessi atriði.
Fyrirsjáanlegt er, að þess-
ar viðræður munu dragast
talsvert á langinn. Þó er aug-
ljós nauðsyn á því, að sem
fyrst verði úr því skorið,
hvort grundvöllur er fyrir
hendi um myndun vinstri
stjórnar eða ekki. Á meðan
þessar viðræður fara fram
er ekki um annað að gera
fyrir þjóðina en að fylgjast
af þolinmæði með þessum
stjórnarmyndunartilraunum.
Það er ekkert nýtt fyrir-
brigði að viðræður vinstri
flokkanna um stjórnarmynd-
un taki langan tíma. Hvort
Ólafía fæðist eða ekki skal
engu um spáð. En sjálfsagt
er að gefa vinstri flokkunum
næði til að bera saman bæk-
ur sínar, því að mótsetning-
arnar eru margar í málflutn-
ingi þeirra og skoðunum, eins
og skýrt hefur komið fram í
skrifum máilgagna þeirra frá
kosningum og yfirlýsingum
forystumanna þeirra frá því
að úrslitin urðu kunn, og
þeim veitir því ekki af um-
burðarlyndi almennings.
Heimköllun bandarísks herliðs
frá Vietnam
CJamþykkt öldungadeildar
^ Bandaríkjaþings, sem
felur í sér áskorun til forset-
ans um heimköllun alls
bandarísks herliðs frá Víet-
nam er ekki bindandi fyrir
forsetann og talið er ólíklegt
að hún nái fram að ganga í
fulltrúadeildinni. Engu að
síður er hún talsvert áfall
fyrir stefnu Nixons og sýnir,
að jafnvel þótt hann hafi
mótað þá stefnu að flytja
herlið Bandaríkjanna heim
smátt og smátt fullnægir það
ekki lengur kröfum áhrifa-
mikilla aðila í landinu um
skjótan heimflutning. Þessi
samþykkt sýnir einnig, að
þeim öflum vex nú fylgi, sem
fyrir hvem mun vilja losa
Bandaríkin við Víetnam og
allt það, sem því fylgir. Sú
staðreynd mun tvímælalaust
hafa mikil áhrif á utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna í fram-
tíðinni.
Krabbameinsfélag Islands 20 ára
Suðurg-ata 22, hús Krabbamein sfélags íslands.
í HVÍTU HÚSI
VIÐ SUÐURGÖTU
ER HÁÐ BARÁTTA
GEGN
KRABBAMEINI
Við erum stödd í hvítu reisu
legu húsi að Suðurgötu 22. Fyr
ir utan er glampandi sólskin og
blaktandi iauf hávaxinna trjáa
í garðinum fyrir utan gerir út-
sýnið yfir tjörnina enn feg-
urra en ella. I>arna er ekkert
sem minnir á sjúkdóma eða aðr
ar dekkri hliðar lífsins, heldur
einkennist allt af lífi og feg-
urð. Segja má að j>essi lífs-
mynd sé í fullu samræmi við þá
starfsemi sem fram fer innan
veggja hússins að Suðurgötu
22, en þar hefur Krabbameins-
félag íslands aðsetur fyrir
starfsenii sína, starfsemi sem
miðar að því að auka heilsu-
farslegt öryggi manna og forða
flestum frá því að verða hin-
um óútreiknanlega sjúkdómi,
— krabbameininu, — að bráð.
Daglega eru 35—40 konur
rannsakaðar í Krabbameinsleit
arstöðinni að Suðurgötu 22, og
auk þess eru 12 manns skoðað-
ir á viku í allsherjarkrabba
meinsskoðun. Þessar tölur
segja ekki mikið um það starf
sem þarna er unnið og því geng
um við um leitarstöðina með
Halldóru Thoroddsen fram-
kvæmdastjóra Krabbameinsfé-
lags Islands til þess að kynnast
starfseminni nánar.
Krabbameinsfélag Islands er
nú orðið 20 ára gamalt, en það
var stofnað 27. júní 1951. Tíu
árum eftir stofnun félagsins
keypti það ásamit Krabbameins
félagi Reykjavikur háilifa hús-
eignina að Suðurgötu og flu.ttu
starfsemi sina þangað sem áð-
ur hafði farið fram í einu her-
bergi í Blóðbankanum.
Skömmu síðar var allt húsið
keypt og því breytt með tilliti
tíl starfsemi þeirrar sem rekin
var á vegum félaganna, — skrif
stofur voru innréttaðar á efstu
hæð og léitarstöðvar á 1. hæð
og í kjallara. Hefur starfsemin
í dag nú sprengt þetta hús-
næði utan af sér og eru félög-
in þvi búin að kaupa húsið við
hliðina, það er að segja Suður-
götu 24 og verður hluti af starf
seminni fluttur þangað nú á
þessu ári.
1 anddyri Suðurgötu 22 situr
ung stúlika, Ingibjörg Karls-
dóttir og svarar í síma. Þarf
hún að leysa úr miklu spum-
ingaregni daglega frá 8.30—5.
Imgibjörg sagði að mest væri að
gera hjá sér fyrri hluta dags,
en þá tæki hún á móti rann-
sóknarbeiðnum, svaraði fyrir-
spurnum um rannsóknir, veitti
upplýsingar um vinningsnúmer
í happdrætti Krabbameinsfé-
Alma Þórarinsson yfirlæknir er fyrir miðju á myndinni, en nieð henni eru meinatæknar er
vinna að frumgreiningu. (Ljósm. Kr. Ben.)